Morgunblaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVTKUDAGUR 28. JÚNÍ 1995 31 - MINNIIMGAR HERBERT EYJÓLFSSON + Herbert Ey- jólfsson var fæddur í Reykjavík 17. mars 1920. Hann lést á Land- spítalanum 25. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðrún Jónasdótt- ir og Eyjólfur Eð- valdsson. Eftirlif- andi eigmkona Herberts er Ástríð- ur Guðný Sigurð- ardóttir. Börn þeirra voru fjögur. Sonur þeirra, Guð- mundur, lést af slysförum 26. maí 1970. Börn þeirra þijú sem eftir lifa eru Sigurður, Eyjólfur og Þórdís, sem öll eru búsett í Keflavík með fjölskyldum sín- um. Barnabörnin eru 13 og barnabarnabörnin sjö. Útför Herberts fór fram í kyrrþey 1. júní. En þegar kallið kemur, þá kem ég glaður um borð. Ég hef skrifað í sjávarsandinn mín siðustu kveðjuorð. ÞETTA brot úr kvæði Davíðs Stef- ánssonar kemur mér í hug þegar ég minnist míns góða vinar gegnum sl. 45 ár. Hann var ljúfur maður og heill. Brosið var hlýtt. Hann ólst upp í Keflavík og átti glaða æsku. Ungur fór hann til sjós eins og aðrir ungir menn frá sjávarplássum. Mestan hluta ævi sinnar var hann við sjómannsstörf. Hann var einkar hagur maður og hefði náð langt ef um skólagöngu hefði verið að ræða. Tíðarandinn og kreppan komu í veg fyrir það. Hann lék sér að því að taka hina flóknustu hluti í sundur og koma þeim saman aftur. Hann eignaðist eitt sinn þrívíddarljós- myndavél. Sú ögraði honum mikið. Ég sá hana sundurtætta hjá honum einu sinni og hélt að þá hefði hann gengið einum of langt. Þess má geta að þess konar vélar voru á þeim tíma ekkert þekktar hérlendis. Næst þegar ég leit inn hjá honum var hún auðvitað komin saman. Það var sama hvort voru fíngerðustu vélar eða örsmá tækniundur sem hann kom nálægt, allt varð að at- huga og helst að rífa í sundur til að kanna handverkið. Allt féll svo saman aftur. Hann var eftirsóttur til alls konar viðgerða. Hann vann sem vélagæslumaður hjá Útveg- smiðstöðinni í Keflavík til margra ára. Síðustu árin vann hann hjá syni sínum við bifreiðaviðgerðir. Hann veiktist ,af krabbameini fyrir fimm árum. Veikin lá niðri annað slagið og má þakka það frá- bærri hjúkrun Ástu konu hans. Margar voru þó heimsóknir hans á Landspítalann. Það kom í hennar hlut að sjá til þess að líðanin væri eins góð og kostur var. Erfið voru þó árin fimm. Þegar vinir og vanda- menn komu í heimsókn, sem var oft, var aldrei kvartað. Heldur var slegið á létta strengi og sagðar sögur frá gömlu Keflavík. Það var unun að hlusta á hann segja skemmtisögur af alls konar karakt- erum sem hér voru. Glettnin var gjörsamlega græskulaus. Það leið ekki sá dagur að börnin kæmu ekki í heimsókn svo og barnabörnin. Herbert var svo lán- samúr að þau búa öll nálægt heim- ili hans. Tengdadæturnar voru vinir hans í orðsins bestu merkingu. Hann átti fjölda vina, sem allir sakna nú vinar í stað. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Það var falleg og ógleymanleg kveðju- stund í Fossvogskirkju 1. júní sl. Þar kvöddum við frænda og góðan vin, Herbert Eyjólfs- son. Berti, eins og hann var alltaf kallað- ur, ólst upp hjá móð- urömmu okkar, Maríu Benediktsdóttur, sem hann reyndist ávallt sem besti sonur. Berti var mikið á sjónum, á bátum og skipum, og mikíl var ánægja okkur systkina þegar hann kom í heim- sókn með góðgæti að gleðja okkur, þá sáum við banana í fyrsta sinn, og hann hló þegar við spurðum hvernig ætti að borða þá, og hann sagði að bragði, bara taka hýðið af og bíta í. .. Já, við eldri systkinin eigum bjartar og góðar minningar um Berta sem við viljum nú þakka, ennfremur viljum við þakka honum góða vináttu við móður okkar, Berti var alltaf tilbúinn að rétta sína styrku hjálparhönd ef á þurfti að halda, en hann var sérlega verklag- inn maður, nánast allt lék í höndun- um á honum. Berti átti góða konu, Ástríði Sig- urðardóttur, sem varð góð vinkona okkar, eignuðust þau fjögur mann- vænleg böm, Sigurð, Eyjólf, Þórdísi og Guðmund, sem dó ungur af slys- förum. Við viljum þakka Berta fyrir allt það góða sem hann var okkur og fjölskyldu okkar og biðjum algóðan guð að 'varðveita hann. Ástu og bömunum og ástvinum öllum send- um við okkar dýpstu samúðarkveðj- ur og vitum að minning um góðan dreng lýsir þeim á sorgarstundu. Guð blessi ykkur öll. Systkinin Sólvallagötu 14, Keflavík. Áfram þjóta árin sem óðfluga ský. Og tíðin verður tvenn og þrenn, og tíðin verður nú. En það kemur ekki mál við mig ég man þig fyrir þvi. (Jóhann Jóhannsson) Nú þegar afi er farinn yfír móð- una miklu eftir erfíð veikindi langar okkur frænkurnar að þakka af al- hug allar góðu stundimar með hon- um og ömmu. Afí var ákaflega góður maður og var stutt í stríðni við okkur barnabörnin, alveg var sama hvað við báðum hann um, alltaf var hann reiðubúinn að hjálpa. Einnig vil ég þakka afa og ömmu öll árin sem ég átti með þeim og hjálpina þegar pabbi dó, einnig hvað þau voru góð við hann og hjálpleg í hans veikindum. Hafðu þökk fyrir allt, elsku afi, og megi Guð styrkja ömmu okkar. Anna og Ásta. GISLINA VILHJÁLMSDÓTTIR + Gísiína fæddist Vilhjálmsdóttir 5. október 1922 í Reykjavík. Hún lést 7. júní sl. Gíslína var jarðsungin frá Dóm- kirkjunni 19. júní. UMHYGGJA og hlýja! Það er það fyrsta sem mér dettur S hug er ég minnist Gíslínu. Börnunum sínum gaf hún mikið, nokkuð sem aldrei gleymist. Einstök manneskja er horfin á braut, en minningin lifir. Ég tel mig gæfumann að hafa kynnst Gíslínu. Óli Þór. Handrit atmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasiðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Ástkær móðir okkar, amma og langamma, SIGRÍÐUR FRIÐRIKSDÓTTIR, Njálsgötu 7, Reykjavík, lést á Hrafnistu, Reykjavík, sunnudaginn 25. júní. Nanna Hjaltadóttir, Indriði Sigurðsson, Hrönn Hjaltadóttir, Eli'n Hjaltadóttir, Hrefna Hjaltadóttir, Gerhard Deckert, barnabörn og barnabarnabörn. Alúðarþakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæra sonar og bróður, BJÖRNS RÚNARSSONAR, Þverfelli, Lundarreykjadal. Inga Helga Björnsdóttir, Rúnar Hálfdánarson, Jakob Guðmundur Rúnarsson. Nú er hann farinn. Góðar og hlýj- ar minningar ylja okkur það sem eftir er. Farðu vel og hafðu þökk Lokað fyrir allt kæri vinur. Guðbjörg Þórhallsdóttir. Skrifstofur okkar verða lokaðar miðvikudaginn 28. júní kl. 13 til 15 vegna jarðarfarar SIGURVEIGAR MARGRÉTAR EIRÍKSDÓTTUR. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Bræðurnir Ormsson hf. + Jarðarför VALGERÐAR I. JÓNASDÓTTUR, Mikladalsvegi 2, Patreksfirði, sem lést í Vestmannaeyjum þann 18. júní, fer fram frá Patreks- fjarðarkirkju laugardaginn 1. júlí kl. 11.00. Fyrir hönd vandamanna, Ástgerður Guðnadóttir, Inga Sigurjónsdóttir, Bjargmundur Sigurjónsson, Jóhann B. Sigurjónsson, Rósa B. Sigurjónsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR, sem lést föstudaginn 23. þessa mánaðar, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 29. júní nk. kl. 15.00. Gústaf Nilsson, Þóra Ólafsdöttir, Ólafur Nilsson, Guðrún Ólafsdóttir, Bogi Nilsson, Eisa Petersen, Anna Nilsdóttir, Friðrik J. Hjartar, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir til allra, er sýndu okkur samúð og veittu styrk við andlát og jarðarför GUÐRÍÐAR H. GUÐJÓNSDÓTTUR, Miðstræti 28, Vestmannaeyjum. Sigtryggur Þrastarson, synir, foreldrar, systkini og tengdaforeldrar. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar RUTARÞÓRÐARDÓTTUR, Vífilsgötu 1, Reykjavík. Óli Valdimarsson, Alda Óladóttir Bredehorst, Manfred Bredehorst, Erna K. Óladóttir, Atii Þór Ólason, Guðrún Guðmundsdóttir, Elfar Ólason, Bjarney Bergsdóttir, Eygló Rut Óladóttir, systur, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför GERÐAR GUÐLAUGSDÓTTUR, Iðufelli 4, Reykjavík. Finnbogi Andersen, Guðlaugur Magnús Guðlaugsson, Auður Bergþóra Erlarsdóttir, Albert Steingrímsson, Björk Guðlaugsdóttir, Páll Cecilson, Rögnvaldur Guðlaugsson. + Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURLÍNAR ÓLAFSDÓTTUR frá Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í Hafnarfirði. Sólrún Gestsdóttir, Einar Kristjánsson, Friður Jónsdóttir, Auðunn Karlsson, Hrefna Jónsdóttir, Hilmar Sigurðsson, Baldur Jónsson, Guðrún G. Matthfasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.