Morgunblaðið - 28.05.1995, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 28. MAÍ1995 B 23
ÆL m^m m m a / \r^\ \AQll\ \r~^ A p
JHBk ■ ■ HTOS BbV T O// n/vj^/A/x
Hjúkrunarfræðingar
Hjúkrunarfræðingur óskast til afleysinga í
eitt ár frá 1. sept. '95 við Heilsugæslustöð-
ina í Mývatnssveit.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í símum
96-40500 og 96-41855.
Heilsugæslustöðin á Húsavík.
Halló
Hver hefur áhuga á „au pair“ starfi í Þýska-
landi? Við erum fjölskylda með 3 lítil börn
og leitum eftir opinni og skemmtilegri stelpu
til að dvelja hjá okkur í eitt ár eða lengur,
frá ágúst ’95.
Þeir sem hafa áhuga vinsamlega hafið sam-
band við Siggu í síma 565 4047 eftir kl. 18,
um helgina frá kl. 13.
Prentsmiðir óskast
ísafoldarprentsmiðja hf. óskar eftir að ráða
prentsmiði til starfa sem allra fyrst. Við leit-
um að vandvirkum og vinnusömum starfs-
mönnum í fjölbreytt störf. Tölvukunnátta
æskileg. Farið verður með allar fyrirspurnir
sem trúnaðarmál. Umsóknir sendist til
afgreiðslu Mbl. merktar: ísafold.
Nánari upplýsingar gefur Jón Breiðfjörð í
síma 563 2990.
Matreiðslumaður
Vegna mikilla anna leitum við nú að traustum
matreiðslumanni til framtíðarstarfa hjá okkur.
Upplýsingar veittar á staðnum (hjá fram-
kvæmdastjóra) milli kl. 10 og 12 mánudaginn
29. maí.
Heilsugæslulæknir
Laus er til umsóknar staða heilsugæsluækn-
is við Heilsugæslustöð Selfoss.
Staðan veitist frá 1. janúar nk.
Upplýsingar gefur Magnús Sigurðsson yfir-
læknir í síma 98-21300. Umsóknir sendist
Bjarna Ben. Arthurssyni framkvæmdastjóra,
Heilsugæslustöð Selfoss, v/Árveg, 800 Sel-
fossi, fyrir 15. júlí nk.
Leikskólinn
Fagrabrekka
Seltjarnarnesi
Leikskólakennari eða annað uppeldismennt-
að starfsfólk óskast til starfa sem fyrst.
Fagrabrekka er eins deildar leikskóli með
sveigjanlega vistun.
Nánari upplýsingar gefur leikskólastjóri,
Dagrún Ársælsdóttir, í síma 611375.
Kennarar
Við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar eru lausar
stöður. Kennslugreinar m.a. danska, líf-
fræði, stuðningskennsla, samfélagsfræði,
handmennt, myndmennt og kennsla 6 ára
barna.
Upplýsingar gefur skólastjóri Guðmundur
Þorsteinsson í síma 97-51224 (vs.) og
97-51159 (hs.) eða aðstoðarskólastjóri
Magnús Stefánsson í 97-51370 (vs.) og
97-51211 (hs.)
Kennarastaða
Menntaskólinn á Laugarvatni auglýsir eftir
dönskukennara næsta skólaár.
Umsóknir berist skólameistara fyrir 15. júní
nk.
Veitinga- og veislu-
eldhús
óskar eftir nemum í matreiðslu.
Skriflegar umsóknir sendist inn á afgreiðslu
Mbl. merktar: „Nemi - 1908“ fyrir 10. júní.
Málarar!
Óska eftir málurum eða mönnupi vönum
málningarvinnu. Um er að ræða vinnu alla-
vega fram á haust.
Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. merktar:
„S - 18100“.
Trésmiðir
- kranamenn
Byrgi hf. óskar eftir að ráða trésmiði
og kranamenn.
Upplýsingar hjá Byrgi hf. í síma 644207.
FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Siðumúla 39 -108 Reykjavík - Sími: 588 8500 - Fax: 568 6270
Hárgreiðslu-
kona/maður
Hárgreiðslukona/maður óskast í 50% starf
á dvalar- og hjúkrunarheimilið Droplaugar-
staði, Snorrabraut 58.
Nánari upplýsingar gefur Ingibjörg Bernhöft,
forstöðumaður, í síma 552 5811, milli kl. 9
og 12 næstu daga.
DALVÍKURSKÖ Ll
Kennarar
Lausareru kennarastöðurvið Dalvíkurskóla.
Kennslugreinar: Enska, danska, samfélags-
fræði og myndmennt.
Upplýsingar gefa:
Skólastjóri, símar 96-61380 og 96-61162.
Aðstoðarskólastjóri, símar 96-61381 og
61812.
Rita r i/f asteig nasa la
Ritari óskast til starfa á gróinni fasteigna-
sölu. Viðkomandi þarf að hafa góða fram-
komu, vera vanur tölvum, geta unnið sjálf-
stætt og hafa frumkvæði. Heilsdagsstarf.
Við bjóðum upp á mjög góða vinnuaðstöðu
og lifandi starf. Reyklaus vinnustaður. Við-
komandi þarf að geta hafið störf mjög fljót-
lega. Æskilegur aldur ekki undir 30 ára.
Umsókn ásamt frekari upplýsingum sendist
afgreiðslu Mbl. fyrirfimmtudaginn 1. júní nk.
merkt: „ M-8800".
Áfangahús
Áfangaheimili fyrir konur sem lokið hafa
áfengis- og vímuefnameðferð óskar eftir
starfsmanni sem hafið getur störf sem fyrst.
Um er að ræða 75% starf. Laun samkv. kjara-
samningum BSRB.
Við leitum eftir konu sem hefur náð bata
eftir 12 spora kerfinu.
Umsóknir með upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist til afgreiðslu Mbl.
merkt: „Áfangahús - 10884“ fyrir þriðjudag-
inn 6. júní nk.
Mötuneyti
Áhugasamur og hress starfskraftur, á aldrin-
um 35-45 ára óskast til starfa í mötuneyti.
Breitilegur vinnutími.
Umsóknir óskast sendar afgreiðslu Mbl.
merktar: „M - 10882“.
Vélstjóri
- Baadermaður
Vélstjóra vantar á frystitogara með 2.005
kW aðalvél.
Baadermann vantar á sama skip.
Melurhf.,
Vestmannaeyjum, sími481 3400.
Rafsuðumenn
Vegna mikillar vinnu framundan óskum við
eftir að ráða rafsuðumenn til starfa strax.
Einungis menn vanir rafsuðu og reglusamir
koma til greina.
J. Hinriksson hf., vélaverkstæði,
Súðarvogi 4 - Reykjavík,
Símar 588 66 77 og 581 46 77.
ÖRVI
Starfsráðgjafi
Iðjuþjálfi, þroskaþjálfi
eða starfsmaður með uppeldis-,
sálarfræði- eða félagsfræðilegan
bakgrunn óskast til starfa
Starfsþjálfunarstaðurinn Örvi, sem sinnir
starfsþjálfun fatlaðra, óskar að ráða starfs-
ráðgjafa til starfa.
Hlutverk starfsráðgjafa í Örva er að hafa
umsjón með og annast faglegt starf staðar-
ins. Þeir vinna að gerð starfsprófana og
starfshæfingaráætlana og mati á árangri
starfsþjálfunar. Einnig sinna þeir eftirfylgd
með þeim sem hefja störf á almennum vinnu-
markaði að lokinni starfsþjálfun í Örva.
Starfsráðgjafar sjá um almenna ráðgjöf, fjöl-
skyldutengsl og samskipti við stofnanir og
annað fagfólk sem tengist starfsemi Örva.
Starfsemi Örva er liður í þjónustu fyrir fatl-
aða á Reykjanesi á vegum Svæðisskrifstofu
málefna fatlaðra.
Svæðisskrifstofan býður upp á öflugan fag-
legan stuðning fyrir fagfólk í formi hand-
leiðslu, námskeiða og þátttöku í þverfaglegu
samstarfi.
Um er að ræða 75% starf og er vinnutími
samkomulagsatriði.
Tímasetning ráðningar er samkomulagsatriði
en stefnt er að því að starfsmaður hefji störf
á tímabilinu 15. ágúst til 1. september.
Umsóknum um ofangreind störf skal skilað
til Örva, Kársnesbraut 110, 200 Kópavogi,
fyrir 10. júní nk.
Upplýsingar veitir forstöðumaður Örva í síma
554-3277.