Morgunblaðið - 28.05.1995, Side 8
8 B SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1995
MANNLIFSSTRAUMAR
MORGUNBLAÐIÐ
Bláa veröldin
BLÁ, stór og þykk
bók gekk á milli
ungu hjónanna í
sömu sætaröð í
flugvélinni frá út-
löndum. Þegar annað sleppti
henni greip hitt hana um leið.
Þetta vakti forvitni. Hvaða bók
var svona spennandi? Veröld
Soffíu! Nýkomin út. Undirtitill-
inn: Skáldsaga um heimspekina.
Þessi bók eftir Norðmanninn
Jóstein Gardner hafði ég heyrt
að væri afbragð fyrir unglinga,
enda greip hún svo, skildist mér,
að hún hefur þegar verið þýdd
á 30 tungumál. Nú á íslensku.
Og þarna sat ungt háskólageng-
ið fólk, á kafí í þjóðmálum og
viðskiptalífínu, og leit varla upp
úr bláu bókinni.
Eftir heimkomuna varð ég
dulítið hissa að fá fréttir af öðr-
um ungum hjónum, sem á
hveiju kvöldi lesa kafla úr
þessari sömu bók fyrir son
sinn fimm ára. Sá stutti
fylgist ekki aðeins með
bókinni um heimspeki,
heldur getur varla beðið
eftir næsta kafla áður en
hann fer að sofa. Nú náði
ég mér í þessa bók og las.
Sagan nær sýnilega til æði
íjölbreyttra lesenda. Ekki
er hún aðeins náma um
menningarsögu heims-
byggðarinnar heldur líka
eins og bráðskemmtileg
leynilögreglusaga sem
dregur mann áfram til að
kynnast leyndardómum
unglingsstelpunnar Soffíu.
í leiðinni fylgja svolítil
kynni við alla helstu heim-
spekinga veraldarsögunn-
ar, í tímaröð, svo samhengi
verður í hvað hefur leitt
af öðru, allt frá goðsögun-
um og fram á okkar daga.
Óvenjuleg bók, sem sýn-
ir að hreinn óþarfi er að vera
að saxa lesendur niður í smá
aldurshópaskammta. Mér hefur
raunar alltaf þótt það asnalegt.
Kannski af því að sjálf lagðist
ég, eftir að ég varð læs, átölu-
laust í bækur sem fullorðna
fólkið bar heim af bókasafninu.
Veit fullorðna fólkið raunar
nokkuð hvað nær til hvaða
krakka, þegar það með yfirlæti
er að skammta þeim lesefni eft-
ir sínum ímynduðu aldursmörk-
um?
Ég var einmitt nýbúin að taka
eftir þegar bresk kona lét um
daginn þau orð falla að hún hefði
búið að því alla ævi að hafa um
12 ára aldur lent í skóla, þar sem
vakinn var upp áhugi hennar á
sögu, grískri goðafræði, líffræði
og fleiru. Farið var með telpurn-
ar út í náttúruna og þeim sýnt
og þær fræddar um svo margt.
Það hefði verið svo dýrmætt að
vera vakin til áhuga á ýmsu á
þessum viðkvæma aldri, einmitt
þegar krakkar eru svo móttæki-
legir. Þetta sama er sagt um
fimm ára börnin og þar áfram,
að þau gleypi allt í sig eins og
svampur, hvort sem þau skilji
það eða ekki. Eru að þreyfa fyr-
ir sér. Undarlegustu hlutir sitja
svo eftir í minninu eða skilningn-
um og dúkka upp síðar.
Stundum hefí ég heyrt við-
mælendur, sem afrekað hafa
eitthvað, segja frá því hvernig
þeir komust á sporið í lífsfaginu
við að eitthvað vakti áhuga
þeirra þegar þeir voru litlir. Fólk
veit ekkert hvað þau kunna að
velja úr af því sem að vitundinni
berst.
Ætli geti ekki verið verst að
skammta krökkum og ungling-
um smátt eða kannski alls ekk-
ert til að moða úr í lífsreynsl-
una. Einn angi af þessu er ald-
Gárur
eftir Elínu Pálmadóttur
ursskömmtunin á
lesefni, sem virðist
viðtekin og miða
stundum helst að
því að halda aftur
af þeim meðan þau eru full af
áhuga á að tileinka sér alla skap-
aða hluti og prófa. Bækur skrif-
aðar fyrir einhveija ímyndaða
meðalgetu.
Líklega er það orðið tiltölulega
sjaldgæft að bók sé skrifuð ein-
faldlega fyrir fólk - á öllum
aldri. Þessvegna hafí Veröld
Soffíu vakið slíka athygli og
flogið sem sölubók út yfír landa-
mæri. í viðtali við höfundinn
sýndist hann líka dálítið hissa á
að bókin hans náði til svo breiðs
aldurshóps. Nú mun Jostein Ga-
arder ætla að koma á bók-
menntahátíð á íslandi í haust og
þá má spyija hann hvernig höf-
undar eigi að losna úr aldurs-
fjötrunum. Nú, og kannski líka
efnisfjötrunum og tegunda-
spennitreyjunum, sem flestir
virðast fastir í. Allt fyrir löngu
saxað niður í sagnfræðibók,
fræðibók, skáldsögu, leynilög-
reglusögu, ævintýri, að ekki sé
talað um eitthvað sem heitir fag-
urbókmenntir. Stóru sneiðamar
má svo skera niður í aldur-
flokkabækur o.s.frv. Þarna hefur
norska höfundinum tekist að
blanda þessu öllu saman, skáld-
sögu, leynilögreglusögu, ævin-
týri, fræðiriti og bók fyrir alla
aldursflokka. Leynilögreglumað-
urinn ungi er ekki bara að fínna
lík og leysa morð, heldur raða
saman brotum og fá heillega
mynd af kenningum evrópsku
heimspekinganna frá upphafí.
Leita að sanneikanum. Hvorki
meira né minna. Fullorðnir og
lesnir segja kannski með yfír-
læti, að þetta viti þeir nú allt
saman. Kannski mundi ekki saka
að fá svolítla yfirreið yfir helstu
kenningar um heiminn og Iífið í
réttri afleiddri röð fram á okkar
daga. Þeir geta þá bara lesið
með ólíkindalátum fyrir börn sín
smá eða með bömunum sínum
stóru. Hver kafli er skemmtilegt
fílósófískt umræðurefni á eftir.
Sagði ekki Hallgrímur Péturs-
son:
Oft er sá í orðum nýtur,
sem iðkar menntun kæra,
en þursinn heimskur þegja hlýtur,
sem þijóskast við að læra.
Megum við raunar nokkuð
missa af fræðslu og menntun,
ef við ætlum að halda í við sam-
keppnina í hinum stóra heimi
nú til dags?
Bónus: Þessi stóra bók er svo
meðfærileg, stórt letur og létt
band.
SIÐFRÆÐI /rcebur sanngimin ferbinni?
„EN SKOÐANIR eru ekki einka-
mál. Ef skoðun er meinað að njóta
sín, þá er gervallt mannkynið rænt
eign sinni,“ skrifaði J.S. Mill í bók
sína Frelsið 1859. Kjarni íjölmiðla
er að athafnir og skoðanir einstakl-
inganna eru ekki alltaf einkamál.
Ef hegðun og skoðun einstaklings
varðar annan mann, hóp eða al-
menning þá getur verið ástæða til
að upplýsa það.
Fjölmiðlar eru til að upplýsa al-
menning og veita umhverfínu
eftirlit. Markmið þeirra er m.a. að
veita embættismönnum aðhald og
fylgjast með stjórnsýslunni. Hlut-
verk fjölmiðla er
að fylgjast með
þeim sem fara með
valdið og hafa um-
sjón með pening-
unum og að upp-
lýsa almenning um
hvemig þeir nota
valdið og pening-
ana.
Fréttamenn allra fjölmiðla byggja
á staðreyndum en mannheimurinn
er einfaldlega þess eðlis að hugtökin
líklegt og ólíklegt falla betur að hon-
um. Gagnrýnin hugsun er af þeim
sökum aðall sérhvers fréttamanns.
Hann kemst aldrei hjá því að þurfa
að meta og túlka upplýsingamar sem
hann hefur komist yfír. Hann þarf
að geta greint samhengið í atburða-
rás eða þróun og grafast fyrir um
áhrifaþætti. Hann getur ekki sagt frá
nema með því að öðlast fyrst skiln-
ing. En skilning öðlast hann ekki
nema með því að raða saman og
draga réttar ályktanir.
Þetta merkir þó ekki að frétta-
maðurinn blandi eigin tilfinningum,
duttlungum og fordómum í mál sitt.
Heldur einungis að hann beiti gagn-
rýnni hugsun sem sannast á því að
hann reynir iðulega að draga fram
tvær eða fleiri hliðar á málunum.
Hann reynir að horfa á samfélagið
utan frá og markmiðið er að gefa
lesandanum raunsanna mynd af at-
burðum og skoðunum. Hann rann-
sakar, dregur ályktanir sem byggja
eftir Gunnor
Hersvein
á traustum upplýsingum og setur
þær fram á hlutlausan hátt.
Fréttamaður má ekki taka þátt í
atburðarásinni sem hann ætlar að
lýsa og enginn má hafa taumhald á
honum. Hann þarf helst að vera
óvirkur innan stjórnmálaflokka og
eiga engra persónulegra hagsmuna
að gæta. Hann þarf að starfa ótrufl-
aður af löngunum sínum gagnvart
viðfangsefnunum. Hann hefur ein-
ungis áhrif á mál með því að upp-
lýsa almenning og spyija gagnrýnna
spurninga.
Áhrif fjölmiðla felast því að lýsa
því sem er að gerast og bera það
saman við það sem hefur gerst áður
eða við mannlega mælikvarða um
rétt og rangt. Góður fréttamaður
kann listina að spytja réttra spurn-
inga. Það er forvitnin sem rekur
hann áfram og löngunin og skyldan
að miðla svörunum.
Það er puð og púl að hafa réttar
skoðanir en það sem vegur þyngst
til að öðlast þær er að sjá gagnrýna
hugsun að starfi við að grafast fyrir
um réttar upplýsingar. Skoðanir eru
oft undanfari hegðunar og móta þ.a.l.
samfélagið. Fjölmiðlar eru vettvang-
ur upplýsinga og skoðanaskipta og
þess vegna er biýnt að fréttamenn
standi vaktina. Frelsið verður nefni-
lega ekki virkt nema menn geti skipst
fijálst og jafnt á skoðunum. Fjölmiðl-
ar miðla skoðunum og upplýsingum
og hljóta því að leggja sig fram við
að vera heiðarlegir, vinna bug á for-
dómum og ganga að öllu með gagn-
rýna hugsun að vopni.
Fréttamenn geta lent í vanda um
hvenær eigi að birta upplýsingar og
hvenær ekki. Það þarf að spyija sig:
Er rétt að segja frá þessu á þessu
stigi málsins, er rétt að birta nafn
eða mynd af viðkomandi? Ef frétta-
maður kemst t.d að misferli innan
tiltekins líknarfélags, sem treystir á
fijáls framlög almennings, knýr
skyldan við almenning á og hann
getur ekki þagað. Hann þarf þó allt-
af að muna að mannorðið er það
dýrmætasta sem menn eiga.
Fjölmiðlar eru oft skammaðir fyr-
ir að flytja neikvæðar fréttir. En það
„HÆTTULEGT samband"
e. Rene Magritte.
er einfaldlega vegna þess að mark-
miðið er að upplýsa um siðspilling-
una, lestina, dómgreindarleysið, ill-
mennin, skortinn, bölið og illskuna
sem bitnar á hinum saklausu. Bruðl,
óreiða, öfund, ágirnd og skeytingar-
leysi gagnvart gæðum eru oft í frétt-
um vegna þess að heimskunni þarf
að linna. Óréttlætið er í fréttum og
siðfræði fjölmiðla er að sigrast á því
með réttlátri umíjöllun.
Fréttamanninum ber að sýna
drengskap, gæta hagsmuna lesenda
sinna og að nota tjáningarfrelsið til
hins ýtrasta. Hann á að hlusta á
minnihlutahópa og þá sem enga tals-
menn hafa og vera hreinskilinn við
almenning. Hann þarf að vera ná-
kvæmur og hafa sanngirni sem höf-
uðdyggð. Hann þarf ávallt að spyija
sig: Hef ég verið eins sanngjarn og
mögulegt er? Hann lætur ekki undan
þrýstingi hagsmunahópa og þiggur
ekki mútur. Gefí hann eftir, glatar
hann sjálfstæði sínu.
Fjölmiðlar eru hlífðarlausir og
þess vegna verður fréttamaðurinn
að geta gert greinarmun á góðu og
vondu, réttu og röngu. Hann verður
að vaka á verðinum svo blindur leiði
ekki blindan og báðir falli í gryfju.
ÞJÓÐLÍFSÞANKAR /Er ekki mikils um vert ab fá útrás
fyrir eblishvatimar? _
Handbolti og tilfinningarót
ÞAÐ FÓR víst ekki framhjá nein-
um að heimsmeistarakeppnin í hand-
bolta stóð yfír undanfarnar vikur
hér á landi. Fyrir allflesta karlmenn
þessa lands þýddi þetta mikla hátíð.
Alvarlegir í bragði og samhuga
héldu þeir sig fast við sjónvarp-
ið. Þar drógu þeir til sín næringu,
drykki og reyk fyrir Iíkamshylkið
meðan andinn átti óðul sín öll í
íþróttasölum í
Laugardalshöll, á
Akureyri og í
Smáranum í Kópa-
vogi. Þýðingar-
mest af öllu var þó
þegar „strákamir"
okkar kepptu. Þeir
byijuðu vel og kyn-
bræður þeirra og
landar fylgdust léttbrýndir með
fyrstu þremur leikjunum. Svo fór
að versna í því. Suður- Kóreumenn
urðu þeim níðþungir í skauti, ekki
n
eftir Guðrúnu
Guðlaugsdóttur
síst kóreski markvörðurinn sem án
þess að blikna varði meiri partinn
af skotum íslendinga. Það var víst
heldur ekki nema von ef marka má
orð þjálfara rússneska liðsins, sem
líka bar sigurorð af íslendingum.
Hann sagði að íslenska liðið ætti
enga „skyttu" og þess vegna hefði
verið auðvelt að „taka þá í vörninni".
Ég gat ekki annað en öfundað
Svisslendinga í huganum, sem áttu
þessa líka dæmalausu skyttu,
Baumgartner, sem sumir töldu ein-
sýnt að ætti fyrir því að „fá á sig
frakka“, þegar hann léki með liði
sínu móti íslenska landsliðinu.
Baumgartner varð að því er ég best
veit af frakkanum og íslendingar
töpuðu leiknum, ekkert samhengi
þarf þó að vera þar á milli. Þegar
þessum þremur tapleikjum var lokið
var þolinmæði íslenskra karlkynsá-
horfenda líka þrotin. Þeir áttu engin
orð til að lýsa frammistöðu sinna
manna, nema þá niðrandi. Sum voru
þannig að best er að hafa þau ekki
eftir.
En þegar hér var komið sögu tóku
íslenskar konur við sér. Margar
þeirra höfðu fram að þessu lítið sem
ekkert sinnt um handboltann og
bardaga íslenska landsliðsins. En
f þegar þær heyrðu reiðilestur karl-
mannanna við sjónvarpið varð tals-
verð breyting þar á. Við lítilsvirðing-
arorð karlanna, svo sem eins og:
„Þetta eru aumingjar, þeir gera ein-
tóm mistök,“ vöknuðu mörgum kon-
um í bijósti hinar viðkvæmu móður-
tilfinningar, sem ekkert aumt mega
heyra eða sjá. Þær tóku umsvifa-
laust upp hanskann fyrir „strákana
okkar“, og sögðu með þjósti:
„Hvernig haldið þið að ykkur myndi
líða í þeirra sporum, þeir gerðu eins
og þeir gátu, það er kannski meira
en sumir aðrir gera í þessu lífi,“ og
vildu ekki hlusta á neitt múður meira
um þetta mál. Hnarreistar og stoltar
héldu þær sumar hveijar uppi svo
stórfenglegum vörnum fyrir íslenska
landsliðið að karlmenn sem urðu
áheyrendur að orðum þeirra urðu
klumsa og jafnvel skömmustulegir
yfir tilætlunarsemi sinni.
Öll þessi uppákoma fékk mig til
að velta fyrir mér mismuninum á
afstöðu kynjanna til keppnisíþrótta,
svona almennt talað. Því verður ekki
á móti mælt að karlmenn hafa mun
meiri áhuga á keppnisíþróttum en
konur. Ég er á þeirri skoðun að
þetta sé af hinu góða, hvernig ætli
heimurinn væri ef ekki væru til
keppnisíþróttir, hvernig ættu menn
að fá útrás fyrir árásargirni sína á
siðmenntaðan hátt? Það er jú vitað
mál að það býr eðlislæg ársárhvöt
í hveiju heiðarlegu karlmannshjarta.
Það er svo eins og hrein rúsína í
pylsuenda þegar svo háttar til að
konur fá líka útrás fyrir sínar hvat-
ir af sama tilefni. í þetta sinn gátu
þær veitt hinum meðfæddu verndar-
tilfinningum sínum útrás án þess að
rífast t.d. við nágrannana vegna
barna sinna, en slíkar uppákomur
geta stundum orðið afdrifaríkar og
dregið langan dilk á eftir sér. Hvað
sem líður hinum fjárhagslega og
keppnislega afrakstri heimsmeist-
arakeppninnar í handbolta hér á
landi þá er hitt víst að ýmsir fengu
útrás fyrir innibyrgðar hvatir sem
ella hefðu allt eins getað orðið til
vandræða. Það er ekki slæmt.