Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1995 C 17 RAGNHILDUR Skarphéðinsdóttir landslagsarkitekt og Pétur Sveinbjarnarson, stjórnarformaður Sólheima. Fylgifé fasteignar ur tækifæri á samnýtingu mann- virkja á staðnum svo sem íþróttahúss og sundlaugar og á næstunni verður tekin í notkun aðstaða fyrir líkams- rækt og sjúkraþjálfun. Áætlaður fjöldi dvalargesta á heilsuheimilinu er 40-50 manns. Fyrsta heilsuheimilishúsið hefur þeg- ar verið tekið í notkun og verður þar starfrækt gistiþjónusta fram að stofnun heilsuheimilisins. Jafnframt er áformað að bæta aðstöðu til mót- töku og þjónustu við ferðafólk, en flöldi innlendra sem erlendra ferða- manna heimsækir Sólheima á hveiju ári til þess að skoða staðinn og kynna sér starfsemina. Gert er ráð fyrir, að vinnustaðir fatlaðra verða gerðir aðgengilegir fyrir ferðamenn. Mikil gróðurrækt — Sesselja var frumkvöðull í líf- rænni ræktun hér á landi og alit frá stofnun hefur verið ræktað grænmeti og jarðávextir í Sólheimum með líf- rænum aðferðum, heldur Pétur áfram. - Starfsemi skógræktarstöðvarinnar Ölur hefur farið ört vaxandi undanfar- in ár og þar eru nú framleiddar um 50.000 tijáplöntur á ári. Mikið skóg- ræktarstarf hefur samtímis farið fram í landi Sólheima og þar verið gróður- settar 10.000-20.000 tijáplöntur ár- lega. Þá er hafínn undirbúningur að því að koma upp lífrænni áburðarverk- smiðju á staðnum, þar sem efnið til áburðargerðar verður mulið og bland- að og látið rotna í upphituðu rými. Með öflugri lífrænni ræktun og mark- vissri stefnu í umhverfísmálum munu Sólheimar því marka sér sérstöðu sem hreinn og grænn staður. Sólheimahúsið, sem var reist 1930, verður eftir sem áður miðstöð byggð- arinnar. Fyrir fímm árum hófst upp- bygging á garði umhverfís húsið, sem skapa á fagurt og menningarlegt umhverfí í hjarta staðarins og að sögn Péturs er gert ráð fyrir, að garðinum verði lokið eftir fímm ár. Hönnuður höggmyndagarðsins er Kolbrún Odds- dóttir landslagsarkitekt. — Þetta verður höggmyndagarður, sem gefur yfírlit yfír íslenzka högg- myndalist frá 1900-1950, segir Pétur. — I garðinum verða verk eftir níu listamenn, sem störfuðu á fyrri hluta þessarar aldar auk höggmyndarinnar barnaheimilið eftir Tove Olafsson. Þá mynd gaf Reykjavíkurborg heimilinu í tilefni 60 ára afmælis Sólheima. Þegar eru komnar upp höggmyndim- ar Vemdarengillinn eftir Einar Jóns- son, Sáðmaðurinn eftir Ríkharð Jóns- son, Á heimleið eftir Gunnfríði Jóns- dóttur og Rökkur eftir Nínu Sæ- mundsson. Ráðgert er, að sjötta högg- myndin bætist við í haust og verður hún gerð af Marteini Guðmundssyni. — í starfsemi Sólheima verður lögð áherzla á að viðhalda þeim hefð- um, sem stofnandi Sólheima, Sesselja H. Sigmundsdóttir, mótaði og byggt á þeim gmnni, sem til staðar er í Sólheimum nú, sagði Pétur Svein- bjamarson að lokum. Góðir landkostir — Landkostir eru góðir á þessu svæði og reynt er að nýta þá eins og frekast er unnt í hinu nýja deili- skipulagi, segir Ragnhildur Skarp- héðinsdóttir landslagsarkitekt,' en hún er höfundur deiliskipulagsins ásamt bróður sínum, Ögmundi Skarphéðinssyni arkitekt. — Skipu- lagsstarfíð tekur mið af þeirri starf- semi, sem verður á staðnum í fram- tíðinni og því má skipta skipulaginu í þrennt, það er gróður og stíga, aðkomu og bílastæði og loks nýbygg- ingar á svæðinu. — Kjarni byggðarinnar verður eftir sem áður þeir Sólheimar, sem Sesselja H. Sigmundsdóttir mótaði á sínum tíma, heldur Ragnhildur áfram. — Við einbeitum okkur aftur á móti að umhverfí Sólheimagarðsins svonefnda og aðkomunni að honum. Þar eru þegar ylræktárstöð og skóg- ræktarstöð, en til viðbótar verður þar margs konar önnur starfsemi eins og markaðstorg, vefstofa og vetrar- garður, þar sem gömlu gróðurhúsin verða nýtt. Við Ögmundur skipuleggjum einn- ig umhverfí fyrirhugaðs heilsuheim- ilis, sem verður með séraðkomu og auk þess nýtt íbúðarsvæði starfs- manna, sem á að rísa fyrir ofan nú- verandi byggð. Á þessu nýja svæði verða væntanlega byggð 7-10 hús með íbúðum fyrir 30-40 manns. Þetta verða timburhús með svipuðu yfir- bragði og þau íbúðarhús, sem fyrir eru á staðnum. En eru þá engin takmörk fyrir því, hvað hægt er að þenja byggðina út? — Það er álitamál, hvað á að ganga langt í því efni, segir Ragn- hildur. — Þær hugmyndir, sem uppi Höggmyndin Rökkur eftir Nínu Sæmundsson er ein þeirra mynda, sem prýða höggmynda- garðinn í Sólheimum. eru um uppbyggingu Sólheima eru mjög hóflegar og falli vel að umhverf- inu. Markmiðið með nýja íbúðarsvæð- inu er fyrst og fremst að létta á þeim byggingum, sem fyrir eru á svæðinu. Með því verður hægt að fjölga fötluð- um eitthvað og bæta aðstöðu heimil- isfólksins. Hún verður rýmri en verið hefur. I skipulagstillögunni er lögð mikil áherzla á að gera allt Sólheimasvæð- ið sem aðgengilegast fyrir heima- menn með lagningu göngustíga og hjólreiðastíga. — Þessir stígar skipt- ast í aðalstíga og aukastíga og tengja allt Sólheimasvæðið mjög vei saman, segir Ragnhildur. — Meðfram stíg- unum verða jafnframt áningarstaðir, þar sem hægt er að staldra við og hvíla sig, ef vill. Gróðurræktun er afar mikilvægur þáttur í uppbyggingunni og að því stefnt, að Sólheimar líkist helzt stór- um garði. — Byggðin verður umlukt grænu skógarbelti segir Ragnhildur. — Jafnframt verður komið í veg fyr- ir akstur í gegnum þorpið. Hinn 5. júlí verður haldin mikil hátíð á Sólheimum og þá verður m. a. þetta nýja deiliskipulaglag kynnt og síðan væntanlega samþykkt í kjöl- farið. — Fyrir mig sem landslagsarki- tekt er þetta afar skemmtilegt verk- efni að fást við, segir Ragnhildur Skarphéðinsdóttir landslagsarkitekt að lokum. — Það er ekki annað hægt en heillast af þeirri miklu uppbygg- ingarstarfsemi, sem á sér stað í Sól- heimum og ég finn fyrir miklum áhuga hjá öllum, sem vinna að upp- byggingu og velferð staðarins. Máli getur skipt í fasteigna- kaupum hvort hlutur teljist til fylgifjár fasteignar eða ekki. Ekki er fyrir að fara löggjöf sem skilgreinir nánar hvað teljist til fylgifjár fasteignar í fasteigna- kaupum heldur ræðst það oft af þeim venjum sem ríkja í viðskipta- lífinu á hveijum tíma. Með fylgifé er átt við hluti sem fylgja fasteign- inni en unnt er að skilja frá henni og hafa sjálfstætt fjárhagslegt gildi. Raunhæfust þýðing þess hvort hlutur teljist til fylgifjár fasteignar er sú að samningur um eignina, sala eða veðsetning, er talin ná einnig til fylgifjárins án þess að það þurfi að taka slíkt sérstaklega fram í samningum. Einnig myndi bruna- og húseigandatrygging ná til venjubundins fylgifjár fasteign- arinnar. Viðskiptavenja? Líklegt er að eftirfarandi staðlað ákvæði kaupsamninga um íbúðar- húsnæði teljíst til venju um fylgifé fasteignar þar sem þetta ákvæði er að finna í flestum kaupsamning- um um íbúðarhúsnæði. í ákvæðinu kemur fram að fullgerðri íbúð fylgi eftirfarandi fylgifé enda hafi það verið til staðar er íbúð var sýnd og eigj hafi verið samið um annað: í eldhúsi skal vera eldavél. í bað- herbergi skal vera hengi fyrir sal- ernispappír og handklæði, spegill og/eða skápur yfír eða við vask. í geymslu skulu vera uppistöður og hillur. Föst ljós og ljósakúplar í eld- húsi og baðherbergi og allar múr- og naglfastar innréttingar og tæki fylgja einnig með. Gluggatjalda- stangir og festingar fylgja en ekki gluggatjöld. Sjónvarpsloftnet og festingar fylgja. Ennfremur kunna lög að áskilja að ákveðinn búnaður skuli ve’ra í íbúð. Telst hann þá fylgifé íbúðar- innar svo sem eldvarnarbúnaður. Líklegt má telja að innfelld ljós og föst teppi teljist til fylgifjár fast- eignar á grundvelli venju og/eða á FYRIRTÆKIÐ TM Mosfell hf. og JOCO L.M. Johannson hafa nýlega hafið innflutning á nýrri tegund límtrés frá Finnlandi. Að sögn Kristjáns Vidalíns hjá TM Mosfelli hf. er þarna um að ræða burðar- bita af ýmsum tegundum og veggjastoðir. Burðarbitamir, sem bera nafnið Kerto-bitar, eru fram- leiddir af Finnforest OY, eiga að vera sambærilegir við hefðbundna límtrésbita bæði hvað varðar upp- byggingu og notkunarsvið. „Þetta nýja límtré sker sig úr hvað snertir óvenjulega mikinn styrk og stöðugleika efnisins auk þess sem það heldur vel formi og máli,“ segir Kristján. „Með Kerto bitunum opnast möguleikar á að byggja yfir lengra haf og meiri miðjufjarlægð bæði í burðargrind- um og þakgrindum. Verð á þessum bitum er allt að 30 til 50 prósent lægra en á hefðbundnum burðar- bitum sem hér eru á markaði." Kristján sagði ennfremur að Kerto mætti nota í flestar gerðir þaka og bita, allt frá litlum húsum upp í stórar hallir. Notkun Kerto væri sífellt að aukast, til dæmis í mót, vinnupalla, hljóðmanir, stiga- efni og í alls konar verksmiðju- framleiddar einingar. „Helstu notkunarsvið Kerto- bita eru í ber- andi þakvirkjum og loftabitum, þar sem hefðbundið límtré þykir óhagkvæmt, til dæmis ef skipta þarf um sperrur með miklar spennivíddir og bita,“ sagði Krist- ján. „Með Kerto bitum er einnig Á margt ber að líta, þegar eign er skoðuð, segir Magnús I. Erl- ingsson lögfræðingur. Fylgifé fasteignar er einn þáttur fasteigna- kaupa, sem miklu máli getur skipt. grundvelli þess að um er ræða nagl- fasta hluti. Sú leiðbeingarregla er talin gilda að ef vafi er í þessu efni þá skuli líta til þess hvort verðmæti hlutanna færi forgörðum að verulegu leyti væru þeir skyldir frá fasteigninni. Sólpallur sem væri varanlega skeyttur við húsið myndi líklega teljast til fylgfjár fasteignarinnar á þessum grundvelli. Ljóst er að ýmis tæki svo sem uppþvottavél, þvotta- vél og ísskápar eru ekki fylgifé fast- eignar. Hér kunna að rísa vafatilvik þegar slík tæki eru felld inní inn- réttingar og erfitt er að fá samskon- ar tæki þannig að vel fari. Spuming er hvort kaupanda sé í það minnsta ekki rétt að fá slík tæki keypt af seljanda á eðlilegu markaðsverði. Söluyfirlit fasteignar sem á að liggja fyrir þegar fasteign er seld geymir oft ítarlega lýsingu fasteignarinnar. Ef hlutur sem deilt er um er talinn upp í lýsingu eignar í söluyfirliti þá myndi hann teljast hluti fasteignarinnar eins og hún er seld og þar með fylgifé hennar. Sumir telja að seljandanum beri að taka fram þá hluti sem ekki telj- ast til fylgiijár fasteignar ef þeir kunna að valda kaupanda einhver- um vafa þannig að hann álíti að hluturinn hefði átt að fylgja með. Kaupandi gæti t.d. álitið að gler- skreyting í glugga væri áföst glugganum og væri þar með fylgifé fasteignarinnar. Slíkum sjónarmið- hægt að rétta og styrkja gamlar burðargrindur ef notkunarsvið breytist eða kröfur um burðarþol." Kristján kvað þessa framleiðslu vera flutta inn í flekum sem eru 23 metra langir í mismunandi þykktum og sagaðir niður eftir þörfum. „Við eigum þetta efni til og stefnan er að hafa það alltaf á lager þannig að'hægt sé að af- greiða pantanir með nokkurra daga fyrirvara. Búið er að fá sam- þykki frá Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins og Bruna- um yrði væntanlega beitt af mikilli varfærni. Breyttar þj óðfélagsaðstæður Aðstæður í þjóðfélaginu valda því að reglurnar um fylgifé fast- eignar eru sífellt að breytast. Eftir að sjónvarpið hóf göngu sína var farið að telja sjónvarpsloftnet sem sem fylgifé fasteignar. Hæpið er að gerfíhnattamóttakari yrði talinn fylgifé fasteignar í dag, þó slíkt yrði viðurkennt síðar, ef slík tæki yrði að finna í hveiju húsi i framtíð- inni. Ef niðurstaðan er sú að venja sé að hlutur fylgi fasteign við sölu hennar þá verða einhver sérstök atvik að vera fyrir hendi svo að hluturinn verði ekki talinn fylgja eða slíkt þarf að koma berlega fram í samningi. í dómasafni Hæstarétt- ar frá 1939 var þessari lagareglu beitt. Málavextir voru þeir að seld var fasteign árið 1936. Seljandi tók úr eldhúsinu eina innréttingu, einn skáp og einn stóran vask en setti minni í staðinn. Á þeim tíma var venja að slíkur eldhúsbúnaður fylgdi húseignum við eignarskipti, væri ekki um annað samið en bún- aðurinn var ekki sérstaklega undan- skilinn við söluna. Dómurinn dæmdi seljandann til að greiða kaupandan- um munina. Á margt ber að líta þegar eign er skoðuð. Fylgifé fasteignar er einn þáttur fasteignakaupa sem miklu máli getur skipt. Öruggast er fyrir kaupanda að spyija seljanda hvaða hlutir fylgi og hvaða hlutir fylgi ekki til að koma í veg fyrir deilumál eftir að kaupin eru ráðin. Er einnig algengt að svo sé gert og til hliðar við kaupsamning um fasteign séu gerðir kaupsamningar, oftast munnlegir, um kaup á til- teknum munum sem ekki teljast samkvæmt venju til fylgifjár fast- eignarinnar. Öruggast er að hafa slík viðskipti skráð með einhveijum hætti svo unnt sé að sanna þau síðar, rísi um þau ágreiningur. málastofnun fyrir notkun þessarar framleiðslu hér á landi. Sams kon- ar límtré og þetta er í mikilli sókn á markaði á Norðurlöndum, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Nú þegar er búið að setja þetta efni í nokkur hús hér á landi en á dagskrá er að kynna þetta meira fyrir verkfræðingum og arkitekt- um. Það má segja að þeir sem þegar hafa skoðað þetta sjái nýjar dyr opnast í hönnunarmöguleik- um,“ sagði Kristján að lokum. IMýtt límtré komið á markaðinn Morgunblaðið/Golli KERTO-biti í fullri stærð í verksmiðju TM Mosfells við Grænu- mýri í Mosfellsbæ. Búið er að fá samþykki frá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins og Brunamálastofnun fyrir notkun þessa efnis hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.