Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1995 B 11 MANNLÍFSSTRAUMAR VERALDARVAFSTUR/£r tiljaróskjálftanœmtfólkf Aukin jarðskjálftavirkni ÞEIR SEM hafa áhuga á náttúru- fyrirbærum eins og jarðskjálftum, hafa án efa tekið eftir því að frétt- ir af þeim fara sívaxandi frá allri heimsbyggðinni. Og það er ekki aðeins tíðni þeirra sem hefur aukist heldur einnig stærðin. eftir Einar Þorstein AÞESSU er vafalaust fleiri en ein skýring. Þeir sem með öllum ráðum vilja halda í „óbreytt ástand“ telja eina skýringuna vera tilkomu meiri fjölda og nákvæmari mælitækja smám saman. Nokkuð er til í því, en spyija má á móti, hvers vegna er þörf á meiri fjölda jarð- skjálftamæla, nema ef vera skyldi vegna þess, að þeir eru æ fleiri og stærri og því meiri ástæða en ella til að fylgjast með þeim? Á árunum 1963 til 1993 hefur fjöldi jarðskjálfta um allan heim aukist úr 4.000 árlega í 20 þúsund árlega og aukningin er jöfn og þétt. í seinni tíma er gerð jarðskjálfta einnig að breytast frá því að vera „hliðarhreyfing" í það að vera hreyfing upp og niður. Þannig kom það mjög á óvart þegar stóri jarðskjálftinn lagði mið- borgina í Kobe í Japan í rúst. Japan- ir hafa manna mest þróað jarð- skjálftavarnir þar á meðal í bygg- ingu mannvirkja. Þannig voru mannvirki í Kobe hönnuð fyrir hiið- arskjálfta en ekki lóðréttan skjálfta og því fór sem fór. Þó að sumir vilji halda því fram að jarðskjálftar hafi nær tífaldast á síðust 30 árum, telja aðrir töl- fræðina hér ekki áreiðanlega. Onn- ur aðferð er að lesa sér til um blaða- frásagnir um jarðskjálfta og með þeirri aðferð má ætla að 60% aukn- ing hafi orðið á þeim síðustu tíu árin. Og þá eru þeir smáu örugg- lega ekki taldir með, enda ekkert fréttaefni. Nú hefur komið fram sú skýring að sólblettir og sólarvindar leiðist hönd í hönd með jarðskjálftavirkni. Sólarblettir ná hámarki á um 11 JARÐSKJALFTAR A JÖRÐINNI 1963-93 !: 22000.0 20000.0 18000.0 |l 6000.0 114000.0 |l 2000.0 |10000.0 8000.0 6000.0 4000.0 2000.0 0.0 ára fresti en sólarvindar, þ.e. geisl- unin frá sólinni sem skellur á hjúp jarðarinnar, eru að nokkru leyti háðir þeim. Komið hefur í ljós 92% samsvörun milli breytilegrar af- stöðu fimm ytri plánetanna til sólar og sólarbletta. Þannig getur fýlgst að mikil samþjöppun (í beinum lín- um) ytri plánetanna, sem stendur stutt við, en þar á eftir koma mikl- ir sólarvindar og í kjölfar þeirra margir jarðskjálftar. Það virðist hafa mest áhrif þegar saman fer lágmarkstíðni sólbletta' en hámark sólarvinda. Þá eru mestu líkindin á jarðskjálftum. A.m.k. tvær skýringar eru til á þessu sam- hengi: Ónnur segir að tenging sólar- vinda við segulsvið jarðarinnar, geti komið af stað hreyfingum í fljótandi ástandi innri efna hnattar- ins, sem síðan leiði þá hreyfíngu út til yfírborðsins. - En hin segir að breyting á loftþrýstingi vegna áhrifa frá sólarvindum hafi áhrif á plötusamskeyti jarðflekanna, sem séu við það að hreyfast hvort eð er af öðrum orsökum. - Ef til vill er hvorutveggja ekki fjarri lagi. Að auki við fjölda mælitækja til vísindalegar skýringa og til for- sagna um líkindi á jarðskjálftum, eru þó nokkrir aðilar viða um heim, sem virðast vera þeim gáfum gædd- ir að geta skynjað jarðskjálfta fyrir- fram. Það er einnig kunnugt, að dýr geta fundið á sér yfirvofandi skjálfta á sínu landsvæði og er hegðan þeirra oft notuð til að vara við slíkum hamförum. Fólkið, sem hér er gert að umtalsefni, getur hins vegar fundið á sér jarðskjálfta af stærri gerðinni hvar sem er á hnettinum. Það segir sig sjálft að með auk- inni tíðni jarðskjálfta hefur borið meira á þessu fólki á seinni árum. í Bandaríkjunum er Gordon-Micha- el Scallion hvað þekktastur. Hann segir fyrir um jarðskjálfta um allan heim með nákvæmni vel yfir 80%. Forsagnir hans falla nokkuð vel saman við kenninguna um sólar- vindana sem áhrifavald jarðskjálfta. NBC-sjónvarpið fjallaði um hann í tveim þáttum (Ancient Prophecies I & II). Þar sem sólarblettum fer nú fækkandi en styrkur sólarvinda eykst má búast við enn meiri aukn- ingu í nokkur ár uns áhrifin gætu farið að minnka á ný. Talað er um að við séum að ná hápunkti í um 350 ára ferli um þessar mundir hvað snertir samspil sólarbletta og sólarvinda. Mundi það skaða nokkurn mann að taka þessi mál með í reikninginn þegar von er á þeim stóra hér á sunnanverðu landinu? STEINAR WAAGE r SKÓVERSLUN N GÚMMÍ- SKÓR Litur: Sucirtw Stærðir: 24—46 Verðfrá 995,- 5% staðgreiðsluafsláttur Póstsendum samdægurs STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN V Dornus Medica, Egilsgötu 3, sími 18519 Kringlunni, Kringlunni 8-12, sími 689212 Toppskórinn, Veltusundi, sími 21212 - innflutningur Nýir bílar Pickup Grand Cherokee Flestar USA-tegundir bíla Nýi Blazerinn Mini van Ýmsar tegundir Suzuki-jeppar EV BÍLAUMBOÐ Egill Vilhjálmsson hf.Smiðjuvegi 4 - Kópavogi - simi 55-77-200. tækniskóli U íslands Háskóli - framhaldsskóli Höfðabakka 9-112 Reykjavík - sími 91 -874933 netfang : http: taekn.is/ Tækniskóli íslands er skóli á háskólastigi sem hefur frá upphaf- boðið upp á fjölbreytt nám, lagað að þörfum íslensks atvinnulífs. Námsaðstaða nemenda er góð og tækja- og tölvukostur er í sífelldri endurnýjun. Allt nám í Tækniskóla íslands er lánshæft hjá LÍN. Innritun nýnema Móttaka umsókna um skólavist fyrir skólaárið 1995-96 er hafín. Aætlað er að taka inn nemendur í eftirfarandi nám: Námsbrautir með umsóknarfresti til 31. maí nk.: F rumgreinadeild: Fjögurra anna nám til raungreinadeildarprófs, sem veitir réttindi til náms á háskólastigi. Teknir eru inn umsækjendur sem a) hafa lokið iðnnámi eða hliðstæðu bóklegu og verklegu námi b) hafa tveggja ára starfsreynslu, eru 20 ára eða eldri og hafa lokið að jafnaði 20 einingum á framhaldsskólastigi með áherslu á fslensku, dönsku, ensku og stærðfræði. Námsbrautir til iðnfræðiprófs: I Véladeild, Rafmagnsdeild (veikstraums og sterkstraums) og Byggingardeild. Inntökuskilyrði er iðnnám. Námið tekur 3 annir. Námsbrautir til tæknifræðiprófs, B.S.-gráðu. Inntökuskilyrði er raungreinadeildarpróf eða stúdentspróf af eðlisfræði- eða tæknibraut. Stúdentar af öðrum brautum eiga kost á að bæta við sig í raungreinum í Frumgreinadeild skólans. Lágmarkskröfur um verklega kunnáttu eru tveggja ára viðurkennd starfsreynsla á viðeigandi sviði, en umsækjendur, sem lokið hafa iðnnámi, ganga fyrir öðrum umsækjendum. Auk þeirra sem uppfylla inntökuskilyrði hér að framan getur Véladeild tekið inn nokkra stúdenta af eðlisfræðibraut án verkkunnáttu að því tilskildu að þeir fari í skipulagðt eins árs starfsnám áður en nám er hafiðáöðru ári. Byggingadeild: 7 annir til B.S.-prófs í byggingatæknifræði. 1 boði eru fjögur sérsvið: Húsbyggingasvið, mannvirkjasvið, lagnasvið og umhverfissvið. Rafmagnsdeild: 2 annir til að ljúka 1. árs prófi. Nemendur ljúka náminu í dönskum tæjrniskólum. Rekstrardeild: 7 anna nám í iðnaðartæknifræði til B.S.-prófs. Véladeild: Tveir möguleikar eru í boði. 2 annir til að ljúka fyrsta ári í véltæknifræði og námi síðan lokið í dönskum tækniskólum eða 7 annir til að ljúka B.S.-prófi í vél- og orkutæknifræði sem er ný námsbraut við Tækniskólann. Nám í rekstrarfræðum (námið hefst um áramót) Iðnrekstrarfræði: Námið tekur 4 annir. Inntökuskilyrði eru stúdentspróf og tveggja ára starfsreynsla. Innan iðnrekstrar- fræðinnar eru í boði þrjú sérsvið: Framleiðslusvið, markaðssvið og útvegssvið. Útflutningsmarkaðsfræði til B.S.-prófs. Námið tekur 3 annir og inntökuskilyrði eru: Próf í iðnrekstrarfræði, rekstrar- fræði eða sambærilegu. Vegna mikillar aðsóknar er umsækjendum ráðlagt að sækja um fyrir 31. maí til að komast hjá að lenda á biðlista. Með umsóknarfresti til 10. júní. Nám í Heilbrigðisdeiid: Inntökuskilyrði er stúdentspróf. Námsbraut í meinatækni; 7 annir til B.S.-prófs Námsbraut í röntgentækni; 7 annir til B.S.-prófs. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans (untsækjendur, sem búsettir eru utan höfuðborgarsvæðisins geta fengið þau send í pósti). Kynningarfulltrúi skólans og deildarstjórar einstakra deilda veita nánari upplýsingar í sírna 91-874933. Athugið að símanúmer skólans verður 577-1400 eftir 3. júní. Skrifstofa skólans er opin alla virka daga kl. 8:30 - 16:00. Ollum umsóknum, sem póstlagðar eru fyrir lok umsóknarfrests, verður svarað ekki seinna en 16. júní. Rektor.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.