Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 32
32 C ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ cSb . laufas Fasteignasala Suðurlandsbraut 12 SÍMI:533*1111 FAX: 533 1115 2ja herbergja HVERFISGATA Nýuppgerð íbúð á 1. hæð nálægt Hlemmtorgi. Áhvílandi ca 2 millj. í húsbréfum. Verð 4.450 þús. 4 4 4 KRUMMAHÓLAR Notaleg íbúð á 3. hæð með góðu útsýni. Endurbótum á húsi að utan er að Ijúka. Þetta er upplögð íbúð fyrir fyrstu kaup. 4 4 4 LOKASTÍGUR V. 5,4 M. Risíbúð með stórum kvistum í steinhúsi. Það er auðvelt að gera þessa íbúð 3ja herbergja. Mjög fallegt sérhannað og smíðað eldhús úr mahogní. Skápahurðir úr rótarviði (Birdseye). Merbau parket á gólfum. Baðherb. flísalagt í hólf og gólf og með nýjum tækjum. Vestursvalir. 3ja herbergja í NÁGRENNI VIÐ HÁSKÓLANN V.5.5M. 78 fm íbúð á 2. hæð í fjölbýli. Suðursvalir. Nýlegt gler og gluggar. Þak tekið í gegn nýlega. Ibúðinni fylgir aukaherbergi í risi. ÁSGARÐUR M/BÍLSKÚR V. 6,6 M. Ert þú ekki orðin(n) þreytt/ur á leitinni að 3ja herb. íbúð með bílskúr? Þá er hún fundin. Um er að ræða 72 fm íbúð á efstu hæð (2. hæð) ásamt bílskúr. Einnig er stutt í matvörubúðina því hún er í sama húsi og það eru eingöngu tvær íbúðir sem nýta þennan stigagang og sameiginlegt þvottahús. Sérhiti. Parket á stofu og holi. Nýleg innrétting í eldhúsi. Flísar á baðherbergi. 4 4 4 LOGAFOLD VERÐ 7,9 Mjög falleg ca 100 fm íbúð ásamt stæði í bílskýli. Beykiparket. Mjög falleg eldhúsinnrétting. Stórar suðursvalir. Búr innaf eldhúsi. Áhv. ca 4,9 millj. f byggingarsjóði. 4 4 4 KLEPPSVEGUR V. 5,8 M. Þessi íbúð er á efstu hæð. Það er geymsluloft yfir allri íbúðinni. Frábært útsýni. Áhvílandi 3,7 millj. 4ra herbergja og stærri ALFHEIMAR V. 6,9 M. 4ra herbergja endaíbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsi. Flísar á eldhúsi og baðherbergi. Suðursvalir. Ný teppi á sameign. Nýlegt þak og rennur. 4 4 4 BÓLSTAÐARHLÍÐ - MEÐ BÍLSKÚR V. 8,3 M. Rúmlega 100 fm 5 herbergja íbúð (3 svefnherbergi og 2 stofur) ásamt bílskúr í fjölbýlishúsi sem er í mjög góðu ástandi jafnt utan sem innan. Tvennar svalir. Frábært útsýni. Sérhiti. 4 4 4 VESTURBRÚN V. 7,7 M. 145 fm íbúð á jarðhæð i mjög góðu þríbýli. Mjög stórar stofur og eldhús. Laus strax. DVERGABAKKI V. 6.950 Þ. Núna er tækifærið! Þessi íbúð er á mjög hóflegu verði, enda seljandi búinn að finna aðra eign. (búðin er 100 fm á 1. hæð. Sérþvottahús. Nýtt gler. Gríptu tækifærið! 4 4 4 ENGJASEL V. 7,6 M. íbúðin er á 2. hæð og laus til afhendingar strax. Þetta er rúmgóð íbúð m.a. með stórri stofu. Útsýni til vesturs. Þaðfylgir stæði í bílskýli. 4 4 4 HJARÐARHAGI V.7.9M. Mjög vel umgengin ca 100 fm íbúð á 1. hæð ásamt herbergi í risi, geymslu í kjallara og bílskúr. Skuldlaus. 4 4 4 JÖKLAFOLD V. 9,4 M. íbúðin trónir á efstu hæð og er með útsýni í allar áttir. Henni fylgir bílskúr. Skemmtilega hönnuð og útfærð íbúð. Tvennar svalir. 4 4 4 NORÐURÁS V. 10,9 M. Mjög rúmgóð 4ra herbergja endaíbúð á tveimur hæðum í litlu fjölbýlishúsi ásamt ca 35 fm inn- byggðum bílskúr. Aldeilis frábært útsýni. Áhvílandi ca 6,8 millj. í hagstæðum lánum. 4 4 4 SUÐURHÓLAR V. 6,9 M. Um er að ræða ca 100 fm 4ra her- bergja íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi. Parket. Falleg innrétting í eldhúsi. Áhvílandi ca 2,8 millj. Sérhæðir ÚTHLÍÐ V.10.9M. Um er að ræða efri sérhæð í fjórbýlishúsi. Eldhús og baðherbergi nýendurnýjað. 2 stofur og 3 svefnherbergi. Áhvílandi ca 2,4 millj. RAUÐALÆKUR V.9,4M. 120 fm efri hæð í húsi. 4 svefnherbergi, 2 stofur, stórt eldhús og nýtt baðherbergi. Nýtt eikarparket. Áhvílandi 3,4 millj. Raðhús LÆKKAÐ VERÐ HJALLASEL- LÆKKUN 240 fm endaraðhús sem er í alla staði mjög vandað og vel umgengið. Tvennar svalir. Stór hellulögð verönd. 5,9 millj. áhvílandi. Nú fæst þetta hús á lækkuðu verði, aðeins 12.950 þús. Frábært tækifæri að eignast fínt hús á góðu verði. LEIÐHAMRAR V.13M. Um er að ræða parhús á tveimur hæðunrf. Innbyggður bílskúr. 4 svefnherbergi. Góðar suðursvalir. Áhv. ca 5,2 millj. í byggingarsjóði. Möguleg skipti á stærri 3ja eða 4ra herbergja ibúð. Einbýli JAKASEL - SKIPTI V. 14,5 M. Vorum að fá í sölu tæplega 200 fm Ijómandi einbýlishús, hæð og ris ásamt 40 fm bílskúr. Seljandi hefur áhuga á að taka 100-120 fm íbúð ásamt bílskúr í Háaleiti eða nágrenni upp í kaupverö. SILUNGAKVÍSL - 2 ÍB. Glæsilegt tvíbýlishús á besta útsýnisstað í borginni. Stærri íbúðin er ca 230 fm með innbyggðum bílskúr, 5 svefnherbergjum, 2 stofum, sjónvarpsholi, eldhúsi, baðherbergi, gestasnyrtingu, þvottahúsi og geymslu. Minni íbúðin er ca 120 fm og skiptist í 2 stofur, 2 svefnherbergi, eldhús, bað, þvottahús og geymslu. Þetta er eign fyrir þann sem vill aðeins það besta. REYNILUNDUR- NÝTTÁSKRÁ Óvenju vandað og vel meðfarið hús á einni hæð ásamt sólstofu og tvöföldum bílskúr. Eign í sérflokki. Ákveðin sala. Atvinnuhúsnæði LÁGMÚLI 5 - GLOBUS Húsnæði Globus er til sölu. Um er að ræða verslunar-, skrifstofu-, verkstæðis- og lagerhúsnæði. Fjöldi bílastæða. Frábær staðsetning. Húsnæðið getur selst í einu lagi eða einingum. Fjölmargir möguleikar. 4 4 4' TANGARHÖFÐI V.14.9M. 480 fm gott iðnaðarhúsnæði á tveimur hæðum. Mjög góðar innkeyrsludyr. Sérinngangur á 2. hæð. Til leigu LAUFBREKKA Ca 200 fm iðnaðarhúsnæði á jarðhæð er til leigu. Húsnæðið er skiptanlegt í tvær einingar. Annað HEILSARSHUS í SUMARLEYFISPARADÍS 120 fm vandað timburhús á skógi vöxnu landi í Húsafelli. 3 svefnherbergi, stór stofa, eldhús, baðherbergi (hiti í gólfi) og þvottahús. Parket og kínagrjót á gólfum. yerönd. Rafmagn og hitaveita. Áhvflandi ca 4,8 millj. í húsbréfum. Laust fljótlega. SAMTENGD SÖLUSKRÁ ÁSBYRGI (IGIMASALAM Tímihúsa viðgerða SMIÐJAIM Að mörgu þarf að hyggja, þegar hafízt er handa við viðgerðir á húsinu. Þarf að kítta rúðumar betur eða olíubera úti- hurðina? Bjami Qlafsson, veitir hér ýmsar þarfar leiðbeiningar. NÚ ER fólk farið að taka dug- lega til hendinni heima hjá sér og við sumarbústaðinn. Veðrið er eins og best verður á kosið. Bjart næstum alla nóttina og fólk fyllist bjartsýni og vorgleði því starfsork- an vex með birtu vorsins. Líti ég út um gluggann heima hjá mér þá er gangstéttin öðru megin götunnar burtu grafin og hitaveitan hefur sent iið vaskra starfsmanna til þess að leggja ný ““rör í götuna. íbúarnir eiga í erfið- leikum með að komast leiðar sinnar og fínna ekki stæði fyrir alla bíla sína yfír nætumar. Hvers konar hljóð frá vinnuvélum fylla loftið í hverfínu. Borvélar, sagir, höggbor- ar og gröfur hafa stofnað kór með undirieik garðsláttuvéla. Hamars- högg berast með golunni frá húsi við næstu götu. Þar eru reistir vinnupallar. Þar eru að verki röskir kallar. Málarar klifra upp með lit í fötu. Við útidyr annars húss stend- ur kona í vinnufötum og pússar útihurðina. Á morgun veit ég að þessi hurð verður sen ný. Gleðigjafi Hvers vegna þarf bamið okkar alltaf að koma með myndimar sem það teiknar og sýna okkur þær? Er það aðeins til þess að hljóta hrós? Nei, ekki fyrst og fremst þótt það megi einnig koma frá foreldrum og systkinum. Ég held að þörfin fyrir að sýna afrekið stafi ekki síð- ur frá gleðinni yfír að hafa getað afrekað eitthvað. Að hafa getað búið til mynd. Það verður okkur öllum til gleði og uppörvunar að ljúka einhverju verki sem hægt er að skoða og jafnvel þreifa á. Þegar við vinnum í garðinum, olíuberum útihurðina eða hvað ann- að sem við erum að fást við heima, fyrir okkur sjálf, þá emm við að vinna verðmæt störf. Við vöxum í áliti með sjálfum okkur og gleðj- umst yfír hinum góðu störfum. Hvað skal gera? Að mörgu þarf að hyggja. I þess- um inngangi hefi ég nefnt nokkur verkefni sem víða munu bíða við- gerðar. Þeir sem búa í gömlu húsi þurfa trúlega að líta á gluggana hjá sér. Margir búa við gamla glugga með einföldu gleri. Þarf e.t.v. að taka til hendinni og kítta rúðurnar bet- ur? Gamla kíttið vill harðna og molna svo að rúðumar fara að titra ef þungur bíll ekur framhjá. Þegar svo er komið mundi það auka þétt- leika gluggans að taka glerið úr og leggja það í nýtt kítti. Við þá viðgerð mundi glugginn útiloka betur kuldann þegar kalt er úti. Síðan þarf auðvitað að mála gluggana. Sé það vanrækt verður Á JAFN stóru og fallegu húsi og þessu hefur margt þurft að mála. í gömlu gluggunum. húsið á að sjá eins og umhirðulaust hús. Þegar kíttað er undir gamlar rúður þarf að taka rúðurnar úr glugganum og hreinsa gamla kíttið vel úr falsinu áður en undirlagskítt- inu er smurt í falsið. Einnig þarf helst að gmnna falsið með máln- ingu. Þegar málningin er þornuð má sprauta eða smyrja með spaða mjúku undirlagskítti í falsið. Við val á undirlagskítti er best að fá ráðgjöf hjá sérfræðingi í málningar- versluninni. Ég vil ráða frá því að kaupa silicon kítti. Þar sem falsið er nógu djúpt tíðkast nú að nota mjúkan gúmmílista sem límdur er við efri brún í gluggafalsinu og síð- an er hinu mjúka kítti sprautað meðfram gúmmílistanum inn í kverk gluggafalsins. Svona frá- gangur þykir góður því að auðvelt er að losa rúðu sem hvílir á gúmmí- lista og auk þess þéttir kíttið inni í kverkinni mjög vel. Gamalt kíttí Erfítt getur rejmst að fjarlægja gamla málningu og gamalt kítti af gluggum og úr fölsum glugganna. Þessi efni geta verið svo föst og svo hörð að jafnvel beittasta spoijárn vinnur ekki á þeim. Það léttir verk- ið mikið ef við eigum þess kost að hita gluggafalsið. Til eru handhæg- ir hitablásarar sem minna helst á hárblásara en þeir blása mun heit- ara lofti. Sé gamla kíttið og máln- ingarhnökrar hitað áður en farið er að skafa fölsin léttist verkið mik- ið. Blásari af þessari gerð þurrkar einnig ágætlega gluggafalsið og verður það til þess að bæði gúmmí- listamir og undirlagskíttið grípur betur eða loðir betur við falsið. Útihurðin Ég nefndi hér að framan að úti- hurðin gæti þarfnast þess að borin væri á hana olía. Það er nú svo að efniviður í úti- hurðum getur verið misjafn. Þessar hurðir eru oft smíðaðar úr furu og em þá yfirleitt málaðar. Þar sem svo hagar til þarf að pússa hurðina vel áður en hún er máluð. Bestur árangur næst ef hurðin er tekin af hjömm á meðan og látin liggja á borði eða búkkum. Að lokinni pússningu þarf sennilega að kítta eða sparsla í rifur og göt áður en málað er yfír. Það þarf að mála a.m.k. tvisvar sinnum yfir hurð og karm. Margar hurðir hafa verið smíðað- ar úr tekkviði. Það er viður sem breytir sér mjög lítið þótt veðra- brigði verði. Tekkhurðir lýsast stundum töluvert méð áranum, einkum ef borið hefur verið á þær lakk. Ef þær eru ekki lakkaðar heldur olíubornar er í raun og veru auðveldara að gefa þeim nýja um- ferð með olíu eftir tvö til þijú ár. Þá er hurðin handpússuð með frem- ur fínum sandpappír þannig að yfír- borðið verði slétt og mjúkt. Síðan er rykið strokið af hurðinni með rökum klút áður en olían er borin á. Bera þarf tvær umferðir á hurð- ina. Þegar um er að ræða tekkhurð sem lökkuð var fyrir nokkrum áram er viðbúið að hún sé orðin upplituð og mun ljósari en viðurinn var. Þegar svo er þarf að nota málning- ar- og lakkuppleysi til þess að ná lakkinu af hurðinni. Hurðin er þá tekin af hjörunum á meðan unnið er við hana í láréttri stöðu á borði eða búkkum. Áburðarefni íslensku málningarverksmiðjurn- ar hafa á boðstólum mismunandi efni sem nota má til þess að bera á útihurðir. Það er því góður siður að leita ráða hjá afgreiðslufólki í þeim verslunum sem hafa af- greiðslufólk með sérþekkingu á yfírborðsefnum. Við viljum helst styðja íslenskan iðnað og kaupa það sem framleitt er hér á landi. Sjálfur mundi ég kjósa olíublöndu á útihurð úr tekki eða afrimosu eða öðrum brúnlituðum viði. Helst þarf að vera svolítið litarefni í olíublönd- unni til þess að hamla á móti gráma í viðnum. Ef hurðin verður lökkuð þarf að nota sterkt útilakk og getur verið nauðsynlegt að lita hurðina örlítið fyrir lökkun með bæs eða dauflituðu fúavamarefni. Þetta er þó ekki allt- af nauðsynlegt af því að viðurinn getur lifnað svo vel við góða hreins- un og tel ég þá best að bera góða olíublöndu á hurðina tvisvar sinn- um. Innfluttar erlendar olíu- og lakk- tegundir era einnig til í verslunum hér og hafa sumar reynst mjög vel. Víðast fallegt Já, það er vfðast fallegt þegar sólin skín á vordegi og við vitum það líka öll að bærinn okkar og húsið heldur fegurð sinni jafnvel í grárri rigningunni ef við voram búin að bera á viðinn og mála það sem mála þurfti. Þá Ijómar húsið okkar á móti okkur þótt við komum heim í regni og þokusúld. Við skul- um því nota vel starfsorku vorgleð- innar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.