Morgunblaðið - 28.05.1995, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 28.05.1995, Qupperneq 4
4 B SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ gera það upp við sig hvort það ætlar að flytja heim eða vera þar áfram. Það eru ekki bara vinir og fjölskylda sem toga í mann heldur einnig landið sjálft. Auðvit- að er það mismunandi eftir ein- staklingum en sjálfri fannst mér ekki síst mjög erfitt að fara frá landinu sjálfu. Ég er samt enn hér, búin að búa í Ástralíu í 22 ár og verður að segjast eins og er að Ástralía sem land er farin að toga í mann. Maður á nú orðið sína vini og kunningja hér. Sumir þeirra eru íslendingar þó að við sjáumst ekki eins mikið og skyldi. Við búum í þjóðfélagi þar sem allt er alltaf á ferð og flugi og enginn má vera að einu né neinu. íslendingarnir hittast því ekki eins oft og maður hefði æskt. Vega- lengdirnar eru líka miklar hér í borginni og ef maður ætiar að fara í heimsókn er kannski einnar og hálfrar klukkustundar akstur á milli bæjarhluta." Nýtt fólk blæs lífi í hópinn Þegar Sigrún er spurð hvernig hún meti framtíð íslendinga í Ástralíu og hvort hún telji að tungan og menningin muni lifa áfram meðal þeirra segir hún það fara eftir mörgu. „Það fer ekki síst eftir því hvort margir íslend- ingar eiga eftir að koma hingað. Þegar nýtt fólk bætist í hópinn þá er eins og það gefi þeim sem fyrir eru aukinn styrk. Nýja fólk- ið flytur með sér íslenskan hugs- unarhátt og þetta er llkt og að fá nýtt blóð og ýtir undir þá sem fyrir eru að halda málinu við og fylgjast með stjórnmálum og öðr- um málum á íslandi." Hún segir þetta eiga við jafnvel þó að ekki sé um að ræða fólk sem flytjist búferlum til Ástralíu held- ur dvelji þar einungis tímabundið, til dæmis vegna náms. „ísland hefur nýörg sterk tðk f þeim sem hafa flust hingað þó að nokkuð öðru máli gegni um þá er hafa fæðst í Ástralíu. Við fínrium fyrir aðdráttarafli landsins þó að sam- bandið sé ekki eins sterkt og við vildum. En við reynum að fylgjast eins vel með og kostur er, hitt- umst reglulega og tölum saman íslensku. Það getur þó reynst erf- itt fyrir þá sem fæðst hafa í Ástral- íu og aldrei búið heima. Maður sér það líka greinilega á samkomum okkar, t.d. hjá íslendingafélaginu, að margt af yngra fólkinu kýs frekar að ræða saman á ensku. Þó að það skilji íslensku á það í erfiðleikum með að tala hana. Auðvitað eru síðan til undantekn- ingar og jafnvel dæmi um að fólk af þriðju kynslóðinni fái brenn- andi áhuga á íslandi og islensku. Það er því erfitt að alhæfa um þessi mál. Áhuginn eykst líka ávallt þegar eitthvað gerist, t.d. ef ljósmyndasýningar frá íslandi eru settar upp i borginni. Fólk fær innblástur við slíkt. Það lítur á sig sem íslendinga. Auðvitað reynir það að aðlaga sig að nýja landinu en þó að það verði stundum ástr- alskt í fasi með timanum lítum við enn á okkur sem íslendinga inn við beinið.“ Internetið breytir mjklu Sigrún segjr að ekki megi held- ur gleyma því að margt sé að breytast vegna tækniframfara í heiminum. „Við getum fylgst með íslandi miklu betur en áður vegna Intemetsins. Það er núna hægt að fá Morgunblaðið nýtt á hverjum einasta degi og maður verður bara að setjast niður og gera það að vana sínum að lesa það á tölvunni." Alltaf er eitthvað um fyrir- spumir frá íslendingum um Ástr- alíu og að hægt sé að flytja þang- að og segir Sigrún að þar sé stund- um um að ræða fólk sem hafí búið í landinu áður og vilji nú flylja þangað á ný. „Það er hins vegar orðið erfítt að flytjast til Ástralíu því að stjórnvöld hér hafa lokað íandinu meira en áður var. Inn- flytjendur verða að uppfylla fjölda skilyrða, samkvæmt ákveðnu punktakerfi, og það getur tekið langan tíma frá þvi að umsókn er lögð inn þangað til að svar berst. Þetta er þó örlítið auðveldara fyr- ir íslendinga en aðra vegna þess hvað við emm lítil þjóð og fyrir- spurairnar því að sama skapi fáar.“ léfámik-: cssssrss- -r;;: : r;;- Sigurður ingi Jónsson Vill kenna Aströlum ájeppa SIGURÐUR Jónsson flutti frá íslandi árið 1986 og bjó fyrstu tvö árin í Kúveit. Þar kynntist hann eiginkonu sinni, Kathy, sem er pak- istönsk að uppruna og starfaði sem flugfreyja hjá British Airways. For- eldrar hennar voru búsettir í Adela- ide í Ástralíu og þróuðust mál þann- ig að þau fluttust þangað. „Ég hafði starfað heima hjá tölvudeild SÍS en langaði að breyta til og gera eitthvað sniðugt. Ég sá auglýsingu í tölvublaði og ævintýra- þráin náði yfírhöndinni. Mig langaði að fara burt í tvö ár, verða ríkur og byggja mér höll á Amamesinu, sem síðan varð auðvitað aldrei úr. Ég var á samningi í tvö og hálft ár hjá tölvufyrirtæki í Kúveit en þar kynntist ég Kathy og við giftum okkur í Adelaide í október 1988. Ári síðar fluttum við til Ástralíu og bjuggum hjá foreldrum hennar í Adelaide í nokkrar vikur. Hann segir að enga tölvuvinnu hafí verið að fá í Adelaide en hann hafí hins vegar fengið atvinnutilboð í Sydney. “Eg stökk upp í lest þeg- ar það barst og hef verið hér síðan. Þetta hefur gengið ágætlega og ég hef að megninu til starfað hjá tveimur fyrirtælqum þennan tíma. Ég hef ekki haft yfir neinu að kvarta, það er allt annað og betra að koma hingað en að vera í Kú- veit.“ íslenska klíkan Sigurður segir margar tilviljanir tengjast íslendingunum í Ástralíu. Nefnir hann sem dæmi að þegar hann vann í Kúveit hjá fyrirtæki, sem hafí verið með umboð fyrir bandarískt tölvufyrirtæki, hafí Hilmar Hansson, fyrrum yfírmaður hans hjá tölvudeild SÍS, verið að vinna hjá þessu bandaríska fyrir- tæki í Danmörku. Hilmar hafí flust til Ástralíu á undan Sigurði en þeir endað sem vinnufélagar hjá sama fyrirtæki. „Hilmar hefur nú hins vegar stofnað eigið fyrirtæki en leiðir íslendinga úr tölvuheiminum heima hafa samt legið saman víð- ar. Sigmundur Valgeirsson, sem starfaði hjá IBM á íslandi, er annar en hann þjónustaði vélamar fyrir okkur hjá Sambandinu. Svo vildi til að ég var félagi í Round Table í Kúveit en Sigmundur á íslandi og báðir vorum við sendir á ársfund, sem haldinn var á Tasmaníu. Sig- mundi og eiginkonu hans leist svo vel á sig að þau ákváðu að flytjast til Ástralíu. Ég útvegaði honum starf hjá fyrirtækinu sem ég starfa hjá og við erum vinnufélagar í dag. Þannig að þó maður sé ekki á ís- landi virkar klíkan ágætlega.“ Starfa þeir báðir hjá trygginga- fyrirtækinu GIO Ástralíu, en starfs- menn þess eru um fjögur þúsund. Er Sigurður þar deildarstjóri yfír deild sem sér um tækniþjónustu fyrir tiltekin tölvukerfí. Annað llfsviðhorf Ástrala Hann segir töluvert öðruvísi að starfa í Astralíu en á íslandi. „Heima var það þannig, hvort sem það eru nú rómantískar minningar eða ekki, að vinnudagurinn var mun lengri og fólk lagði harðar að sér í vinnunni en hér. Fólk er miklu afslappaðra hér, það vill ekki vinna yfírvinnu heldur miklu frekar kom- ast heim, skella einhvetju á grillið og fá sér bjór úti á strönd eða í garðinum. Sem er eflaust ágætt líka. Menn eru meira fyrir það hér að taka lífínu létt og njóta þess. Heima er öll áherslan á að koma sér upp stórri fasteign fullri af IKEA-húsgögnum en hér er meiri áhersla á góðan garð og strönd í grennd. Má segja að munurinn sé Magnús Magnússon _ A Tengslin við Island rofnuðu aldrei MAGNÚS Magnússon var nýlega kjörinn formaður íslendingafé- lagsins í Sydney en hann flutti með fjölskyldu sinni til Ástralíu árið 1968. Magnús var þá einungis fjögurra ára Magnús og sonurinn Erik gamall og má því segja að hann til- heyri þeirri kynslóð Islendinga, sem er nær alveg alin upp í Ástralíu. Fjöl- skylda hans er úr Reykjavík og for- eldrar hans heita Ingvi Magnússon og Klara Ester Magnúsdóttir. Hann skilur íslensku ágæt- lega en fínnst þó þægilegra að halda uppi samræðum á ensku. Magnús segir marga íslendinga í Ástralíu hafa gert það gott sumum vegni jafn- vel mjög Sigurður Ingi Jónsson og eiginkonan Kathy Jónsson sá að fólk vinni til að lifa í Ástralíu en lifi ekki til að vinna líkt og á íslandi. Kaupmátturinn er líka það miklu hærri hér að fólk þarf ekki að vinna eins mikið og heima. Hús- næði er líka mun ódýrara enda ekki nærri jafnmikið lagt upp úr því. Má segja að hús hér séu jafn- traust og uppsláttur húsa á íslandi." Sigurður, Sigmundur, Hilmar og fjölskyldur þeirra búa að sögn Sig- urðar steinsnar hver frá öðrum. „Það eru hópar af íslendingum sem halda saman og raunar má segja að íslendingar hafi komið hingað í tveimur bylgjum. Fyrsta bylgjan var 1968-1969 og síðan kom nær enginn fyrr en á síðari hluta átt- unda áratugarins. Þeir sem komu hingað þegar áströlsk stjómvöld auglýstu eftir innflytjendum á sjö- unda áratugnum höfðu það ekki allir náðugt. Þetta voru hálfgerðir gripaflutningar og margt af þessu fólki talaði enga ensku. Mörgum tókst hins vegar að koma ágætlega undir sig fótunum með tímanum." Sigurður segir ákveðinn þjóð- rembing ávallt vera til staðar þrátt fyrir fjarlægðina heim. „Maður heldur jól í 35 stiga hita og yndis- legu veðri og bölvar því að ekki skuli vera blindbylur og skafrenn- ingur. Það vantar til að fá almenni- lega stemmningu. Ég fór heim um vel. Það sama sé aftur á móti ekki hægt að segja um alla innflytjenda- hópa. Til dæmis hafí mörgum Griklq- um og ítölum ekki gengið eins vel að aðlaga sig og það sama megi segja um marga þá Asíubúa, sem fiutt hafí til Ástralíu upp á síðkastið. „Hluti skýringarinnar var kannski sá að við litum út eins og Ástralir og samlöguð- umst því betur,“ segir hann. Þó að margt hafí breyst í Ástralíu frá því að fólk streymdi þangað í lok sjöunda áratugarins er það enn að flestu leyti þægilegt land að búa í. Aðspurður um hvers vegna fjölskylda hans hafí flust til Ástralíu á sínum tíma segist hann ekki vera alveg viss. Ekki sé lengur rætt um slíka hluti manna á milli. Magnús býr í vesturhluta Sydney en þar eru einnig um sex aðrar ís- lenskar fjölskyldur. Faðir hans hóf störf sem auglýs- ingateiknari eftir að hann fluttist til Ástralíu og vann aðallega við gerð auglýsingaskilta. Fór hann á eftirlaun þegar hann fór að nálgast sextugt. Móðir hans var lengst af húsmóðir en vann á árum áður einnig við ávaxtatínslu og hænsnarækt. „I upp- hafi var mjög gott að fá slík störf en ekki lengur. Það er ekki eins mik- ið upp úr því að hafa núna.“ Hann segist ekki muna margt frá íslandi, helst sé það heimili afa hans sem lifi eftir í minningunum. „Ég held að ég gæti ekki hugsað mér að flytjast aftur til íslands. Hins vegar þætti mér vel koma til greina að búa á íslandi tímabundið í hálft til eitt ár,“ segir Magnús. Hann var fljótur að læra ensku eftir að hann fluttist út og aðstoðaði jól fyrir fímm árum og hafði þá ekki haldið jól heima síðan 1985. Ég gekk um Laugaveginn á Þor- láksmessu og leið líkt og ég hefði aldrei séð snjó áður. Það hafði ekki beint verið jólalegt í eyðimörkinni í Kúveit. Annars höldum við alltaf íslensk jól hér og undanfarin ár hefur mér alltaf verið boðið heim til Lillý í hangikjöt og möndlu- graut.“ Ólæknandi jeppadella Sigurður hefur að eigin sögn verið haldinn ólæknandi jeppadellu um langt skeið og hefur hann nú hafíst handa við að frelsa Ástrali í jeppamálum. „Ég er búinn að standa í þrasi við bifreiðaeftirlitið héma, fá allar reglugerðir, sem í gildi em í Ástralíu og heima, og einnig hefur Toyota látið mig fá nýjan Turbo Diesel Landcruiser til að breyta og sýna fram á hvað hægt er að gera með þessa bíla. Þeir sögðu mér að ég mætti gera það sem ég vildi við hann og mér leist ekki illa á það boð. Hér er allt frá eyðimörkum og upp í snjó þannig að jeppatækifærin em óþijótandi. Mörg landsvæði eru einnig mjög skrýtin. Þau em alla jafna mjög þurr en þegar rignir breytast þau í forarpytt. Stóm jeppadekkin sem tíðkast heima móður sína eftir megni, en henni tókst ekki að ná góðum tökum á hinni nýju tungu. Aftur á móti ræddu Magnús og faðir hans oft saman á ensku sín á milli. í æsku umgekkst hann fyrst og fremst áströlsk böm að einni ís- lenskri íjölskyldu undanskilinni, sem vinasamband myndaðist við. Að ein- hveiju leyti var þó haldið i íslenskar siðvenjur ekki síst á jólunum. Þó að áströlsku bömin hafi opnað pakkana sína á jóladag var það gert á aðfanga- dagskvöldi heima hjá Magnúsi. „Við misstum aldrei tengslin 'við ísland og fengum til dæmis stöðugt sent lesefni að heiman. Þá var faðir minn áskrifandi að Ieeland Review," segir Magnús og bætir við að hann sé enn íslenskur ríkisborgari. Helst hefði hann þó kosið að hafa tvöfalt rikisfang. Á það hafi áströlsk stjóm- völd fallist en ekki þau íslensku. Vill tvöfalt ríkisfang j,Ég er mjög hamingjusamur héma í Astralíu en vil þó ekki missa ís- lenska ríkisborgararéttinn. Ég á mik- ið af ættingjum á íslandi, sem ég held sambandi við og þá skiptir það ekki síst máli að mun auðveldara er að ferðast til Bandaríkjanna með ís- lenskt vegabréf en ástralskt. Þá má geta þess að í uppeldi sonar míns reyni ég að kenna honum íslensku og kannast við íslenskar venjur." Systir Magnúsar býr í Flórída og heimsótti hann hana þar sl. jól. i leið- inni fór hann til íslands og var þar um áramótin. „Fyrsta skiptið, sem ég fór til íslands aftur, var fyrir tveim- ur árum. Þá hitti ég aftur ættingja, sem ég hafði ekki séð í 25 ár. Við

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.