Morgunblaðið - 28.05.1995, Síða 7

Morgunblaðið - 28.05.1995, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGÚR 28. MAÍ 1995 B 7 er frumsýnd í Bandaríkjunum. Hún er enn ein myndin um riddara hring- borðsins í Camelotkastala, þar sem Artúr konungur ræður ríkjum, og ástarþríhyminginn sem myndast á milli hans Guinevere og Lancelot en sagan er sögð frá sjónarhóli þeirra tveggja síðastnefndu. Sean Connery leikur kónginn en Julia Ormond og Richard Gere eru í hin- um hlutverkunum og komu þau í stað William Baldwins og Gabriellu Anwar, sem höfðu hlutverkin þar til handritinu var breytt. Leikstjóri er Jerry Zucker úr Zucker- Abra- ham-Zucker grínhópnum. Siðast þegar hann gerði ófyndna mynd hét hún „Ghost“ og malaði keppinaut- ana í miðasölunni. Zucker segist aldrei hafa verið mikið fyrir riddara- sögurnar svo ástarsagan hlýtur að hafa höfðað til hans. Myndin var tekin í Englandi og í Wales. „Braveheart“ (Regnboginn, sept- ember) gerist einnig á miðöldum og er önnur myndin sem leikarinn Mel Gibson leikstýrir með sjálfan sig í aðalhlutverki. Myndin gerist í Skotlandi á 13. öld og segir frá uppreisnarmanninum William Wallace (Gibson), sem safnar liði geng Englandskóngi. Mel er einnig framleiðandi og setti 15 milljónir dollara í gerð „Braveheart“, sem á endanum reyndist tæpir þrír klukkutímar og kostaði ekki minna en 70 milljónir dollara. Sem leik- stjóri lagði Mel alla áherslu á raun- sæi. „Við vildum hafa þetta frum- stætt,“ er haft eftir honum. Sem leikari lagði hann sig allan fram við að gera hetju úr Wallace og sem framleiðandi neitaði hann að stytta myndina. Hann gæti leikið atvinnu- lausan leikstjóra það sem eftir er en það er ekki víst; bardagaatriðin þykja einkar kræsileg. Fáir hafa roð^ við Tom Hanks þegar kemur að Óskarsverðlaunun- um og nú er talað um það í aivöru að hann geti hreppt styttuna þriðja árið í röð fyrir hlutverk sitt í geimferðadramanu Apollo 13. (Háskólabíó, september), sem byggir á sönnum atburðum úr geimferðasögu Banda- ríkjanna. Hanks, Bill Paxton og Kevin Bacon leika þtjá geimfara í hinni þægilegustu tungl- ferð þegar allt í einu verður sprenging í farinu og þeir gera örvænting- arfullar tilraunir til að koma sér aftur til jarðar. Með önn- ur hlutverk fara Gary Sinise, Ed Harris og Kathleen Quinlan. Hanks er geimfrík og hafði lengi langað til að leika geimfara. Sagan af mis- heppnaða geimferðalaginu er einn af hápunktum geimferðasögunnar að hans viti. Leikstjórinn, Ron How- ard, náði að koma sögunni fyrir í rúmlega tveggja tíma mynd eftir að hafa sýnt þriggja og hálfs tíma grófklippta útgáfu yfirmönnum Universal kvikmyndaversins. Fyrir- tæki James Camerons, Digital Domain, sá um tæknilegu hliðina, sem ku vera frábær. Bókin er búin að vera meira en 140 vikur á metsölulista „The New York Times" og ekkert lát virðist vera á vinsældum hennar. Hún hef- ur komið út á íslensku undir heitinu Brýrnar í Madisonsýslu og nú hefur Clint Eastwood gert bíómynd eftir henni fyrir Steven Spielberg með sjálfum sér í hlutverki ljósmyndar- ans Róberts og Meryl Streep í hlut- verki Fransesku. Brýrnar í Madi- sonsýslu (Sambíóin, september) hefur það með sér að fjöldinn allur þekkir söguna um ljósmyndarann sem kemur að mynda yfirbyggðu brýrnar í Iowa þar sem hann kynn- ist einmanna, ítalskættaðri bónda- . konu og við tekur 20 klúta ástar- saga. Aðalhöfuðverkurinn var að gera handrit uppúr bókinni enda sagan viðkvæm. Þegar það var komið fór gamli spagettíkúrekinn í gang og lauk myndinni á 37 dög- um, fimm dögum á undan áætlun. Hann valdi sjálfur Streep í myndina minnugur þess að engin ræður bet- ur við ítalskan hreim í allri Holly- wood. Ein af framhaldsmyndum sum- arsins er Frelsum Villa 2 eða „Free MISHEPPNUÐ tunglferð; Tom Hanks í Apollo 13. VINALEGUR draugagangur; Pullman með verum að handan í Casper. FASISTARÍKI framtíðarinn- ar; Sly Stallone sem dómarinn Dredd. RIDDARI hringborðsins; Richard Gere í „First Knight“. MIÐALDAMYRKUR; Mel Gib- son í„Braveheart“. AÐ sökkva eða stökkva; Costner í Vatnsveröld. ALLT er þegar þrennt er; Jeremy Irons fer fyrir flokki hryðjuverkamanna í „Die Hard 3“. Willy 2: The Adventure Home" (Sambíóin, september). Hún segir af því þegar strákurinn Jesse úr fyrstu myndinni hittir aftur hvalinn vin sinn, sem gæti týnt lífi í slæmri olíumengun. Hvalurinn Keiko, sem er íslendingum að góðu kunnur, var ekki látinn leika í myndinni en í staðinn voru notaðar tölvuteikning- ar og gamlir filmubútar sem teknir voru við gerð fyrri myndarinnar. GAMAIMMYIMDIR Bíóbrellufyrirtæki eru að verða mjög áberandi í Hollywood enda er tölvuöldin að bylta kvikmyndunum. Ein af helstu brellumyndum sum- arsins er draugagamanmyndin „Casper" (Sambíóin, ágúst). Hún er byggð á þekktri teiknimyndaper- sónu vestra og segir frá ungri stúlku sem gerist besti vinur draugsins Caspers þegar faðir hennar er fenginn til að særa út drauga í gömlu húsi. Christina Ricci leikur stelpuna, Bill Pullman pabba hennar og Cathy Moriarty er pen- ingagráðugur húseigandinn. Steven Spielberg er framleiðandi og tæknibrellufyrirtæki George Lucas, Industrial Light and Magic, sá um brellurnar. Brellumeistararnir fengu hálft ár aukalega til að vinna við draugagerðina en alls eru 40 mínútur myndarinnar lagðar undir draugana, sem allir eru gerðir í tölvum. Leikstjórinn er Brad Sil- berling, sem aldrei hefur gert bió- mynd áður en ef hún smellur hjá kjarnafjölskyldunni verður hún ein af vinsælustu myndum sumarsins. Gamanmyndin Níu mánuðir eða „Nine Months" (Regnboginn, ág- úst) er fyrsta stóra Hollywoodmynd breska leikarans Hugh Grants. Hún segir af því þegar kærastan hans verður ófrísk og verðandi faðirinn býr sig treglega undir framtíðina. A meðal leikara í myndinni eru Tom Arnold og Joan Cusack, Jeff Gold- blum og Robin Will- iams, sem leikur rúss- neskan lækni með vafa- söm skilríki upp á vas- ann. Chris Columbus skrifaði handritið uppúr franskri gamanmynd og leikstýrir einnig en upprunalega gerði hann ráð fyrir gyðingi í Granthlutverkinu, ein- hveijum eins og Woody Allen. Columbus er sá leikstjóri vestra sem gert hefur óvæntustu metsölu- myndir síðustu ára (Aleinn heima, Frú Doubtfire) og Grant er auðvitað skotheld fjárfesting eftir Fjögur brúðkaup og jarðarför. „French Kiss“ (Háskólabíó, ág- úst) er nýjasta mynd Lawrence Kasdans, tekin í París. Meg Ryan og Kevin Kline fara með aðalhlut- verkin ásamt Bessonleikaranum Jean Reno (Leon). Franski kossinn, sem er rómantísk gamanmynd, seg- ir frá því þegar Kline ferðast til Frakklands og fellur fyrir franskri fegurðardís en þegar Ryan ætlar að vinna hann aftur til sín fellur hún fyrir frönskum gaur. Kasdan er að létta sína lund eftir „Wyatt Earp“ og hvað er skemmtilegra en að leika sér í París með Kline? AÐRAR MYIMDIR Þetta er aðeins brot af því sem kvikmyndahúsin frumsýna í sumar. Af öðrum væntanlegum myndum má nefna Disneyklassíkina 101 Dalmatíuhundur, sem Sambíóin sýna með íslensku tali, spennutryll- inn „Bad Boys“ og „While You Were Sleeping" með Söndru Bullock. Þá verður frumsýnd mynd Romans Polanskis, Dauðinn og stúlkan, með Sigourney Weaver í aðalhlutverki og gamanmyndin „DeMarco and the Centerfold" með Marlon Brando og Johnny Depp í Laugarásbíói, ástralska gaman- myndin „Muriel’s Wedding“ og banðaríska gamanmyndin „Tommy Boy“ í Háskólabíói, kvennavestrinn „Quick and the Dead“*með Sharon Stone í Stjörnubíói og í Regnbogan- um nýsjálenska myndin „Once Were Warriors“, breska gamanmyndin „An Awfully Big Adventure" og fangamyndin „Murder in the First.“ Sumarbústaður til sölu Sumarbústaður, 45 fm að grunnfleti, fullbúinn að utan, tilbúin loft og gólf að innan. Upplýsingar ísímum588 1425 og 985-32121. flNTIK Höfum tekið upp mikið magn af nýjum uörum. Opið alla uirka daga frá kl. 12-18. BÖRG antik FAXAFENI 5, SÍMI 581-4400 í|)i óttaskóli fyrir börn á aldrinuni 5-12 ára írá kl. 09.00 - 16.00. Ilægt er að koma með böniin kl. 08.00 og sækja jiau kl. 17.00 án endurgjaids. I|)iól(;ikcmi:uar lciðbcina og kymia liinar ýinsu íþróltn- grcinar og lciki, cn í Ármanni cru starfandi 9 íþróttadcildir. F.innig verður l'arið í stuttar fcrðir. Börnin fá mat í liádcginu, (licitan mat 2-3 svar í viku). cn verða að liafa nieð scr síðdcgishrcssingu. Þálttökugjald cr kr. 8.000.- * * Systkiiiaallsáltiir cr kr. 1.500.- 1. náuiskcið 6. jiiní - 16. júní 2. námskcið 19. júní - 30. jiiní 3. námskcið 3. júli - 14. júlí 4. námskcið 17. júlí - 28. júlí Innrilmi hcfst í Áriiiniiiisliciiiiilinu máiiudaginn 29. maí l'rá kl. 15.00 - 20.00 alla virka daga í símiiin 5618140 og 5618 470

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.