Morgunblaðið - 28.05.1995, Blaðsíða 30
30 B SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Nemendur og kennarar lögðu
metnað sinn í að standa sig vel
ÞEIR útskrifuðust saman fyrir hálfri öld, fyrstu stúdentarnir úr Verslunarskóla íslands. Aftari
röð: Óskar Kristjánsson, Jón Ó. Hjörleifsson, Karl B. Guðmundsson og Arni J. Fannberg, Fremri
röð: Gísli Guðlaugsson sem nú er látinn, Valgarð Briem og Helgi Hjartarson.
Fimmtíu ár frá fyrstu stúdentaútskrift Verslunarskóla Islands
Inntökuskilyrðin
voru ströng
FIMMTÍU ár eru í vor liðin frá
því fyrstu stúdentarnir út-
skrifuðust úr Verslunarskóla
íslands. Þetta var sjö manna hóp-
ur, allt piltar, sem höfðu tekið
verslunarpróf eftir fjögurra ára
nám og ákváðu síðan að halda
áfram í tvö ár til viðbótar eftir að
Verslunarskólinn öðlaðist réttindi
til að útskrifa stúdenta. Þrír úr
hópnum tóku verslunarpróf vorið
1941 og höfðu þegar haldið út á
vinnumarkaðinn en fjórir útskrif-
uðust úr verslunardeildinni vorið
1943 og héldu beint í stúdentsnám-
ið. Að stúdentsprófi loknu lágu
leiðir þeirra allra ýmist beint út í
atvinnulífið, í Háskóla íslands eða
til náms annars staðar. Tveir úr
hópnum, þeir Karl B. Guðmunds-
son viðskiptafræðingur og Valgarð
Briem hæstaréttarlögmaður rifja
hér á eftir upp nokkur atriði frá
þessum árum.
. „ÞAÐ var gott að vera í þessum
fyrsta hópi og engin spuming að
við fengum fyrsta flokks kennslu,
þetta var eins og að vera í einka-
tíma, enda lögðu allir, kennarar
sem nemendur, metnað sinn í að
standa sig vel og Vilhjálmur Þ.
Gíslason sem þá var skólastjóri var
notalegur við okkur og gladdist
með okkur þegar námið gekk vel,“
sagði Valgarð Briem hæstaréttar-
lögmaður. „Vorið 1943 var stríðið
í algleymingi og þá var atvinna
næg og fiestir nemendur Vei-slun-
arskólans voru þar fyrst og fremst
til að sækja þangað hagnýta
menntun og búa sig undir marg-
háttuð störf strax að loknu versl-
unarprófí en höfðu ekki í hyggju
langskólanám eins og þeir sem
fóru í menntaskólana. Strax eftir
verslunarpróf fór ég norður í Eyja-
fjörð í kaupavinnu eins og ég hafði
gert fyrri sumur en réði mig ekki
í fasta vinnu. Hefði ég gert það
þykir mér eins líklegt að ekki hefði
orðið úr frekara námi. En þegar
ég kem til Reykjavíkur aftur um
haustið varð úr að ég settist í stúd-
entsdeildina."
Lögfræðingur eða prestur
Lá Ijóst fyrir hvert framhaldið
yrði hjá þér?
„Fljótlega. í ættinni var bæði
talsvert um lögfræðinga og presta
og mér fannst hvort tveggja koma
til greina. Lögfræðin varð nú ofan
á og ég sé ekki eftir því. Mér fannst
ég ekki síður undirbúinn en stúd-
entamir sem komu úr M.A. eða
M.R. í lagadeildinni var skilyrði
að kunna vélritun og ég hafði hana
á hreinu og við höfðum lært bók-
hald og verslunarrétt þannig að á
sumum sviðum stóðu nemendur frá
Verslunarskólanum betur að vígi
en nemendur menntaskólanna."
Eftir kandídatspróf sigldi Valgarð
til Englands og stundaði fram-
haldsnám í sjórétti og trygginga-
rétti. Þegar heim kom gerðist hann
forstöðumaður Innkaupastofnunar
Reykjavíkur og gegndi því starfi í
15 ár en hefur síðan starfað sem
hæstaréttarlögmaður.
Félluð þið vel inn í hóp stúdenta
við Háskólann?
„Ég held að það sé óhætt að
segja það. Að vísu var það svo að
minnsta kosti fyrst í stað að ósjálf-
rátt héldu nemendur M.R. saman
og síðan nemendur M.A. ekki síst
af því að þeir bjuggu á stúdenta-
görðunum og höfðu mikinn sam-
gang og þá vorum við kannski
þriðji hópurinn, þessir frá Verslun-
arskólanum. En auðvitað kynnt-
umst við strax öðrum nemendum
og ég er ekki frá því að norðan-
stúdentar hafí nú tekið_ okkur bet-
ur en þeir úr M.R. Áður höfðu
VERSLUNARSKÓLI íslands
öðlaðist formlegt leyfi til að
útskrifa stúdenta með reglu-
gerð sem sett var 5. nóvember
1942 af Magnúsi Jónssyni sem
þá var atvinnumálaráðherra og
hafði jafnframt menntamál á
sinni könnu. Aðdragandinn var
alllangur og segir Lýður
Björnsson sem kennt hefur við
Verslunarskólann allt frá árinu
1964 og þekkir þessa sögu vel
að deilur hafi risið meðal há-
skólastúdenta um þessa heimild
sem skólinn fékk.
„Verslunarskólinn var í stöð-
ugri þróun. Árin 1905 til 1926
er hann tveggja vetra skóli en
þá er þriðja bekknum bætt við
og þeim fjórða árið 1935. Vil-
hjálmur Þ. Gíslason sem þá var
skólasljóri leggur til árið 1934
að skólanum verði veitt heimild
til að útskrifa stúdenta og reka
tvær deildir við skólann,
verslunardeild og lærdóms-
deild. ítrekar hann þessa hug-
mynd sína alloft næstu árin í
hven i skólasetningar- eða
skólaslitaræðu,“ segir Lýður
þegar hann er beðinn að rifja
upp j>essa sögu.
„Arið 1938 er stofnaður Við-
skiptaháskóli á vegum ríkisins
og Steinþór Sigurðsson jarð-
fræðingur ráðinn forstöðumað-
ur hans. Náði Vilhjálmur samn-
ingum um að einn til tveir nem-
endur úr Verslunarskólanum
fengju inngöngu í Viðskiptahá-
skólann. Þegar Viðskiptahá-
skólinn er sameinaður Háskóla
íslands árið 1941 óskar Vil-
hjálmur eftir því við Alexander
Jóhannesson þáverandi rektor
að þessi samningur standi og
virðist hann hlynntur því en
rekur sig hins vegar á það skil-
yrði að háskólanemar skuli hafa
stúdentspróf. Vilhjálmur tekur
því málið upp við Magnús Jóns-
son guðfræðiprófessor sem þá
fer með menntamál í minni-
hlutasljórn Ólafs Thors og tók
hann málið að sér og gaf út
fyrrnefnda reglugerð 5. nóvem-
ber 1942.“
Deilt um heimildina
Lýður segir að allur þessi
aðdragandi hafi ekki vakið
neina eftirtekt en þegar reglu-
gerðin hafði verið gefin út
komu fram ásakanir um að
Magnús hafí með þessu verið
að reyna að veiða atkvæði
vegna komandi kosninga. „En
hvað sem því líður rísa stúdent-
ar upp, eldri og yngri, ræða
málið í sínum hópum og boða
til funda. Á fundum í Stúdenta-
félagi Reykjavíkur og hjá há-
skólastúdentum voru samþykkt
mótmæli gegn þessari heimild
svo að segja mótatkvæðalaust.
Þá ritaði Kristján Eldjárn, sem
þá var formaður stúdentaráðs,
grein í Helgafell og rökstuddi
afstöðu stúdenta. Þar telur
hann Vérslunarskólann þarfan
skóla en óþarfí sé að fjölga skól-
um sem útskrifi stúdenta og
skólinn kenni naumast nógu
öguð vinnubrögð til að nýtast
megi stúdentum við háskóla-
nám. Telur hann að verslunar-
fræðigreinarnar séu of rýrar til
þessa undirbúnings.
Villyálmur svarar þessum
skrifum og minnir á að menn
séu oft ekki hrifnir af nýjungum
og rifjar upp að stúdentar frá
M.R. bafi ekki verið hrifnir þeg-
ar Gagnfræðaskóla Akureyrar
var veitt heimild til að útskrifa
stúdenta. í þessu sambandi var
einnig rifjað upp að nemendur
úr Verslunarskólanum urðu að
taka stúdentspróf utanskóla ef
þeir vildu komast í háskólann
svo að þessi ósk og heimild til
skólans var í hæsta máta eðli-
leg.“
Lýður segir að þrátt fyrir
þessi skoðanaskipti hafi stúd-
entsefni verið tekin í skólann,
að vísu ekki fyrr en haustið
1943 þar sem liðið var of langt
á haustið 1942 til að hægt væri
að hefjast handa þá. Inntöku-
skilyrði í lærdómsdeildina eins
og hún var kölluð voru ströng,
1. einkunn, og var því haldið
nyög lengi. Eins og fram kemur
hér voru sjö piltar í fyrsta hópn-
um, átta höfðu byijað en einn
heltist úr lestinni en strax næsta
ár og mörg næstu ár á eftir eru
stúdentar veiyulega kringum
20. Eftir fá ár eru bekkimir
orðnir tveir og um 1970 voru
þeir þrír en era nú sjö til átta.
Deildir eru i dag þijár, mála-
deild, hagfræðideild og stærð-
fræðideild.
orðið nokkrar umræður meðal
menntskælinga og háskólastúd-
enta sem fannst sumum að stúd-
entar úr þessum „kaupmangara-
skóla“ ættu ekkert erindi í Háskól-
ann en þær raddir þögnuðu þó
fljótt og vorum við alls ekki látnir
gjalda þessara skoðana þegar í
Háskólann kom enda held ég að
við höfum fljótt sýnt það og sann-
að að við stóðum okkur ekkert síð-
ur en menntskælingar. Það kom
líka fljótt í ljós í sambandi við val
á deildum því stúdentar úr Versl-
unarskólanum fóru í verkfræði,
læknisfræði og dreifðust þannig í
allar greinar rétt eins og þeir sem
komu úr M.A. og M.R.“
Tekist á um stefnur
Valgarð segir að samskipti
framhaldsskóla á þessum árum
hafí ekki verið eins mikil og nú
er orðið. „Við höfðum sennilega
mest samband við nemendur í
Samvinnuskólanum en það fólst
þó einkum í ræðukeppnum og
málfundum. Þessir tveir skólar
gegndu að vissu leyti svipuðu hlut-
verki, að útskrifa fólk með hag-
nýta menntun sem miðaðist að
mestu við verslunarstörf. Oft var
þó sagt að tilgangur skólanna
væri misjafn því að í Samvinnu-
skólann fóru þeir sem hugðust
gerast kaupfélagsstjórar eða fara
í önnur störf fyrir Samvinnuhreyf-
inguna en í Verslunarskólann fóru
þeir sem ætluðu í einkageirann.
Um þessi sjónarmið var helst tek-
ist á í ræðukeppnum skólanna og
urðu oft fjörlegar og heitar umræð-
ur um hið fijálsa framtak og sam-
vinnustefnuna,“ segir Valgarð að
lokum.
„Eftir verslunarprófið vorið
1941 fór ég að vinna hjá Jóni
Loftssyni sem rak allumfangsmikil
viðskipti á þessum tíma. Við stofn-
un stúdentadeildarinnar bauðst
gott tækifæri tl frekari menntunar
og greip ég það. Eftir stúdents-
prófíð var ég strax ákveðinn í að
halda áfram námi og varð við-
skiptafræðin fyrir valinu,“ segir
Karl B. Guðmundsson. -Námslána-
kerfí var ekki fyrir hendi líkt og
nú. Menn unnu fyrir námskostnaði
á sumrin enda var þá nóg vinnu-
framboð. Mér fannst mjög ánægju-
legt að setjast að námi aftur og
þar hitti ég aðra úr mínum árgangi.
Eftir viðskiptafræðiprófíð vann
Karl um hríð hjá sama fyrirtæki og
áður en síðan gafst honum kostur
á árs námsdvöl í Þýskalandi til að
kynna sér skipulagsmál banka. Eft-
ir heimkomuria hóf hann störf hjá
Landsbanka íslands og starfaði þar,
lengst af sem skipulagsstjóri bank-
ans, allt fram á eftirlaunaaldur.
Meira að gera
Var námið í stúdentsdeildinni
mjög frábrugðið því sem verið
hafði?
„Talsvert. Við höfðum ekki lært
frönsku eða latínu, stærðfræðin
miðaðist sérstaklega við verslun-
arstörf og náttúrufræði var ný
námsgrein. Munurinn var kannski
fyrst og fremst sá að við höfðum
meira að gera, sóttum fleiri tíma
og þurftum að lesa meira. í þá
daga var kennt fram eftir degi,
gert hádegishlé sem við notuðum
oft til að lesa. Einnig var kennt á
Iaugardögum sem voru eins og
hverjir aðrir virkir dagar. Þegar
heim kom var oftast sest við lestur
enda var engin truflun af sjónvarpi
en auðvitað kom fyrir að við skellt-
um okkur í bíó eða færum eitthvað
saman. Ég þykist vita að í dag sé
félagslífið í Verslunarskólanum
öllu umfangsmeira en þá var en
auðvitað er einnig margt annað
frábrugðið því sem þá tíðkaðist."
Þið hafíð ekki tekið mikinn tíma
frá náminu fyrir félagslíf?
„Nei, enda erfítt að halda úti
fjölbreyttu félagslífí í sjö manna
bekk! Við stóðum ekki fyrir böllum
eða þess háttar skemmtunum svo
fáir. Það hafði á hinn bóginn einn-
ig sína kosti að vera fáir til dæm-
is þegar við lukum fimmta bekk
nægði okkur að að leigja sjö manna
fólksbíl og fórum við á honum
uppí Borgarfjörð. Útskriftarferðin