Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1995 B 9 „Upp þetta dimma sund“ RUNÓLFUR Pétursson formaður Iðju (með hatt) hvarf úr liðí samfylkingar síðar. Hann var nafnkunnur maður: „Sápuruni“, hafði söluturn á Hlemmtorgi. Hér heldur Pétur Pét- ursson áfram upprifj- un sinni á sögu Þórðar halta o g samfylkingar- manna hans. VIÐ skildum þar við Þórð gamla halta og „samfylk- ingarlið" hans frá 9. nóv- ember 1932, að leið okkar, sem geymum minningar frá þessum degi lá upp þröngan göngustíg, sem liggur úr Mjóstræti að Unu- húsi. Steinunn Árnadóttir, sem var tíður gestur í þessu fræga húsi og eiginkona náins sam- starfsmanns Erlends Guðmunds- sonar, hafði yfir nokkur stef úr ljóði Halldórs Laxness um Erlend. I ljóði Halldórs glóir á margan gimstein, en allmargir hnökrar eru þar einnig og sumt minnir raunar á ljóð Tómasar Guðmunds- sonar er hann leitar rímorðs við Stalin: „Rímsins vegna í peysu frá Prjónastofunni Malín.“ Ljóð Halldórs birtist í tímariti Máls og menningar rúmum ára- tug eftir dauða Erlends: Upp þetta dimma sund þar lá mín leið mart liðið kvöld: og sæi eg ljós, þá var sem vanda og neyð væri nú lyft af heilli öld. Það sem helst vekur athygli í þessu ljóði Halldórs, auk hollustu höfundar við Erlend, er sú stað- reynd að Halldór nefnir þar aðeins eina persónu einmitt þann sem yfirgaf „samfylkingarhópinn" með köldum kveðjum. Það er Steinn Steinarr Og Steinarr Steinn sem ljóðin las mér fyr án lífsfögnuðs kom handkaldur upp sundið, drap á dyr og drakk úr kaffibolla guðs. Áður en haldið er áfram um- ræðu um 9. nóvember kemur í hugann sú spurning hversvegna Sjónvarpið hefir sniðgengið Unu- hús. Síðan það tók til starfa hafa fallið frá gestir, sem þar komu nær daglega. Margrét og Þórbergur, Fríða Knudsen og Þorvaldur Þórarins- son, Bergur Pálsson, Ólafur Jó- hann Sigurðsson, Kristinn Andr- ésson, Þóra Vigfúsdóttir. Enn lifa Björg Ellingsen, systurnar frá Höfðahólum, Valgerður Briem og fleiri sem muna þetta þjóðfræga hús. Systkinin í Hildibrandshúsi, nágrannar Unu, kunnu frá mörgu að segja. Ég á í fórum mínum frásögn Maríu Guðjónsdóttur, sem var ötul stúlka og áræðin. Hún hljóp mörg sporin fyrir Unu, að sækja matvörur handa fjölda kostgangara í Unuhúsi og safnaði kolamolum til kyndingar, að hlýja Jóni Sinnep, sem svaf í kompu undir stiga og fleiri Guðsvoluðum, sem áttu sér skjól og athvarf. En víkjum nú að spurningunni um Þórð gamla halta. Hver var hann? Ég hef spurt marga. Eirík- ur Jónsson, sem margt hefir kann- að í ritum Halldórs, kveðst hafa heyrt getið verkamanns á Rauðar- árstíg. Man ekki heiti hans. Er- lendur Vilhjálmsson, gamall og góður félagi minn úr FUJ, bróðir afreksmannsins VSV, kveðst hafa heyrt Þórðar getið. Man ekki nafnið. Skúli Norðdahl arkitekt telur sig hafa heyrt Þórðar getið. Man ekki, en vísar á Hannes Kr. Davíðsson arkitekt, sem kynni að hafa vísdóm frá Guðjóni Bene- diktssyni. (Hannes er nú látinn.) Sjálfur hefí ég smíðað kenningu. Ólafur Þorsteinsson læknir sem skráði alla sem til hans leituðu meðan á bardaganum stóð nefnir aðeins einn mann, seni til hans kemur tvívegis og fær gert að sárum og bundið um höfuð. Það er Hendrik J. Ottósson, seinna fréttamaður Ríkisútvarpsins. Hendrik var bæklaður á báðum fótum og haltraði. Tilgáta mín er sú að Halldór hafi svo sem hans var vandi í öðrum tilvikum, skap- að sögupersónu með þvi að hag- nýta sér ýmislegt úr fari einnar fyrirmyndar og tengja einkennum eða skapgerð annarrar: Þekkt eru dæmin um Kristófer Torfdal, þar sem Halldór býr til sögupersónu úr Ólafi Friðrikssyni og Jónasi frá Hriflu. Þar er Jónas í nærmynd, klæddur köflóttum erlendum föt- um og leiðir Jóhann Bogesen og hvíslar í eyra gamansögum. Æst- asti bolsévíki Islands með fugla í búri er Ólafur Friðriksson. Erling- ur Klemensson, sem enn er á lífi, háaldraður, var í hópi róttækra verkamanna, sem vörðu rétt fé- laga sinna með hvað vöskustum hætti. Hann kveðst ekki muna eftir neinum úr flokki bardaga- manna, sem lýsing Þórðar gæti átt við. Er nokkur í hópi lesenda Morgunblaðsins, sem getur veitt aðstoð við öflun upplýsinga? Hendrik var góður félagi og fórn- fús, ákafur og einlægur. Margt er enn óskráð um þessa daga. E.t.v. gefst tækifæri til þess síðar. Mér kemur þó í hug að Hendrik J.S. Ottósson naut þeirrar náðar, að hafa kvatt þenn- an heim áður en til opinberra vin- slita kom milli Sovétríkjanna og ísraels. Sú þróun hefði valdið hon- um sársauka og sett hann í vanda. En það er önnur saga. Pétur Pétursson þulur. BARNASTÍGUR Nýkomnar fallegar og vandaðar sumarvörur frá: IKKS compagnie' Fallegir sumarkjólar frá GINA DIWAN BARNASTÍGUR Skólavörðustíg 8, sími 552 1461 26 fm. heilsárs sumarhús til sölu. Svefnloft 23 fm. 2ja metra lofthæð upp í mæni. Venjulegur hússtigi upp. Upplýsingar í síma 566 6950. Fylgstu með í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu -kjarni málsins! Þok Viðhald & nýbyggingar Láttu okkur gera þér tilboð og við komum þér þægilega á óvart. K.K. Blikk hf - Auðbrekku 23 - S:554-5575 Ingólfur Jónsson - Húsasmíðameistari Sími: 567-0643 - Bílasími: 985-21909 ( P —llVB J NAR WAAGE OVERSLUN ur-þýsk g frá '*r &_______________ Litur: Hvítt. Stæröir: 36-41 Litir: Hvítt og drappaö. St.: 36-41 Ath: Loftbólstraöur sóli Litir: Hvitt og beige. St.: 36-41 Ath: Loftbólstraður sóli JAtfi. margar tegundir afgóðum sumarsfóm. Póstsendum samdœgurs • 5% staðgreiðsluafsláttur STEINAR WAAGE STEINAR WAAGE ^ ------------- / ----7-------- / SKOVERSLUN ^ SKOVERSLUN ^KRINGLAN 8-12 SÍMI 689212 #EGILSGÖTU 3 SÍMI 18519 <P NÁM í DANMÖRKU Hjá Horsens Polytechnic bjóðum við upp á ýmsar tegundir af tæknimenntun. Meðal annars: — tækniteiknun — landmælingatækpi — véltækni — útflutningstækni — byggingariðnfræði — byggingar- og framkvæmdalínu. — byggingafræði með fjórum brautum: enskri, þýskri, bygginga- og framkvæmdalínu. Komið og fáið nánari upplýsingar: Kynningarfundur í Reykjavík, 30. maí kl. 19.30 á Hótel Sögu. Allir velkomnir. Á fundinum munu kennararnir Peder Larsen og Eli Ellendersen segja frá náminu. Jafnframt verða til staðar íslenskir byggingafræðingar menntaðir í Horsens. Þeir sem hafa áhuga geta haft samband við Peder Larsen og Eli Ellendersen með því að hringja í Hótel Sögu frá 27. maí til 1. júní, eða leggja inn skilaboð. Horsens Polytechnic Slotsgade 11, DK-8700 Horsens, Danmörk. Sími 00 45 75625088, fax. 00 45 75620143. v r\ \/ p d c i 11 , ^ Leðurskór á lágmarksverði Stæröir: 22-34. Litir: Hvítt/bleikt og hvítt/blátt Stæröir: 22-34. Litir: Hvitt/fjólublátt/ svart og hvítt/blátt/svart Póstsendum samdœgurs • 5% staðgreiðsluafsláttur STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN ^ KRINGLAN 8-12 SÍMI 689212 ^ Toppskórinn JLvEITUSUNDI SÍMI: 21212 VIÐ INGÓLFSIORG STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN > EGILSGÖTU 3 SÍMI 18519 <P

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.