Morgunblaðið - 28.05.1995, Side 14
14 B SUNNUDAGUR 28. MAÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ
VERK þetta nefnist „24 tímar“ var unnið í París vorið ’94. Flöskurnar eru 24 og sýnir hver þeirra litbrigði einnar klukkustundar í sólarliringnum. í flöskunum er „nornahár".
HANN býður mér í te í
gamalli og notalegri
íbúð í vesturbænum. í
stofunni sem skartar
útsýni yfír gamla kirkjugarðinn við
Suðurgötu má finna kynjamyndir
úr svörtum glerungi. Það er ís-
lenskt hraun sem tekið hefur
stakkaskiptum í höndum lista-
mannsins. Forvitni mín er vakin.
Eg bið hann að segja mér frá upp-
runa sínum og hvemig á því stóð
að hann ákvað að gerast myndlist-
armaður.
„Ég er fæddur í Reykjavík árið
1956 og er alinn hér upp til nítján
ára aldurs. Áhugi minn á myndlist
kviknaði síðustu tvö árin sem ég
var í menntaskóla en ég fór nú
mjög leynt með það þá því ein-
hvem veginn hafði ég ekki trú á
þessu hjá mér. Ég hafði aldrei
sýnt neina sérstaka hæfileika í
teikningu og myndlist var ekki á
kortinu. Ég var alltaf á sjó á sumr-
in, sigldi mikið á kaupskipum og
hafði mikinn áhuga á að gerast
sjómaður til þess að geta siglt um
heimsins höf. Það var nú aðallega
þessi útþrá sem ég hafði sem réð
því. í löngu frímínútum fór ég
ævinlega niður á höfn og góndi á
skipin því að mig langaði svo út.
Én myndlistaráhuginn var alltaf
að verða meiri og meiri. Ég var
að laumast í listaverkabækur og á
sýningar. Eftir menntaskólann
ákvað ég að fara í 9 mánaða reisu
í gegnum Evrópu og Austurlönd
Qær með kunningja mínum. Ég
kom við í París og kynnti mér
skóla sem mér leist mjög vel á.
Ég ákvað að fara þangað eftir að
ég kom úr ferðinni og sjá svo bara
til hvort ég hefði einhverja hæfi-
leika eða ekki. Og um leið og ég
byijaði í skólanum varð ekki aftur
snúið.
í París vaknaði áhugi minn fyr-
ir myndrænni skrift og tungumál-
um sem voru myndræn. Kannski
til að fínna einhvers konar frum-
uppruna teikningarinnar. Um leið
kviknaði mikill áhugi minn á Mex-
íkó. Ég kom því hingað heim, vann
í tvö ár og safnaði mér fyrir vetur-
setu í Mexíkó. Þar ferðaðist ég um
og bjó aðallega meðal indíána og
skoðaði fomleifar Tolteca, Azteca
og Maja. Þetta var gífurlega mik-
ill innblástur fyrir mig. Eins líka
að upplifa nútíma Mexíkó og skoða
nútíma mexíkóska myndlist eins
Halldór Ásgeirsson er íslenskur myndlistar-
maður sem notar óvenjulegar aðferðir í list-
sköpun sinni. Fyrir tveimur árum fann hann
upp aðferð til þess að vinna með glóandi
hraun. Hann tekur upp þráðinn þar sem
náttúran skilur við og bræðir það með log-
suðutæki. Þórunn Helgadóttir fór á stúf-
ana og ræddi við hann um lífið og listina.
NEÐAN úr hraunhnullungnum hanga svokölluð „nornahár",
það er bræddir hraunþræðir.
og veggmyndamálarana sem komu
upp í byltingunni.
Þetta var mjög gjöfull tími og
ég kom til baka alveg fullur af
hugmyndum og teikningum. Og
þá setti ég upp sýningu með fán-
um. Ég tók teikningar úr dagbók-
inni minni sem ég teiknaði yfír á
gömul lök og gardínur og annað
slíkt. Útjaskað efni sem hafði misst
gildi sitt. Síðan flaggaði ég þessu
upp á Úlfarsfelli þar til þetta hvarf
með vindinum. Þetta var svona
eins konar þakkargjörð til Mexíkó.
En svo ákvað ég að fara aftur til
Parísar og var ég þar samtals í
sex ár.“
Eftir að Halldór kom heim aftur
hélt hann áfram að þróa sinn per-
sónulega stíl sem einkenndist af
myndtáknum og mikilli litagleði.
Árið 1989 hélt hann svo sýningu
á Kjarvalsstöðum sem markaði lok
þessa litríka tímabils.
„Eftir þá sýningu fannst mér
ég ekki komast lengra með það
sem ég hafði verið að gera og fór
í lægð. Mér fannst ég vera algjör-
lega tómur og hafði enga ánægju
af að halda áfram á sömu braut.
Það gerist náttúrlega mjög eðlilega
hjá listamönnum að þeir klára eitt-
hvert tímabil. Svo fara þeir að
endurnýja sig. Það er því nauðsyn-
legt að fara ofan í svona lægð þó
að það taki ansi mikið á sálarlífið.
Síðan fór ég til Spánar og Mar-
okkó og þá fór ég að lifna við. Ég
byrjaði að teikna öðruvísi og fann
að þarna var eitthvað um að vera.
Það fyrsta sem ég gerði þegar ég
kom til baka til íslands
var að fara upp á
vinnustofu, rífa niður
gardínur sem þar voru,
og strengja þær á lér-
eftsramma. Síðan þreif
ég kerti, fór undir og
teiknaði eina mynd með
kertinu. Þetta gerðist nokkum
veginn ósjálfrátt. Upp frá því fór
ég að vinna með náttúruleg efni
og fór í litabindindi í þrjú og hálft
ár, sem var mjög hollt fyrir mig
því að ég hafði verið svo litaglað-
ur. Fyrsta sýningin sem ég hélt
eftir þessa breytingu var árið 1991
í Gallérí einn einn. Þá fyllti ég allt
Galleríið með reykteikningum á
gömlum gardínum og klæðum sem
ég hafði keypt niðri í dýravernd.
Þetta var eins og að koma inn í
tjald eða teppabúð. Þeim sem höfðu
fylgst eitthvað með mér brá dálítið
í brún og ég held að margir hafi
nú ekki verið neitt allt of hrifnir
af þessu en þó einhvetjir."
Kveikti á perunni
En hvernig stóð á því að þú
fórst að vinna með hraun?
„Ég var búinn að vinna mikið
með eldinn sem útgangspunkt,
bæði í reykteikningunum og í
gegnum það að sóta rekavið þann-
ig að það hlaut eitthvað að liggja
þar. Hann sótti svo sterkt á mig.
Þá hafði ég aðstöðu upp á Korp-
úlfsstöðum þar sem myndhöggv-
arafélagið var með vinnustofu og
þar fór ég að fíkta með logsuðu-
tæki. Það hafði einhver sagt mér
að hann hefði séð pípulagninga-
menn bræða saman rör þar sem
var hraungrýti. Þá höfðu þeir tek-
ið eftir því að hraunið bráðnaði
með.
Ég kveikti strax á perunni, þusti
upp í Rauðhóla og náði mér í
nokkra hraunmola sem ég prófaði
að bræða. Þá var þara eins og
galdur hefði gerst. Þetta fór allt
af stað, hitnaði og varð rauðgló-
andi og vökvakennt og fór að leka
niður. Og þegar það storknaði aft-
ur þá varð það að svörtum gler-
ungi. Þarna var eitthvað mjög
merkilegt. Ég hafði haft það á til-
finningunni mörgum árum áður
og hafði sagt við góða vini mína
að ég ætti eftir að uppgötva eitt-
hvað efni sem yrði mjög mikilvægt
fyrir mig í framtíðinni. Og ég var
með það á hreinu þegar ég sá
hraunið bráðna þarna
að þetta væri efnið sem
ég var búinn að leita
að.
Mér fannst eins og
ég hefði framkallað
einhverja náttúru-
krafta sem ég gæti
kannski notað í minni sköpun.
Náttúran er mjög skapandi og er
fullkomin í sinni sköpun. Maðurinn
er ekki fullkominn. Það er því alls
ekki leiðum að líkjast að vera að
vinna með náttúrunni. En hún er
svo sterk að maður verður að fara
mjög varlega í það. Við búum í
landi þar sem náttúrukrafturinn
er ofsalega sterkur þannig að í
raun og veru er það mjög eðlilegt
fyrir mig núna að vinna með þetta
efni en það er það kannski ekki
fyrir aðra listamenn. Þetta er
Um leið og ég
byrjaði í skól-
anum varð ekki
aftur snúið