Morgunblaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ1995 37 BRÉF TIL BLAÐSINS Frá Ingigerði Guðmundsdóttur: GETUM við íslendingar verið stolt- ir af því svívirðilega óréttlæti er viðgengst í íslensku réttarkerfi í dag er við nálgumst ört 21. öldina? Sjúklingar er verða fyrir líkamstjóni af völdum lækna eða annarra heil- brigðisstarfsmanna eru algjörlega réttlausir hér á landi. Auk þess bætist við neyð þeirra, mótlæti og andstreymi sem almenningur í þessu landi myndi alls ekki geta látið sig dreyma um að óreyndu. Þessi hópur hefur algjörlega verið útundan og honum er afneitað af stjómvöldum. Nú þegar ný stjórn er tekin við og við höfum eignast Réttleysi sjúklinga marga nýja alþingismenn er tími til kominn að tekið sé til hendinni. Þetta era mál er snerta alla ís- lensku þjóðina og ætti að vera mannréttindamál að geta fengið sinn rétt eins og aðrir er verða fyr- ir tjóni. Því miður verð ég að segja það að læknamistök hvort sem þau valda líkamstjóni eða dauða eru aldrei viðurkennd hér á landi. Þögn- in sem hvílt hefur yfir þessum hlut- um er okkur íslendingum til skammar og er ég mjög hissa hvað við látum bjóða okkur mikið og þar við situr ef fólk er hrætt við að segja sannleikann. Á þessu þarf að taka og stinga á þessu kýli sem er fullt af greftri. Nú eigum við samtökin Lífsvog sem er fagnaðarefni og eigum við öll að standa saman og gera þessi samtök sterk um allt land. Því það er samstaðan sem gerir gæfumun- inn. Það er fólkið í landinu sem hefur síðasta orðið. Við kjósum okkur alþingismenn og veljum og höfnum - nú er tími til að krefjast okkar mannréttinda. Því skora ég á nýja heilbrigðisráðherrann okkar, Ingibjörgu Pálmadóttur hjúkrunar- fræðing, að sýna það í verki að hún sé ekki einungis öðru megin við borðið, því þessi fjögur ár eru fljót að líða og þá verður hún dæmd af sínum verkum eins og aðrir. Heilbrigðisráðherra þarf að sýna það í verki að hún veiti Lífsvog allan þann stuðning sem hægt er að veita og að það verði Framsóknarmönnum til sóma. Þessi lögleysa er íslensku þjóðinni til mikillar vanvirðu og ég vona að alþingismenn okkar þori að fara að taka á þessum málum, að þeir horfi ekki fram hjá þeirri eymd og þeirri píslargöngu sem þetta fólk þarf að þola. Eða er ástæðan sú að enginn þorir að ganga fram fyrir skjöldu því ekki má styggja ein- hveija er eiga hagsmuna að gæta? Ég vona að svo sé ekki. INGIGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Klapparstíg 7, Njarðvík. Þjóðremba Davíðs Oddssonar Frá Jóni Þór Sturlusyni: ÞAÐ ER af sem áður var þegar ræður leiðtoga þjóðarinnar á tylli- dögum voru innihaldslausar, al- mennt orðaðar, óskir um gott gengi landsins og niðja þess. Það er langt síðan alvöru skoð- anir eða hug- myndir hafa verið settar fram í há- tíðarræðu á stór- hátíðum. En Dav- íð Oddsson for- sætisráðherra braut heldur bet- ur hefðina sautj- ánda júní síðast- liðinn. Alþingi og Evrópusambandið Undir venjulegum kringumstæð- um væri rétt að lofa slíkt frum- kvæði sem forsætisráðherrann sýndi á þjóðhátíðardaginn, enda flestir orðnir langþreyttir á gömlu frösunum og finnst tilbreytingin góð. En því miður skaut Davíð Oddsson langt yfir markið í um- ræddri ræðu sinni á Austurvelli. Þar sagði hann meðal annars: „Væri Island í Evrópusambandinu og gengi samrunastefnan til þess endapunkts, sem trúuðustu sam- runamennirnir þrá, mætti með sanngirni segja, að staða hins ís- lenska Alþingis yrði mjög áþekk því, sem hún var á fyrstu dögum hins endurreista þings, fyrir 150 árum síðan.“ Þessi ummæli eru dæmalaus. Aðeins nýjum fóstbróð- ur Davíðs frá Höllustöðum hefði ég trúað til að viðhafa slík um- mæli. Eins og allir vita var Alþingi ekki gert mjög hátt undir höfði fyrstu áratugina eftir endurreisn þess fyrir tæpum 150 árum. Sam- líkingin við hugsanlega stöðu þjóð- þinga Evrópusambandsríkja í fram- tíðinni er fullkomlega úr takt við alla umræðu sem nú á sér stað innan Evrópusambandsins. Það er jafntilgangslaust að gera ráð fyrir því að draumar ,trúuðustu samr- unamanna“ verði að veruleika og að ætla að kristileg stjórnmálasam- tök nái einhvern tíma hreinum meirihluta á Alþingi. Davíð alhæfir Að bera fyrir þjóðina slíkan sam- anburð, sem er algerlega út í hött og getur ekki haft nokkurn annan tilgang en að slá ryki í augu fólks og gera skoðanir þeirra, sem vilja auka samstarf við lýðræðisþjóðir Evrópu og skoða af alvöru mögu- leika okkar íslendinga á aðild að Evrópusambandinu, tortryggileg- ar. Á öðrum stað í ræðu sinni seg- ir forsætisráðherrann: ,Kannanir sýna, að íbúar þeirra landa, sem sögðu já við inngöngu í Evrópusam- bandið í þjóðaratkvæðagreiðslum á síðastliðnu ári, sjá nú margir eftir öllu saman.“ Davíð Oddsson er hér væntanlega að vísa til könnunar sem sýndi að meirihluti Svía var mótfallinn aðild nú nokkrum mán- uðum eftir inngöngu. Ég fæ ekki séð hvernig forsætisráðherrann getur alhæft á þennan hátt um öll löndin þijú sem gengu í Evrópu- sambandið, út frá könnun í einu þeirra. Að minnsta kosti bendir ný könnun frá Finnlandi til þess að þarlendir séu síður en svo ósáttir við ákvörðun sína. Þjóðarstolt eða þjóðremba Þessi tvö dæmi úr ræðu Davíðs bera þess merki að forsætisráðherr- ann er ekki hlutlægur í umfjöllun sinni um Evrópumál. Hann velur öfgadæmi af handahófi og alhæfir síðan. Verst er þó að alhæfingin er ætluð allri þjóðinni og sett í búning þjóðarstolts á sjálfan þjóð- hátíðardaginn. Að flytja slíkan boð- skap úr púlti á Austurvelli undir styttunni af Jóni Sigurðssyni með sjálfa Fjallkonuna sér við hlið er ómengaður þjóðrembingur. Það er lofsvert þegar frammámenn þjóð- arinnar setja fram alvöru skoðanir á hátíðisdögum. En það er langur vegur á milli skörulegs málflutn- ings rektors á Háskólahátíð og for- sætisráðherrans á Austurvelli. Það er langur vegur á milli heilbrigðs þjóðarstolts og hreins og óhuggu- legs þjóðarrembings. JÓNÞÓR STURLUSON, formaður Sambands ungra jafnaðarmanna, Ránargötu 9, Reykjavík. Jón Þór Sturluson Ttúta, inýÁ&falíalciani. mýú/tun oy fusyilcywt. 'VvA oÁcímú 697 'VenÁ a&eúu 679 S&iáteiit ácfttttÍK^anti£A<A. ^awta CnjáútaAaldevii, ttteá CnéáutK ay yó&u*K áiinutK. *Ven& eáeittá, 399 THutUð- ai en i BÖNUS ‘%Mtaaön&u*i aMa, MtutucUufu ýtá ái. 13.00 tii /7.00. douúie iffMtttxinfóútaAaMani. 9/enib- abeiKA t. 149 k'ikingolottó - Víkingalotto • V;i':ngaloitó • Víkingalotto • ViKÍngalotto ' Vikingalotló * Víking3lo*tó • Víkingalotto • Vikii.galotto • Vlkingulotto • Víkingalottó • Víkingaloító - Vikingaiottó * Vtkir.galottó • Vikingalottó • Vikingalottc • Verður fýrsti vinningurinn í Víkingalottóinu Freistaðu gæfunnar - kannski er röðin komin að þér! ' Vikingalottc • Vihingaloltó • VikingaloUo » Vikinyaiotló » Vikingaloltó • Vikmgalotlu ■ ViMngalottú • Vikinqaiotto • Víkiiiq<aloito « Vikingalotto » Vikmgalottó • Vikingalottú « Vikmgalottó • Vikingalottó • Vikingalottö • Vikingaiottó ■ Vikingaíottó • V'r rfysalott : V.Vingalottó ; Vikingal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.