Morgunblaðið - 28.05.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 28.05.1995, Qupperneq 1
I SUNNUDAGUR 28. MAÍ1995 SUNNUPAOUR imLiiiziiimur Texti og myndir: Steingrímur Sigurgeirsson í ÁSTRALÍU eru íslendingar jafnframandi og Ástralir á ísiandi og ísland er oftar en ekki nefnt þegar menn leita að einhverri mjög frum- legri og framandi samlíkingu. Þegar mikil um- ræða átti sér stað í kringum frægt glæpamál í Northern Territory árið 1987 og uppi voru efa- semdir um það hvort hægt væri að finna kvið- dómara er ekki hefðu þegar gert upp hug sinn lýsti blaðið Canberra Times því yfir að hugsan- lega væri hægt að finna slíkt fólk á íslandi. Viðamikil úttekt, hin svokajlaða Fitzgerald- skýrsla, um innflytjendur til Ástralíu var gefin út árið 1988. Helsta blað Ástralíu, Sydney Morning Herald, ákvað að birta viðtal við fjöl- skyldu úr hópi þeirra þjóða þaðan sem það fáir innflytjendur höfðu komið til Ástralíu að þær voru teknar saman sem afgangsstærð undir heitinu aðrar þjóðir". Ákvað blaðið að ræða við íslenska fjölskyldu og fjallaði viðtalið að mestu leyti um hinn veðurfarslega mun milli ríkjanna tveggja. Ekki eru til nákvæmar tölur um hve margir íslendingar eða Ástralir af ís- lenskum ættum búa nú í Ástralíu. Að öll- um líkindum eru þeir á þriðja hundrað. íslendingarnir eru hins vegar mjög dreifðir um þetta risavaxna land (sem að stærð samsvarar Bandaríkjunum að Alaska frátöldu). Stór hluti býr í Vestur- Ástraiíu í og í kringum borgina Perth og einnig í stórborgunum Melbourne og Sydney. Stærstur hluti íslendinganna flutti til Ástralíu í lok sjöunda áratugarins en þá buðu áströlsk stjórnvöld innflytjendum fjárhagslega aðstoð á sama tíma og atvinnuástand var mjög slæmt á íslandi. Á undanförnum tveimur og hálfum ára- tug hefur nánast alveg tekið fyrir straum ís- lendinga til Ástralíu, enda orðið mun erfiðara að flytjast þangað. Hópur ungra fræðimanna við landafræðideild Sydney-háskóla gerði fyrir nokkrum árum könnun á þremur innflytjendahópum í Sydney: Hvít-Rússum, Minangkabau-þjóðflokknum frá Indónesíu og íslendingum. Kemur þar fram að í upphafi hafi íslendingar aðallega flust til Ástr- alíu af efnahagslegum ástæðum en síðari tíma innflytjendur fyrst og fremst af ævintýraþrá eða vegna ástralskra maka. Ræddu fræðimennirnir við íslenskar fjölskyld- ur, búsettar í Sydney, og bera innbyrðis sam- skipti þeirra saman við samskipti annarra inn- flytjendahópa. Komast þeir að þeirri niðurstöðu að þó að ákveðinn hópur íslendinga haldi uppi samskiptum takmarkist þau af löngum vega- lengdum og ólíkri félagslegri stöðu. Þá telja þeir hættu á að afkomendur íslendinganna muni smám saman missa tengslin við ísland og íslenska tungu, þar sem litlar líkur séu á að þeir giftist íslendingum. Þá bætist ekki nýir íslend- ingar við í „íslendinganýlendunni" líkt og raun- in sé hjá til dæmis Grikkjum. Framtíðin ein mun þó leiða í Ijós hvernig málin þróast og ýmislegt bendir til að margir íslendingar, sem fæddir eru í Ástralíu eða fluttust þangað barnungir, muni reyna að viðhalda K uppruna sínum. n \ ■I 'Á -l , »•****, 'é e ' ■ ■ ® ■*/ ■sísm rr:<L-r ’■ ■.«. _

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.