Morgunblaðið - 01.08.1995, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 01.08.1995, Qupperneq 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Bygginga- framkvæmdir haf nar í Víkurhverfi VERIÐ er að hefja byggingafram- kvæmdir á hinu nýja byggingar- svæði, Víkurhverfi, við Korpúlfs- staði. Níu byggingarfyrirtæki fengu úthlutað ákveðnu svæði hvert til þess að byggja á.. „Ég tel að við allir sem þama eigum hlut að máli þekkjum mjög vel til óska kaupenda um húsa- Fasteignasölur í blabinu í dag Agnar Gústafsson bis. 14 Ásbyrgi bls. 1 3 Berg bls. 6 Borgareign bls. 13 Borgir bls. 5 Eignamiðlun bls. 15 og 17 Fasteignamarkaður bls. 22 Fasteignamiðlun bls. 19 Fasteignamiðstöðin bls. 24 Fjárfesting bls. 20 Fold bls. 4 Framtíðin bls. 10 Gimli bls. 16 Hóll bis.18-19 Hraunhamar bls. 8 Húsakaup bls. 11 Húsvangur bls. 9 íbúð bls. 6 Kjöreign bls. 23 Laufás bls. 24 Óðal bls. 17 Sef bls. 5 Skeifan bls. 14 Valhöll bls. 7 Valhús bis. 21 Þingholt bls. 3 gerðir,“ sagði Örn Isebárn, einn þeirra byggingaraðila, sem þarna standa að framkvæmdum. „Þess vegna töldum við mjög mikilvægt að við fengjum að hafa hönd í bagga með skipulagi á svæðinu. Þær óskir voru virtar í góðu sam- starfi við borgaryfirvöid. Við skipulag svæðisins var t.d. haft að leiðarljósi að skóli og leik- skóii væru fjarri umferðargötum. Við reyndum einnig að halda um- ferðarnið sem lengst frá þannig að aðal umferðargötumar eru í nokkurri úaúægð frá íbúðar- byggðinni. Landinu hallar þama örlítið til norðurs og því leituðumst við við að hafa byggingarnar þannig að útsýnið nýtist sem flestum húsun- um. Loks var lögð áherzla á að láta húsin snúa þannig að svalir viti mót suðri. í næsta nágrenni við þessa byggð verður innan tíðar starf- ræktur fjölbrautarskóli, sundlaug á að koma og íþróttahús og Hag- kaup ætlar að reisa þarna verslun. Síðast en ekki síst má nefna golf- völlinn sem er á lóð Korpúlfs- staða. Þess má geta að önnur byggð verður þarna ekki nær sjón- um þannig að útsýni og gönguleið- ir munu verða greiðar." Þegar er búið að malbika götur á Víkursvæðinu við þær lóðir, sem búið er að úthluta. „Reykjavíkur- borg hefur staðið mjög vel að frá- gangi gatna, gangstíga og opinna svæða í hinum nýju byggingar- hverfum borgarinnar," sagði Órn ennfremur. „En ekki er látið þar staðar numið. í bígerð em nú nýj- ar aðkomuleiðir til borgarinnar yfir Grafarvoginn sem tengjast Kjalamesinu. Á döfinni er, jafnvel um eða fyrir aldamót, að byggja brú yfir Grafarvoginn og leggja veg með ströndinni alveg upp á Kjalarnes. Þegar þessi nýja leið kemst í gagn- ið mun það breyta miklu fyrir alla byggð í Grafarvogi, Mosfellsbæ og Kjalarnesi." Húsbréfaviðskipti Hjá okkur nýtur þú ávallt hagstæðs verðs og góðrar ráðgjafar í húsbréfaviðskiptum. Vettvangur húsbréfaviðskipta. L • Landsbanki LANDSBREF HF. íslands Löggilt veröbrófafyrirtæki. Bankl allra landsmanna Aöili aö Veröbrófaþingi íslands. Landsbccf hf. eru viðskiptavaki húsbréfa skv. sérstökum samningi við Húsnæðisstofnun ríkisins. HORFT yfir hið nýja byggingarsvæði, Víkurhverfi, við Korpúlfsstaði. Búið er að malbika götur við þær lóðir, sem úthlutað hefur verið á svæðinu. Af hverju greiðslumat? Markaðurinn Of margir þeirra íbúðarkaupenda, sem feng- ið hafa húsbréfalán en lent í greiðsluerfíð- leikum, gáfu ekki réttar upplýsingar fyrir greiðslumatið, segir Grétar J. Guðmundsson, rekstrarstjóri Húsnæðis- stofnunar ríkisins. MEÐ greiðslumatinu í hús- bréfakerfínu er leitast við að finna hve dýrri íbúð íbúðarkaupandi er talinn hafa greiðslugetu til að festa kaup á eða hve dýra íbúð húsbyggjandi geti byggt. Tilgang- urinn er tvíþættur: I fyrsta lagi er greiðslumatinu ætlað að stuðla að því, eins og frekast er unnt, að íbúðakaupendur og húsbyggj- endur geti staðið við þær skuld- bindingar sern kaupum og bygg- ingum fylgir. í öðru iagi er reynt að draga eins mikið úr áhættu rík- issjóðs vegna opinberra húsnæðis- lána og mögulegt er. Greiðslumat- ið fer fram hjá bönkum, sparisjóð- um og öðrum fjármálastofnunum. Þar ætti að vera unnt að fá bestu upplýsingarnar um greiðslugetu kaupenda og byggjenda. Hús- næðisstofnunin sér hins vegar um að móta þær reglur sem lagðar eru til grundvallar við útreikning greiðslumatsins. Nýjung við lánaafgreiðslu Þegar greiðslumatið var tekið upp með tilkomu húsbréfakerfisins á árinu 1989, þá var um nýjung að ræða í afgreiðslu umsókna um lán hér á landi. Fram að þeim tíma voru umsóknir um lán annars veg- ar afgreiddar með hliðsjón af rétt- indum umsækjenda til að taka lán, og hins vegar á grundvelli þeirra ábyrgða sem umsækjendur gátu lagt fram til tryggingar þeim lán- um sem sótt var um. Sem betur fer hefur hugsunarháttur almennt verið að breytast varðandi lánaaf- greiðslur. Nú er algengara en áður að miða frekar við getu viðkom- andi til að standa undir láni heldur en að miða eingöngu við réttindi eða ábyrgðir. Forsendur Ástæða er til að leggja áherslu á, að greiðslumat miðast við þær forsendur sem gengið er út frá, þegar það fer fram. Forsendur miðast að stórum hluta við það sem var. Það er hins vegar undir lántakendum komið að fylgjast með að það sem verður sé ekki mjög frábrugðið þeim forsendum sem gengið var út frá. Ef breyting- ar verða á forsendum, svo sem ef tekjur lækka eftir að kaup eða bygging eru ákveðin, þá getur verið að greiðslumatið eigi ekki lengur við. Vegna þessa er rík áhersla lögð á að þær forsendur sem gengið er út frá í upphafi séu sem tryggastar, og gefi sem besta mynd af möguleikum kaupenda og byggjenda. Tekjur eru óvissuþáttur Helsti óvissuþáttur greiðslu- matsins eru tekjur umsækjenda. Þær geta auðveldlega breyst eftirá og hafa oft gert það. Það er m.a. ástæða þess að margir íbúðaeig- endur eru í greiðsluerfiðleikum. Margir hafa orðið fyrir því að lækka í tekjum að undanfömu. Fæstir hafa tryggingu fyrir því, að þeir muni að eilífu halda þeim launum sem þeir hafa þegar þeir sækja um greiðslumat. Sumir umsækjendur um húsbréfalán hafa hins vegar stundum haldið að það sé þeim í hag að gefa upp hærri tekjur í greiðslumati en efni standa til. Það er mesti misskilningur. Greiðslugeta íbúðakaupenda og húsbyggjenda ræðst af launum. Greiðslugetan í greiðslumatinu í húsbréfakerfinu er metin að há- marki 18% af heildarlaunum. Við áætlun heildarlauna er miðað við meðallaun síðustu 3ja mánaða fyr- ir umsóknardag, að því tilskildu að þau laun séu ekki verulega hærri en meðallaun samkvæmt síðustu skattskýrslu umsækjanda. Þannig er reynt að leiða í ljós hvort þau laun sem umsækjandi er með á umsóknardegi séu í sam- ræmi við laun á ársgrundvelli. Framhjá þessu er unnt að víkja ef fullnægjandi skýringar koma fram. Reglur um greiðslumat Reglur um framkvæmd greiðslumats verða að vera þann- ig, að þær séu auðveldar í fram- kvæmd og þjóni þeim tilgangi sem þeim er ætlað. Þær reglur sem í gildi eru varðandi greiðslumatið í húsbréfakerfinu eru stundum gagnrýndar. Það er eðlilegt. Það er ekki auðvelt að koma á almenn- um reglum sem eiga við alla. Þarf- ir og möguleikar umsækjenda um húsbréfalán eru mismunandi. Reynslan hefur sýnt, að of margir þeirra íbúðakaupenda sem hafa fengið húsbréfalán, og sem hafa lent í greiðsluerfiðleikum, gáfu ekki upp réttar upplýsingar til að byggja forsendur greiðslumatsins á, þegar þeir sóttu um það. Sem dæmi má nefna, að ekki hefur alltaf verið mikið mark tak- andi á yfirlýsingum um væntanleg laun íbúðakaupenda, ef þeir voru t.d. að byija á nýjum vinnustað um svipað leyti og þeir sóttu um greiðslumat í húsbréfakerfinu. Slíkar yfirlýsingar hafa því miður oft reynst haldlitlar. M.a. vegna þessa finnst sumum að þær reglur sem lagðar eru til grundvallar séu strangar og oft ósveigjanlegar. Engu að síður er tilgangurinn með þeim reglum sem gengið er út frá, að fyrirbyggja erfiðleika, bæði umsækjenda og hins opinbera. Ábyrgð lántakendanna sjálfra er þó mest, því það er þeirra að fylgj- ast með því að þær forsendur, sem miðað er við, haldist.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.