Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MAl 1995 B 7 * Hjónavígsla á jökli ◄I SNÆFELLSJÖKULL hef- ur lengi haft aðdráttarafl. Á kolli hans gaf séra Agnes M. Sigurðardóttir saman brúð- hjónin Suzanne Rita Frye og Harry Michael Engel III. Þau eru frá Kaliforníu í Banda- ríkjunum og er Harry af ís- lenskum ættum. Alfons Finns- son í Ólafsvík tók ljósmyndina sem fær fyrstu verðlaun í opnum flokki. Myndin sýnir vel aðstæður við þessa sér- stæðu athöfn, rauða dregilinn á jökulbreiðunni og snjóaltar- ið í baksýn. Geiri ÁSGEIR Emilsson mætir alltaf þegar eitthvað stendur til. Þessi mynd Péturs Krist- jánssonar, fréttaritara Morg- unblaðsins á Seyðisfirði, er útnefnd besta andlitsmyndin. Hún var tekin við hátíðarhöld- in á þjóðhátíðardaginn á Seyðisfirði og sýnir sterk per- sónueinkenni úr litrófi mann- lífsins. Kötturíbandi JÉk FÓLK á gangi með kött 1 bandi er ekki hluti af daglegu lífi landsmanna. Nema á Blönduósi, eins og sést á mynd Jóns Sigurðssonar á Blöndu- ósi sem er besta myndin úr daglega lífinu. Alvanalegt er að sjá Ingibjörgu Steinþórs- dóttur á göngu með Dísu sína í bandi. Fjörufantasía "V BENEDIKT Jóhannsson, fréttaritari á Eskifirði, fær verðlaun fyrir bestu myndina í flokki sem nefndur er „Laus taumur ímyndunaraflsins". Vegagerð JÓNAS Erlendsson í Fagradal í Mýrdal fær fyrstu verðlaun fyrir mynd úr atvinnulífinu. Hún er tekin frá skemmtilegu sjón- arhorni og sýnir vel sérstæð vinnubrögð vegagerðarinanna og björgunarsveitarmanna í Mýrdal þegar þeir slétta kant vegarins í Grafargili. Nokkuð bratt er niður og til að vinna verkið er dráttarvél með ýtutönn gefin niður og dregin upp á víxl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.