Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ1995 C 27 Stofnun húsnæðismála- stjórnarl955 Reynslan af smáíbúðarlánunum þótti góð og var um margt byggt á henni við stofnun húsnæðismála- stjórnar árið 1955 og sömu forystu- menn komu við sögu í báðum tilfell- um. Afgreiðsla lánanna fór fram hjá veðdeild Landsbanka íslands, sem stofnuð var aldamótaárið 1900 og hafði er hér var komið sögu séð um veðlán til íbúðarhúsa og annarra fasteigna um áratuga skeið. Lánveit- ingar veðdeildarinnar höfðu hins vegar mjög dregist saman eftir 1940. Það var einkum á tveimur tímabilum sem lánveitingar deildar- innar urðu allverulegar að umfangi; á fyrsta ártug aldarinnar og á seinni hluta þess þriðja, en bæði þessi tíma- skeið einkenndust af miklum upp- gangi í efnahagslífi þjóðarinnar. Það var einkum á fyrsta tug aldárinnar sem lánveitingar veðdeildarinnar áttu alldijúgan þátt í fjármögnun íbúðabygginga, einmitt á fyrsta af- gerandi vaxtar- og uppgangsstigi Reykjavíkur og annarra íslenskra þéttbýlisstaða. Fyrstu tvö árin eftir stofnun hús- næðismálastjórnar sáu stjórnarmenn í rauninni sjálfir um móttöku um- sókna og úthlutun lánanna. Þar kom, árið 1957, að þörf var á skipulegum skrifstofurekstri og var þá Hús- næðismálastofnun ríkisins sett á lag- girnar og til hennar ráðinn fram- kvæmdastjóri, Halldór Halldórsson arkítekt, og nokkrir starfsmenn aðr- ir. Hin bankatæknilega afgreiðsla lánanna var áfram í höndum veð- deildar Landsbankans og er svo reyndar enn. Langar og allheitar umræður urðu um frumvarp þáverandi stjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæð- isflokks til laga um húsnæðismála- stjórn, veðlán til íbúðabygginga og útrýmingu heilsuspillandi íbúða. Stjórnarandstæðingar töldu margt til bóta í frumvarpinu, en athyglis- verð er andstaða Alþýðuflokksins við sjálfa stofnun húsnæðismálastjórn- ar. Helsti talsmaður flokksins í mál- inu, Gylfi Þ. Gíslason, taldi þá lána- starfsemi sem setja átti á stofn til bóta, en var andvígur húsnæðis- málastjórninni sem slíkri. Gylfi, sem hafði orð fyrir minni hluta fjárhags- nefndar neðri deildar Alþingis, sagði m.a. í umræðunum um húsnæðis- málastjórnarfrumvarpið: „Þá leggjum við til, að ákvæðin um húsnæðismálastjórnina verði felld niður og að veðdeild Lands- bankans verði falið að úthluta lán- unum. [...] Og þá finnst okkur lang- eðlilegast, að þessir embættismenn annist lánveitingarnar, en að póli- tískir fulltrúar komi þar hvergi nærri. Við teljum ekki heldur rétt, að sett verði upp nýtt bákn til þess að annast tæknileiðbeiningarnar, heldur verði skrifstofu húsameistara falið að hafa það hlutverk með hönd- um og honum þá auðvitað heimilað að ráða þá sérfræðinga sem honum kynnu að reynast nauðsynlegir til þess að geta sinnt þessu verkefni sómasamlega.“ (Alþingistíðindi 1954 -B:1039.) Af þeim 40 árum sem húsnæðis- málastjórn og og -stofnun hafa starfað hefur Alþýðuflokkurinn farið með ráðuneyti húsnæðismála lengur en allir aðrir flokkar samanlagt, eða í samtals 22 ár (Alþýðub.lag 6 ár, Framsóknarfl. 5 ár, Sjálfstæðisfl. 4 ár og Samt. fijálslyndra 3 ár) og hefur því orðið mótandi aðili um starfsemi ríkisstofnunar sem flokk- urinn í upphafi lagðist gegn að yrði stofnsett. Það er svo annað dæmi um það hvernig íslandssagan bítur í skottið á sjálfri sér, ef þannig má að orði komast, að nú á 40 ára af- mæli húsnæðismálastjórnar og ríkis- rekins veðlánakerfis íbúðarlána, skuli ríkisstjórn þeirra hinna sömu stjórmálaflokka, Sjáfstæðis- og Framsóknarflokks, sem ýttu þessu kerfi úr vör setja sér það sem eitt sitt helsta stefnumarkmið í hús- næðismálum að færa lánveitingar Húsnæðisstofnunar, eftir 40 ára hliðarspor „pólitískrar skömmtunar- stjórnar“, út í bankakerfið. Vöxtur og viðgangur Húsnæðisstofnunar Lengi framan af voru lánveitingar Húsnæðisstofnunar fremur litlar að vöxtum. Þannig voru árleg útlán fyrstú 10 árin að meðaltali rúmlega einn milljarður króna á núgildandi verðlagi. Meðaltal síðustu 5 ára er hins vegar um 20 milijarðar króna á ári. Útlánin jukust upp úr miðjum sjöunda áratugnum (1960-1970) í um 3 milljarða á ári á núgildandi verðlagi. Útlánin voru 3-4 milljarðar á ári (verðlag 1995) allar götur til áranna upp úr 1980.1 byijun hinnar opinberu lánastarfsemi námu þau innan við einu prósenti af landsfram- leiðslu, á síðustu árum hafa þær komist hæst í 6,3 prósent af lands- framleiðslu, sem átti sér stað árið 1991. Hin kröftuga lánaaukning hófst um miðjan níunda áratuginn. Með tilkomu 1986-lánakerfisins jukust meðalútlán í 12-14 milljarða á ári á núgildandi verðlagi. Eftir tilkomu húsbréfakerfisins eru árleg meðal- útlán húsnæðislánakerfisins 18-20 milljarðar á ári. Á sl. ári urðu heild- arútlán Húsnæðisstofnunar álíka mikil á einu ári og samtals á fyrstu 14 starfsárum .stofnunarinnar, Frá upphafi nema heildarútlán HR 246 miljörðum króna á núgildandi verðlagi. Þar af námu útlán sl. 10 ára um 152 milljörðum króna, sem eru um 73 af heildarlánveitingunum. Af um 100.000 þúsund íbúðum landsmanna hafa 67.000, eða tvær af hveijum þremur, verið byggðar á 40 ára starfstíma HR. Meginhluti þessara íbúða hefur verið byggður með einhveijum stuðningi Hús- næðisstofnunar. Einnig hefur stofn- unin í ríkum mæli lánað til íbúða sem byggðar voru fyrir 1955 þegar þær hafa gengið kaupum og sölum á almennum fasteignamarkaði. Útlán félagslega kerfisins (sem hófust 1970) nema frá upphafi sam- tals um 48 milljörðum króna á nú- gildandi verðlagi. Af þessari fjárháð hafa slétt 50% verið lánuð á sl. 5 árum. Ljóst má telja að opinber af- skipti hérlendis af húsnæðismálum fóru mun seinna og hægar af stað en í nágrannalöndum okkar, einkum ef við berum okkur saman við frænd- þjóðirnar í Skandinavíu. Lengi fram- an af gegndi ríkisvaldið og sú stjórn- sýslustofnun í húsnæðismálum, sem það beitti fyrir sig, einungis jaðar- hlutverki í húsnæðismálum lands- manna. Á þessu hefur þó orðið gerbreyt- ing sl. 10-15 ár, þar sem Húsnæðis- stofnunin er nú farin að gegna mun víðtækara hlutverki en tíðkast hjá hliðstæðum stofnunum nærliggjandi þjóðlanda, vegna hins stóra hlutar í Ijármögnun endurkaupa húsnæðis á almennum markaði, sem víðast hvar annars staðar er algerlega í höndum almennra bankastofnana. Líkleg framtíðarþróun er trúlega sú, að bankakerfíð verði loks í stakk búið til þess að fjármagna að mestu hinn almenna fasteignamarkað. Óvíst er raunar að þetta reynist bönkunum sérlega erfitt hlutverk, þar sem nú þegar hefur það mikið verið lánað til íbúðabygginga og húsnæðiskaupa, að svigrúm til frek- ari veðsetninga og þar með lánveit- inga til þess húsnæðis sem til staðar er í landinu fer nú ört minnkandi. Fjarðargata 17 SÍMI 565-2790 FAX 565-0790 Opið laugardag frá kl. 11-14 Erum með fjölda eigna á söluskrá sem ekki eru auglýstar. Póst- og símsendum sölu- skrár um land allt. Erum flutt í nýtt húsnæði á Fjarðargötu 17, Hafnarfirði, jarðhæð. / / Bæjargil Gbæ — nýtt. Vandafi 151 fm parhús á tveimur hæðum ásamt 40 fm bilskúr byggt 1986. Góðar innr. Stór herb. Björt og rúmg. eign. Áhv. veðd. 5 millj. Verð 12,9 millj. Lindarberg — nýtt. Nýl. 251 fm parh. á tveimur hæðum ásamt risi og innb. bílsk. Fráb. staðsetn. Glæsil. útsýni. Áhv. góð lán. Skipti mögul. Verð 14,3 millj. Kiukkuberg — skipti. Glæsilegt fulibuið 230 fm parhus m. innb. bllsk. Fallegar innr. Parket. Fráb. útsýnt og staðsetning. Skipti mögul. Gófláhv. lán. Varð 15,9 millj. Einbýli — raöhús Arnarhraun. Endurn. 212 fm einb. ásamt 31 fm bílsk. Vandaöar innr. Parket. 4-5 svefnh. Falleg hraunlóö. Ljósaberg. Fallegt og vandað 140 fm einb. ásamt 40 fm bílsk. 4 svefnherb. Vand- aðar innr., parket og flísar. Gróin suðurlóð. Áhv. byggsj. 2 millj. Verð 14,7 millj. Öldugata. Mikið endurnýjað einb. á þremur hæðum, samtals 152 fm, á góöum stað undir Hamrinum. Verð 11,9 millj. Sudurholt. Nýl. 162 fm einb. með innb. bílsk. Húsið er fullb. að utan en ekki fullb. að innan. Áhv. húsbr. 5,8 millj. Skipti mögul. Verð 11,9 millj. Einiberg. Nýl. 143 fm einb. ásamt 35 fm innb. bílsk. Húsið er nánast fullb. að utan sem innan. Parket og flísar. Stór horn- lóð. Áhv. húsbr. 3,9 millj. Verð 13,9 millj. Greniberg — nýtt. Mjög vandað 207 fm fullb. einb. Sérsm. innr. Vandaðar flísar og parket. 50 fm bílsk. Sólskáli. Skipti mögul. Áhv. góð lán 8,4 millj. Suðurgata 11 — sýslu- mannshúsið. Glæsil. eldra timburh. á tveimur hæðum samt. 317 fm. Húsið stendur á nýjum steyptum kj. og er mjög mikið endurn. Mögul. 2 íb. Laust strax. Norðurvangur. Mjög gott 138 fm einb. á einni hæð ásamt 40 fm bilsk. Tölu- vert endurn. Góð staðsetn. í botnlanga við hraunjaðarinn. Svöíuhraun. Gott 132 fm endaraðh. ásamt 33 fm bílsk. Húsið stendur innst í botnlanga með góðri suöurlóð. Laust fljótl. Verð 12,9 millj. Staðarhvammur. Vorum að fá í einkasölu glæsil. 260 fm endaraðh. á besta stað í Hvömmunum. Fráb. útsýni. Verð 15,7 millj. Hellisgata. Gott 154fm einb. átveim- ur hæðum ásamt hluta í kj. Góð staðsetn. Fallegt útsýni. Verö 8,5 millj. Hellisgata. Talsv. endurn. 96 fm parh. á þremur hæðum. Nýl. gler, hltl, rafm., gólfefni, innr., klæðning að utan og þak. Áhv. góð lán 4,0 millj. Verð 7,6 millj. Miövangur - skipti. Talsvert end- urn. 150 fm raðhús ásamt 38 fm bílsk. Park- et. 4 svefnherb. Mögul. á sólskála. Góð eign í góðu viðhaldi. Verð 12,9 millj. Jófrídarstaðavegur — gott 134 fm eldra parhús á tveimur hæðum. Húsið er talsvert endurn. og í góðu viðhaldi. Verð 7,9 millj. Garðavegur. Mjög vandað og fullb. 251 fm parh. á eftirsóttum stað. Húsið er steinst. og timburkl. Vandaðar innr., parket og flísar. Mögul. aukaíb. Arkarholt — Mos. Rúmg. mikiö endurn. einb. ásamt tvöf. bílsk. á góðum staö. Sólskáli, heitur pottur o.fl. Skipti á dýrara-ódýrara í Hafnarfirði eða Garðabæ. Klausturhvammur. Fallegt276fm raðh. á tveimur hæðum og hluta í kj. ásamt 30 fm bílskúr. Falleg fullb. elgn. Skipti mögul. á minni eign. Verð 15,0 millj. Oldugata - laus. Gott 130 fm ainb. kj., hæð og ris á góðum stað undlr Hamrlnum. Gófl lóð. Mikl- ir mögul. Laust strax. Lindarberg. Vorum að lá f einkasölu stóra og rúmg. efri sérhæð ásamt tvöf. bílsk. á mjög góðum út- sýnisst, Eignin er ekki fullb. en vel tbhæf. Verð 13,5 millj. Sunnuvegur. Góð 110 fm neðri sér- hæð í góðu steinh. Ib. er talsv. endurn. Nýl. eldhinnr., gler o.fl. Áhv. góð lán 4,2 millj. Verð 7,8 millj. Vallarbarð. Nýl. 118 fm hæð og ris í litlu fjölb. ásamt 23 fm bílsk. Góðar innr. Fallegt útsýni. Áhv. byggsj. 2,5 millj. Verð 8,4 millj. Hörgsholt. Falleg 111 fm 4ra-5 herb. endaíb. á 2. hæð i nýl. fjölb. Fullbúin eign. Suðursv. Bíll upp í útborgun. Áhv. húsbr. 5,1 millj. Verð 8,7 millj. Klettaberg - Setbergs- land. Mjög vönduð 152 fm 5 herb. ib. ásamt 28 fm bilskúr i 4ra Ib. „stallahúsl1'. Ailt sér. Vandaðar Innr. Parket, flisar, rumg. herb. Toppeign. Varð 12,5 millj. Grenigrund — Kóp. Góð 104 tm 4ra herb. íb. ásamt bílsk. i góðú fjórbýlí. Sérlnng. Parket og flfs- ar. Verð 8,9 millj. 4ra herb. og stærri Smyrlahraun. Góð 126 fm neöri sórh. ásamt 25 fm bílsk. Nýleg eldhinnr. Parket. 4 svefnh. Sérlóð m. verönd. Verð 9,8 millj. Blómvangur. Mjög björt og rúmg. 140 fm efri sérh. ásamt bílsk. og 80 fm aukarými í góðu risi. MJög góð staðs. og fráb. garður m. gróðurhúsi. Verð 11,8 millj. Austurgata. Talsvert endurn. ca 113 fm hæð og óinnr. ris. Húsið er einangrað og klætt að utan og íb. mikið endurn. Nýir gluggar, gler, hiti, rafmagn o.fl. Áhv. húsbr. 3,1 millj. Verð 6,9 millj. Hringbraut. 4ra herb. íb. í litlu fjölb. ásamt bilsk. Rólegur og góður staður. Skip,ti á stærra á svipuðum slóðum kemur til greina. Verð 8,6 millj. Breiðvangur. Talsvert endurn. 109 fm 4ra-5 herb. íb. í góðu fjölb. Suðursv. Allt nýtt á baöi. Áhv. góð lán 3,2 millj. Verð 8,5 millj. Brekkugata — laus. Glæsil. 3ja- 4ra herb. efri sérh. ásamt bílsk. íb. er öll endurn. Nýtt þak, parket, flísar, baðherb. o.fl. Lækkað verð 8,5 millj. Flókagata - skipti. Góð 125 fm efri sórh. ásamt 25 fm bílsk. í góðu þrfbýli. Nýl. gler, þak, klæðning. Skipti mögul. á minni eign. Verð 9,5 millj. Ásbúðartröð — 2 íb. Falleg 157 fm neðri sérhæð ásamt 16 fm herb. 30 fm séríb. 28 fm bílsk. Samt. 231 fm I góðu tvíb. Vönduð og fullb. eign. Áhv. góð lán. Lindarhvammur. GÓÖ101 fmneðri sérhæð I góðu tvib. Góð staðsetn. Gott útsýni. Verð 8,2 millj. Hrafnhólar — Rvík. 4ra herb. 99 fm ib. á 2. hæð i litlu fjölb. ásamt 26 fm bilskúr. Frábært verð 6,9 millj. Eyrarholt. Nánast fullb. 168 fm hæð og ris. Fréb. útsýni. Skipti mögul. á minni eign. Verð 11,5 millj. 3ja herb. Vitastígur. Talsv. endurn. 77 fm neðri hæð í góðu tvíb. Nýl. gler, rafm., hiti, klæðn. að utan o.fl. Áhv. byggsj. 3,5 millj. Verð 6,0 millj. Hátröð — Kópav. — sum- arttlboö. Góð mikið endurn. rish. f tvíb. ásamt bilsk. Góð staðs. Stór og góð lóð. Lækkað verð 6,7 millj. Hagamelur - nýtt. Góð 3ja herb. íb. á jarðh. i nýl. viðg. húsi. Mjög vel staðs. vfð Vesturbæjarlaug- ina. Mjög stutt í alla þjónustu. Verð 6.950 þús. Hólabraut. Góð talsv. endurn. 83 fm íb. á iarðh. í litlu fjölb. Nýl. gler, klæðning o.fl. Áhv. húsbr. 3,6 millj. Verð 6,3 millj. Suðurvangur. Falleg talsv. endurn. 3ja herb. íb. í góðu fjölb. Nýl. eldhinnr. Park- et. Flísar o.fl. Suðursv. Verð 7,2 millj. Ölduslóð — nýtt. Mjög góð og end- urn. sórhæö í þríb. Nýjar innr., parket, flísar o.fl. Áhv. byggsj. 2,7 millj. Verð 6,3 millj. Arnarhraun — gott verð. Tals- vert endurn. 3ja herb. endaíb. í litlu fjölb. Nýl. innr., parket, gler o.fl. Ath. verð kr. 5,9 millj. Álfaskeið — hagst. verð. Góð 86 fm 3ja herb. íb. á 1. hæð ofan kj. Bílskúrs- sökklar. Mjög hagstætt verð Ásbúðartröð — laus. Góð 91 fm. 3ja herb. íb. á 1. hæð í góðu þríbýli. Góð staðsetn. Verð 6,5 millj. Bárugrandi - Rvfk. Góð 3ja herb. íb. ásamt stæði í bflskýii. Áhv. húsnl. ca 5 m. Lækjarkinn. Ódýr 3ja herb. íb. á jarðh. í tvíb. íb. er ósamþ. en fyrir liggja teikn. að samþ. íb. Verð 4,8 millj. 2ja herb. Álfholt. Falleg og vönduð 66 fm 2ja herb. íb. á efstu hæð í nýl. fjölb. Vandaðar innr. Parket. Fállegt útsýni. Áhv. húsbr. 3,5 millj. Verð 6,6 millj. Mýrargata — skipti. Rúmg. og björt 87 fm 2ja herb. íb. á jarðh. i þríbýli. Sérinng. Skipti mögul. á stærri eign. Áhv. byggsj. 2,5 millj. Verð 6,5 millj. Miðvangur. Falleg endurn. íb. á 8. hæð í lyftuh. Nýl. eldh., allt á baði, parket, gler o.fl. Verð 5,7 millj. Vallarbarð. Falleg og vönduð 69 fm 2ja herb. íb. á 1. hæ$ í litlu nýl. fjölb. ásamt 23 fm bílsk. Parket. Vandaðar innr. Áhv. góð lán 4,0 millj. Verð 6,9 millj. Arnarhraun. Góð talsv. endurn. 2ja herb. íb. á jarðh. í góðu fimmbýli. Góöar innr. Parket. Hraunlóð. Áhv. góð lán 2,7 millj. Verð 5,5 millj. Laufvangur — laus strax. Góö 66 fm 2ja herb. íb. ó góðum stað. Þvhús og búr í ib. Gott gler, góð sameign. Verð 5,7 millj. Mýbyggingar Klukkuberg. 4ra herb. íb. með sér- inng. á fráb. útsýnisst. Fullb. að utan, tilb. u. trév. að innan. Lækkað verð 7,2 millj. Mögul. á bílsk. eöa stæði í bílgeymslu. Tjarnarbraut. Talsvert endurn. 72 fm 3ja herb. íb. á miðhæð i góöu þrib. Park- et. Nýtt þak, klæðning o.fl. Áhv. góð lán 3,4 millj. Verð 6,8 millj. Laufvangur. Góð 83 fm 3ja herb. íb. á 1. hæð i góðu fjölb. Góður og rólegur staður. Stutt í alla þjónustu. Eigum tll mikið úrval nýbygg- inga af öllum stærðum og gerðum. Hafið samband og fáið upplýsingabæklinga og teikningar á skrifstofu. Sumarhús Borgarfjördur Fallegur sumarbústaður um 40 fm og 60 fm verönd. Fullb. að utan og nánast fullb. að innan í landi Sveinatungu. Kalt vatn. Fráb. útivistarst. Verð 3,7 millj. if INGVAR GUÐMUNDSS0N lögg. fasteignas. , heimas. 555-0992 JÓNAS HÓLMGEIRSS0N kerfisfræðingur, heimas. 565-3155. KÁRI HALLDÓRSSON hagfræðingur, heimas. 5654615.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.