Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 1
• MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARBAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • fMtqgtiiiHii^ Prentsmiðja Morgunblaðsins Þriðiudagur 20. júní 1995 Blað C Ástæður erfiðleika Ástæðurnar fyrir greiðsluerf- iðleikum I'ól ks eru m. a. við- fangsefiii Grétars J. Guð- mundssonar í þættínum Markaðurinn. Kannanir hafa leitt í ]jós, að allir geta lent í greiðsluerflðleikum. / 2 ? gerðir NÚ er rétti tíminn fyrir húsaviðgerðir. í þættinum Smidjan fjallar Bjarni Ólafs- son um viðgerðir á gluggum og útihurðum í gömlum hús- um og veitir þar ýmsar ráð- leggingar. / 32 ? Sólheimar í Grímsnesi Aundanförnum árum hefur mikil uppbygg- ing átt sér stað í Sól- heimum í Grímsnesi. Byggt hefur verið nýtt húsnæði fyrir alla fatlaða íbúa staðarins og búa þeir flestir í íbúðum, Jafnframt hefur verið sett á fót þjónustumiðstöð, er ann- ast þjónustu við fatlaða. í skipulagi fyrir Sólheima er gert ráð fyrir, að fjöldi fatl- aðra þar sé um 40 raanns. Nú er verið að Vjúka við nýtt deiliskipalag fyrir Sólheima og eru höfundar þess Ög- mundnr Skarphéðinsson arki- tekt og Ragnhildur Skarphéð- Ibúðir hættar að minnka MEÐALSTÆRÐ íbúða hér á landi hefur haldið sér og ef eitthvað er aukizt á ný, en hún fór nokkuð minnkandi á áttunda áratugnum. Meðalstærðin er sennilega minni á höfuðborgarsvæðinu, þar sem íbúðir í fjölbýlishúsum eru al- gengastar, en úti á landsbyggðinni, því að þar og í mörgum kaupstöð- um og þorpum eru einbýlishús eða raðhús í meiri hluta og þau af þeim sökum stærri. Lítið hefur samt verið um smíði stórra einbýlishúsa undanfarin ár, þar sem markaðurinn fyrir þau hefur verið þungur. Fram er komið, að á fyrstu þremur mánuðum þessa árs, seldust aðeins 19 einbýlishús og raðhús á höfuðborgarsvæðinu á móti 52 húsum á sama tímabili í fyrra. Þetta sýnir, hve hreyfingin á stóru eignunum er orðin lítil, en þessar tölur má einnig yfir eldri hús. Nýjar íbúðir í smíðum eru mun færri en áður fyrr. Snemma á átt- unda áratugnum varð mikil aukn- ing í smíði nýrra íbúða og náði hún hámarki 1976, en 1. desember það ár voru 5.408 íbúðir í smíðum. Þessi tala nær bæði til íbúða í fjölbýlis- húsum og í sérbýli. Síðan hefur íbúðum í byggingu farið fækkandi og um síðustu ára- mót voru þær aðeins 2.892. Á þess- um áratug hafa þær flestar verið 3.596 árið 1991, árið 1992 voru þær 3.480 og 1993 voru þær 3.185. Þess ber að geta, að tölur fyrir árið í fyrra eru bráðabirgðatölur. Svipaða sögu er að segja um full- gerðar íbúðir. Þær voru flestar 1.005 árið 1977. í fyrra voru þær 732, árið 1993 voru þær 711 og árið þar á undan 745. Vaxtarbroddurinn í nýbygging- um á undanförnum árum hefur ekki hvað sízt verið smíði sérhannnaðra íbúða handa eldra fólki og þær ver- ið byggðar hundruðum saman. Ástæðurnar eru margar, en ein sú helzta þörf á nýju húsnæðí, sem byggt er sérstaklega með þarfir aldraðra fyrir augum. Ibúðir í byggingu á Islandí 1 9 7 4™ 94 Miðað er við allar íbúðir á mismun- andi byggingarstigi 31. des. ár hvert VÍSÍtÖlur, 1974 = 100 -110 -100 -90 -80 -70 -60 insdóttir landslagsarkitekt. Skipulagið byggist á fjórum kjörnum, þjónustukjarna fyr- ir verzlun og atvinnustarf- semi, stjórnunarkjarna, heilsuheimiliskjarna og íbúðakjarna. í viðtali við þau Pétur Svein- bjarnarson, sljórnarformann Sólheima og Ragnhildi Skarp- héðinsdóttur arkitekt er fjall- að um þetta nýja skipulag. Þar kemur fram, að hafinn er undirbúningur að stofnun og rekstri heilsuheimilis á staðn- iim, sem taka muni til starfa eftir 4-5 ár. Sólheimahúsið, sem reist var 1930, verður eftir sem áður miðstöð byggð- arinnar. Á nýju svœði verða væntan- lega byggð 7-10 hiís með íbúð- um fyrir 30-40 manns. Að sögn Ragnhildar eru þær hug- myndir, sem uppi eru um upp- byggingu Sólheima mjög hóf- legar og falla vel að landslag- inii, en landkostir á staðnum eru miklir. / 16 ? C&S2&* Nýjung: Tryggingavernd fyrir sjóðfélaga Nú er kominn út nýr bæklingur um ALVÍB með góðum fréttum um lífeyrismál. í honum er að finna upplýsingar um hvernig try-ggja má fjárhagslegt öryggi alla ævina með því að greiða í ALVÍB. Bæklingurinn liggur frammi í afgreiðslum VÍB, Tryggingamiðstöðvarinnar og Sjóvá-Almennra. FORYSTA í FJARMÁLUM! VÍB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi tslands • Armúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 560-8900.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.