Morgunblaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Guðrún Sigurðardóttir lét gamlan draum rætast og lauk háskólanámi Morgunblaðið/Sverrir GUÐRÚN Sigurðardóttir lét gamlan draum rætast þegar hún útskrifaðist með BA-próf í íslensku frá HÍ 17. júní sl. Hún reynd- ist vera elsti stúdentinn sem brautskráðist í júní, 74 ára að aldri. Foreldrar sinni skyldu sinni „MIG HEFUR líkast til alltaf langað í háskóla," sagði Guðrún Sigurðardóttir sem nýlega út- skrifaðist úr Háskóla íslands með BA-próf í íslensku. Guðrún lauk verslunarskólaprófi 17 ára gömul árið 1938 en lét þá staðar numið á menntabrautinni. Þegar hún loks fór á eftirlaun fyrir fimm árum ákvað hún að láta gamlan draum rætast. „Eg stóð upp úr sófanum einn daginn og gekk upp í Háskóla," sagði Guðrún sakleysislega. „Ég hafði alls ekki í huga að taka einhver próf heldur vildi ég hlusta og fylgjast með kennslu. Égstóðst svo ekki freistinguna og fjögurra ára nám er nú að baki.“ Ólst upp við bóklestur Hinn nýútskrifaði íslensku- fræðingur kveðst alltaf hafa unn- að íslensku máli og bókmenntum. „Við ólumst upp við bóklestur í minni sveit í Skagafirði. í þá daga var lesið reglulega fyrir heimilisfólkið.“ Reynslan hefur síðan kennt Guðrúnu að menntun er smit- andi. „Þess vegna tel ég nauðsyn- legt að börnum sé ungum kennd undirstöðuatriði í íslensku máli. Foreldrar verða að sinna skyldu sinni, leiða börn sín um undra- heim íslenskrar tungu og venja þau loks á að Iesa góðar íslensk- ar bækur,“ sagði hún. Þakklát fyrir yndislegt viðmót Háskólanámið stóð fyllilega undir væntingum Guðrúnar og segir hún það mikilsverða reynslu. „Ég er afskapiega þakk- lát fyrir yndislegt viðmót kenn- ara og nemenda í Háskólanum. Mér var mjög vel tekið af sam- nemendum mínum og engum þótti undarlegt að ég sæti við hlið „unglinganna" i tímum.“ Guðrún telur ólíklegt að hún hefji störf sem íslenskufræðing- ur. Hún hafi þó hugsað til þess í upphafi námsferils síns að hún gæti tekið til við þýðingar að loknu námi. Ekki vill Guðrún aftaka með öllu að hún mæti í tíma á meist- arastigi í íslensku. Hins vegar megi fullyrða hún hafi ekki í hyggju að hefja eiginlegt MA- nám í greininni. „Eg get aftur á móti viðurkennt að það verður mikil sjálfsafneitun." Hún full- yrðir að meginmarkmiðinu með skólasókn sinni sé náð. „Ég hef kynnst betur íslensku máli og þess vegna uni ég glöð við mitt. Væri ég yngri hefði ég örugg- lega haldið áfram," sagði Guðrún sposk á svip. Ríkissjóður veitir 60 milljóna króna lán RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að ríkissjóður veiti Súðavíkur- hreppi 60 milljóna kr. lán til þess að unnt verði að hefja gatna- og lagnagerð við ný hús á staðnum. Ólafur Davíðsson ráðuneytis- stjóri í forsætisráðuneytinu segir að fyrir liggi nýtt skipulag fyrir Súðavík sem skipulagsstjórn hefur afgreitt frá sér en umhverfisráð- herra á eftir að staðfesta það. Sveitarstjórn Súðavíkur hefur undirbúið gatnagerð og nýtt lagnakerfi og boðið þær fram- kvæmdir út. Sveitarstjórnin hefur þó ekki getað gengið frá samning- um við verktaka vegna þess að fjármögnun hefur ekki verið tryggð. Heildarkostnaður nálægt 140 milljónum kr. „Ríkisstjórnin var í raun að tryggja sveitarstjórninni fjár- mögnun á þessum framkvæmdum til bráðabirgða. Það liggur fyrir að stjórn sjóðsins Samhugur í Fjármagn tryggt til upp- byggingar í nýrri Súðavík verki hefur ákveðið að eftirstöðv- um sjóðsins verði ráðstafað sem byggingastyrkjum til einstaklinga sem ætla að byggja á Súðavík. Aðrar leiðir kannaðar Þeir styrkir verða þó ekki til útborgunar fyrr en búið er að vinna að ákveðnum framkvæmd- um, eða um svipað leyti og gatna- gerðagjöld verða greidd af nýjum húsum. Það þurfti því að brúa þetta bil og ríkisstjórnin hefur ákveðið að ríkissjóður veiti sveitar- félaginu bráðabirgðafyrirgreiðslu svo hægt verði að heíja fram- kvæmdirnar,“ sagði Ólafur. Fyrirgreiðslan verður væntan- lega í formi láns sem verður greitt til baka þegar'einstaklingarnir fá greidda út sína byggingarstyrki. ðlafur sagði að einnig væri verið að kanna leiðir varðandi aðra fjár- mögnun á síðari stigum, bæði á vegum viðlagatryggingar og bjargráðasjóðs. Lán ríkissjóðs verður nálægt 60 milljónum króna sem er talin sú fjárhæð sem þurfi til þess að Ijúka framkvæmdum á þessu ári en í allt er gert ráð fyr- ir að kostnaður við gatna- og lagnagerð í nýrri Súðavík verði um 140 milljónir króna. Gerð hættumats hraðað svo sem unnt er Ólafur sagði að ríkisstjórnin hefði einnig lagt áherslu á að gerð hættumats fyrir Súðavík yrði hraðað sem kostur er. Einnig var lögð áhersla á að hraða gerð reglna um hvernig ætti að standa að kaupum á húsum og sú vinna færi fram í nokkrum ráðuneytum í samvinnu. Bankamenn samþykktu FÉLAGSMENN í Sambandi ís- lenskra bankamanna samþykktu kjarasamning þann sem undirritaður var 8. júní sl. Á kjörskrá voru 3.329 og kusu 2.659 eða um 80% félags- manna. 1.709 samþykktu, á móti voru 868, auðir og ógildir seðlar voru 82. Átkvæðagreiðslan fór fram í um 170 afgreiðslustöðum banka og fjármálafyritækja 21. og 22. júní. ---♦ ♦.-4- * Obreytt greiðslumark GREIÐSLUMARK í mjólkurfram- leiðslu á lögbýlum og beinar greiðslur til kúabænda á næsta verðlagsári, sem hefst 1. september næstkom- andi, verða óbreyttar frá því sem er á yfirstandandi verðlagsári. Heildar- greiðslumarkið í mjólkurframleiðslu verður samkvæmt þessu áfram 101 milljón lítrar mjólkur, en í fyrra hækk- aði það um eina milljón lítra. Andlát ÞORSTEINN JÓHANNESSON ÞORSTEINN Jóhann- esson útgerðarmaður í Garði lést á Land- spítalanum 24. júní sl., á áttugusta og öðru aldursári. Þorsteinn fæddist 19. febrúar 1914 að Gauksstöðum í Garði, sonur Jóhannesar Jó- hannessonar útvegs- bónda og Helgu Þor- steinsdóttur. Þorsteinn rak út- gerð í Garði ásamt föður sínum og bróð- ur. Hann var fyrst skipstjóri á báti þeirra, Jóni Finnssyni, en eftir 1950 stjórnaði hann fyrirtækinu í landi. Feðg- arnir ráku saltfisk-, skreiðar- og síldarverkun um árabil. Þorsteinn var stjórnarformaður SÍF í tvö ár, frá 1981 til 1983. Hann starfaði lengi ötullega að félags- málum sjómanna og fiskverkenda, slysa- varna- og björgunar- málum og félagsmál- um í Garði, og gegndi ýmsum ábyrgðar- stöðum í því sam- bandi. Hann hlaut ridd- arakross hinnar ís- lensku fálkaorðu fyrir fáeinum árum. Þorsteinn kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Kristínu Ingimundardóttur árið 1938 og eignaðust þau sex dætur sem allar eru búsettar hér- Iendis. Þau reistu sér heimili að Reyni- stað í Garði og bjuggu þar alla tíð. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra segir áhyggjur grænmetisinnflytj enda ástæðulausar Verð innflutts græn- metís verður óbreytt FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð- herra segir áhyggjur grænmetis- innflytjenda, þess efnis að verð innflutts grænmetis muni hækka verulega um næstu mánaðamót vegna nýrra GATT-laga, ástæðu- lausar. „Það er rétt að í lögunum um framkvæmd GATT-samningsins eru lagðir tollar, og í sumum tilvik- um mjög háir tollar, á innfluttar landbúnaðarvörur," segir Friðrik. „Tollar þessir leysa af hólmi inn- flutningsbann, sem áður gilti. Það er hins vegar rangt að þessir toll- ar muni leiða til hækkunar á inn- fluttu grænmeti og öðrum vörum frá því sem áður var. Þvert á móti var þess gætt við gerð lag- anna að unnt yrði að flytja til landsins jafnmikið magn og flutt hefur verið inn undanfarin ár, á svipuðum tollum og verið hefur.“ Friðrik segir að á seinustu árum hafi innflutningi á grænmeti, sem jafnframt er ræktað hér á landi, verið þannig háttað að á þeim tíma sem.innlend framleiðsla hafi ekki verið nægileg hafí Iandbúnaðar- ráðuneytið veitt leyfi til innflutn- ir.gs. Sá innflutningur hafi yfirleitt verið á 30% tollum. Á þeim tíma, sem innlend framleiðsla hafi verið næg, hafi innflutningur hins vegar ekki verið leyfður og því ekki skipt máli hvort tollar væru háir eða lágir. Hvorki minni innflutningur né hærri tollar „Með lögunum, sem ganga í gildi um næstu mánaðamót, er þannig búið um hnúta að á þeim tíma sem innlent grænmeti er ekki í fram- boði verður unnt að flytja inn grænmeti á sömu tollum og áður giltu eða svipuðum,“ segir Friðrik. „Þetta er gert þannig að úthlutað verður tollkvótum, þ.e. heimildum til innflutnings á sérstökum toll- um. Það innflutningsmagn sem þannig er til úthlutunar er annars vegar til þess að tryggja markaðs- aðgang eins og hann var á árunum 1986 til 1988. Tollar fyrir þann innflutning eru samkvæmt lögun- um 30%, eða þeir sömu og verið hafa á þennan innflutning á síð- ustu árum. Auk þess er samkvæmt lögunum heimilt að úthluta til við- bótar innflutningskvótum á tollum sem eru lægri en almennu tollarn- ir og geta verið svipaðir þeim toll- um, sem hafa verið í gildi á undan- förnum árum. Það innflutnings- magn, sem samtals er fólgið í þessum kvótum er meira en heild- arinnflutningur á þessum vöruteg- undum á síðustu árum. Þannig hefur verið tryggt að unnt verður að flytja inn jafnmikið eða meira af grænmeti en á síðustu árum á svipuðum tollum.“ Innflutningskvóta má sam- kvæmt GATT-lögunum fram- kvæma með því að opna fyrir óheftan innflutning ákveðin tíma- bil. Friðrik upplýsir að nefnd sú, sem samkvæmt lögunum er falið að sjá um úthlutun innflutnings- kvóta, hafi þegar undirbúið að 1. júlí næstkomandi verði opnað fyrir innflutning á ýmsum grænmetis- tegundum á sömu tollum og verið hafi á þeim innflutningi á síðustu árum. Hvað aðrar grænmetisteg- undir varði, verði úthlutað bráða- birgðakvótum, sömuleiðis á sömu tollum og áður voru. „Innflutning- ur verður því ekki takmarkaður meira en áður var og tollar verða ekki hærri,“ segir fjármálaráð- herra. „Framkvæmdin mun stað- festa það.“ Jón Baldvin miðaði við heimsmarkaðsverð Friðrik segir að í skrifum Jóns Baldvins Hannibalssonar um GATT-málið í Morgunblaðinu síð- astliðinn laugardag sé ónákvæm- lega farið með staðreyndir. „Jón Baldvin getur þess réttilega að við undirbúning á breytingum á tolla- lögum vegna GATT hafi fulltrúi íjármálaráðuneytisins lagt fram tillögu til málamiðlunar milli sjónarmiða þeirra, sem skemmst vildu ganga og lengst í álagningu tolla,“ segir Friðrik. „Sú málamiðl- un fól í sér að til viðbótar við þá verðjöfnun, sem fulltrúi Jóns Bald- vins hafði lagt til, bættist 20% tollvernd. Sú niðurstaða, sem að lokum fékkst, var hins vegar ekki eins og Jón Baldvin vill vera láta, að fara í ýtrustu álagningu tolla samkvæmt tilboði íslands í við- ræðunum. Það eina, sem breyttist, var að í stað 20% verndar var reiknað með 30% vernd.“ Friðrik segir að í tillögum Jóns Baldvins, rétt eins og í núverandi lögum, hafi verið miðað við heims- markaðsverð og komið hafi fram að það sé í raun gerviverð. „Sýni reynslan á næstu mánuðum og misserum að ástæða sé til að breyta þeim tollum sem upp voru teknir, er það í höndum Alþingis að gera slíkt í ljósi reynslunnar, sem mun fást,“ segir fjármálaráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.