Morgunblaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Svartsýni í viðskiptadeilu Bandaríkjanna og Japans Reuter Reichstag sveipað umbúðum Christos Mikið ber á milli og refsitollar vofa yfir opni Japanar ekki markaði Portland, Genf. Reuter. SAMNINGAMENN Japana og Bandarflcjamanna héldu áfram samningaviðræðum í gær, en líkur á að þeim myndi auðnast að afstýra bandarískum refsitollum á japanska bíla virtust ekki miklar. Bill Clinton Bandaríkjaforseti varði í gær þá ákvörðun sína að halda fast í kröf- una um að Japanar opnuðu mark- aði sína og sagði að hér væri um að ræða „skynsamlega alþjóðlega efnahagsstefnu“, en ekki „nýja tíma vemdarhyggju". Mickey Cantor, fulltrúi Banda- ríkjastjómar í viðskiptamálum, og Ryutaro Hashimoto, iðnaðar- og alþjóðaviðskiptaráðherra Japans, ræddust við í nokkrar klukkustund- ir í gær eftir að hafa fundað fram á morgun í fyrri nótt. Haft var eftir bandarískum samningamanni að enn bæri mikið á milli og það yrði erfítt að brúa bilið áður en gripið yrði til refsitollanna. Hljóðið var ekki betra í Japönum. „Ég hef ekki verið bjartsýnn frá upphafi," sagði Hashimoto við blaðamenn fyrir fundinn í gær. Refsitollamir verða lagðir á jap- anskar glæsibifreiðar og hyggjast Bandaríkjamenn grípa til þeirra á miðnætti í kvöld að staðartíma í Washington. Hins vegar er ekki búist við að forsetinn bíði svo lengi með að tilkynna hvort viðræðumar hafí mnnið út í sandinn eða sam- komulag náðst. Tilkynnt hefur ver- ið að hann muni flytja sjónvarps- ávarp í kvöld. Skoðanakannanir sýna afstaða Clinton gagnvart Japönum nýtur víðtæks stuðnings í Bandaríkjun- um. Viðskiptahalli Bandaríkja- manna gagnvart Japönum er 66 milljarðar Bandaríkjadollara. Gagn- rýnendur saka Clinton, sem býður sig á næsta ári fram til endurkjörs, láti stjómast af pólitískum, en ekki efnahagslegum hagsmunum í þessu máli. BÚLGARSKl listamaðurinn, Christo, og eiginkona hans, Jeanne-Claude, luku á sunnudag við að sveipa Reichstag, þinghúsið í Berlin, inn í silfurlitt efni. Þá voru pallar, sem notaðir voru til að ljúka verkinu, fjarlægðir frá húsinu og almenningi gafst kostur á að virða það fyrir sér í nær- mynd. A ýmsu hefur gengið frá því að Christo hófst handa 17. júní sl., hvassviðri kom um tima í veg fyrir að menn gætu haldið áfram, auk þess sem reynt var að kveikja í efninu. Tafðist verkið um þrjá daga af þessum sökum. Um 100.000 manns fylgdust með á sunnudag er verkinu lauk og gengu um 150 opinberir starfs- menn um með pjötlur úr efninu i Metrakerf- ið 200 ára FET, þumlungur, fjórðungur, tunna, þjóðir heims hafa notað ótelj- andi viðmiðanir til að mæla lengd, þyngd og rúmmál. Til voru 40 mis- munandi skilgreiningar á feti í Frakklandi einu og byltingarmenn- imir frá 1789 vildu ráða bót á þess- ari ringulreið. Þeir lögfestu metr- ann fyrir réttum tveim öldum, árið 1795. Reiknuð var út vegalengdin frá norðurskautinu að miðbaug og einn milljónasti af henni var kallaður metri, segir í frásögn Intemational Herald Tribune. Steypt var stöng úr platínu, málmi sem hiti og kuldi hafa sáralítil áhrif á, og hún höfð nákvæmlega einn metri. Síðar kom reyndar í ljós að stöngin, fyrirmynd málbanda um heim allan, var 0,2 millimetrum of stutt en það breytir engu um notagildið. Bretar höfnuðu Bretum var boðið að taka þátt í samstarfí um að koma á metra- kerfi en þeir höfnuðu því og halda enn fast við fet og þumlunga, slíkt hið sama gera Bandaríkjamenn. Metrakerfið vinnur þó stöðugt á um allan heim enda helstu kostirnir, einfaldleiki og rökvísi, ótvíræðir. Franskur almenningur hataði metrakerfíð og ekki var reynt að koma því á með valdi á byltingarár- unum þótt bent væri á að nýja mælieiningin væri í anda jafnréttis, svik og prettir af hálfu kaupmanna og yfirvalda ættu að verða erfíðari ef sama kerfið gilti um allt landið. Valdarán í Katar við Persaflóa Prinsinn velt- ir föður sínuni Dubai. Reuter. tugþúsunda tali, sem þeir buðu fólki til að koma í veg fyrir að menn reyndu sjálfir að verða sér úti um efnisbút. Deilt er um ágæti listaverks Christos í Þýskalandi en meðal þeirra sem andvígir eru því að pakka þinghúsinu inn eru Helmut Kohl, kanslari. Rita Siissmuth, forseti þingsins, fór hins vegar fögrum orðum um listaverkið og þakkaði Christo og Jeanne-Claude fyrir. Þá var borgarsljóri Berlín- ar, Eberhard Diepgen, ekki síður ánægður. „Við höfum ekki borgað einn eyri og höfum fengið þetta listaverk að gjöf,“ sagði hann. „Christo og Jeanne-Claude hafa gert Reichstag að minnisvarða." Reuter Verkfall Pal- estínumanna GAMALL Palestínumaður geng- ur um mannlausar verslunargöt- ur í Jerúsalem en um ein milljón Palestínumanna á Vesturbakk- anum og í austurhluta Jerúsalem efndi til allsherjarverkfalls í gær. Verkfallið er haldið til að lýsa yfir stuðningi við palest- ínska fanga en um 2.000 þeirra eru í hungurverkfalli í ísraelsk- um fangelsum. Krefjast verk- fallsmenn lausnar fanganna, sem þeir segja í haldi af pólitískum ástæðum. RÍKISERFINGINN í smáríkinu Katar við Persaflóa, Hamad bin Khalifa al-Thani, velti föður sínum, Khalifa bin Hamad al- Thani fursta, úr sessi í gær. „Ég er ekki ánægður með það sem gerðist en það varð að gerast og ég varð að gera það,“ sagði nýi furstinn í 90 sekúndna sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar. Hermenn um- kringdu furstahöllina í höfuðborginni Doha í gær og flugvöllurinn var lokaður í nokkrar stundir en ekki mun hafa komið til neinna átaka. Gamli furstinn, sem var í Sviss, sagði að sonurinn væri fávís og valdarán- ið væri furðulegt athæfí. Hann sagðist í gær enn vera löglegur þjóðhöfðingi og hét því að snúa NORÐMAÐURINN Thor Hey- erdahl greindi um helgina frá kenningum sínum um að Kristófer Kólumbus hefði komið til Ameríku áður en hann „fann“ hana. Málinu var slegið upp í tvígang í norska blaðinu Aftenposten þar sem vís- indamaðurinn og ævintýramaður- inn sagði fyrst að Kólumbus hefði komið til vesturheims árið 1467, en breytti því síðan í 1477, 15 árum áður en hann „fann“ Amer- íku. Heyerdahl, sem þekktastur er fyrir för sína á flekanum Kon- Tiki, sagði í grein í Aftenposten á mánudag að fjöldi vísindamanna hefði bent á að Kólumbus hefði sjálfur skrifað um för sína yfir N-Atlantshaf árið 1477, en hann heim „hvað sem það kostaði". Rúmlega 2.000 manns eru í al- Thani fjölskyldunni sem ræður ríkj- um í furstadæminu og virðist valdaránið njóta stuðnings henn- ar. Ríkisarfinn hefur í reynd farið með stjórn ríkisins síðustu árin og er talinn standa á bak við sjálfstæða utanrík- isstefnu sem grannrík- ið Saudi-Arabía hefur illan bifur á. Hefur Katar bætt tengslin við íran og írak en einnig gert varnar- samning við Bandarík- in og stórbætt sam- búðina við ísrael. Katar er á stærð við Vestfj arðakj álkann og íbúar rúmlega hálf milljón. Það flyt- ur út nokkuð af olíu og gasbirgðir landsins eru hinar þriððju mestu í heimi. hefði ekki tekið slíkt tal alvarlega fyrr en honum hefði verið bent á heimskautaferð dánsk-portúgalsks leiðangurs. Sama ár gaf hann upp sömu hnattstöðu og Kólumbus í bókinni „Historia de los Indios“. „Það er mjög ólíklegt að tveir mismunandi leiðangrar hafi verið á sömu slóðum milli Grænlands og N-Ameríku sama árið,“ sagði Hey- erdahl í Aftenposten. Heyerdahl lætur þess getið að leiðangurmn hafi siglt rnilli Bret- lands og íslands á leiðinni vestur. Leitt hefur verið getum að því að Kólumbus hafi komið til íslands eftir að hafa hitt íslendinga þegar hann dvaldist í Bristol. Nú má fara að athuga hvort það hafi verið í för með umræddum leiðangri. HAMAD bin Khalifa al-Thani. Kólumbus „fann“ Amer- íku í annarri ferð sinni Umsókn- arfrestur lengdur EISTNESK yfírvöld ákváðu í gær að fella niður frest sem umsækjendum um eistneskan ríkisborgararétt hafði verið settur. Fresturinn var miðaður við 12. júlí nk. en stjórnvöld ákváðu að taka sér fjóra mán- uði til að endurskoða reglumar sem umsækjendur þurfa að uppfylla. Þetta hefur aðallega áhrif á Rússa sem búsettir em í Eistlandi en þeim hefur verið gert.erfítt fyrir um að njóta fullra borgararéttinda, svo sem kosningaréttar. Gíslataka í Berlín FJÓRIR vopnaðir menn, sem talið er að kunni að vera með sprengiefni, réðust í gær inn í banka í Berlín, þar sem þeir tóku gísla. í gærkvöld var enn óljóst hversu margir gíslamir em en fullyrt var á þýskri út- varpsstöð að þeir væru um tuttugu. Mennimir kröfðust þess að fá bíl til að komast undan og þyrlu, að sögn lög- reglu. Kosið í S-Kóreu ÍBÚAR Suður-Kóreu gengu í gær til bæjar- og sveitarstjórn- arkosninga en almennt var talið að þær væru ekki síður þjóðaratkvæðagreiðsla um stjórn Kom Young-sam, for- seta landsins. Bentu skoðana- kannanir til þess að flokkur forsetans hefði sigrað í fímm kjördæmum af fímmtán en aðalandstæðingurinn, Demó- krataflokkurinn, hefði haft sigur í fjómm kjördæmum. Handtöku í Kína mótmælt BANDARÍKJAMENN mót- mæltu í gær handtöku kín- versk-bandaríska mannrétt- indafrömuðarins Harrys Wus og lýstu yfir áhyggjum yfír því að andófsmaðurinn Chen Ziming hefði verið handtekinn á ný. Handtaka Wus gæti haft áhrif á viðskiptavild Kínverja í Bandríkjunum. Mannrétt- indasamtökin Amnesty Inter- national hvöttu Kínveija til að bæta aðstæður kvenfanga og annarra kvenna. Kvennaráð- stefna Sameinuðu þjóðanna verður haldin í Kína í október. Feður fái aðstoð EVRÓPSKIR ráðherrar hétu því í gær að aðstoða karlmenn við ná fram rétti sínum til að njóta fjölskyldulífs. Sögðu ráð- herrarnir þennan rétt jafngilda rétti kvenna til að vinna utan heimilis. Er ástæðan auknar áhyggjur manna af stöðu og rétti karla, sem vilji sinna fjöl- skyldum sínum. Vinna og ríkj- andi viðhorf komi hins vegar oft í veg fyrir að þeir geti varið eins miklum tíma með bömum og eiginkonum og þeir vilji. Ræddu ráðherrarnir m.a. um barnsburðarleyfí karla, hlutastörf og fjárhags- lega ábyrgð karla á uppeldi barna sinna, ef til skilnaðar kæmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.