Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MAÍ1995 B 13 wsm BF mm Mi MMM I M B æJPJHL Wk M — m JL 5 I *5SL Frisklegt vortilboo MJÖG TAKMARKAÐ MAGN VERÐ AÐUR 119,520 KR TILBOÐSVERÐ ÞÓR HF Reykjsvík - Akuroyri ÍReykjavfk: Ármúla 11 - Sími 568-1500 j Akureyri: Lónsbakka - Sími 96-11070 Sænsku konungshjónin á ráðstefnu Hvetja til aðgerða gegn ofbeldi Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. KARL Gústaf Svíakonungur og Silvía drottning héldu á dögunum ráðstefnu með stjórnmálaleiðtog- um og öðrum sænskum áhrifa- mönnum um vaxandi ofbeldi. Til- gangurinn var að vekja athygli á starfi er miðar að því að draga úr ofbeldi víðs vegar um Svíþjóð. Framtak konungsins hefur vakið mikla athygli í Svíþjóð, því að öllu jöfnu blandar hann sér lítt í þjóð- málaumræðuna. Ýmis ofbeldisverk hafa dregið að sér athygli landsmanna undan- farna mánuði og nú síðast um helgina er nokkrar skallabullur í Stokkhólmi misþyrmdu manni að tilefnislausu. Á blaðamannafundi eftir ráðstefnuna sagði Karl Gú- staf að það hefði ekki verið neinn einn atburður, sem hefði orðið honum tilefni til að vekja athygli á ofbeldisvandanum, heldur aðeins æ tíðari ofbeldisfréttir. Sem for- eldrar gætu þau hjónin ekki látið þessar fréttir sem vind um eyru þjóta og þannig væri vísast með fleiri. Á ráðstefnuna mættu Ingvar Carlsson forsætisráðherra, auk annarra ráðherra, formanna stjómmálaflokkanna og annarra stjómmálamanna. Til hennar boð- aði konungur einnig forsvarsmenn ýmissa samtaka er beijast gegn ofbeldi, því markmiðið var ekki síst að vekja sem flesta til meðvit- undar um samábyrgð foreldra og allra samfélagsþegna. Mjög var rætt um ábyrgð for- eldra, en jafnframt að hlutverk þeirra væri erfitt í þjóðfélagi þar sem eiturlyf og vopn væru of al- geng fyrirbæri. Aðspurð sagðist Silvía drottning hafa áhyggjur af ofbeldiskenndu sjónvarpsefni og á hennar heimili fengju börnin ekki að horfa á hvað sem væri. Krítarlitur sagð- ur 60.000 ára Sydney. Reuter. VERA kann að endurskrifa þurfi listasögu heimsins í kjölfar upp- götvana sem gerðar vora í helli í Ástralíu. Inni í honum fannst krítarlitur, rautt okkur, sem var flattur út öðrum megin. Talið er að liturinn sé allt að 60.000 ára gamall. Elstu myndir sem hingað til hefur verið vitað um eru um 30.000 ára gamlar og fundust í Frakklandi. Með því að beita nýrri en um- deildri tækni við aldursgreiningu hafa ástralskir fornleifafræðingar komist að því að elstu mannvistar- leifarnar í Ástralíu séu yfir 60.000 ára gamlar. Tæknin sem Ástral- irnir beittu felst í því að mæla orku í kristöllum sem hafa verið grafnir í jörðu. Fundur krítarinnar er á skjön við listasöguna eins og hún er nú kennd, segir Alan Thorne, yfir- maður fornleifadeildar Þjóðarhá- skóla Ástralíu (ANU). Segir Thorne okkurlitinn einungis hafa verið notaðan í listrænum til- gangi, til að mála á líkama, á skildi eða til að setja handarför á hellaveggi. Evrópskir fornleifafræðingar eru hins vegar á öndverðum meiði, segja að hellamyndirnar í Lascaux og Comde d’Arc í Frakklandi og í Altamira á Spáni séu elstu dæm- in um listfengi mannsins. Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu ItagmiHflMfr -kjarni málsins! Er laxvéiðisumarið 1995 það „stsóra” á Suður- og Vesturlandi? Allt bendir til þess að vegna góðra skilyrða í sjónum og góðs seiðabúskapar í ám á Suður- og Vesturlandi muni laxveiðin verða mjög góð á þessu svæði. Beðið hefur verið eftir sumri sem gefur afburða veiði. Er það nú komið - sumarið 1995? Fiskifræðingar hafa verið varkárir, í að spá í laxveiði sumarið 1995, en þeir hafa þó óformle- ga gefið ýmislegt í skyn. Skoðum hvað er laust hjá okkur í SVFR: Norðurá I: Af sérstökum ástæðum eru fáeinar stangir lausar á topp” tíma í þessari verölaunaá (júlí 3.-6. og 24.-27.) sömuleiðis örfáar stangir í ágúst. Nú er lag. Hítará I: Þessi silungs- og laxveiðá með sitt sögufræga veiðihús á eftir að koma verulega á óvart í sumar. Verðinu er stillt í hóf og það er ekkert skyldufæði. Veiðileyfi. eru enn fáanleg á þesta tíma í júlí og ágúst. Miðá í Dölum: Aðalástæðan fyrir minni laxveiði í Miðá undanfarin ár er vatnsleysi. Allir sem þekkja til vita að ef nóg vatn er í Miðá er góð laxveiði, Ekki vantar hyiina og vatnasvæðið er stórt. Nú er mikið af snjó, algjört forðabú, svo yfirgnæfandi líkur eru á að Miðá verði með gott vatn í sumar og því nóg af laxi og þá bónusinn - silungur. Þetta er tilvalin fjölskyldu á því veiðihúsið tekur 12 manns. Veiðileyfi eru fáanleg. Hítará II: Stórbrotið umhverfi, falleg á, fallegir hylir, lax og silungur. Veiðileyfi í Hítarvatni fylgir hverju leyfi. Gljúfurá: í sumar verður að öllum líkindum nóg vatn í Gljúfurá. Þessi þriggja stanga á er vinsæl af þeim sem til þekkja Ágætis gistiaðstaða er fyrir 8-10 manns og ein stöng í Langavatni fylgir hverri stöng. Nokkrar stangir lausar. Sogið: Svæðið við Sog eru: Alviðra, Ásgarður I og II, Bíldsfell og Syðri-Brú. Við Alviðru, Ásgarð og Bi'ldsfell eru stórglæsileg veiðihús. Miðað við þær væntingar sem, menn hafa vegna laxveiði á Suður- og Vesturlandi, er líklegt að Sogið verði fengsælt í sumar. Þetta svæði er steinsnar frá Stór-Reykjavíkursvæðinu og ekki skemmir að vita að þar veiðast „þeir stóru”.Laus veiðileyfi á öllum svæðunum. Önnur svæði sem við höfum á boðstólum : Norðurá II, Norðurá/Flóðatangi, Tungufljót, Stóra Laxá I, II, III og IV, Snæfoksstaðir og Laugabakkar. Hægt er m.a. að greiða með greiðslukorti, raðsamningum eða á anna þann hátt sem um semst. Allar upplýsingar eru gefnar á afgreiðslu Stangaveiðifélags Reykjavikur, Háaleitisbraut 68 eða í síma 91-568 6050, fax. 91-553 2060. Opið er mánudaga til föstudaga frá kl. 9-18 e.h. Wj SVFR ■BBBBBBHBBBBBBBBBBBBHDB hozeiock ESSjholl HÚSBÓNDA SÍNUM 150 blaða bakki fyrir A4 blöð. ^Ljósritar 10 síður á mínútu. ►Sérstök stilling til að ljósrita ljósmyndir. -Minnkun og stækkun 64% -156%. ►Blaðastærð: Frumrit B4 og minna, afrit A5 og A4. ZEqttl Guttormsson - Fjölval hf. Mörkin 1-128 Reykjavík • Símar: 581 2788 og 568 8650 • Bréfsími: 553 5821 Helstu söluaðilar: REYKJAVÍK, Penninn Hallarmúla - AKUREYRI, Bókval - SAUÐÁRKRÓKUR, Bókabúð Brynjars - ÍSAFJÖRÐUR, Straumur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.