Morgunblaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 1995 7 FRÉTTIR McDonalds vel tekið í miðbænum LYST hf. opnaði nýjan sölustað fyrir McDonalds-hamborgara í Austurstræti 20 16. júní síðastlið- inn og segir Kjartan Orn Kjart- ansson, forsljóri fyrirtækisins, að viðtökur hafi verið góðar. Húsnæðið, sem er í eigu KFUM og K, var mikið endurbætt að sögn Kjartans. „Við létum gera bygginguna, sem var illa farin, upp og reyndum að gæta þess að varðveita sem mest,“ segir hann, en innrétting nýja staðarins er frábrugðin þeim eldri við Suður- landsbraut og segir Kjartan að sölustaðir McDonalds séu ekki endilega steyptir í sama mót þótt eldhúsbúnaður og önnur tæki séu með svipuðu sniði. Gestir voru 2.500 17. júní síð- astliðinn og segir Kjartan að þeir séu að jafnaði 500-1.000 virka daga og komi jafnt og þétt yfir daginn. „Aðsókn hefur verið mjög góð og okkur finnst fólk hafa tekið þessum breytingum á hús- inu afskaplega vel.“ Um 25 starfsmenn vinna í Austurstrætisútibúinu að sögn Kjartans og hefur Jón Pétursson yfirumsjón með rekstrinum þar. Opið er til tíu á kvöldin virka daga en selt gegnum lúgu til fjög- ur aðfaranótt laugardags og sunnudags og segir Kjartan það hafa gengið „afskaplega vel“ þá daga sem staðurinn hefur verið opinn. NÝR sölustaður fyrir McDonalds-hamborgara var opnaður í endur- bættu húsnæði við Austurstræti 20 16. júní síðastliðinn. Morgunblaðið/Sverrir Morgunblaðið/Ásdís HSÍ búið að fá HM-myndimar MORGUNBLAÐIÐ færði í gær Handknattleikssambandi Islands að gjöf 20 ljósmyndir frá heims- meistarakeppninni sem haldin var hérlendis 7. til 21. maí síðastliðinn. Blaðið fjallaði ítarlega um keppnina, bæði í máli og myndum, og að henni lokinni, var opnuð sýning á umræddum myndum, í anddyri Morgunblaðshússins í Kringlunni. Þær voru sérstaklega valdar úr þeim mikla fjölda mynda sem Ijósmyndarar blaðsins tóku meðan á IIM95 stóð. Ákveðið var að gefa HSÍ myndirnar og tók formaður sambandsins við þeim í gær. Það var Skapti Hallgríms- son, fréttastjóri íþrótta á Morgun- blaðinu, til hægri, sem afhenti Olafi B. Schram, formanni Hand- knattleikssambandsins myndirn- ir. Til vinstri er Júlíus Sigurjóns- son, verkstjóri ljósmyndadeildar blaðsins. Olafur þakkaði Morgunblaðinu góða gjöf, og sagði að myndunum yrði komið fyrir í íþróttamiðstöð- inni í Laugardal. Andlát JÓN GÍSLASON JÓN GÍSLASON, fyrrv. póstfulltrúi og fræði- maður, lézt sunnudag- inn 25. júnf'sl., tæplega 78 ára að aldri. Jón fæddist að Stóru-Reykjum Hraungerðishreppi Arnessýslu þann 20. júlí 1917, sonur hjón- anna Gísla Jónssonar hreppstjóra þar og odd- vita, og konu hans Maríu Þorláksínu Jóns- dóttur. Jón útskrifaðist frá Héraðsskólanum að Laugarvatni 1938 og frá Samvinnuskólanum 1940. Jón starfaði mestan sinn starfs- aldur hjá póstþjónustunni. Hann var verkamaður í Reykjavík á stríðsár- un'um en hóf störf sem póstaf- greiðslumaður í Reykjavík árið 1945, en frá árinu 1958 gegndi hann stöðu póstfulltrúá. Jón var í stjórn póst- mannafélags íslands 1946-48 og 1964-66 og í launanefnd þess í mörg ár. Einnig var hann formaður Fram- sóknarfélags Reykjavíkur í tvö ár og lengi í fulltrúaráði þess. Jón var mikill áhugamaður um ættfræði og fleiri rann- sóknir; hann var for- maður Ættfræðifélags- ins 1981 og í stjórn þess áður. Hann ritaði íjölda greina um sögu- leg efni í blöð og tíma- rit og stundaði margvís- leg fræði- og ritstörf, m.a. sjálfstæðar rann- sóknir á uppruna Landnámubókar, Njálu og uppruna sunnlenzku hreppanna. Eftir hann liggja m.a. ritið Úr farvegi aldanna I-H, sem út kom 1974 og 1975. Hann sá einnig um útgáfu á Árnesingabók 1959 og vann að útgáfu íslendingasagna með Guðna Jónssyni og riddarasögum í sama safnriti, ennfremur að Þjóð- sögum Jóns Árnasonar, Merkum ís- lendingum og fleiri bókum. Jón rit- stýrði Póstmannablaðinu í mörg ár, Nýjum Kvöldvökum sem gefið var út á Akureyri 1960-63 og Blöndals- ættinni, sem út kom í Hafnarfirði 1981. Jón Gíslason lætur eftir sig einn son. Eimskip býður viðskiptavini sína velkomna í nýja viðskiptaþjónustu við Korngarða í norðurenda Sundahafnar. Skrifstofur Eimskips, Landsbankans og Tollsins á Sundahafnarsvæðinu hafa flust í þetta nýja og glæsilega húsnæði sem hlotið hefur nafnið Sundaklettur. Við þessar breytingar mun þjónusta við viðskiptavini Eimskips eflast enn frekar. í Sundakletti færð þú almenna flutningaþjónustu, flutningaráðgjöf, sérstaka þjón- ustu vegna búslóðaflutninga og smápakkasendinga auk allrar þeirrar þjónustu sem áður var veitt í eldra húsnæðinu. í Sundakletti verða einnig skrifstofur rekstrarsviðs Eimskips. „Allt okkar starf miðar að því að veita viðskiptavinum okkar góða, skilvirka og persónulega þjónustu. í Sundakletti getur þú fengið afgreidd öll flutningsskjöl f einni ferð á einum stað". Eimskip býður viðskiptavinum upp á heildarlausnir í flutninga- þjónustu, inn- og útflutning, vöruhúsaþjónustu, innanlands- flutninga, framhaldsflutninga og forflutninga erlendis. EIMSKIP Sími 525 7000 • Fax 525 7179 Netfang: mottaka@eimskip.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.