Morgunblaðið - 28.05.1995, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 28.05.1995, Qupperneq 18
18 B SUNNUDAGUR 28. MAÍ1995 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ VIÐBURÐAMENNIN G OG MIÐSTÝRING Um varasamar breytingar á norrænni menningarstefnu í MENNINGARSTARFI mínu og menningameyslu hef ég á síðustu árum orðið vitni að þróun í menn- ingarstefnu og stuðningsskipan, sem hefur ýmsar alvarlegar afleið- ingar og skal ég í framhaldinu reyna að lýsa þeim í stuttu máli. Þróunin felst í tilfærslu Qármuna frá föstum stofnunum yfír í „lausafjármagn", þ.e.a.s. verkefna- fé sem geymt er í ýmsum sjóðum og dreift þaðan. Noti ég Danmörku, þar sem ég eðlilega þekki best til, sem ramma að lýsingunni og leiði hana síðan inn á samstarfssvið nor- rænna menningarmála, lítur hún þannig út: Fyrir 15-20 árum óx fiskur um hrygg þeirri (réttmætu) tilfínningu, að sumar hinar gömlu stóru þjóð- legu menningarstofnanir fram- kvæmdu of lítið miðað við hlutfalls- lega háar fjárveitingar til þeirra; stirt skrifræði, erfið stéttarfélags- mál, lítill áhugi á tilraunum og ann- ar vandi, sem gamlar stofnanir hafa tilhneigingu til að hrúga upp í einhverskonar tregðu, eru nokkrar þær skýringar sem nota má til að lýsa ástandinu. Segja má, að fjár- veitingar til menningar „hafi ekki náð nógu langt út“, eða þá að skriffinska og óvirkni hafi gleypt stöðugt meira fjármagn en sú list/menning sem var raunveruleg ástæða tilveru stofnananna. Miklu skiptir að undirstrika, að þessi tilhneiging styrktist við al- menna þróun samfélagsins, þar sem menn vildu stuðla að hreyfingu frá svonefndri hámenningu yfír í víðara menningarmið. Af þeirri ástæðu einni gátu menn því betur greint vandamálin hjá þessum hefðundnu stofnunum. Loks skal bent á, að á sama tíma breiddist út hugsunarháttur fijáls- hyggju í íjármálum, sem studdi þróun í átt til stöðugt meiri eigin íjármögn- unar á öllum sviðum menningar og mennt- unar. Menn þurftu að sýna fram á, að þeir væru virkir og dugleg- ir og gætu selt sjálfa sig og afurðir sína á markaði - sanna sölu- gildi sitt. Með þennan raun- veruleika - eða veru- leikaskilning - sem snúningsöxul, hefur seinustu árin verið unnið að því að flytja fjármagn frá þessum stofnunum yfir á svið sem kalla mætti virkari. Stofnað hefur verið til nýrra sjóða og „fyllt hefur verið á“ gamla og farið er að skipta sköpum í hveijum menn- ingar- eða menntunaraðstæðum að menn tiyggi sér hlut í þessum verk- efnispeningum. Hæfíleikinn til fjár- söfnunar verður sífellt meira áber- andi krafa í atvinnuauglýsingum. Skilgreiningin á notkunarsviði þessara lausaQármuna sýnir við- horfín og tilganginn, t.d. var eitt sinn sagt um íjármagn danska Mermingarsjóðsins, að það ætti að nota „á fólk en ekki á múrstein" og Norræna menningarsjóðinn skiptir það mestu, að ekki skuli styrkja föst endurtekin verkefni,- nýtt skal það vera. Með þennan litla inngang sem grundvöll undirstrika ég, að ég skil auðvitað viljann til þess að virkja peningana og að veita fjármagninu til þeirra sem vilja og kunna að nota það skynsamlega á áhrifaríkan hátt. Þörfín á því að gera „gera sig sýnilega“ sem sjóðstjórn eða stofn- un með peninga og stefnu hefur hér einnie sitt að segja. Ég skil vel, að menn vilji ekki sjá á eftir peningunum inn í sof- andi stofnanir, þar sem skriffinnska, innri órói og þröngsýni gleypir allt, án þess að neitt sem máli skiptir komi út. Ég skil það vel. Þess vegna skil ég líka, að þeir sem vinna að nor- rænu samstarfí þrói styrktarstefnu sína í þessa átt. Þetta ýtti harkalega við áunnum réttindum og í upphafi var það jákvætt. En nú er of langt gengið og ég skal hér draga flóknar afleiðingar þess saman í þijú atriði. Fyrst vil ég þó lýsa fjár- hagsaðstæðum Norræna hússins í Reykjavík, eins og þær líta út á þessum árum. Við búum við þriggja ára samning við Norrænu ráðherra- nefndina, en á yfirstandandi tíma- bili þýðir það, að á hveiju ári eru framlögin skorin niður um 1%. Það er ekki mjög mikið en þegar tekið er tillit til almennra verðhækkana á íslandi, hefur það áhrif, og það sem mestu skiptir: Þegar tillit er tekið til mikilla fjármagnsveitinga til menningarsamstarfs á Norður- löndum á seinustu árum, er þetta mikilvægt tákn. Eigi Norræna húsið að geta hald- ið uppi starfsemi sinni í þeim mæli, sem mótað hefur starf hússins und- anfarin ár, þurfum við á hveiju ári að útvega nokkur hundruð þúsund gildra danskra króna úr sjóðum, af verkefnafé og fé til tvíhliða verk- efna. Það gengur vel, á sinn hátt er það því ekki vandamál. Vandinn er almennara eðlis; það er auðvitað þess vegna sem þarf að ræða hann. í fyrsta lagi skal nefnd sóun ijár- muna. Dæmi: Okkur datt í hug að senda menningarvagn umhverfis Island með kórsöngvurum, alþýðutónlist og bamaleikhúsi, og við sáum strax, að verkefnið var svo stórt í sniðum, að við gætum ekki sjálf fjármagnað það. Við höfðum samband við deild- ir Norræna félagsins í 10 íslenskum bæjum til að spyija, hvort þær hefðu áhuga á að vera með. í þess- um bæjum héldu menn fundi með bæjarstjórnum, hóteleigandanum og öðrum áhugaaðilum til þess að fá fram, hvað bjóða mætti upp á. Við í Norræna húsinu söfnuðum þessum upplýsingum og sömdum við flugfélagið, feijufélög, rútufélög og auðvitað hina mörgu þátttakend- ur, en margir þeirra urðu að flytja próf eða sumarfrí til þess að geta verið með. Öll þessi vinna var unn- in með þeim fyrirvara, að verkefnið allt félli um sjálft sig! Síðan skrifuðum við umsóknir, sem lagðar voru í stafla á skrifstof- um í Kaupmannahöfn ásamt öðrum umsóknum, sem ákveðinn fjöldi (?) manna eyddi síðan tíma sínum í að lesa og meta. Því næst fengum við ,já“ og gátum séð áður notaðan mannafla og tíma taka á sig ákveð- ið form. En auðvitað voru þeir margir, sem fengu „nei“ — ná- kvæmlega eins og við fáum stund- um. Sóun fjármuna? A.m.k. notuð- um við í Norræna húsinu í þetta verkefni u.þ.b. fulla vinnu eins starfsmanns í viku fram að þeim degi að umsóknin var send, og við vorum aðeins einn aðili málsins, eins og lýst var. Og enginn vafi leikur á um það, að við hefðum skipulagt þessa menningarferð, ef við hefðum sjálf haft peningana til þess; nú neyddumst við til að leggja á okkur sjálf og marga aðra tals- vert erfíði, skipulagsvinnu og bið- tíma, sem hefði getað glatast - ef verið hefðu aðrar og „betri“ umsóknir í staflanum. Síðan þarf að leggja fram skýrslu og uppgjör, vitanlega, og það tekur einnig tíma á „báðum endum“. En ef menn í alvöru vilja tala um sóun fjámuna, ættu þeir að líta á þær ráðgjafastofur, sem spretta upp og bjóðast til að útvega pen- Ég skil vel, að menn vilji ekki sjá á eftir pening- unum inn í sofandi stofnanir, segir K. Tor- ben Rasmussen, þar sem skriffmnska, innri órói og þröngsýni gleyp- ir allt, án þess að neitt sem máli skiptir komi út. inga. Menn snúa sér til þeirra og gera grein fyrir hugmynd sinni og fjárþörf og þá útvega ráðgjafamir féð úr sjóðum eða þvílíku - auðvit- að gegn borgun. Þetta er enn nýtt fyrirbæri á Norðurlöndum en hefur verið þekkt t.d. í Hollandi og Belg- íu í nokkur ár. Ég veit ekki hvort hugtakið „só- un“ er það rétta, en ég veit, að t.d. ef þessi stofnun fengi meiri peninga inn í reglulega fjárhagsáætlun sína, myndi frá okkur séð koma meiri „menning" og minni stjórnun út úr því og allt gengi lipurlegar. í öðru lagi skal hér rædd endur- miðstýring. Þróunin, sem ég hef reynt að lýsa hér að ofan, felur í sér aðra vandabundna og innbyggða endur- miðstýringu. Menn hafa áður litið svo á, að valddreifingu fylgdu svo eindregnir kostir, að áherslu bæri að leggja á hana, en nú stefna menn aftur til aukinnar miðstýring- ar - á menningarsviðinu einnig. Augljóst er, að þegar sjóðimir fá til sín stöðugt meiri peninga, flytjast einnig með þeim áhrif á notkun þeirra. Það er líka tilgangur- inn. Ekki þarf margar röksemdir til að skýra þessar aðstæður, eink- um í beinum ákvörðunum um „líf eða dauða" tiltekinna verkefna. En einnig er um að ræða minna sýnileg áhrif, sem sérhver yfirmað- ur stofnunar játar fyrir sjálfum sér, þótt hann geri það (e.t.v.) ekki opin- berlega: Menn lesa nýjustu ábend- ingamar frá fjárveitingavaldinu með mjög mikilli athygli og það getur verið erfitt að komast hjá því A TOLVCITÆKCI FORMI síT Markaðskerfi Fyrir daglega vinnslu morkaðs- og sölusljórons. £íf Upplýsingabanki H«gt er að bæto inn upplýsíngum við þeer sem fyrir eru eflir þörfum. du Markhópar Velja út ollo aðila sem uppfylla ákveðin skilyrði og við viljum vinna meiro með. df Fyrirtækjaskráin Upplýsingar um yfir 14.000. fyrirtækí 5.000. vöruflokka og 4.000 umboð raðhugbunaður FRÓFII Á Bœjarhrauni 20. Hafnarfirdi S: 565 4870 S K. Torben Rasmussen að verða fyrir áhrifum af hugsan- legum nýjum áherslum í framsetn- ingu eða öðrum enn beinni óskum um að hafa áhrif á menningarstefn- una á viðkomandi svæði. Auðvitað er það einnig ætlunin með því að skilgreina forgangsröð t.d. á sviði norrænna mála, að frum- kvöðlar beini frumkvæði sínu í ákveðna átt, það er þá, sem felst í núverandi stefnumörkun. Þetta er opin og lögleg stefna og á margan hátt mjög góð, því hún gerir kleift að fylgja tilteknum viðhorfum í menningarstefnu. Við höfum ekki verið dekruð með lang- tímamarkmiðum í menningarmál- um, og þetta er því prýðilegt, en þýðir jafnframt, að forystumenn einstakra stofnana missa áhrif á sínu eigin sviði. Og: „Nei“, það verð- ur ekki komist hjá því að reyna að útvega meira fé en grunnfjárhagsá- ætlunin veitir; annars gerist ekkert - eða a.m.k. of lítið. í þriðja lagi skal ræða viðburða- menningu. Hugtakið „viðburðamenning" er notað hér í þeirri merkingu, að um sé að ræða menningar- eða íistavið- burði, þar sem sjálfur sá atburður að eitthvað gerist er mikilvægari en það sem flutt er, þ.e. list- in/menningarviðburðurinn. Sett fram á annan hátt: Viðburðamenning er skref í átt- ina að innihaldslausum en hæfi- leikaríkum og sýnilegum menning- arflutningi. Framför fyrir skemmti- efnið, það skammvirka, hávaða- mesta, áberandi og stóra f sniðum, en afturför fyrir umhugsunina, það hægfara, blæbrigði í listinni og nákvæma Iisttúlkun með langan helmingunartíma. Það er hætta á, eins og við þekkjum a.m.k. í Dan- mörku, að viðburðamenningin verði ríkjandi (um of) í stefnunni á bak við þann stuðning við listina, sem (einnig) hefur annan stjómunartil- gang en að styðja listina. Vegna þess að hugtakið „sýnileiki" er orð- ið slíkt grundvallaratriði í öllu sem menn taka sér fyrir hendur nú. Það þýðir auðvitað, að sá menningarvið- burður, sem sameinar ytra borð innri gæðum hefur meiri von um að fá stuðning en sá menningarvið- burður, sem eingöngu snýst um gæði. Það er fallega hliðin á þróun- inni, sú sem mörgum þykir væntan- lega viðunandi og rétt, en sú ljóta er, að það gerist, að sá menningar- viðburður, sem fyrst og fremst er áberandi sýnilegur, fær einnig ör- uggari stuðning en sá, sem einkum leggur áherslu á gæðin. Þeir eru ekki margir (ég ekki heldur) sem álíta það mikilvægt, að gera menningarviðburði sýni- lega; ég bendi aðeins á, að það ligg- ur falin upplausn á eðli listarinnar í þessari þróun. Á öllum áhrifastöð- um í menningarlífinu geta setið menn og leyft viðburðamenning- unni að ná völdum - þeir kunna að sitja í stjómum sjóða eða stofn- ana. Og ég er ekki hér að benda á tiltekna sjóði, stjómendur stofnana né neinn ákveðinn hóp fólks, aðeins á það, að hér getur legið falinn vandi. Áður en ég slæ botninn í, vil ég aðeins nefna, að þessi vandi er ekki bundinn við menningarlífið eitt; í háskólum og öðmm æðri mennta- stofnunum og í opinbera stjómkerf- inu er þróunin á þessum áram æ hraðari í sömu átt með tilhneiging- um í átt til sama vanda. Sem ein- hvers konar lítt mótaða niðurstöðu í málinu öllu, vil ég (aftur) leggja til, að kallað verði til málþings eða ráðstefnu, þar sem við sem störfum innan menningarkerfis Norður- landa gætum fengið tíma og tæki- færi til að ræða þetta innbyrðis - Norræna menningarsjóðinn, sér- greinasjóðina, stofnanimar og æðstu embættismenn, sem hafa áform um menningarstefnuna, hvort heldur hún á að einkennast af viðburðum eða raunveralegri list- sköpun. Norræna húsið í Reykjavík býður fúst fram húsnæði sitt og starfsfólk í þessum tilgangi. Höfundur er forsljóri Norræna hússins í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.