Morgunblaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Ævintýrasiglingar um Breiðafjörð með skelveiði og smökkun. Fjölbreytt fuglalíf - Lifandi leiðsögn - Gisting við allra hæfi. EYJAFERÐIR Stykkishólmi, s.438-1450. Hestar Hestaleigan Reykjakoti í dalnum fyrir ofan Hveragerði. Opið allt árið. 1-4 klst. og dagsferðir. Uppl. í síma 483-4462 og fax 483-4911. Ævintýri á Vatnajökli Ferðir á snjóbílum og vélsleðum á stærsta jökul í Evrópu. Svefnpokagisting og veitin- gar í jöklaseli með óviðurjafnanlegu útsýni. JÖKLAFERÐIR Pósthólf 66, 780 Hornafjörður. Sími 478-1000, fax 478-1901. Jöklasel s. 478-1001. Veitingar Vestfirðir - örugglega öðruvísi Vesturferðir bjóða: Bátsferðir, gönguferðir, rútuferðir, flugferðir, stuttar og langar ferðir. Dagsferðir á Hornstrandir, siglingar í Vigur og Jökulfirði. Komdu vestur Vesturferðir, fsafirði, sími 565-5111. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SIMI 568-2533 Ferðist innanlands með Ff í sumar Næstu sumarleyfisferðir 1. 30/6-3/7 „Vestfirsku alp arnir“. Ný ferð. Brottför á föstudagskvöldinu. Gist í húsum.Séð um flutning á farangri. Fá sæti laus. 2. 30/6 - 2/7 Hreðavatn -Langavatn - Hnappadalur. Brottför kl. 08.00. Göngutjöld. Fá sæti laus. 3. 8.-13/7 Vestfjarðastiklur. Aukaferð ef næg þátttaka fæst. Uppselt er í ferði- na 1.-6 júlí. (safjarðardjúp, Æðey, Grunna vík, Dýrafjörður o.fl. Öku- og skoðunarferð. Gist í húsum. 4. 2.- 11/7 Húsferð á Horn strandir. Hesteyri - Hlöðuvík - Hornvík. Gist 2-3 nætur á hverj um stað. Uppselt í hús. 5. 13.- 21/7 Húsferð á Horn strandir: Ystu strandir norðan Djúps. Ferð tileinkuð árbókinni í fyrra. Auðveld ferð. Dvalið á Horni og Búðum í Hlöðuvík. 6. 19.- 27/7 Hornvík - Reykja fjörður. Skemmtileg bakpoka- ferð um Austur- strandir. Dvalið í Reykjafirði í lokin (sund- laug), 7. 21.- 27/7 Reykjafjörður - Drangar. Ný ferð. Hús og tjöld. Það eru laus pláss í þrjár fyrstu ferðirnar milli Landmanna lauga og Þórsmerkur (1. ,5. og 6. júlí, 5 og 6 daga ferðir). Söguslóðir á Suður- Grænlandi verður 3.—10. ágúst. Nánar auglýst síðar. Upplýsingar og farmiðar á skrifstofunni. Ferðafélag íslands. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS Miðvikudagur 28. júní Heiðmörk, skógræktarferð kl. 20 Síðasta skógræktarferðin í reit Ferðafélagsins í sumar. Frítt. Brottför frá BSl, austanmegin, og Mörkinni 6. Fjölskylduhelgi á álfaslóð um í Þórsmörk 30/6-2/7. Fjölbreytt dagskrá fyrir unga sem aldna, fjölskyldugöngur, ratleikur (leitin að álfasilfrlnu). Mjög ódýr ferð. Gist í skála og tjöldum. Pantið tíman- lega. Tjaldsvæði í Langadal - Þórsmörk Ath. að öll gistipláss á tjald svæði Ferðafélagsins í Langadal næstu helgi (30/6-2/7) eru frá tekin vegna fjölskylduhelgarinn ar. Tjaldpláss eru eingöngu fyrir þá, er hafa staðfestingu frá skrif stofunni. Landmannalaugar - Hrafntinnusker 1.-2. júlí Brottför kl. 8.00. Gengið í nýja skálann í Hrafntinnuskeri og gist þar. M.a. skoðaðir íshellarnir. Pantið tfmanlega. Ferðafélag jslands. w efþú þorir Tjaldleigan Skemmtilef’t hf. Bildshöfóa 8 - 587 6777 @ FERÐALÖG Morgunblaðið/ASÆ MIÐAÐ við reynslu síðustu ára má búast við glaumi o g gleði í Þórsmörk næstu tvær helgar. Brjálaða Bína í Kerlingarfj öllum VERSLUNARMANNAHELGIN er óskoruð mesta gleðihelgi íslend- inga. Fyrstu og aðra helgina í júlí hefur þó einnig skapast hefð fyrir úthátiðum á nokkrum stöðum. Þær hátíðir eru allar óopinberar og að mestu óskipulagðar. Langmest ásókn er í Þórsmörk á þessum tíma en einnig er vin- sælt að fara á Laugarvatn, til Búða og Kerlingarfjalla. Ungling- ar verða að öllum líkindum fjöl- mennir á Laugarvatni nú um helg- ina en menntaskólanemar og fólk um tvítugt sækir meira í Þórs- mörk. Aðra helgina í júlí kemur að háskólanemum. Félög þeirra og aðrir óformlegri hópar fólk á þrí- tugsaldri skipuleggja hópferðir á þessum tíma. Sennilega verður öll flóran úr stúdentapólitíkinni þar því bæði félagshyggjuflokkurinn Röskva og lýðræðissinnar úr Vöku stefna til Þórsmerkur þessa helg- ina, auk nemenda úr verkfræði, viðskiptafræði og fleiri greinum. í Kerlingarfjöllum er yfirleitt mikið fjölmenni fyrstu helgina í júlí. Þá má meðal annars búast við Bijáluðu Bínu, félagsskap sem í eru flugfreyjur og flugþjónar. Margir fylgja í kjölfarið til að berja þann fríða hóp augum. Bubba verður á Flúðum Frá árinu 1990 hafa nemendur Menntaskólans á Laugarvatni haft með sér félagsskap sem þeir kalla Bubbu, í höfuðið á konu skóla- meistarans. Bubba er á faralds- fæti fyrstu helgina í júlí og nú ætla félagsmenn að hittast á tjald- stæðinu á Flúðum. I Þórsmörk og á Búðum hefur verið brugðið á það ráð að tak- marka fjöldann sem kemst að til að hlífa gróðri. Tjaldstæðin á báð- um stöðum voru upppöntuð fyrir löngu. Ung’lingaferðir nýjung lijá Landi&hestum HESTALEIGAN Land&hestar hef- ur aðsetur að Húsatóftum á Skeið- um og þar eru m.a. í boði hópferð- ir, fyrir starfshópa og fleira. Farið er um héruð á Suðurlandi og geta byijendur jafnt sem reyndir knapar gengið reiðskjóta við sitt hæfi. Að sögn Ástrúnar Davíðsson, eins for- svarsmanns hestaleigunnar eru gestir sóttir til Reykjavíkur ef fara á í 4 klst. ferð eða lengri. Á Húsa- tóftum er tjaldstæði, svefnpoka- pláss og sundlaug. Nefna má nokkur dæmi um ferðir. Eins til þriggja tíma ferðir upp með bökkum Þjórsár frá Húsa- tóftum. Heils dags ferðir og valin reiðleið eða skipulagt af hestaleig- unni. Einnig er að fá lengri ferðir eða allt upp í 9 daga og nýjung er tveggja daga ferðir með ungl- inga 12-16 ára. Innifalið er alltaf Yfir Ölfusá með Utivist EFTIRMINNILEGUR áfangi Þórs- merkurgöngu Útivistar 1990 var þegar farin var gamla alfaraleiðin frá Fjalli eftir Hellisbrú að Laugar- dælafeijustaðnum og feijað yfir Ölfusá. Þessi ferð verður endurtek- in sem afmælisferð Útivistar fimmtudagskvöldið 29.júní. Farið er frá Umferðarmiðstöð- inni kl. 20 og komið aftur um 23.30. Hellisbrúin er ein elsta vegagerð á Suðurlandi og þjóðleið- in var ein fjölfarnasta á landinu. Rifjaður verður upp ferðamáti 19. aldar og þátttakendum gefst kost- ur á að lifa sig inn í hann. Feiju- tollur skal greiddur. Guðmundur Kristinsson, fyrrv. gjaldkeri, höf- undur Sögu Selfoss, verður fylgd- armaður og björgunarsveitin Tryggvi á Selfossi sér um öryggi hópsins á ánni. Allir eru velkomnir. . ----» ♦ ♦---- Hafnar- göngu hóp- urinn í Foss- vogsdal í KVÖLD, 28.júní, stendur HGH fyrir gönguferð eftir nýrri leið suð- ur í Óskjuhlíð, inn með Fosseyri og inn Fossvogsdal. Mæting er við Miðbakkatjaldið kl. 20. Þar eiga menn þess kost að ganga alla leið- ina eða styttri leið, fara með al- menningsvögnum suður að Tjald- hóli í Fossvogi og ganga þaðan upp Fossvogsdal og sameinast fyrri hópnum þar. Fylgdarmenn verða með báðum hópunum. Allir eru velkomnir í ferð Hafnargöngu- hópsins. - frelsi á hestbaki -freedom on horseback reiðkennsla og aðlögun að hestin- um, öryggishjálmur og regnfatn- aður og hressing að ferð lokinni eða nesti í lengri ferðirnar. Til að gefa hugmynd um verð kostar 2ja klst. ferð 2.400 kr og dagsferð 6.500 kr. og þá innifalið sem áður var minnst á. •• stundum koma Prínce Polo pásur! Lífið snýst ekki bara um vinnustundir og vísitölur, stundum eru það pásurnar sem lífga mest upp á sálartetrið; Prince Polo pásurnar. Nú er Prince Polo komið í nýjar og betri umbúðir. Mundu það næst þegar þú vilt slappa af! X l S s i I ft 1.7 i ft I > L' l > I í i \ \ i i i i \ i i í-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.