Morgunblaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 1995 15 VIÐSKIPTI Hoechst selur fyrirtæki París. Reuter. FRANSKA snyrtivörufyrirtæk- ið L’Oreal hyggst kaupa Jade Cosmetic GmbH af þýzka efna- vörufyrirtækinu Hoechst AG til þess að tryggja sér eins mikla markaðshlutdeild í Þýzkalandi og í Frakklandi, Belgíu og öðr- um Evrópulöndum. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp, en viljayfirlýsing um kaupin hefur verið undirrituð og Hoechst vonar að gengið verði frá þeim um miðjan júlí. Þar með vill Hoechst draga úr kostnaði og einbeita sér að lyfsölu. Hoechst hyggst selja tvö önnur snyrtivörufyrirtæki, Marbert eftir nokkrar vikur og Schwarzkopf í árslok. Með sölu hinna þriggja fyrir- tækja huggst Hoechst afla 1.5 milljarða marka. Jade velti 210 milljónum marka 1994. Hoechst gerir ekki ráð fyrir athugasemdum um brot á sam- keppnireglum frá þýzkum yfir- völdum, sem verða að sam- þykkja kaupin. Time Warn- er rekur tónlistar- stjóra Los Angeles. Reuter. TIME Warner fyrirtækið hefur rekið forstöðumann tónlistar- deildarinnar Warner Music U.S., Doug Morris, nokkrum mánuðum eftir að hann fékk stöðuhækkun, og brottrekstur hans er liður í endurskipulagn- ingu á umsvifamesta tónlistar- fyrirtæki heims. Time Warner hefur sætt pólitískri gagnrýni fyrir ofbeld- isdýrkun í lögum og kvikmynd- um, en ekki er vitað hvort brottrekstur Morris á rætur að rekja til hennar. Morris hefur barizt gegn til- raunum forstjóra Time Warner, Geralds Levins, til þess að friða gagnrýnendur fyrirtækisins. Meðal skjólstæðinga Morris eru Madonna og Eric Clapton og hann stóð að ábatasamri fjárfestingu Time Warners í plötuútgáfunni Interscope Rec- ords, sem hefur á sínum snær- um kunnan rappara og tugthúslim, Tupac Shakur, og grunaðan morðingja, Snoop Doggy Dogg. * Aætlun um að 50 meðalstór fyrirtæki standi saman að áhættufjármagnsmarkaði WttlægtiilannS aönertjaHstaðtai Stakir stafir í öllum stærðum, mörgum litum og gerðum. Má festa beint á húsið eða lausa fjöl, Sölustaðir A.B. Skilti; Garðabæ Z brautir, Faxafeni 97 þjónusatan, Egilsstöðum Framleiðandi: &feiltafjtísið Skólavegi 7 • Sími: 421 1533 ^ Fax: 421 3588 f Briissel. Reutcr. ÁÆTLUN um stofnun evrópskrar kauphallar lítilla og sjálfstæðra fyr- irtækja í örum vexti kemur væntan- lega til framkvæmda á næsta ári og um 50 aðilar munu standa að henni að sögn forstöðumanns fyrir- ætlunarinnar, Jacques Putzeys. Fyrirhuguð kauphöll kallast European Association of Securities Dealers Automated Quotation (EASDAQ) og hugmyndin að henni er fengin frá NASDAQ-kauphöll- inni, sem hefur gefið góða raun í Bandaríkjunum. Putzeys er vongóð- ur um að EASDAQ muni vekja mik- inn áhuga fyrirtækja sjálfstæðra athafnamanna, sem þurfa að afla fjár og vekja áhuga flárfesta. Samkvæmt tilskipun Evrópusam- Evrópsk kauphöll í anda NASDA Q bandsins um fjárfestingarþjónustu (ISD) þurfa hlutabréfasalar aðeins eitt leyfi til þess að fá rétt til að starfa hvar sem er í Evrópu. Tilskip- unin tekur gildi 1. janúar og mun auðvelda stofnun EASDAQ að sögn Putzeys. Með aðsetur í Belgíu Hugmyndin um stofnun kauphall- ar í líkingu við NASDAQ hefur einn- ig fengið stuðning frá hópi iðnaðar- sérfræðinga, sem hafa samið skýrslu um leiðir til að auka samkeppnis- hæfni Evrópu fyrir næsta leiðtoga- fund ESB. Nefndin, sem er undir stjórn Carlo Azeglio Ciampi, fyrrum forsætisráð- herra Ítalíu, telur kauphöll í líkingu við NASDAQ einkar hentuga til þess að koma litlum, sjálfstæðum og áhættusömum fyrirtækjum í beint samband við fjármagnsmark- aðinn. Belgía var valin þar sem hún var talin hlutlausari en Amsterdam, Par- ís, London eða Frankfurt. Tækni NASDAQ er of þung í vöfum fyrir EASDAQ og því standa yfir samningaviðræður við Reuter, alþjóðasamband • vetðbréfamarkaða (ISMA) og kauphallir í einstökum löndum um að nota kerfi þeirra. Kauphallarskráning verður með öðrum hætti en í venjulegum kaup- höllum að því er varðar upplýsingar um fjárreiður. í aðalatriðum verða fullgild fyrirtæki að birta reikninga um afkomu árlega eða á hálfs árs fresti, en ekki ársfjórðungslega. ve r ð i . cSala t r i ð i ð 'ó. Sff)3, . 84 hestöfl Aukabúnaður á mynd. álfelgur og vindskeið. ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 568 1200 • BEINN SÍMI: 553 1236 HYunoni .til fmmtidar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.