Morgunblaðið - 28.05.1995, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 28.05.1995, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1995 B 29 MINNINGAR SVAVA FELLS + Svava Fells fæddist að Ási á Þelamörk 3. okt. 1907. Hún lést í Landspítalanum 15. maí sl. Svava var jarðsungin frá Dómkirkjunni 24. maí sl. ÉG KYNNTIST Svövu fyrir 20 árum. Þá bjó hún á Freyjugötu 6. Svava tók alltaf vel á móti okkur þegar við heimsóttum hana og oft sóttum við Svövu í heimsókn til okkar og áttum við góða daga saman hvort sem var, hjá henni eða okkur. Svava var alveg sérstök. Hún umvafði okkur hlýju og stuðningi þegar sorgin knúði dyra hjá okkur. Armann Birgisson er nú við störf í Rússlandi í Kamtsjatka. Hann fór í heimsókn til Svövu og kvaddi hana hinsta sinni áður en hann hélt til starfa erlendis. Ármann sendir hlýjar kveðjur yfír hafið. Við þökkum elsku Svövu okkar fyrir alla þá hlýju og stuðning sem hún gaf okkur og bömunum okkar, enda kölluðu þau hana alltaf Svövu ömmu. Minning þín er ljós í lífi okkar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir al!t og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Við fyolskyldan þökkum Svövu samfylgdina og flytjum ykkur inni- legar samúðarkveðjur, sem næst henni stóðu. Guðmunda Hjálmarsdóttir, Birgir Jónsson og fjölskylda. efnum lífsins, hlúa að ástvinum okkar og gleyma okkur ekki í veraldarvafstri. Hún sáði fræjum í sálir okk- ar og hjálpaði okkur að rækta garðinn með það að markmiði að verða betri manneskj- ur. Hún minnti okkur á að enginn getur verið óhultur um sína jarð- nesku hamingju. Fyrir þetta erum við þakklát. Það er allt of algengt að fólk vakni ekki upp af andlegri svefnsýki fyrr en sorgin knýr dyra og þá er oftar en ekki stuttur tími til stefnu. Svava lærði snemma að nýta tím- ann vel, hlúa að öllu og öllum. Sér- staklega þó þeim sem minna máttu sín. En hún gleymdi ekki að þroska sjálfa sig og var allt fram á síðasta dag að safna fróðleik og miðla til annarra. Grétar talaði á einum stað um vígslu dauðans. Og á skilnaðar- stundu er víð hæfí að rifja upp hvað hann átti við með þessu. Hann sagði að það sem einkenndi vígslu dauðans fyrst og fremst væri un- aðsleg lausnarkennd, líkt og maður væri leystur úr þröngu og dimmu fangelsi. Nýtt frelsi með nýja mögu- leika og ný tækifæri opnaði faðm sinn móti vígsluþega dauðans. Sál hans fengi yndslegt orlof eftir meira eða minna þreytandi strit. Það sem meira væri að maður öðlaðist nýjan skilning á hinu andlega eðli tilver- unnar. Heimsskoðun og heimsmynd framliðins manns breyttist og þá risi dagur sálarinnar með viðhorf og viðfangsefni sem eingöngu væru sálræns eða andlegs eðlis. Þegar ég kvaddi Svövu nokkrum dögum fyrir andlátið spurði ég hana hvort hún héldi ekki að Grétar væri farinn að bíða hennar. Þá kom blik í augun og bros færðist yfir andlit hennar og þó hún segði ekk- ert skildi ég tilhlökkunina og ham- ingjuna sem bærðist í henni. Elsku Svava, hafðu þökk fyrir allt. Það er ómetanlegt að hafa átt þig að. María Björk. Þegar ég hef verið spurð að því hvernig við Svava vorum tengdar, finnst mér ekki nóg að segja að hún hafí verið systir ömmu minnar, heldur hafi hún í raun verið amm- an, mamman og ekki síst leiðbein- andinn í okkar stóru fyölskyldu. Svava var ein af þessum aldurs- lausu konum. Hún gat verið allt í senn, ung og gömul en fyrst og fremst var hún þroskuð og það á einhvern annan hátt en flestir sam- ferðamenn okkar. Gleðin var henni í blóð borin og hún gaf óspart af sér, kenndi okkur og fræddi um dýpri svið lífsins en við áður höfðum þekkt. Aldrei sagði hún styggðar- yrði um fólk og hennar mottó var að launa illt með góðu. Hún sagði það mestu gæfu lífs sins að hafa átt yndislega móður og góð systk- ini. Það sem hún þakkaði þó mest fyrir var að hafa kynnst manninum sem var henni allt, Grétari Fells. Það var á við lærdóm margra jarð- vista að vera nálægt þeim hjónum. Grétar var þjóðkunnur rithöfundur og fyrirlesari og alla tíð vinsæll og virtur fyrir skýra og skáldlega framsetningu viturlegra lífsvið- horfa. Hann kenndi Svövu og hún studdi og styrkti hann. Grétar og Svava helguðu sig guðspekinni. Það sem Svava kenndi okkur fyrst og fremst var það að við þyrftum að opna augu okkar fyrir því að sinna háleitari viðfangs- Nú hefur Svava Stefánsdóttir Fells kvatt þetta líf. Þegar ég hugsa um hana líður mér vel. Ekkert nema fallegar minningar frá æsku- dögum og til hins síðasta. Svava hóf ung kennslu við Barnaskóla Akureyrar, sem faðir minn, Snorri Sigfússon, stýrði. Þar kenndu einn- ig lengi tveir bræður hennar, þeir Eiríkur og Marinó Stefánssynir, úrvals kennarar og miklir öðlingar. Þessi systkin urðu vinir föður míns til æviloka og hann mat þau mikils enda voru þau búin þeim kostum, sem prýða góðan kennara, einkum þá sem kenna ungum börnum. Þau settu í fyrirrúm það sem mestu skiptir: Þeim þótti vænt um nem- endur sína og vildu þeim allt það besta. Marinó var teikni- og skrift- arkennari meðan ég var enn í bamaskóla og naut ég kennslu hans. Svava var glæsileg á velli og það geislaði frá henni góðvild og hlýju. Eg held að henni hafi þótt vænt um alla. Hún hafði yndi af tónlist, var söngvin sjálf og söng í kórum heima á Akureyri. Það var brot af listamanni í Svövu og allt varð henni að yrkisefni. Hún hafði bætt við kennaramenntun sína með dvöl í Svíþjóð, og flutti með sér heim ferskan blæ. Þessa naut skólinn á vetrarskemmtunum, en þá setti hún oft á svið lítil atriði með ungum Handrit afmælis- og minningargreina skulu vcra vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokaliaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld ( úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasfðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lcngd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. | Höfundar cru beðnir að hafa skírnarnöfn sfn en ckki stpttnefni undir greinunum. nemendum sínum og hafði samið sjálf og æft. Eitt lítið erindi varð henni efni til leiksýningar og gaml- ir Akureyringar muna kannski enn „Stjörnudansinn", sem Svava sýndi í Samkomuhúsinu, en þar dönsuðu litlar fallegar stelpur inn á svið með gullstjörnur í hári og Svava kallaði þær balletdömumar sínar. Ég man enn, hvemig söngurinn hófst þegar þær birtust: „Smá- stjörnur, smástjörnur, við emm gullblóm sem glitra." Öðru sinni setti hún á svið ævintýri um Svan- hvít sem ætlaði í ökuferð að finna kóngssoninn. Vel man ég unga telpu, Guðrúnu Valgarðsdóttur Stefánssonar frá Fagraskógi, sem var þessi fallega dís í skreyttum sléða á leið út í skóginn og sungið var: „Nú ætlar Svanhvít I ökuferð útí skóginn, útí skóginn, hún skarti búin er sem þú sérð“ o.s.frv. Kannski eru mér þessi atriði sér- staklega minnisstæð, vegna þess að ég hjálpaði Svövu stundum við að klæða og sminka þetta smá- vaxna listafólk og ég man eftir að hafa fært Sigurð Helgason stærð- fræðiprófessor í Boston og Jón Amþórsson á Akureyri í prinsabún- inga. Mikið þótti mér gaman að vinna þetta með Svövu og börnin vora yndisleg. Þessi fallegu ár liðu, Svava fór burt og sú sem hér skrifar líka. Vorið 1945, meðan enn var styij- öld og beðið eftir að komast til útlanda og læra, vann ég í Reykja- vík. Þá var Svava gift Grétari Fells, þeim mikla andans manni og skáldi. Hún hafði áður verið gift Geir Jón- assyni magister en þau skildu. Eg veit ekki hvemig það bar til, en allt þetta sumar borðaði ég kvöldverð hjá Svövu og Grétari. Oft hefí ég hugsað um það, hvem- ig þetta atvikaðist, en býst við, að það hafi verið að undirlagi föður míns, sem gat ekki hugsað sér neitt betra fyrir dóttur sína en návist Svövu. Minningin um þessi sumarkvöld hjá þeim hjónum er eitt af því dýrmætasta sem ég á. Þau vora svo yndisleg bæði tvö og sambandið svo fallegt að því fá engin orð lýst. Þau vora ástfangin eins og ungt fólk og ég varð stund- um dálítið feimin, en sá fljótt feg- urðina í þessu sambandi. Á mat- seðlinum var oftast soðin ýsa. Hún var eftirlætisréttur húsbóndans. Með henni vora bomar soðnar kart- öflur, brætt smjör, örlítið af tóm- atsósu og nckkrir hringir af hráum lauk. Grétar fékk ekkert betra, held ég, og ég tók upp þennan sið að bera hráan lauk með ýsunni, sem ég hafði ekki vanist í foreldrahús- um. Svava vissi vel, að ég var ekki með öllu ókunnug guðspekinni, því að móðir mín keypti alltaf Gan- glera og las og ræddi stundum og hlustaði ævinlega á Grétar í út- varpi og dáði hann mjög, en þau sáust aldrei. En það var aldrei tal- að um guðspeki við matarborðið þetta sumar. Samt finnst mér eftir á, að það hafi svifið einhvers konar guðspekilegur andi þar yfir, góð- leiki, gleði og ást á öllu sem var gott og fagurt. Stundum fór Grétar með ljóð og orti til mín, þegar ég kvaddi þau um haustið og hélt burt. Rödd Grétars fylgdi mér út { lífið og á erfiðum stundum gat ég oft kallað hann fram og leið strax betur. Hann var einstakur maður eins og Svava var á sinn hátt og þau áttu betur saman en flest fólk sem ég hef kynnst á lífs- leiðinni. Fyrir mörgum áram gaf Svava mér lítið rit með ræðu, sem Sig- valdi Hjálmarsson flutti, þegar Grétar var kvaddur, en hann lést í mars 1968 og einnig enska þýð- ingu Steinunnar Briem. Sigvaldi kvaddi læriföður sinn með orðum líbanska skáldsins Kahlil Gibran þar sem hann ræddi um dauðann. „For what is it to die, but to stand naked in the wind and to melt into the sun?“ Nú hefur Svava staðið á þessum tímamótum og dáið inn í sólina til fundar við eiginmann sinn. Blessuð sé minning mætrar konu. Anna S. Snorradóttir. GEIR VILBOGASON + Geir Vilboga- son var fæddur í Reylqavík 18. október 1912. Hann lést á Sólvangi í Hafnarfirði 16. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Kristín Brynjólfs- dóttir frá Hjalla- koti á Álftanesi og Vilbogi Pétursson frá Hólshúsum i Gaulverjabæjar- hreppi. Auk Geirs eignuðust þau Brynjólf Marel, fæddan 1915. Eftirlifandi eiginkona Geirs er Sigurbjörg Sigfinnsdóttir en þau giftust 5. ágúst 1938. Börn þeirra eru: 1) Grétar, fæddur 31. október 1937, kvæntur Láru Kristjánsdóttur. Börn þeirra eru Anna, Brypja, Elín og Erlingur Grétar fóstursonur. 2) Vilborg, fædd 29. september 1941, gift Gylfa Adolfs- syni. Börn þeirra eru Helga, Sigur- björg og Hildur. 3) Sigrún, fædd 16. ágúst 1943, gift Haraldi Guðmunds- syni. Börn þeirra eru Haraldur, Ber- grós, Berglind og Gerður. 4) Kristín, fædd 25. ágúst 1948, gift Ómari Kristinssyni. Börn þeirra eru Erna og Geir. Baraabörn Geirs eru sex. Geir verður jarðsunginn frá Garðakirkju í Garðabæ á morg- un og hefst athöfnin klukkan 13.30. ÉG SIT nú við litla bryggju í Rott- erdam og hugsa um afa. Hann var að kveðja þetta líf og mörgum góð- um minningum skýtur upp í kolli mínum. Minningum um lítinn, glett- inn karl sem sigldi um höfín blá og eldaði kræsingar fyrir skipa- áhafnir og ferðaðist um landið með fyölskylduna sína og málaði svo myndir af náttúra þess. Já, hann afi minn ferðaðist um aila jarðarkringluna sem bryti á Kötlu og fleiri skipum. Þá staldraði hann einnig við þar sem ég sit nú í stærstu hafnarborg heims. í þá daga var víst öðra vísi hér. Sögum- ar fengum við að heyra og myndim- ar að skoða úr stóra albúmunum af ævintýraferðum hans og fundum við allra þjóða kvikindi. Afi ferðað- ist líka mikið um landið sitt. Með fyölskylduna á bláa bílnum var farið í óteljandi tjaldútilegur. Afí elskaði sveitina. Þegar þangað var komið vildi hann helst lifa eins og fram- maðurinn. Ég man þegar við kom- um einu sinni að heimsækja afa og ömmu í Þjórsárdal. Afi var með vasahníf og harðfisk í hendinni, nýbúinn að hlaða eldstæði og kveikja eld til þess að fæla burtu mýflugnager sem var að angra okkur. Listamaðurinn afi málaði myndir af skipunum sínum og feg- urð landsins. Þær prýddu suma veggina í hlýlegu Ibúðinni á Brá- vallagötunni. Til ömmu og afa á Brávó var svo gott að koma og hlýja sér eftir skautaferð á Tjöminni eða Melavell- inum. Með frosnar tær og rautt nef dró ég allar vinkonumar með mér enda þótti þeim ósköp notalegt að koma þangað og fá heitt kakó og normalbrauð með osti og hlusta á sögurnar hans afa. Niðri í kjallara var lika ævintýraheimur. Við systk- inin fóram oft með afa niður þegar hann var að stússast þar. Þá feng- um við að gramsa í öllum skápum og skúmaskotum og máta gamlar fllkur og hatta og fikta I öllu dótinu þar. Hver flík og hlutur átti þar sína sögu sem afí kunni frá að segja. Svo vora það gimilegu veisl- urnar hans sem stóðu alltaf langt fram á nótt. Það var alltaf svo mik- il stemmning og alls konar uppá- komur. Afi var listamaður sem kunni vel að njóta lífsins. Það er skrítið að vera stödd hin- um megin við hafíð þegar einhver svo kærkominn manni yfírgefur þetta líf, að vita að nú er stóllinn hans auður og enginn verður .til að heimsælrja hann á Sólvang I sum- ar. Elsku amma mín, ég sendi þér stóran og hlýjan faðm. Afi er nú lagður af stað I sitt lengsta ferða- lag. Það er gott að eiga um hann dýrmætar minningar. Þær munu lifa áfram. Eraa Ómarsdóttir. Mig langar I örfáum orðum að minnast tengdaföður míns, Geirs Vilbogasonar, fyrrverandi bryta, sem nú er látinn. Geir byijaði snemma á sjónum og lærði til matsveins um tvítugt. Hann var til sjós I um 40 ár, lengst af sem matsveinn og bryti á farskip-, unum Kötlu og Öskju sem vora I eigu Eimskipafélags Reykjavíkur. Árið 1971 skömmu eftir að ég hafði nappað frá honum yngstu dóttur hans - hætti Geir á sjónum og fór aldrei á sjó eftir það, ekki einu sinni sem farþegi og aldrei fór hann eft- ir það til útlanda. Hann vildi þá frekar njóta ís- lenskrar náttúra með sinni heitt- elskuðu konu Sigurbjörgu Sigfinns- dóttur. Oft fóra þau hjónin ein I tjaldútilegur I nokkra daga I einu á sumrin. Var okkur yngra fólkinu þá oft boðið I heimsóknir I tjaldið. Það þurfti ekki alltaf að þeysast langt því að vinsælustu Ijaldstæði þeirra vora I Sleggjubeinadal við Kolviðarhól og á Þingvöllum. Ég minnist margra góðra stunda með Geir I Karfavoginum og síðar á Brávallagötunni þegar hann fór á flug við að segja okkur vinum og vandamönnum frá hinum ýmsu ævintýram sem hann lenti I á ferð- um sínum um Suður- og Austur- Evrópu, Afríku og Suður- og Mið- Ameríku á árunum 1930-1971. Geir hélt nákvæmar dagbækur all- an tímann sem hann var til sjós og era þær mjög skemmtilegur og fróðlegur lestur. Síðustu árin á sjón- um fannst honum frekar daufleg, aðeins fastar áætlunarferðir til fá- einna Vestur-Evrópuhafna. Þegar Geir kom I land vann hann sem birgðavörður á Hótel Sögu í um tíu ár eða þar til hann lét af störfum vegna aldurs og heilsu- brests. Síðustu árin dvaldi hann á sjúkrahúsinu Sólvangi I Hafnarfirði í góðri umönnun og lést þar, að ég held, saddur lífdaga eftir langa sjúkdómsbaráttu. Þó að Geir væri nægjusamur þá var hann alveg sérstakur stemmn- ingarmaður, sérstaklega I kringum mat. Matur var I hans áugum ekki bara magafylling heldur miklu meira og matarboðin hans og Sigur- bjargar vora virkilegar veislur þó að tilefnið væri ekki alltaf mikið. Blessuð sé minning hans. Ómar Kristinsson. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar gðngum vér nú héðan fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi glaðir vér megum þér síðar fylgjá í friðarskaut. (V. Briem.) Bryiyólfur Marel, Kristín, Lilja Hulda, Róbert og strákamir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.