Morgunblaðið - 09.06.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.06.1995, Blaðsíða 1
• MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGN AFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • Prentsmiðja Morgunblaðsins Föstudagur 9. júní 1995 Blað D Húsnæðis- málastefna í þættinum Markaðurinn íjallar Grétar J. Guðmunds- son um stefnu í húsnæðis- málum og segir, að breyting- ar þar megi ekki hafa nei- kvæð áhrif á markaðinn. Slíkt hafi oft gerzt. / 2 ► Fasteigna- markaður- inn á Sel- tjarnarnesi SELTJAKNARNESBÆR er fyrst og fremst íbúð- arsvæði og atvinnuhús- næði þar miðast fyrst og fremst við verzlun og aðra þjónustu, sem þjónar byggð- inni. Sjávarútsýni er óvíða meira, en byggðin báðum meg- in á nesinu teygir sig frá ströndinni upp á Valhúsahæð. Mikið er um hús á einni hæð á góðum lóðum og þau yfirleitt skipulögð þannig, að þau taki sem minnst útsýni hvert frá öðru. Norðan inegin er útsýnið tii norðurs út yfir sundin, en síð- an blasa við Skarðsheiði og AkrafjaU að ógieymdri Esý- unni. Snnnan megin er útsýni yfir sjóinn til Reykjanesljall- garðs. Vcgna útsýnisins norð- an megin hafa húsin þar gjarnan verið eftirsóttari en húsin sunnan megin og hefur þetta komið fram í verði. Dýr- ustu húsin eru samt húsin á sjávarlóðunum sunnan mcgin. Þau hafa verið nánast ófáan- lcg og eru afar dýr, þá sjaldan þau koma í sölu. Þó að fasteignamarkaður- inn á höfuðborgarsvæðinu sé stöðugt að renna meira og meira saman í eina heild, mun Seltjarnarnesbær vafalaust hafa nokkra sérstöðu áfram. Mjög lítið er eftir þar af lóð- um. Því má gera ráð fyrir, að lítið framboð verði þar á nýj- um eignum í framtíðinni og viðbúið, að fasteignaverð þar muni af þeim sökum frekar hækka en lækka, þegar fram í sækir. / 14 ► Frágangur á baðkerum í þættinum Lagnafréttir Qallar Sigurður Grétar Guð- mundsson um frágang á bað- kerum og segir, að sú aðferð að múra þau inn, hafi haft í för með sér ómælt tjón, þeg- ar lagnir skemmast. / 26 ► Útlán Húsnæðis- stofnunar frá upphafi 246 milljarðar HÚSNÆÐISSTOFNUN ríkisins hélt upp á 40 ára afrnæli sitt fyrir skömmu. Eins og teikningin hér til hliðar ber með sér, heíur vöxtur og viðgangur stofnunarinnar verið mikill. Framan af voru lánveitingar hennar þó fremur litlar að vöxtum. Þannig voru árleg útlán fyrstu tíu árin að meðaltali einn milljarður kr. Miðast sú tala eins og aðrar tölur hér á eftir við núgildandi verðlag. Meðaltal síðustu fimm ára er hins vegar um 20 milljarðar kr. á ári. Utlánin jukust' upp úr miðjum sjöunda áratugnum í um 3 milljarða kr. á ári og síðan voru árleg útlán 3- 4 milljarðar kr. fram yfir 1980. Út- lánin jukust síðan enn til muna og með lánakerfisinu frá 1986 jukust útlánin í 12-14 milljarðakr. á ári. Eftir tilkomu húsbréfakerfisins eru árleg meðalútlán húsnæðislána- kerfisins 18-20 milljarðar kr. áári og í fyrra urðu heildarútlán Húsnæð- isstofnunarinnar álíka mikil á einu ári og samtals á fyrstu 14 starfsár- um stofnunarinnar. Frá upphafi nema heildarútlán Húsnæðisstofnunarinnar 246 millj- örðum kr. Þar af námu útlán sl. 10 ára um 152 milljörðum kr., sem er um 2/3 af heildarlánveitingunum. í byrjun hinnar opinberu lána- starfsemi 1956 námu lánin innan við 1% af landsframleiðslu, en á síðustu árum hafa þau komizt hæst í 6,3% af landsframleiðslu. Það var árið 1991. Af um 100.000 íbúðum landsmanna hafa 67.000 eða tvær af hverjum þremur verið byggðar á 40 ára starfstíma Húsnæðisstofnunarinn- ar. Útlán félagslega kerfisins, sem hófust um 1970, nema frá upphafi samtals um 48 milljörðum kr. Af þessari fjárhæð hafa slétt 50% ver- ið lánuð út á sl. 5 árum. Sem að fram- an segir eru allar þessar tölur á nú- gildandi verðlagi. Lánveitingar Húsnæðisstofnunar 1956 " 1994 [26,18 milljarðarkr.p áverðlagi1995 '56 1960 '65 1970 '75 1980 '85 1990 '94 Nýjung: Tryggingavernd fyrir sjóðfélaga Nú er kominn út nýr bæklingur um ALVÍB með góðum fréttum um lífeyrismál. í honum er að finna upplýsingar um hvemig tryggja má fj’árhagslegt öryggi alla ævina með því að greiða í ALVlB. Bæklingurinn liggur frammi í afgreiðslum VlB, Tryggingamiðstöðvarinnar og Sjóvá-Almennra. FORYSTA í FJÁRMÁLUM! VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSI.ANDSBANKA HF. • Adili að Verdbréfaþingi íslands • Ármúla 13a; 155 Reykjavík. Sími 560-8900.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.