Morgunblaðið - 28.05.1995, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1995 B 31
KARL B. Guðmundsson var
úr eldri árganginum sem út-
skrifaðist fyrir fimmtíu árum
og fór hann síðan í viðskipta-
fræði í Iiáskólanum.
VALGARÐ Briem var sá eini
i hópnum sem fór í lögfræði.
var á sama hátt farin austur fyrir
Pjall. Þessi hópur var mjög sam-
rýmdur og skemmtilegur og við
höfum fram á þennan dag haldið
sambandi og hist á afmælum okk-
ar og stúdentsafmælum."
Líflegar kennslustundir
Þótti ykkur ekkert súrt í broti
að hafa ekki stúlkur í bekknum?
„Ekki minnist ég þess sérstak-
lega en án efa hefði það lífgað
uppá tilveruna. Það er rétt að geta
þess að einn af kostum þess hvað
bekkurinn var fámennur var sá að
mjög gott samstarf tókst með nem-
endum og kennurum en þetta voru
viðlíka fjölmennir hópar. Aðal-
kennari okkar var dr. Jón Gíslason
sem kenndi frönsku, latínu, þýsku
og ensku en hann var jafnframt
yfirkennari skólans. Þessa tvo vet-
ur helgaði hann þessum fámenna
bekk allan sinn starfstíma.
Kennslustundir voru oft líflegar og
sérstaklega man ég eftir miklum
umræðum í tímum hjá Vilhjálmi
Þ. Gíslasyni skólastjóra sem kenndi
okkur íslensku og íslenskar bók-
menntir. Það gat komið fyrir að
hádegishléð liði að mestu leyti án
þess að við tækjum eftir því.“
Voru stúdentar frá Verslunar-
skólanum vel búnir undir nám í
Háskólanum?
„Já, ég held að enginn munur
hafí verið á okkur og stúdentum
frá M.R. eða M.A. að þessu leyti
sem áður voru einu skólarnir sem
máttu útskrifa stúdenta. Við lásum
sama námsefni og ég held að stúd-
entsprófín hafi á þessum tíma ver-
ið mjög keimlík, menn útskrifuðust
úr máladeild eða stærðfræðideild.
Við sátum í máladeild og til marks
um að mat á prófum væri sem lík-
ast því sem var hjá hinum skólun-
um get ég nefnt að prófdómarar
okkar komu allir frá M.R. eða
M.A. Á þessum árum voru öll próf
bæði munnleg og skrifleg."
Útskriftin sjálf hefur svo verið
mikill hátíðisdagur?
„Já, hún fór fram 17. júní í
gamla skólahúsinu við Grundar-
stíg. Við fögnuðum þessum áfanga
saman allan daginn og fram á
nótt. Á þessum tíma tíðkaðist að
birta nöfn útskrifaðra stúdenta í
dagblöðunum og tilgreina einkunn-
ir,“ sagði Karl B. Guðmundsson að
lokum.
Húsfundur á danska vísu
■ VAÐ dettur lesandanum í
m~I hug, þegar hann heyrir orðið
„húsfundur"? Dauflega og
þurrpumpulega samkomu, þar sem
umræðan snýst um krónur og aura?
Húsfundur í dönsku húsfélagi getur
gengið fjörlega fyrir sig á danska
vísu og með viðeigandi dönsku skop-
skyni, ekki síst þegar líður á kvöldið
og þijár rauðvínsflöskur og nokkrar
bjórflöskur hafa verið tæmdar.
Saga hússins,- saga
þj óðfélagsbreytinga
Húsið, þar sem húsfundurinn var
haldinn nýlega, stendur á innri Aust-
urbrú, fimm mínútna gang frá Aust-
urport-brautarstöðinni, í rúmlega ald-
argömlu hverfí. Það er sex hæðir og
í því eru tólf íbúðir. Saga hússins er
í hnotskum saga hverfísins og fjöl-
skylduhátta þann tíma, sem liðinn er
frá byggingu þess. Húsin þama em
ekki blokkir á nútímavísu, þau em
sambyggð og í hveiju húsi em fímm
til sex hæðir. Þama em margar stór-
ar íbúðir, frá 150-300 fermetrar að
stærð. Þegar húsin vom byggð á sín-
um tíma bjuggu þar betri borgarar,
embættismenn og annað efri milli-
stéttar fólk, auk þjónustustúlkna, sem
bjuggu í agnarlitlum kytmm innst í
íbúðunum eða uppi á hanabjálka.
Þegar líða tók á öldina fengu betri
borgararnir auga á einbýlishúsahverf-
unum, sem vom að spretta upp norð-
an Kaupmannahafnar, svo upp úr
miðri öldinni tók svipur hverfísins að
breytast. í mörgum íbúðanna bjó
gamalt fólk, sem ekki gat flutt sig
um set, en hafði heldur ekki framtak
eða fé til að halda húsunum vel við.
Bragur hverfísins var ekki sérlega
skemmtilegur og skólinn hafði ekki
gott orð á sér. Húsið á Austurbrú var
keypt af auðugri fjölskyldu, sem átti
mörg hús fyrir og leigði út. Hluti af
húsinu var pensjónat og í einni íbúð-
inni vom tveimur stofum slegið sam-
an í eina og þar var matstofan. Á
efstu hæðinni hafði verið þurrkloft
og geymslur, en hún var nú innréttuð
og herbergin leigð út.
Þegar kom fram á áttunda áratug-
inn var komið að því að unga upp-
reisnarkynslóðin færi að leita sér að
húsnæði. Hún vildi gjaman búa í
borginni og gömlu og góðu herrskaps-
íbúðimar á Austurbrú vom gimilegur
möguleiki, því þær vom bæði stórar
og ódýrar. Eins og húsið vom mörg
þeirra í eigu fyrirtækja og einstakl-
inga, sem höfðu fjárfest í þeim og
leigt út, en með nýjum lögum var
hægt að selja einstakar íbúðir, sem
áður var bannað til að koma í veg
fyrir brask. íbúðimar í húsinu vom
líka flestar seldar á einu bretti og
keyptar af hópi kunningja, sem lifði
í sátt og samlyndi. En sáttir og sam-
lyndi endast ekki alltaf lengi. Sumir
skildu og fluttu burt, aðrir fetuðu í
fótspor betriborgaranna fyrmrn og
fluttu í einbýlishús utan við borgina.
Þær íbúðir, sem ekki vom seldar,
vom leigðar út til „kollektíva", sam-
býlis ungs fólks, sem ekki vildi festa
sig í steinsteypu og fjölskyldu-
mynstri. En sambýlunum í leiguíbúð-
um fer fækkandi og fjölskyldum, sem
kaupa íbúðimar, ijölgar.
Nú er aðeins ein leiguíbúð eftir í
húsinu og þar býr einstæð kona, sem
leigir út eitt herbergið. Hér gilda
VlMlllf
Fellihýsin mest
seldu á íslandi.
iíf mm.
Coleman Fellihýsi frá U5A r
Sondum bæklinqa um allt land
EVRO HF
Suðurlandsbraut 20, sími 588-7171.
Kaupmannahafnarbréf
Danir kjósa að ræða málin í botn og hafa
trú á gildi þess að vera sammála. Húsfund-
ur á danska vísu sýnir þessa tilhneigingu
þeirra, og eins og Sigrún Davíðsdóttir rek-
ur hér á eftir, sakar ekki að blanda saman
skopskyni og rauðvíni, þegar viðkvæm mál
eins og hundaskítur, bamavagnar og kanín-
ur em annars vegar. Og húsfundur gefur
einnig tilefni til að stikla á stóm í sögu
breyttra þjóðfélagshátta undanfama öld.
ströng lög um húsaleigu og húsaleiga
hennar er orðin mjög lág, eftir margra
ára leigu. í öðmm íbúðum búa bama-
fjölskyldur, mesta rósemisfólk. Tími
út- og innflutninga sambýlisfólksins
er liðinn. Hverfið hefur skemmtilegan
blæ, skólinn með vafasama orðstírinn
hefur verið lagður niður, hann mál-
aður og stofnaður nýr skóli með ung-
um skólastjóra og hressum kennur-
um. í stað dimmra og dmngalegra
bjórkráa koma kaffíhús og notalegir
matstaðir með Miðjarðarhafsbrag.
Hverfið er nú eftirsótt af bamafjöl-
skyldum, sem vilja búa í rúmgóðu
húsnæði, en vera þó í borginni. Eitur-
lyf, vandaræðaunglingar og smák-
rimmar tilheyra öðmm heimi stór-
borgarinnar og hann þekkja íbúamir
á Austurbrú aðeins úr Qölmiðlum.
Deilumál: hundaskítur,
barnavagnar, kanínur
Fyrr í vetur var aðalfundur hús-
félagsins haldinn, að viðstöddum lög-
fræðingi þeirrar lögfræðistofu sem
sér um bókhald og rekstur félagsins.
Skylda er að hafa húsfélag og það
verður að reka á löglegum forsendum,
sem krefst lögfræðings. Nokkur
taugatitringur var fyrir fundinn
vegna deilu um hundaskít. Ein fjöl-
skyldan fékk í vetur hvolp, sem hún
teymdi fyrst í stað niður í bakgarðinn
til að gera stykki sín, en reynt var
þó samviskusamlega að hreinsa þau
upp. Eitthvað hafði orðið eftir og
aðrir íbúar höfðu fundið að þessu, því
bakgarðurinn er vinsæll ívemstaður
á sumrin, en fjölskyldan látið það sem
vind um eyru þjóta og sagðist ekki
taka mark á öðru en skriflegum at-
hugasemdum. Hluti hússtjómarinnar
hafði þá samband við lögfræðinginn,
sem hefur líka það hlutverk að skrifa
kvörtunarbréf á vegum húsfélagsins.
Bréfið var skýrt og skorinort. Ef fjöl-
skyldan héldi uppteknum hætti, yrði
hún að láta hundinn. Fjölskyldan
hengdi bréfíð upp í anddyrinu og þá
reiddust ýmsir, þar sem þeim þótti
bréfíð alltof harðort af svo lítilfjörlegu
tilefni. Einn hússtjómarmeðlimur
sagði sig úr stjóminni. Þegar kom
að fúndinum var þó mesti hitinn rok-
inn úr fólki og hægt að ræða málið
æsingalaust.
Á aðalfundinum var ekki hægt að
leysa allan ágreining og því þurfti
nýjan fund. Þar sem ekki var um
aðalfund að ræða var hann án lög-
fræðingsins, sem ekki var saknað, því
ýmsir íbúanna höfðu á orði að viðvera
hans væri þvingandi. Fundarefni var
stigagangurinn, hvort húsreglur væm
nauðsynlegar í ljósi hundadeilunnar
og deilu um hvort bamafólk mætti
láta bamavagn standa í anddyrinu,
eða yrði að keyra hann inn undir stig-
ann. Á fundinn, sem haldinn var í
íbúð eins stjómarlims, mættu tólf íbú-
ar, fulltrúar átta íbúða. Þegar fundur
hófst kl. 20 stóðu á borðinu kaffi-
og tekönnur, danskar smákökur úr
kassa, bjór og þijár rauðvínsflöskur,
en veitingamar vom á þrotum, þegar
fólk fór að sýna á sér fararsnið um
kl. 23.
Greinilega var áhugi á að stiga-
gangurinn yrði málaður, enda er hann
í dapurlegu ástandi, leiðinlega gubbu-
grænn og veggimir spmngnir. Nú
var spumingin hvort ætti að ráðast
i dýrar framkvæmdir, eða deila verk-
inu niður. í spamaðarskyni var ákveð-
ið að íbúarnir máluðu sjálfír. Liturinn
var ekki ákveðinn, en tillaga um hlý-
legan gulbrúnan lit þótti álitleg. Sett
var á laggir þriggja manna vinnu-
nefnd til að kanna hvemig best væri
að vinna verkið og velja liti. í ljósi
reynslu frá því síðast var málað, er
brýnt að ná samstöðu um litinn. Þá
vom nokkrir íbúar, sem nú em flutt-
ir, óánægðir með litinn, sem valinn
var á neðsta hluta framhliðar húss-
ins. Liturinn hafði verið valinn af
gaumgæfni og samþykktur af meiri-
hlutanum. Minnihlutinn vildi hins veg-
ar ekki sætta sig við orðinn hlut og
laumaðist til að blanda bláum lit í,
svo útkoman varð skelfilega sérkenni-
legur bleikur litur, sem öllum fannst
hræðilegur, þó margir hafí síðan tek-
ið ástfóstri við litinn, einmitt af því
hann er svo hræðilegur. Og hann er
gott kennileiti, því það nægir að segja
gestum að leita að að bleika húsinu.
Þá kemur aðeins eitt til greina.
í nefndina var valið smekkfólk,
nefnilega gullsmiður, grafískur hönn-
uður og eðlisfræðingur. Hún á að
skila tillögum innan mánaðar, svo
hægt sé að ákveða liti og ráðast í
verkið strax að loknu skólafríinu í
ágúst. Kannað verður hvemig at-
vinnumálarar fara að þvf að mála '
stigaganga, þar sem hátt er til lofts
og hvort hægt er að leigja vinnupalla
ætlaða til stigagangsmálunar. Einnig
á nefndin að gera tillögur um réttláta
skiptingu verksins. Vitað er að einn
íbúi, sem mætti heldur ekki á fund-
inn, vill ekki taka þátt í framkvæmd-
inni af andfélagslegum ástæðum.
Hinir íbúamir lýstu sig tilbúna til að
taka á sig þann hluta.
Hundamálið var gufað upp, þar
sem hundaeigendumir létu segjast við
bréf lögfræðingsins og hafa ákveðið
að erfa það ekki við hina íbúana.
Dýramálin em þó ekki úr sögunni,
því nokkrir íbúar em áfram um kan-
ínuhald í bakgarðinum. Eftir umræð-
ur fram og aftur var ákveðið með .
einu mótatkvæði að leyfa tilraun til *
kanínuhalds fram í miðjan desember.
Mótbámmar vom meðal annars að
kanínur í garðinum gætu hugsanlega
dregið að sér rottur. Dýravemdunar-
fólk í hópnum féllst á tilraunina eftir
að hafa fullvissað sig um að kvendýr-
in tvö, sem fóstmð verða, hefðu nægi-
lega stórt búr, svo aðbúnaðurinn bryti
ekki í bága við réttindi kanína.
Húsreglur vom síðast á dagskrá.
Þó ljóst væri að komast hefði mátt
hjá deilum um hundaskítinn og bama-
vagninn vom allir á einu máli um að
húsreglur væm öflugt vopn í höndum
andfélagslegra íbúa (einkum þessa
eina), sem gætu notað þær til að klifa
á þeim við aðra íbúa. Skynsamlegra
væri að búast við að allir kæmu fram
við aðra eins og þeir kysu að komið
væri fram við þá. Ef vandamál kæmu
upp, væri alltaf hægt að ræða málið,
því samlyndið í húsinu væri gott...
svona oftast og íbúamir hefðu al-
mennt svipaða afstöðu til húsandans.
Á sumrin borða fjölskyldumar iðulega
hlið við hlið niðri í garði og þá má
alltaf taka deiluefnin fyrir.
í fundarlok litum við útlendingarn-
ir þrír í hópnum, íslendingurinn, Ástr-
alinn og Króatinn hvert á annað og
vomm sammála um að margt gætu
nú Danimir fundið sér til að ræða.
En leiðinlegur er húsfundurinn ekki,
spaugsyrðin fljúga greiðlega og þau
eyða líka háspennunni í loftinu. Og
svo gerir rauðvínið óneitanlega sitt
til að létta undir í erfiðum málum.
Skopskyn og rauðvín er besta með-
læti á húsfundum. Smákökumar
skipta minna máli...
Sunnudngskvöld
28. mai
Naustkjallarinn
Næstkomandi sunnudag verða allar konur sérstaklega boðnar
velkomnar í Naustkjallarann. Heiðar Jónsson, snyrtir, hcldur uppi
rífandi stemningu á mjúku nótunum eins og honunt einuin cr lagið.
Nú er tækifærið að hitta hinn eina og sanna Heiðar!
Húsið opnar kl. 19:00 og verður boðið
upp i fordtykk og léttan málsverð. f
,í
Verð aðeins kr. 1.200
a
Borðapantanir í sírna 551 7759 og 552 3030