Morgunblaðið - 28.05.1995, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 28.05.1995, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MAÍ1995 B 15 kannski of nærtækt og of venju- legt efni fyrir okkur til þess að við tökum það upp. En a.m.k. var ég með það á hreinu að þama væri eitthvað sem ég gæti þróað. Það kannski leiddi allt að því að ég færi að vinna með þetta út frá því sem ég hafði verið að gera áður. Þetta gerist þannig að maður er með hraunstein og logsuðu- tæki. Logsuðan er sambland af gasi og súrefni og loginn er u.þ.b. 2.200 gráðu heitur. Bræðslumark hrauns er 1.200-1.400 gráður þannig að það fer að bráðna eftir aðeins 15-20 sekúndur og verður þá rauðglóandi. Ég fór svo að taka eftir því að það lak úr steininum og það sem lak var mjög athyglis- vert. Hraunið storknar svo fljótt að það myndast alls kyns fínir taumar og þræðir. Þetta fyrirbæri er kallað nomahár í jarðfræðinni. Ég fór að hengja steinana upp og láta þá leka niður. Þá tók ég eftir því sem lá á gólfinu. Það var svona eins og litlar fígúrur út um allt og þegar ég fór að teikna þetta upp þá komu í ljós álfar. Fólk er að tala um að álfar búi í steinum. Þess vegna finnst mér eins og ég hafí galdrað þá fram. Það var mjög gaman að uppgötva það. Það eina sem ég stjórna í ferlinu er hversu mikinn blossa ég hef, hversu mikinn hita og hversu hratt ég vil bræða þetta. Ef ég hef gífur- lega mikinn blossa bráðnar hraun- ið mjög hratt og þá er það meira aflið og tilviljunin sem stjómar því hvað kemur. Hins vegar ræð ég miklu meira við þetta þegar ég hef lítinn blossa. Ég vil ekki stjóma þessu of mikið. Það er fullkomin samvinna tilviljunarinnar og mín sem stjómar verkinu." Óendanlegur brunnur / hvaða formi hafa sýningar þínar verið? „Fyrst var ég mikið með útisýn- ingar. Til dæmis í lystigarði í Sví- þjóð þar sem ég kynnti þetta sem loftsteina. Þetta var svo framandi á þessum stað að fólk var farið að bijóta úr þessu minningarbrot til þess að taka með sér heim. Svo var ég með sýningar sem ég vann beint út frá stöðum eins og til dæmis á Búðum á Snæfellsnesi. Þá blandaði ég þessu saman við það sem ég fann í fjörunni eins og rekavið og netakúlur. Síðan fór ég að hafa sýningar inni. í Kringl- unni var ég með pláss fyrir utan efnalaug og þar tróð ég þessu inn í gamlar þvottavélatromlur. Svona eins og til þess að tengja saman tvær andstæður. í Slunkaríki á ísafírði setti ég halogenljós inn í stóran stein sem ég var búinn að bræða. Úr honum komu litlar fíg- úrur sem ég límdi á veggina og ljósið úr steininum varpaði skamm- degisbirtu á endavegginn. í Póllandi tengdi ég hraunið við efni sem ég fann í umhverfínu eins og múrsteina og jám. Þar tók ég einnig þátt í sýningu sem var þann- ig að í miðju galleríinu hékk einn stór steinn og stór ísblokk undir. Síðan var myrkur í salnum og ég kem inn, kveiki á logsuðutælq'un- um og bræði hraunið ofan í ísinn. Þá myndaðist mikil gufa og hljóð og hluti af bræðslunni greiptist inn í ísinn. Þegar ég var búinn að vera þama í um það bil hálftíma voru ljósin kveikt. Svo smám saman bráðnaði ísinn og dreifði hraun- flögunum um allt galleríið. Þama er ég að vinna með ís og eld sem er svona klisjan um ísland. Þetta eru tvö element sem em samt sem áður mjög ríkjandi á íslandi og það er athyglisvert að sjá þessar and- stæður takast á. í desember ’93 var ég svo með sýningu í Listasafni ASI sem gaf tóninn að því sem koma skal. Upp- haflega ætlaði ég að sýna á Orku- stofnun. Mig langaði til þess að tvinna saman listir og vísindi því að þar era allir þessir jarðfræðing- ar og vlsindamenn að vinna með hraun út frá allt öðram forsendum en ég. Þannig að það hefði verið gaman að setja upp þama sýningu fyrir þessa jarðfræðinga. En þegar til kom var orkumálastjórinn á ' p~- - .. !■ J;. t v ÞETTA verk nefnist „Fijóvg- un“ og er frá sýningu í Lista- safni ASÍ í desember ’93. NÆRMYND af svörtum gler- ungi sem sýnir vel ummynd- unina. Sjá má hvernig helm- ingur steinsins hefur sigið niður og á milli helminganna liggja þræðir. móti þessu einhverra hluta vegna. Þannig að ég hafði samband við þá í ASÍ og salurinn var laus í desember. Og ég ákvað að sýna þar. Fyrstu verkin mín vora náttúr- lega voðalega tilraunakennd en smám saman fer ég að ráða meira við þetta og byija að beygja efnið undir mig. Og eftir því sem ég vinn meira með þetta þeim mun fleiri möguleika fínn ég. Verk sem ég vann í París nú í vor vora t.d. meira tengd daglegum hlutum, glerílátum, birtu og litum. Þetta er mér óendanlegur brannur eins og er. Þar til hann tæmist.“ Sæki í kraftinn Hvað er það við hraunið sem heillar þig? „Fyrst og fremst er þetta efni sem kemur úr iðrum jaðrar og það sem heillar mig er þessi hráleiki og kraftur sem býr í því. Þetta er efni sem hefur farið í gegnum umbreytingar allt frá því að vera fljótandi í iðram jarðar og síðan brýtur það sér leið upp á yfirborðið og storkn- ar. Og þegar ég tek við því er ég í raun og veru að vekja upp eldgosið. Umbreyta því aftur en á minn hátt. Og um leið sæki ég í kraftinn frá því. Og ég er náttúrlega að vinna með eld til að vekja þaðupp. Enda get ég aldrei unnið lengi í einu, það er svo mikill kraftur S þessu. Það er þessi framkraftur sem er svo ríkjandi hér á íslandi. í vor byijaði ég að vinna með hraun utan íslands. Ég fór til Massif Central-héraðsins í Frakk- landi en þar era nokkur eldfjöll sem era ekki svo gömul. Þar náði ég mér í efni og byijaði að bræða. Og það gekk mjög vel þannig að það er ekkert því til fyrirstöðu að fara að bræða þar eins og hér. Síðan er náttúrlega draumurinn í framtíðinni að fara á ýmsa staði á jörðinni, allar þessar eldfjallaeyjur eins og Sikiley, Japan, Hawaii o.s.frv. og vinna á staðnum. Og þá að blanda saman menningu þess svæðis og þessari aðferð sem ég nota. Með hraunbrennsluna sem útgangspunkt en taka inn í mis- munandi menningaráhrif. Það er svona langtíma draumur. Skortir hreinskilni Eðlilega hef ég áhuga á að treysta tengsl mín við Frakkland og oft og tíðum fínnst mér of þröngt um mig á íslandi. Ég hlýt að spyija mig að því hvaða mögu- leika ég 'hafí til þess að þróast í landi sem hefur svo lítið samfélag. í öllu þessu persónulega návígi við menn og málefni skortir alla fjarlægð til að sjá hlutina í réttu samhengi. Þannig að það er eðli- legt að maður leiti út á við af og til. Einnig fínnst mér skorta mikið á að myndlistarmenn hér í Reykja- vík tali út um hlutina af hrein- skilni og oft er eins og menn vilji breiða yfír þá með sérstökum tví- skinnungshætti. Opinská umræða þekkist varla og ef svo er finnst hún í líki persónulegra hártogana. Listamenn forðast eins og heitan eldinn að styggja sína eigin hags- muni. Þeir era hræddir við að missa þau ítök sem þeir hafa og gera því allt til að halda þeim. Þetta stafar m.a. af þrengslum og tak- mörkuðum möguleikum sem lista- lífið býður upp á. Sem dæmi má nefna að það vantar alveg um- ræðuvettvang fyrir myndlist. Það er ekki til neitt tímarit eða neinn ákveðinn staður í öðram fjölmiðl- um eins og útvarpi og sjónvarpi þar sem menn geta skipst á skoð- unum. Ef þessi umræðuvettvangur væri til myndi það skapa aðhald fyrir listamennina og vera jafn- framt hvatning fyrir þá til að standa sig. Fólk væri þá síður að pukra eitt í sínu horni heldur kæmi fram og stæði fyrir máli sínu. í mörgum löndum Evrópu er mjög góð og fagleg umræða sem er upplýsandi og útskýrir vel strauma og stefnur fyrir almenningi og það er mjög gott að geta leitað í svona upplýsingabanka, sem slík umræða skapar. Annars er svolítið erfitt að sjá fyrir þróunina í þessu starfí mínu. Þetta er bara spuming um að vinna og vinna og þá kemur eitthvað út úr því. Ég er náttúrlega með fullt af hugmyndum sem ég þarf að vinna úr og enn aðrar sem era á leiðinni. Ég var t.d. búinn að leita lengi að efni sem hraunið festist við og um daginn uppgötvaði ég að hraunið greipir sig inn í gifs ef ég læt það leka á það. Þá skap- ast efnasamband í gifsinu sem myndar loft og blæs hraunið upp. Þetta verður svolítið furðulegt og er þunnt eins og eggjaskum." Hann réttir mér gifsplötu þessu til staðfestingar. Hraunið myndar nokkurs konar svartar og glans- andi loftbólur á hvítu gifsinu. Hann hefur lög að mæla um sérkennileik verksins. Ef ég hefði ekki vitað hvað þetta var, hefði ég aldrei getið mér til um að um hraun væri að ræða. Nú er viðtalinu að ljúka og ég er orðin- öllu fróðari um ótelj- andi möguleika hraun- molanna sem við eig- um svo óendanlega mikið af á íslandi. Árið 1993 hlaut Halldór myndlistar- verðlaun Pennans fyrir sína sérstæðu listsköp- un. Ekki er ákveðið hvenær næsta sýning á verkum hans verður haldin en hinsvegar er full ástæða til þess að hvetja landsmenn til þess að fara þegar þar að kemur og sjá hraunið, sem við höfum fyrir augunum dags daglega í náttúranni, orðið að óvenjulegum listaverkum. Höfundur er sjálfstætt sturfandi blaðamaður og hefur unnið að dagskrárgerð fyrír útvarp. Þetta er bara spurnlng um að vinna og vinna og þá kemur eitthvað út úr því m M MYRIAM BAT-YOSEF Að virkja innsæi með teiknun. Fjögurra daga námskeið á Snæfeilsnesi. Ferðaþjónusta bænda, sími 562-3640/42/43. PARISAR! Fylgist með blaðaukanum Brúðhjón - í blíðu og stríðu sem fylgir Morgunblaðinu í dag. Með því að fylla út seðil sem birtist í blaðaukanum og senda til Morgunblaðsins eiga brúðhjón sem staðfest hafa giftingardaginn á þessu ári möguleika á að hreppa vikuferð til Parisar á vegum Heimsferða þar sem þau geta átt rómantískar stundir og notið lífsins. - kjarni málsins! Rauði kross Islands heldur námskeið til undirbúnings fyrir HJÁLPARSTÖRF ERLENDIS í Munaðamesi 24.-29. september 1995. Þátttökuskilyrði eru: - 25 ára lágmarksaldur - góð tungumálakunnátta, a.m.k. enska - góð starfsmenntun (ýmis störf koma til greina) - góð almenn þekking og reynsla Skortur er á heilsugæsluhjúkrunarfræðingum, viðskiptafræðingum og fólki með góða frönsku-, spænsku- og portúgölskukunnáttu. Námskeiðið fer fram á ensku og verða leiðbeinendur m.a. frá Alþjóða Rauða krossinum í Genf. Fjöldi þátttakenda er áætlaður um 20 og er þátttökugjald kr. 15.000 (innifalið er fæði, gisting, kennslugögn og ferðir Rvík - Munaðarnes - Rvík). Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu RKÍ, Rauðarárstíg 18, Reykjavík. Umsóknum ber að skila á skrifstofu RKÍ fyrir 10. júní nk. Þar veitir Sigríður Guðmundsdóttir nánari upplýsingar. Rauði kross íslands Rauðarárstíg 18,105 Reykjavík, sími 562-6722.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.