Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 1
• MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • Prentsmiðja Morgunblaðsins Þriðjudagur 20. júnf 1995 Blað C Ástæður erfiðleika Ástæðumar f'yrir greiðsluerf- iðleikmn fólks eru m. a. við- fangsefni Grétars J. Guð- mundssonar í þættinuin Markaðurinn. Kannanir hafa leitt í Ijós, að allir geta lent í greiðsluerfiðleikmn. / 2 ► u ±3SBSS5 'SEL Húsavið- gerðir NÚ er rétti tíminn fyrir húsaviðgerðir. f þættinum Smiðjan fjallar Bjarni Ólafs- son um viðgerðir á gluggum og útihurðum í gömlum hús- um og veitir þar ýmsar ráð- leggingar. / 32 ► Sólheimar í Grímsnesi Aundanförnum árum hefur mikil uppbygg- ing átt sér stað í Sól- heimum í Grímsnesi. Byggt hefur verið nýtt húsnæði fyrir alla fatlaða íbúa staðarins og búa þeir flestir í íbúðum. Jafnframt hefur verið sett á fót þjónustumiðstöð, er ann- ast þjónustu við fatlaða. í skipulagi fyrir Sólheima er gert ráð ftrir, að fjöldi fatl- aðra þar sé um 40 manns. Nú er verið að Ijúka við nýtt deiliskipulag fýrir Sólheima og eru höfundar þess Ög- mundur Skarphéðinsson arki- tekt og Ragnhildur Skarphéð- insdóttir landslagsarkitekt. Skipufagið byggist á fjórum kjörnum, þjónustukjarna fyr- ir verzlun og atvinnustarf- semi, stjórnunarkjarna, heilsuheimiliskjama og íbúðakjama. f viðtali við þau Pétur Svein- bjamarson, sfjóraarformann Sólheima og Ragnhildi Skarp- héðinsdóttur arkitekt er fjall- að um þetta nýja skipulag. Þar kemur fram, að haflnn er undirbúningur að stofnun og rekstri heilsuheimilis á staðn- um, sem taka muni til starfa eftir 4-5 ár. Sólheimahúsið, sem reist var 1930, verður eftir sem áður miðstöð byggð- arinnar. Á nýju svæði verða væntan- lega byggð 7-10 hús með íbúð- um fyrir 30-40 manns. Að sögn Ragnhildar em þær hug- myndir, sem uppi em um upp- byggingu Sólheima mjög hóf- legar og falla vel að landslag- inu, en landkostir á staðnum em miklir. / 16 ► íbúðir hættar að minnka MEÐALSTÆRÐ íbúða hér á landi hefur haldið sér og ef eitthvað er aukizt á ný, en hún fór nokkuð minnkandi á áttunda áratugnum. Meðalstærðin er sennilega minni á höfuðborgarsvæðinu, þar sem íbúöir í fjölbýlishúsum eru al- gengastar, en úti á landsbyggöinni, því að þar og í mörgum kaupstöð- um og þorpum eru einbýlishús eða raöhús f meiri hluta og þau af þeim sökum stærri. Lítið hefur samt verið um smíði stórra einbýlishúsa undanfarin ár, þar sem markaðurinn fyrir þau hefur verið þungur. Fram er komið, aðá fyrstuþremurmánuðumþessa árs, seldust aðeins 19 einbýlishús og raðhús á höfuðborgarsvæðinu á móti 52 húsum á sama tímabili f fyrra. Þetta sýnir, hve hreyfingin á stóru eignunum er orðin lítil, en þessar tölur má einnig yfir eldri hús. Nýjar íbúðir í smíðum eni mun færri en áður fyrr. Snemma á átt- unda áratugnum varð mikil aukn- ing í smíði nýrra íbúða og náði hún hámarki 1976, en 1. desember það ár voru 5.408 íbúöir í smíðum. Þessi tala nær bæði til íbúða í fjölbýlis- húsum og í sérbýli. Síðan hefur íbúðum í byggingu farið fækkandi og um síðustu ára- mót voru þær aðeins 2.892. Á þess- um áratug hafa þær flestar verið 3.596 árið 1991, árið 1992 voru þær 3.480 og 1993 voru þær 3.185. Þess ber að geta, að tölur fyrir árið í fy rr a eru bráðabirgðatölur. Svipaða sögu er að segja um full- gerðar íbúðir. Þær voru flestar 1.005 árið 1977. í fyrra voru þær 732, árið 1993 voru þær 711 og árið þar á undan 745. Vaxtarbroddurinn í nýbygging- um á undanfórnum árum hefur ekki hvað sízt verið smíöi sérhannnaðra íbúða handa eldra fólki og þær ver- ið byggðar hundruðum saman. Ástæðurnar eru margar, en ein sú helzta þörf á nýju húsnæöi, sem byggt er sérstaklega með þarfir aldraðra fyrir augum. íbúðir í byggingu á íslandi 1974-94 Miðað er við allar íbúðir á mismun- 75 '80 '85 '90 '94 Nýjung: Tryggingavernd fyrir sjóðfélaga Nú er kominn út nýr bæklingur um ALVÍB með góðum fréttum um lífeyrismál. í honum er að finna upplýsingar um nvemig trýggja má fjárhagslegt öryggi alla ævina með því að greiða í ALVÍB. Bæklingurinn liggur frammi í afgreiðslum VÍB, Tryggingamiðstöðvarinnar og Sjóvá-Almennra. FORYSTA í FJÁRMÁLUM: VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR fSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 560-8900.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.