Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ Sumarhúsalóðir í Skorradal EFTIRSPURN eftir lóðum undir sum- arhús er ávallt mest snemma á sumr- in og ásóknin mest í þau svæði, sem eru ekki of langt frá höfuðborgar- svæðinu. Með batnandi vegum skipta flarlægðir samt ekki sama máli og áður. Góður, nýr sumarbústaður kost- ar fullbúinn með öllum þægindum 4-5 millj. kr., en hægt er að fá sumarhús á mismunandi byggingarstigum allt frá rúml. 1 millj. kr. og upp úr. Fasteignasölur í blabinu í dag Agnar Gústafsson Ás Ásbyrgi Berg Borgareign Borgir Eignamiðlun Eignasalan Fannberg Fasteignamark. Fasteignamiðlun Fasteignamiðstöðin Fjárfesting Fold Framtíðin Garður Gimli Hátún Hóll Hraunhamar Huginn Húsakaup Húsið Húsvangur Kjörbýli Laufás Óðal Sef Séreign Skeifan -Ws. 11 bts. 27 bts. 31 bls. 30 bls. 4 bls. 29 bls. 3 05 26 bls. 29 bis. 28 oo 29 bls. 12 bls. 8 bls. 5 bls. 26 bis. 19 ofl 22 bls. 11 bls. 28 bis. 20-21 bls. 4 bls. 14-15 bis 9 bls. 28 bls. 7 bts. 22 bls 6 bls. 24 bls 32 bts. 18 bls 24 bls 13 bls. 10 Stakfell bis. 13 Valhús bis. 11 Valhöll bis. 25 Þingholt us. 23 Hjá fasteignasölunni Hóli eru nú auglýstar sumarhúsalóðir í landi Dagverðamess í Skorradal. Þessi jörð er í um 110 km fjarlægð frá Reykjavík og er í miðjum Skorradal, milli jarðanna Hvamms og Stálpa- staða, sem eru í eigu Skógræktar ríkisins. Á jörðinni var stundaður hefðbundinn búskapur fram til 1991, en nú hefur jörðin verið skipulögð fyrir sumarbústaði og til útivistar og skógræktar. Heildarskipulag á svæð- inu er til staðar. Að sögn Runólfs Gunnlaugssonar, viðskiptafræðings hjá fasteignasöl- unni Hóli, er jörðin um 400 hektarar alls og búið að skipuleggja sumar- húsalóðir á um 60 hekturum. Alls er gert ráð fyrir rúmlega 100 sumar- húsalóðum á svæðinu og er þegar búið að skipuleggja 80 lóðir á 60 hekturum lands. Nú eru 20 lóðir lausar. Mikið kjarr og skógur eru á svæðinu og víða mikið útsýni. Leigulóðir til 25 ára Hér er um leigulóðir að ræða, sem eru 1/4 - 1/2 hektari að stærð og eru þær leigðar til 25 ára með for- leigurétti áfram. Hverri lóð fylgir. veiðileyfí fyrir einni stöng í Skörra- dalsvatni. Heimilt er að vera með báta á vatninu og verður úthlutað svæði undir bátaskýli við vatnið. Greiða þarf ákveðið stofngjald fyr- ir hveija lóð og síðan ákveðna leigu á ári út leigutímann. Vegur og bíla- stæði liggja að lóðarmörkum svo og vatnsveita fyrir kalt vatn. Á svæðinu er rafmagn og borað hefur verið eft- ir heitu vatni í landi Litlu- Drageyr- ar. Nægiiegt heitt vatn er því til upphitunar á öllum sumarhúsum í dalnum, ef vilji er fyrir hendi. Runólfur gat þess, að lóðimaryrðu eingöngu leigðar til einstaklinga en ekki félagasamtaka. Því ætti umferð og átroðningur að vera með minnsta móti. Miklir útivistarmöguleikar eru á jörðinni og m. a. búið að gera göngustíga og skemmtileg ijóður í landi Skógræktar ríkisins á Stálpa- stöðum. Einnig eru uppi hugmyndir um golfvöll í næsta nágrenni við sumarhúsasvæðið síðar. — Þá má nefna, að það er aðeins tíu mínútna akstur í sundlaug við Andakílsvirkjun, sagði Runólfur Gunnlaugssonar að lokum. — Á vet- uma er hægt er að vera á skíðum og skautum á vatninu. Hér er því gott tækifæri til þess að láta draum- inn rætast um sína eigin sumar- og vetrarparadís, en jafnframt vert að benda á, að þeir fyrstu velja beztu lóðimar. Hjá okkur nýtur þú ávallt hagstæðs verðs og góðrar ráðgjafar í húsbréfaviðskiptum. Vettvangur húsbréfaviðskipta. L • Landsbanki LANDSBRÉF HF. íslands Löggilt veröbréfafyrirtæki. Bankl ailra landsmanna Aöili aö Veröbrófaþingi íslands. Landsbréf hf. eru viðskiptavaki húsbréfa skv. sérstökum samningi við Húsnæðisstofnun ríkisins. HORFT til suðurs yfir Skorradalsvatn. Lóðirnar eru á græna svæðinu fyrir neðan veginn á mynd- inni. Hér er um að ræða tuttugu lóðir í landi Dagverðarness í Skorradal. Þessar lóðir eru 1/4 - 1/2 hektari að stærð og eru þær Ieigðar til 25 ára með forleigurétti áfram. Hverri lóð fylgir veiði- leyfi fyrir einni stöng í Skorradalsvatni. Mikið kjarr og skógur eru á svæðinu og víða mikið útsýni. íbúðaeigendur í greiðsluerfiðleikum Markaðurinn Þó nokkuð er vitað um aðstöðu þeirra sem lenda í erfíðleikum, segir Grétar J. Guðmundsson, rekstrarstjóri Húsnæðis- stofnunar ríkisins. Því ætti að vera unnt að ákveða fljótlega, til hvaða frekari aðgerða verður gripið og eyða þannig óvissu margra sem bíða. FYRIR nokkru voru birtar niðurstöður úr úrtakskönnun um skuldastöðu heimilanna, sem Félagsvísindastofnun Háskólans vann fyrir félagsmálaráðuneytið. Fjölmargar upplýsingar er þar að fínna um greiðsluerfiðleika íbúða- eigenda, svo sem helstu ástæður þeirra, hvemig skuldir skiptast, hvemig þeir sem lent hafa í erfið- leikum skiptast eftir starfsstétt- um, o.fl. Niðurstöðumar úr þess- ari könnun eru í samræmi við nið- urstöður kannanna sem gerðar hafa verið á vanskiium íbúðaeig- enda við opinbera lánasjóði.. Það helsta sem úr þeim má lesa er, að allir geta lent í erfiðleikum, óháð því hvort tekjur eru háar eða ekki. Ástæður erfiðleika Ástæður greiðsluerfiðleika íbúðaeigenda geta verið margar. Algengasta ástæðan er hins vegar án efa sú, að forsendur, sem geng- ið var út frá við kaup, breytast einhverrra hluta vegna eftir að kaup eru ákveðin og greiðslugeta minnkar eða greiðslubyrði eykst, nema hvoru tveggja sé. Flestir íbúðakaupendur taka mið af greiðslugetunni eins og hún er á þeim tíma sem kaup fara fram. Verði breytingar þar á síðar, setur það oft strik í reikninginn og veld- ur erfiðleikum. Þetta er óhjá- kvæmilegt. Á árinu 1985 var í fyrsta skipti gengið skipulega í það verkefni að aðstoða íbúðaeigendur í greiðsluerfiðleikum með sérstök- um lánum úr Byggingasjóði ríkis- ins. Slík lán voru veitt allt til árs- loka 1991. Seint á árinu 1993 var hins vegar tekið upp samstarf lánastofnana um skuldbreytingar á lánum íbúðaeigenda í greiðslu- erfiðleikum. Það samstarf stendur enn og er væntanlega komið til að vera. Þessar skuldbreytingar fara þannig fram, að ef íbúðaeig- endur eru með skuldir hjá fleiri en einni Iánastofnun, er reynt að skuldbreyta lánum viðkomandi hjá hverri lánastofnun fyrir sig, eftir því sem þörf er á. Hjá Húsnæðis- stofnun er, auk skuldbreytinga, heimilt að frysta greiðslur í allt að 3 ár. Nú eru hins vegar ekki veitt lán úr Byggingasjóði ríkisins til að borga upp lán hjá öðrum lánastofnunum, eins og gert var á tímabilinu 1985 til 1991. Skuldbreytingar, frestun á vanda Allar skuldbreytingar á lánum eða af vanskilum íbúðaeigenda ganga út á það, að lækka greiðslu- byrði og dreifa greiðslum af lánúm yfir lengri tíma. í raun er verið að fresta hluta af greiðslum með því að skuldbreyta lánum. Slíkar aðgerðir geta oft komið að gagni, og hafa hjálpað mörgum til að ná tökum á erfiðleikum sínum. Marg- ir hafa jafnframt fengið skuld- breytingar á lánum sínum, þó svo að greiðslubyrði eftir skuldbreyt- ingu verði hærri en eðlilegt getur talist. Þá fylgir skuldbreytingu, að viðkomandi er ráðlagt að selja íbúð sína hið fyrsta, ef unnt er. Þetta er gert, þar sem alla jafna er auðveldara að selja íbúð ef áhví- landi lán eru ekki í vanskilum. Það kemur hins vegar oft fyrir að lítil hjálp er fólgin í frestun á greiðsl- um, ef skuldir eru mjög háar. Þrír hópar Því er stundum haldið fram, að skuldbreytingar á lánum íbúðaeigenda í greiðsluerfiðleik- um séu lenging í hengingarólinni. Svo er alls ekki í mörgum tilvik- um. í grófum dráttum má skipta umsækjendum um aðstoð vegna greiðsluerfiðleika hjá Húsnæðis- stofnun í þijá svipað stóra hópa. í fyrsta lagi eru það umsækjend- ur, sem sannanlega hafa gagn af því að fá skuldbreytingar á lánum sínum, að öllu óbreyttu. í öðru lagi eru þeir, sem hefðu gagn af skuldbreytingum, ef breytingar verða á launum þeirra í þá veruna sem var, þegar íbúða- kaup voru ákveðin. I þriðja lagi eru svo hins vegar þeir, sem eru í það miklum erfiðleikum, að skuldbreytingar koma ekki að gagni. Þeim hópi hefur ekki verið boðið upp á sérstaka aðstoð, enn sem komið er. Nokkuð hefur ver- ið talað um svokallaða greiðsluað- lögun að undanförnu. Líklegt er að slíkar aðgerðir myndu gagnast ákveðnum hluta þeirra sem verst eru settir. Ymislegt hefur verið gert til að aðstoða ákveðinn hluta þeirra íbúðaeigenda sem eru í greiðslu- erfiðleikum. Mikið hefur hins veg- ar verið talað um nauðsyn enn frekari aðgerða. í kjölfar þeirra kannana sem gerðar hafa verið á skuldastöðu heimilanna og á van- skilum íbúðaeigenda, er þó nokk- uð vitað um aðstöðu þeirra sem lenda í erfðleikum. Því ætti að vera unnt að ákveða fljótlega til hvaða frekari aðgerða verður gripið, og eyða þannig óvissu margra sem bíða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.