Morgunblaðið - 28.05.1995, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1995 B 11
FRÉTTIR
Opið hús í
Viðskipta-
skólanum
VIÐSKIPTASKÓLI Stjórnunar-
félagsins og Nýheija verður með
opið hús sunnudaginn 28. mai frá
kl. 13-17 að Ánanaustum 15.
Nemendur og kennarar munu
kynna námsbrautir skólans en
þær eru: Almennt skrifstofunám,
fjármála- og rekstrarnám og
markaðs- og sölunám. Almenna
skrifstofunámið er opið öllum 18
ára og eldri en fyrir fjármála-
og rekstrarnámið og markaðs-
og sölunámið þurfa umsækjend-
ur að hafa lokið framhaldsskóla-
prófi eða sambærilegri menntun.
Skólaárið skiptist I tvær 13 vikna
annir og skólinn býður upp á
þijá mismunandi tíma dagsins til
að stunda nám frá kl. 9-12,
13-16 eða 16-19.
--------------
Hlýnun af völd-
um vaxandi
gróðurhúsa-
áhrifa
SÍÐASTI fræðslufundur Hins ís-
lenska náttúrufræðifélags verður
mánudaginn 29. maí kl. 20.30.
Fundurinn verður haldinn í stofu
101 í Odda, Hugvísindahúsi Háskól-
ans.
Á fundinum flytja þeir Trausti
Jónsson, veðurfræðingur á Veður-
stofu ísíands, og Tómas Jóhannes-
son, jarðeðlisfræðingur á Orku-
stofnun, erindi sem þeir nefna:
Hlýnun af völdum vaxandi gróður-
húsaáhrifa? í fréttatilkynningu seg-
ir að í erindinu segi þeir Trausti
og Tómas frá nýjustu rannsóknum
á þessum sviðum.
Rannsókn
áParkin-
sonveiki
Signrlaug
Sveinbjömsdóttir
Á VEGUM taugalækningadeildar
Landspítalans er nú í gangi faralds-
fræðileg rannsókn á Parkinsonveiki
á íslandi og hvort erfðir eigi þátt í
að framkalla
sjúkdóminn.
Áríðandi er að
sem flestir taki
þátt í rannsókn-
inni, svo árangur
náist í lækning-
um í framtíðinni.
Rannsóknin
felst í viðtali, lík-
amsskoðun og
blóðprufu. Þátt-
taka er frjáls og
fullri þagmælsku
heitið. Öll bióðsýni verða send til
Harvardháskóla í Boston, þar sem
erfðaathugun fer fram.
Parkinsonsjúklingar á lands-
byggðinni ættu að gefa sig fram við
sína heilsugæslustöð eða taugalækn-
ingadeild Landspítalans, séu þeir á
ferð í Reykjavík. Allir læknar tauga-
lækningadeildarinnar eru við þriðju-
daga og fimmtudaga kl. 8.30-13.
Þeir sjúklingar, sem ekki eiga heim-
angengt geta hringt í ritara deildar-
innar og kemur þá læknir heim til
viðkomandi. Þetta á einnig við um
sjúklinga úti á landi. Nú í sumar fer
Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir, taugas-
érfræðingur, til Keflavíkur, Akra-
ness, Akureyrar og nágrennis.
-------♦------------
■ OPIÐ HÚS verður í Aerobic
Sport, Faxafeni 12, mánudaginn
29. maí í tilefni sumarkomu. Frítt
verður í leikfimi allan daginn og sum-
ardagskráin kynnt þ.á m. hlaupahóp-
ar sem verða með öðru sniði en venju-
lega er. Boðið verður upp á léttar
veitingar og eru allir velkomnir á
meðan húsrúm leyfir.
VERSLUNARLÁNASJÓÐUR
FJÁRFESTINGARLÁN
- a fl 111 a t h a f n a !
Verslunarlánasjóbur
(þ.m.t. fyrrum Vebdeild íslandsbanka)
hefur flutt á Kirkjusand
ÍSLAN DSBAN Kl
- í takt v/ð nýja tíma
Alnæmissamtökin
Guðsþjónusta í
Fríkirkjunni
VIÐ guðsþjónustu í Fríkirkjunni 28.
maí verður minnst þeirra sem látist
hafa af völdum alnæmis. Prestur
verður sr. Cecil Haraldsson.
Guðsþjónustan hefst kl. 11 árdeg-
is og verður henni útvarpað á Rás
1. Leikmenn annast ritningarlestur
og listamenn flytja tónlist. Að guðs-
þjónustu lokinni er kirkjugestum
boðið í kirkjukaffi í safnaðarheimil-
inu að Laufásvegi 13 og það eru
félagar í aðstandendahópnum sem
standa fyrir því.
Sýning í Eden
Bjarni Jónsson, listmálari, sýnir litlar
myndir fram til annars í hvítasunnu.
Dömusumarjakkar kr. 13.900
Dömubuxur kr. 4.930
Dömustrigaskór kr. 2.690
Dömurúskinnsskór kr. 5.950
Cortína sport
Skólavörðustíg 20,
sími 552 1555.
Dílsseldorf
Ferðamiðstöð Austurlands býður flugfargjöld í áætlunarflugi
LTU til Diisseldorf í Þýskalandi, á kr. 28.640, fram og
til baka, flugvallagjöld innifalin.
Diisseldorf er í hjarta Evrópu og þaðan er auðvelt að
ferðast til allra átta, á eigin bfl eða eftir öðrum leiðum.
Ferðamiðstöð Austurlands veitir upplýsingar um
ferðamöguleika frá Diisseldorf og býður flug
og bfl á góðu verði.
FERÐAMIÐSTCÆ)
AUSTURLANDS HF
Skógarlöndum 3 - Egilsstöðum
Sími 97-12000
Símanúmera-
mundu!
& HI3
■
...... stafa
símanumer
k >reytingarnar
taka gildi laugar-
c iaginn 3. júní
Númer breytast sem hér segir:
55 bætist framan við fimm stafa símanúmer á höfuðborgarsvæðinu
5 bætist framan við sex stafa símanúmer á höfuðborgarsvæðinu
42 bætist framan við öll símanúmer á Suðurnesjum
43 bætist framan við öll símanúmer á Vesturlandi
456 bætist framan við öll símanúmer á Vestfjörðum
45 bætist framan við öll símanúmer á Norðurlandi vestra
46 bætist framan við ötl símanúmer á Norðurlandi eystra
47 bætist framan við öll símanúmer á Austurlandi
48 bætist framan við öll símanúmer á Suðurlandi
Eftir breytingarnar þarf ekki lengur að velja svæðisnúmer.
Farsíma- og boðtækjanúmer.
Talan 9 fellur burt þannig að farsímanúmer byrja á 85, GSM númer
á 89 og boðtækjanúmer á 84. Dæmi: 985 489 89 verður 854 8989.
PÓSTUR OG SÍMI