Morgunblaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Rit um Fornaldarsögur Norðurlanda hjá Sorbonne Islensk útfærsla á evr- ópskri bókmenntatísku LA MATIERE du Norde eða Efni- viðurinn úr norðri er heiti nýrrar bókar Torfa H. Tuliniusar, dósents við Heimspekideild Háskóla ís- lands, sem komin er út hjá bókaút- gáfu Sorbonne-háskóla í París. Umfjöllunarefni bókarinnar eru fornaldarsögur Norðurlanda og skáldaðar frásagnarbókmenntir á íslandi á 13. öld eins og segir í undirtitli hennar. Evrópsk bókmenntatíska Tilgátan sem sett er fram í bók- inni er sú að fomaldarsögur Norð- urlanda komi fram á íslandi undir lok tólftu aldar eða í upphafi hinn- ar þrettándu þegar íslensk goða- stétt er að breytast í stétt höfð- ingja sem sækir sér menningar- lega fyrirmynd til norsks aðals sem sjálfur sækir fyrirmyndir til aðals sunnar í álfunni. Á sama hátt og franskir höfundar á tólftu öld smíðuðu frásagnir um kappa þeirrar fortíðar sem frönskum aðli stóð næst - rómverskrar, kelt- neskrar auk franskrar - unnu ís- lenskir höfundar úr fornum kvæð- um og frásögnum um fortíð nor- rænna þjóða og bjuggu til það form sem við köllum nú fomaldar- sögur Norðurlanda. Þessar sögur vom þvi sjálfstæð útfærsla íslend- inga á bókmenntatísku sem breiddist út um alla Evrópu á þrettándu öld. Tilgáta þessi er studd ýmsum rökum. Farið er yfir eldri kenning- Málverk Errós, Miðaldirnar, prýðir kápu bókar Torfa H. Tuliniusar, La Matiére du Nord. ar um tilurð fomaldarsagna og sýnt hvemig fornaldarsögumar kunna að hafa orðið til úr sam- hliða þróun konungasagnaritunar annars vegar og hetjukvæða hins vegar. Einnig eru rannsakaðar sex fomaldarsögur sem líklegt má telja að séu frá þrettándu öld. Greining á þeim leiðir í ljós að þótt þær gerist í fjarlægri fortíð fjalli þær samt sem áður um vem- leika þrettándu aldar og oftar en ekki um breytingar á samfélaginu sem fylgja aðlögun íslenskrar höfðingjastéttar að ýmsum þáttum evrópskrar hirðmenningar. Að- ferðin sem notuð er til að greina þessar sex sögur byggir á goðsag- nagreiningu mannfræðingsins Claude Lévi-Strauss. Helsta kennisetning hans er að frásagnir sem tiltekin menning elur af sér hljóta að endurspegla gildi hennar og samfélagsskipan en jafnframt þær mótsagnir sem búa í henni; það em jú gildin og áhyggjuefnin sem stjórna því hvað er frásagnar- vert. Egils saga Seinni hluti bókarinnar er til- raun til að beita sömu aðferð til skilnings á Egils sögu Skalla- Grímssonar. Eins og fomaldarsög- umar er hún skoðuð fyrst og fremst sem heimild um þrettándu öldina. Niðurstaða höfundar um söguna mun koma mörgum á óvart en hún er sú að bygging hennar sé í senn flóknari og þaulhugsaðri en hingað til hefur verið talið og auk þess að kristileg viðhorf og hugsun búi mun meira en áður hefur verið talið undir sögunni af víkingnum og skáldinu Agli, þótt ekki _sé það augljóst við fyrstu sýn. í framhaldi af þessu er bent á hugsanleg tengsl milli sögunnar og atvika úr lífí Snorra Sturluson- ar, sé hann höfundur sögunnar eins og margir trúa. Bókin er 303 síður að lengd og kápu hennar prýðir myndin L’époque médiévale eða Miðaldirn- ar eftir Erró. Sumartónleikar Þjóðkirkjunnar Efnilegur orgelleikari Morgunblaðið/Jónas Erlendsson INGIBJÖRG við nokkrar af myndum sínum. Fyrsta sýning 81 árs lista- manns Fagradal. Morgunblaðið. 1 ARSÖLUM í Vík í Mýrdal reka hjónin Símon Þ. Waagfjörð og Kol- brún Hjörleifsdóttir gisti- og kaffi- hús í gamla sýslumannshúsinu í Vík, en einnig eru þau með markað í bílskúr við húsið, en þar koma handverksmenn úr Mýrdal með sína muni til að selja á markaðinum. Á kaffihúsinu stendur nú yfir myndlistarsýning á verkum Ingi- bjargar Jónsdóttur frá Dynjanda í Arnarfirði, hún er sjálfmenntaður alþýðulistamaður á 82. ári og hefur ekki áður haldið sýningu á verkum sínum, hún sækir gjarnan fyrir- myndir til náttúrunnar. Myndirnar eru málaðar með vatnslitum, olíu- taulitum, taulitum og þurrkuðum laufum. Sýningin stendur yfir fram á haust. TONLIST Dómkirkjan ORGELTÓNLEIKAR Kári Þormar lék verk eftir J.S. Bach, Jón Nordal, Buxtehude og Liszt. Mánudagur 26. júní 1995. UNGUR orgelleikari, Kári Þorm- ar, er stundar framhaldsnám í Diisseldorf, lokaði sumartónleikum Dómkirkjunnar. Kári er efnilegur orgelleikari og sýndi það sérstak- lega í g-moll fantasíunni og fúg- unni (BWV 542), eftir J.S. Bach, sem er eitt af meiriháttar orgelverk- um meistarans, sérstaklega fúgan, með sínu áhrifamikla stefí ogtveim- ur mótstefjum, er Bach af miklu listfengi spinnur saman í svo nefnd- um þreföldum kontrapunkti. Á undan þessu glæsiverki lék Kári þijá sálmforleiki eftir Bach og gerði mjög fallega, sérstaklega Li- ebster Jesú. Til eru 6 útfærslur á þessu sálmalagi en um þá 6. BWV 754, leikur vafi á að hún sé eftir meistarann. Vel hefði mátt tilgreina númerin á kóralforspilunum, því Bach spann margar útfærslur yfir sum vinsælustu sálmalögin. Tokkatan eftir Jón Nordal var hressilega leikin og þar mátti heyra töluverða leiktækni hjá Kára. Prelúdía í D-dúr (BuxWV 139), eftir Buxtehude, er eins og mörg verka þessa orgelsnillings frekar laus í formi, hálgerð fantasía í mörgum stuttum köflum. Kári lék prelúdíuna mjög vel og náði furðu vel að halda utan um þetta laus- bundna en ágæta verk. Lokaverk tónleikanna var prelúdía og fúga yfir tónana'BACH, eftir Franz Liszt. Þetta er tæknilega erfítt verk, sem Kári skilaði í heild með glæsibrag og er ljóst af frammistöðu hans, að hér er á ferð- inni efnilegur orgelleikari og þegar vel kunnandi um margt. Smá hnökrar í Bach-fúgunni og stutt hik í Liszt-fúgunni verður að teljast smálegt eitt, þegar til þess er horft , að allt annað var vel gert, hending- ar fallega mótaðar og raddskipan látlaus og skýr. Jón Ásgeirsson -----» ♦ ♦---- Nýjar bækur Lesnæt- ur Þóru ÚT ER komin ljóðabókin Les- nætur eftir Þóru Jónsdótt- ur. Þetta er sjö- unda bók höf- undar. Fyrsta bók Þóru, Leit að tjaldstæði, kom út .1973 og sú síðasta, Línur í lófa, 1991. Útgefandi er Mýrarsel. Bókin er 34 bls. Prentsmiðjan Oddi sá um prentun og bókin kostar 1.950 krónur. Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson LUDWIG Hoffmann við píanóið ásamt yngsta nemandanum, Ástríði Öldu Sigurðardóttur, 15 ára Hafnfirðingi. Prófessor Hoff- mann sagði að hún hefði mikla tónlistarhæfileika og afburða hraða og næma fingravirkni. Elska starf mitt Hinn eftirsótti píanókennari, prófessor Ludwig Hoffmann, kveðst í samtali við Ulf- ar Agústsson ávallt reyna að draga fram persónueinkenni nemenda sinna og hvetja þá til að rækta sinn eigin stíl PRÓFESSOR Ludwig Hoffmann, píanóleikari og kennari, var talinn meðal fremstu píanóleikara Evrópu, þegar hann hætti að koma fram árið 1985, þá sextugur að aldri. Hann er nú meðal eftirsóttustu píanókennara Þýskalands og hefur starfað sem prófessor við Tónlistar- háskólann í Múnchen þar sem hann býr, frá árinu 1970 auk þess sem hann gegnir prófessorsstöðu við Tónlistarháskólann í Vínarborg. Hoffmann var með „Master Class“ námskeið fyrir píanóleikara á ísafirði í síðustu viku. Tónlistarhátíðin Jónsmessutónar var yfirskrift námskeiðsins og tón- leika sem stóðu frá þriðjudegi til laugardags á vegum Tónlistarskóla ísafjarðar. Námskeið og tónleikar voru afar vel sótt, en það vakti nokkra athygli að. auk ungra af- burðanemenda sem helst var vænst á námskeið Hoffmanns komu kenn- arar þeirra, sem vildu sitja við fót- skör þessa meistara og auka þekk- ingu sína. Breytingar með tónbandinu í stuttu spjalli eftir námskeiðið sagði Ludwig Hoffmann að mikil- væg þróun hefði orðið á kennslu- tækni frá stríðslokum, aðallega með tilkomu upptökutækninnar. Hann hefur um margra ára skeið tekið leik nemenda upp á band sem hann vinnur svo úr með þeim. Þetta ásamt myndböndum og návígi fjölmiðlunar hafi gert það að verk- um að krafist er mikið meiri full- komnunar af flytjendum, sem oft bitnar á persónusköpun listamanns- ins. Áður gátu menn breitt yfir mistök í flutningi með tæknibrellum byggðum á persónuleika eða út- geislun, nú er ekki hægt að leyfa sér slíkt. „Ég reyni samt alltaf að draga fram persónueinkenni nemenda minna og hvet þá til að rækta sinn eigin stíl, því kannski er mesta hættan í fullkomnunaráráttu nútím- ans að allir reyni að líkja eftir þeim sem á hverjum tíma er talinn bestur og að ná nákvæmlega sömu tækni.“ Björk og Gling gló Hann nefnir Björk sem skemmti- lega frumlegan listamann, þótt hann sé ekki jafn hrifinn af öllu á plötunni Gling gló komi fram mikil sköpunar- gleði og sterk persónuleika- ein- kenni, sem honum fínnst að Björk ætti að rækta því hún hafí augljós- lega mikla tónlista/hæfileika. Tónlistin hefur alltaf mikið gildi, en hann segist að jafnaði ekki kunna að meta poppmúsik. Öðru gegni með djassinn, þar megi fínna alvarlega hugsandi menn. Djassgeggjari? „Erol Gardner.Oscar Peterson og Miles Davies eru allt listamenn, sem náðu djassinum inn á víðari brautir. Þeirra tónlist mun lifa áfram meðal klassískra tónbókmennta," að sögn Hoffmanns. Hann nefnir líka Frank Sinatra sem alvarlega hugsandi tón- listarmann, sem hafí í gegn um djass og blöndu af honum og annarri popp- músik náð að skapa nýjar leiðir. „Ég held að píanókennarar ættu að vera góðir píanóleikarar til að ná árangri. Það getur enginn kennt skurðlækningar, sem ekki hefur sjálf- ur skorið upp mann. Eitt af því sem ég legg mikla áherslu á í kennslunni er að nemandinn stoppi ekki við flutn- ing. Stundum segi ég við þau: Hvem- ig haldið þið að það væri ef dansmúsí- kant gleymdi og hætti að spila, þá þyrftu allir á gólfínu að hætta. Þar má þetta ekki gerast og gerist ekki, sama á að gilda við klassískan flutn- ing.“ Mið-Evrópa langfremst Þegar talið snýst að sjálfri tónlist- inni aftur er Ludwig Hoffmann ekki í neinum vafa um yfirburði mið-evr- ópskrar klassískrar tónlistar. „Aust- urríki, Frakkland og Þýskaland hafa alið flesta þá tónsnillinga sem skapað hafa merkustu tónlist heimsins til þessa.“ Hoffmann segir að margir nemenda hans séu frá Austurlöndum, Kína, Kóreu og Japan. Þótt þeir séu afburða hljómlistarmenn sem hafa náð langt á Vesturlöndum, hafi þeir enga minnstu hugmynd um tónlist heimalandsins eða þekki tónlistar- sögu þess. Hoffmann hefur setið í 20 ár í nefnd þeirri(DAAD) í Bonn, sem úthlutar öllum styrkjum sem Sambandslýðveldið veitir til námsdv- alar erlendra námsmanna í tónlist í Þýskalandi og til þeirra þýsku náms- manna sem fá styrki til dvalar erlend- is. Hoffmann er viss um að miklar framfarir verði á sviði tónmenntar í framtíðinni, þótt erfítt sé að segja til um hvaða leiðir verði farnar. Ludwig Hoffmann sagði að lokum, að hann _ vonaðist til að nemendúr hans á Isafirði hafí haft gagn af veru hans og vonast til að þeir hver fyrir sig nálgist píanóið og músíkina með örlítið nýjum hætti. Hann segist alla tfð hafa elskað starf sitt og þyki vænt um nemendur sína og því von- ast hann til að þeim farnist vel á tónlistarbrautinni. Höfundur er fréttaritarí Morgunblaðsins á Isafirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.