Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 16
16 C ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ SÓLHEIMAR í Grímsnesi eru einn sérstæðasti byggðakjami landsins, en þar er nú risið þorp með mjög sjálfstæðu yfirbragði. Þorpið stendur í kvos í góðu skjóli fyrir aust- an- og norðanátt. Þar er því mjög gróðursælt og mikill tijágróður gefur staðnum aðlaðandi yfirbragð. Húsin eru látlaus og falla vel að landslaginu líkast því, sem þeim hafi verið komið fyrir inni í stórum garði. Sólheimar eiga sér mikla sögu á þessari öld. Hinn 5. júní 1930 settist Sesselja H. Sigmundsdóttir að á jörð- inni Hverakot í Grímsneshreppi og stofnaði þar bamaheimilið Sólheima fyrir veik og vanrækt böm. Einnig var gert ráð fyrir, að þroskaheft fólk gæti fengið þar umönnun. Með breyttum þjóðfélagsháttum breyttist starfsemin og því hafa flestir heimil- ismenn þar verið þroskaheft fólk. Árið 1992 var vistheimilið fyrir þroskahefta lagt niður, en fatlaðir íbúar staðarins tóku upp fasta búsetu í Sólheimum. Mikil uppbygging Á undanförnum árum hefur upp- bygging staðarins verið hröð. Byggt hefur verið nýtt húsnæði fyrir alla fatlaða og búa þeir flestir í íbúðum. Jafnframt hefur verið sett á fót þjón- ustumiðstöð, er annast þjónustu við fatlaða íbúa staðarins. I skipulagi fyrir Sólheima er gert ráð fyrir, að fjöldi fatlaðra þar sé um 40 manns. Starfsfólk er líka fleira en var og fólki með fasta búsetu í Sólheimum hefur því fjölgað vemlega á síðari ámm svo og atvinnufyrirtækjum, þar sem fatlaðir og ófatlaðir starfa saman hlið við hlið. I Sólheimum búa nú 85 manns. Þar eru 33 heimili, íbúðarhús em 14, þar af 7 fjölbýlishús með 26 íbúðum og 7 einbýlishús. Ennfremur em í þorpinu 7 byggingar, sem flokk- ast undir þjónustuhúsnæði auk íþróttahúss og sundlaugar. íbúðarhúsin, sem byggð hafa verið á undanfömum ámm, era öll timb- urhús klædd bámjárni að utan. í þeim em ýmist rúml. 50 ferm. ein- staklingsíbúðir eða 200 ferm. sam- býli. íbúðimar em hefðbundnar og í þeim búa fatlaðir, sem geta búið ein- ir. Sambýlin era sérhönnuð með þarf- ir fatlaðra fyrir augum og í hveiju þeirra búa 4-5 fatlaðir, en auk þess er Jbar lítil íbúð fyrir starfsmann. Ibúðarhúsin voru hönnuð hjá arki- tektastofunni Arkitektar sf. í Reykja- vík og smíðuð af S. G. Einingahúsum á Selfossi og Trésmiðjunni Borg í Grímsnesi. Þau em því íslenzk smíði. Sama sama máli gegnir um innrétt- ingar. Þessi hús em í líflegum litum, ýmist græn, gul og rauð en þökin á mörgum þeirra í rauðbláum lit, sem gefur þeim sérstætt yfirbragð. Húsin em byggð með félagslegum lánum frá Húsnæðisstofnun ríkisins, en eigandi þeirra er Styrktarsjóður Sólheima, sem leigir íbúunum hús- næðið. Flest íbúðarhúsin bera nöfn úr ritverkum Halldórs Laxness eins og Steinahlíð, Brautarholt, Sumar- hús, Undirhlíð og Brekkukot. Þjónustumiðstöð fatlaðra hefur umsjón með daglegri umönnun ein- staklinga, sem vegna fötlunar sinnar geta ekki áxlað að fullu þá ábyrgð að búa og starfa einir. Starfsemi þjónustumiðstöðvarinnar er þríþætt og nær til búsetu, atvinnustarfsemi og frístundastarfs fatlaðra. Á Sólheimum fer fram fjölþætt atvinnustarfsemi, þar sem fatlaðir og ófatlaðir starfa hlið við hlið. Þar em vefstofa, kertagerð, listasmiðja, garðyrkjustöðin Sunna, skógræktar- stöðin Ölur, trésmíðaverkstæðið Óla- smiðja og verzlunin Vala. Þá er á staðnum leikskóli, sundlaug, íþrótta- hús og bankaafgreiðsla. Hinn 5. júlí verður tekin í notkun ný vinnustaða- bygging á Sólheimum, sem verðu 480 ferm. að stærð. Ber hún heitið Óla- smiðja til heiðurs Óla M. ísakssyni, sem var mikill velunnari Sólheima. Næsta vinnustaðabygging, sem reist verður á Sólheimum, er Ingu- stofa, sem einnig ber nafn mikils velunnara heimilisins, en það er Inga B. Jóhannsdóttir. Þar verður m. a. Iistasmiðja og vefstofa. Nýtt skipulag Nú er verið að Ijúka við nýtt deili- skipulag fyrir Sólheima og em höf- undar þess þau Ögmundur Skarphéð- insson arkitekt og Ragnhildur Skarp- héðinsdóttir landslagsarkitekt. Skipulagið byggist á fjóram kjömum, þjónustukjama fyrir verzlun og at- fyrir staðinn. HORFT yfir Sólheima. Þorpið stendur í kvos í góðu skjóli fyrir austan- og norðanátt. Þar er því nyög gróðursælt og mikill tijágróður gefur staðnum aðlaðandi yfirbragð. Húsin eru látlaus og falla vel að landslaginu. vinnustarfsemi, stjórnunarkjama, heilsuheimiliskjama og íbúðakjama. — Yfirskriftin að þessu nýja deili- skipulagi er grænt þorp með lífrænni ræktun og með umhverfismál í for- gangssæti, sagði Pétur Sveinbjarn- arsson, stjórnarformaður Sólheima, í viðtali við Morgunblaðið. — Gert er ráð fyrir óbreyttum fjölda fatlaðra með búsetu á staðnum eða um 40 einstaklingum. íbúar með fasta bú- setu verða sennilega 140-160 alls, en auk þess er áformað að koma þar upp heilsuhæli fyrir 40-50 manns, sem munu dveljast þar tímabundið. Gert er ráð fyrir, að um 80 manns hafi atvinnu sína á staðnum og kom- ið verði þar á fót mörgum en smáum atvinnufyrirtækjum, þannig að fjár- hagsleg áhætta verði sem minnst. Nýtt íbúðarsvæði verður skipulagt fyrir ofan núverandi byggð, og þar verða raðhús og einbýlishús fyrir fólk, sem starfar á Sólheimum eða utan staðarins. Fyrstu lóðunum verð- ur úthlutað eftir eitt eða tvö ár. Nú er hafinn undirbúningur að stofnun og rekstri heilsuheimilis, sem mun taka til starfa eftir 4-5 ár. — Markmiðið er í samræmi við upphaf- legt hlutverk Sólheima, en ætlunin er er að veita fólki á öllum aldri að- stöðu til hvíldar og endurhæfingar um lengri eða skemmri tíma, segir Pétur. — Sérstaða heilsuheimilisins felst í því, að gestir búa á heimilum en ekki í einu húsi eða “stofnun“, þar sem öll starfsemi er undir einu þaki. í matseld verður lögð áherzla á fjölbreyttar lífrænt ræktaðar afurðir, sem hefur í för með sér aukin verk- efni fyrir garðyrkjustöðina. Með rekstri heilsuheimilis gefst .ennfrem- Morgunblaðið/Þorkell TEIKNING af fyrirhuguðu deiliskipulagi Sólheima. Húsið í ijóðrinu fyrir miðri mynd er Sólheimahúsið, sem stofnandinn, Sesselja H. Sigmundsdóttir, lét reisa 1930. Aðeins ofar til vinstri er ylræktarstöðin. Til hægri við Sólheimahúsið er hvítur hringlaga reitur, en þar er áformað að reisa heilsuheimilið. Á svæðinu ofarlega til hægri á myndinni er áformað að reisa ný íbúðarhús, sem verða væntanlega 7-10. Eins og sjá má, mun tijágróður nánast umlykja byggðina. Sólheimar eiga að verða grænt þorp med lífrænni ræktun Gert er ráð fyrir mik- illi uppbyggingu í Sól- heimum á næstu Magnús Sigurðsson sögu staðarins og ræðir framtíðarupp- byggingu hans í við- tali við Pétur Svein- bjamarson, stjómar- formann Sólheima og Ragnhildi Skarphéð- insdóttur, landslags- arkitekt, sem vinnur að nýju deiliskipulagi ámm. Hér rekur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.