Morgunblaðið - 01.08.1995, Síða 10
10 C ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Félagslegaríbúðir -
Er skipið að sökkva?
Einn aðalkostur félagslegra íbúða er að
verð þeirra er óháð sveiflum á almennum
markaði og annar er ákvæði um kaupskyldu
og forkaupsrétt, segir Percy Benedikt
Stefánsson, forstöðumaður Byggingarsjóðs
verkamanna. Eigandi félagslegrar íbúðar
veit alltaf hvað hann fær við sölu. Reglur
um það eru einfaldar og skýrar.
Kerfið „afskrifað“
Enn er félagslega kerfíð afskrifað
í fjölmiðlum landsins. Það, að íbúðir
byggðar með lánum úr byggingar-
sjóði verkamanna skuli eldast, kem-
ur ólíklegasta fólki í opna skjöldu.
Jafnframt er fullyrt, að íbúðir á al-
mennum markaði eldist sama sem
ekkert, fegurðarfræðingar ættu að
skoða það töfrakerfí nánar.
Söluverð íbúðar á almennum
markaði er háð framboði, eftirspurn,
staðsetningu bæði á landsvísu og
innan sveitarfélags, hlutfalli áhvíl-
andi lána, t.d. húsbréfa, og svo
framvegis. íbúðarverð á almennum
fasteignamarkaði er samansett af
mörgum samverkandi þáttum, sem
margir eru óháðir raunverulegri
öldrun hinna mismunandi bygginga-
hluta, þ.e. fymingu, viðkomandi
íbúðar.
Fyrning félagslegs húsnæðis, 1%
á ári, miðast eins og kostur er við
endingartíma ýmissa byggingar-
hluta nema að það er dregið úr af-
skriftum fyrstu árin. Almennt er
talið eðlilegt að afskrifa hraðar
fyrstu árin vegna til dæmis innrétt-
inga o.fl. Fyming félagslegra íbúða
er, að teknu tilliti til ofangreinds, í
ágætu samræmi við vélamat Fast-
eignamats ríkisins.
Byggingarsjóður verkamanna
notar fyrningu, þ.e. fjármagn það
sem dregið er frá seljanda hveiju
sinni til að endumýja byggingar-
hluta, eftir að þeir hafa verið af-
skrifaðir. Nefna má að eldhúsinn-
rétting er endumýjuð eftir 25 ár
og spónlögð innihurð eftir 30 ár
o.s.frv.
Vanrækt viðhald, slit umfram
eðlilega fymingu er einnig dregið
frá eignarhluta seljanda. Til dæmis
ef eldhúsinnrétting er ónýt eftir 10
ár, þá greiðir seljandi 15/25 hluta
kostnaðar við endurnýjun. Eigandi
íbúðar á almennum markaði sem
vanrækir viðhald á íbúð sinni um-
fram eðlileg slit, rýrir einnig sölu-
verð hennar. En að auki er verð
íbúðarinnar þar háð sveiflum á fast-
eignamarkaðinum.
Fyrning á ekki að vera pólitískt
stjórntæki til að ákveða húsnæðis-
kostnað, vaxtabætur og húsaleigu-
bætur eru til þess. Eigandi fbúðar
á almennum markaði veit ekki að
hveiju hann gengur við kaup, nema
ef keypt er í svokölluðu öruggu
hverfi á höfuðborgarsvæðinu. Sá
sem kaupir félagslega íbúð veit alit-
af hvað hann fær til baka við sölu,
sbr. dæmi hér á eftir, óháð búsetu,
það eru réttindi sem of fáir hafa.
Hræðsluáróður
Markmið með lánveitingum til
félagslegra íbúða er að jafna kjör
fólks í landinu og skapa öryggi í
húsnæðismálum.
Einn aðalkostur félagslegra íbúða
er m.a. að verð þeirra er óháð sveifl-
um á almennum markaði og ákvæði
um kaupskyldu- og forkaupsrétt.
Eigandi félagslegrar íbúðar veit allt-
af hvað hann fær við sölu. Reglur
um það eru einfaldar og skýrar. En
eigendur félagslegra íbúða mega
ekki gleyma sinni ábyrgð, hún er
sú sama og eigandans á almenna
markaðinum.
Neikvæð umfjöllun síðastliðin ár
um félagslega húsnæðislánakerfið
hefur valdið eigendum félagslegra
íbúða miklum erfiðleik-
um og óöryggi. Fólki
er sagt að það búi í
ijandsamlegu umhverfi,
það sé hrein eignaupp-
taka í gangi og ekkert
vit sé í því að kaupa eða
leigja þessar íbúðir.
Samanburður er sífellt
gerður við íbúðir á al-
mennum markaði, en
ekkert rætt um örygg-
isleysið sem þar er,
rniklar verðsveiflur og
að húsnæði sé iðulega
selt fyrir áhvílandi lán-
um eða minna. Eigend-
ur á landsbyggðinni
hafa jafnvel orðið að skilja íbúðir
sínar eftir við flutning og afskrifa
þær sem óseljanlegar.
Hver ætlar að taka þetta upp og
fjalla um þessa mikla eignaupptöku
sem á sér stað um allt land? Hver
ætlar að fjalla um vanda fólks, sem
á íbúðir á almennum markaði, sem
það fær lítið sem ekkert fyrir? Hver
ætlar að fjalla um rekstrarkostnað-
inn; upphitun, rafmagn, fasteigna-
gjöld og viðhald? í þessum liðum
liggur aðalkostnaðurinn, og í dag
er hann að stórum hluta háður því
hvar þú býrð. í þessu sambandi má
minna á að húsaleigubætur til leigj-
enda eru ekki almenn réttindi, held-
ur háðar því í hvaða sveitarfélagi
þú býrð og hver er skráður eigandi
íbúðarinnar.
Það er staðreynd, að dvalarstaður
þinn, hvar þú kýst að búa, er í dag
kjaramál en ekiri byggðamál.
Eins og áður var nefnt fara stór
einbýlishús sumstaðar fyrir lítinn
pening og þar af leiðandi verður
greiðslubyrði lána oft lægri en
vegna félagslegrar íbúðar. Um sam-
anburð á rekstrarkostnaði er ekkert
hægt að segja, það fer eftir stærð,
aldri og staðsetningu. Verðsveiflur
á almennum markaði geta verið
bæði til hækkunar og
lækkunar, sem gerir
allan samanburð tíma-
bundinn, tengdan við
ástand markaðarins á
því augnabliki sem
hann er gerður. Með
þetta í huga er að mínu
mati ekki raunhæft að
afskrifa verð félags-
legra íbúða, heldur
verður að skoða þetta
til langs tíma. Það á
að meta stöðugleikann
og öryggið sem felst í
því að kaupa félagslegu
íbúðina og skoða raun-
kostnaðinn við að eiga
og reka félagslega íbúð. Verðið er
sjaldnast vandamálið heldur áður
nefndur rekstrarkostnaður og t.d.
óstöðugleiki við útreikning vaxta-
bóta. Einnig er það stór hluti vand-
ans að endurgreiðsla þeirra fer fram
einu sinni á ári.
Endurgreiðsla til seljanda og
raunkostnaður við að eiga
félagslega íbúð
Ef búið er í íbúðinni til lengri tíma
og lán fer að greiðast niður þá eign-
ast maður að sjálfsögðu þessa fé-
lagslegu íbúð eins og aðrar. En
vegna þess að lán Byggingarsjóðs
verkamanna er svo kallað jafn-
greiðslulán, verður greidd afborgun
ekki hærri en greiddir vextir fyrr
en á 15. árinu. Niðurgreiðsla lánsins
er þess vegna lítil fyrstu árin og
þar af leiðandi hæg eignamyndun.
Fyrsta árið er afborgunarlaust
þannig að þá er ekkert greitt niður
af láninu, aðeins greiddir vextir. En
frumskilyrði eignamyndunar er nið-
urgreiðsla lána. Auk þess gleymist
undantekningarlaust, þegar rætt er
um raunkostnað við að búa í félags-
legri íbúð, að reikna með endur-
greiðslu vaxta, það er eins og hún
hafi aldrei farið fram.
Percy B. Stefánsson
Opið virka daga kl. 9.00-18.00 íf FRAM TÍÐÍN _S. 511 3030 Haukur Geir Garðarsson, viðskiptafræðingur Guðmundur Valdimarsson, sölumaður Óli Antonsson, sölumaður Gunnar Jóhann Birgisson,.hdl Sigurbjörn Magnússon, hdl/lögg. fasteignasali
FélagFasteignasala FASTEIGNASALA • AUSTURSTRÆTI 18 • EYMUNDSSON HÚSINU FAX 511 3535
ÞJONUSTUIBUÐIR
Vesturgata
Nýleg 4ra herb. þjóníb. á 3. hæð í vinsaelu
lyftuh. miðsv. Mögul. á stæði í bílskýli. Út-
sýni. Laus. Áhv. 3,5 millj. byggsj. til 40 ára.
Gullsmári — Kóp.
Fullb. 2ja herb. íbúðir i nýju lyftuh. fyrir eldri
borgara. Stutt í alla þjónustu.
EINB., PARH. OG RAÐHUS
Móaflöt — Gbæ
Fallegt 130 fm endaraðh. á einni hæð ásamt
tvöf. bilsk. Arinn. Góður garður. Ákv. sala.
Dverghamrar
Glaesil. eínb. é sjávarlóð, tvær hæóír
með innb. tvöf. bilsk. samt. 283 fm.
Husið er sérstakl. vandað m.a. eld-
hinnr., innihurðír og skápar úr ma-
hogny. Fallegt útsýni. Skipti ath. á ódýr-
ari elgn. Áhv. 3,5 millj. byggsj. rik. V.
19,8 m.
Reynilundur — Gbæ
Glæsil. 256 fm einbhús á einni hæð m. góðum
innb. tvöf. bílskúr. Stórar stofur, arinstofa, 4
svefnh. Parket. Um 30 fm sólskáli með heitum
potti. Eign fyrir vandláta. Verð 19,0 millj.
Depluhólar — tvíbýli
Vorum að fá í sölu á frábærum útsýnisstaö
við Depluhóla tveggja ibúða hús samt. 240 fm.
Stærri ib. er 4ra-5 herb. og sú minni 2ja-3ja
herb. Innb. bilsk. Suöur- og vesturverönd.
Heitur pottur. Bein sala eða skipti á ódýrari
eign. Verð aðeins 16,5 millj.
Furubyggð — Mos.
NýJ. vandað parh. á tveímur hæðum
ásamt risi og brtsk. Mjög vandaðar innr.
Parket. Sólskáli. Áhv. 7,7 miöj. húsbr.
Bein sala eða skiptl á ódýrari eign.
Verð 11,4 míílj.
Hjallabraut — Hf.
Vorum að fá í einkasölu glæsil. raöh. á tveim-
ur hæðum með mögul. á séríb. á jarðh. Vönd-
uð innr. og gólfefni. Skipti ath. á ódýrari.
Hveragerði
Gott einb. á einni hæð ásamt bílsk. og mögul.
á séríb. á jarðh. Hesthús, gróðurhús og sund-
laug. Myndir og nánari uppl. á skrifst.
Álfholt - Hf.
Nýtt raöhús á tveimur hæðum 176 fm m. innb.
bflsk. Vandaö eldh. Áhv. 6,1 millj. húsbr.
Hagst. verð 10,9 millj.
Mosfellsbær — skipti
Fallegt einb. á einni hæö ásamt. tvöföldum
52 fm. bílskúr. Stofa, borðst., 3-4 svefnh. Eldh.
meö nýjum innr. og tækjum. Arinn. Nýtt þak.
Fallegur suðurgarður. Laust. Bein sala eða
skipti á ód. eign. V. 12,0 m.
Fannafold
Stór sérhæð á tveimur hæðum í tvíbýlish.
ásamt innb. bflsk., samtals 280 fm. Sérinng.
á jarðhæð. Mjög góð staðetn. Verð 12,9 millj.
Hjallaland
Vorum að fá í sölu 220 fm endaraðhús á tveim-
ur hæðum auk bflsk. 5 svefnherb. Laust fljótl.
Verð 13,9 millj.
VANTAR - VANTAR
Hæð og ris
i^Norðurmýri, Þingholti eða Hlíðum.
í Garðabæ
einbýli á einni hæð með 4 svefnherb.
Fannborg — Kóp.
3ja herb. íbúð.
4RA-6 HERB.
Kleifarsel — leekkað verð
Góð 98 fm ib. á tveimur hæðum. Parket.
Þvherb. í íb. Hús nýmálað. Áhv. góð langtíma-
lán. Laus fljótl. Verð 7.950 þús.
Kjarrhólmi
Falleg 4ra herb. ib. á 3. hæð í góðu nýl. við-
gerðu fjölb. Þvhús í ib. Verð 7,4 millj.
Ugluhólar — laus
Góð 4ra herb. ib. á 2. hæð í litlu fjölb. Bílsk.
Skipti mögul. á 2ja-3ja herb. Áhv. hagst. lán
3,6 millj.
Kleppsvegur - laus
Falleg 4ra-5 herb. endaíb. á 3. hæð í góðu
(jölb. Stofa, borðstofa, 3 svefnh. Laus strax.
Verð 6.950 þús.
Vesturberg
Falleg 4ra herb. ib. á 1. hæð i fjölb. Nýl. eld-
hinnr. Nýl. parket. Þvottaherb. í íb. Verð 6,9
millj.
Hraunbær — lán
Falleg 4ra herb. íb. á 3. hæð í fjölb. Parket.
Áhv. 4,9 mlllj. góð langtímalán. Verð 7,4 millj.
Efstaland
— mjög gott verö
Góð 4ra herb. ib. á 3. hæð í litlu fjölb.
Hús nýt. vlðg. og málað. Mjög hagst.
verð aðeins 6,9 míllj.
Flétturimi — ný
Glæsil. ný 4ra herb. íb. á jaröh. í litlu fjölb.
Gegnheilt eikarparket á gólfum. Flísar á baði.
Laus. Lyklar hjá Framtíðinni. Verð 8,6 millj.
Hafnarfjörður — bílskúr
Rúmg. 126 fm endaib. á 1. hæð með sór
suðurverönd. Stofa, borðstofa, 4 svefnh. Bíl-
skúr Verð 8,4 millj.
Engihjalli — laus
Falleg 4ra herb. ib. ofarl. i lyftuh. Stórar suð-
ursv. Fráb. útsýni. Hús nýl. yfirfarið og málað.
Laus strax. Verö 6,9 millj.
3JA HERB.
Grandavegur
Góð 90 fm þakíb. auk 15 fm millilofts í nýju
húsi á eftirsóttum stað. Áhv. 5,2 millj. byggsj.
til 40 ára. Verð 9,4 millj.
Vallarás — laus
í Steniklæddu húsi vel meðfarin 3ja herb. íb.
á 2. hæð. Suðursv. Fullb. lóð og bílast. Áhv.
byggsj. 2,1 millj. Verð 5,9 millj.
Bólstaðarhlíð — laus
Mjög góð 93 fm 3ja herb. íb. í góðu fjölb. sem
er nýviðg. að utan og verður málað á kostn.
seljanda í sumar. Laus strax.
Laugavegur - laus
Vorum að fá í sölu fallega 3ja herb. íb. mikið
endurn. á 2. hæð í steinh. Parket. Laus strax.
Verð aðeins 5.350 þús.
Lyngmóar — Gbæ.
Glæsil. 3ja herb. íb. á 3. hæð í litlu fjölb. Innb.
bflsk. Verð 8,4 millj.
Skólavörðuholt
Mjög falleg og björt 3ja herb. íb. á efstu hæð
í góðu steinh. íb. er nær öll nýl. endurn. Stór-
ar suðursv. Verð 7,9 millj.
Garðabær — laus
Gíæsíf. og rúmg. 3ja herb. íb. ofarl. i
lyftuh. Þvherb. í fb. Merbau-parket. Út-
sýní. Húsvörður. Laus. Verð 8,5 millj.
Þórsgata
Stórglæsil. 3ja herb. íb. á 2. hæð í góðu steinh.
íb. er öll endurn. að innan á vandaðan hátt.
Verð 7,9 millj.
Ásbraut — Kóp.
Góð 3ja herb. íb. á 2. hæð í fjölb. Laus strax.
Verð 6,2 millj.
Álfholt - Hf.
Glæsil. ný 92 fm 3ja herb. íb. á jarðhæð í
nýju 4ra-íb. fjölb. Suðurverönd. Parket. Þvherb.
í íb. Verð 7,7 millj.
Skúlagata — laus
Góð 3ja herb. íb. á 4. hæð í góðu steinh.
Nýl. þak. Laus. Verð aðeins 4,9 millj.
Engihjalli — góð íb.
Falleg 90 fm íb. á 3. hæð í lyftuhúsi. Útsýni.
Þvhús á hæð. Hús nýmálað. Verð 6,2 millj.
Vesturberg
Góð 80 fm íb. á 3. hæö. Gott utsýni.
Parket. Stutt í skóla og sund. Áhv.
hagst. lán 3,2 millj. Verð aðeins 6,4 millj.
2JAHERB.
Furugrund — Kóp.
Lítil og björt 3ja herb. íb. á 2. hæö í góðu
fjölb. Stórar suðursv. Sameign og hús í góðu
ástandi. Verð aðeins 3,9 millj.
Fellsmúli
2ja herb. íb. á jarðh. í „Hreyfilshúsinu". Laus
strax. Lyklar hjá Framtíðinni. Verð 3,9 millj.
Garðabær — lækkað verð
Falleg 2ja herb. to. á jarðh. m. sérínng.
Sérupphttað bflastæði. Rólegur og góð-
ur staður, Áhv. 3,2 miUj. langtwnalán.
Laus strax. Verð aðelns 5,2 míllj.
Vesturbær — Byggsjlán
Falleg 2ja herb. suðuríb. á 3. hæð í nýl. húsi
ásamt bflskýli. Áhv. 3,3 millj. byggsj. rík. Verð
5,4 millj.
Þingholtin — laus
Góð 2ja-3ja herb. ib. á 1. hæð í tvíb.
m. sérinng. Góð staðs. Laus strax.
Lyklar hjá Framtfðinnl. Verð aöeins
3.950 þús.
Hrafnhólar - laus
2ja herb. íb. á efstu hæð í lyftuh. Fráb. út-
sýni. Suðaustursv. íb. er nýl. standsett. Laus
strax. Lyklar á skrifst. Verð 4,3 millj.
Engihjalli — góð íb.
Falleg 63 fm íb. ofarl. í lyftuh. Hús nýtekiö í
gegn að utan og málað. Mjög fallegt útsýni.
Verð 5,4 millj.
Keilugrandi - bflskýli
Falleg 2ja herb. íb. á 3. hæð í nýviðgerðu og
máluðu húsi. Stæði f bflskýli. Parket. Suð-
ursv. Verð aðeins 5,9 millj.
Suðurgata — Rvk
2ja herb. 60 fm íb. á 3. hæð. Mikil lofthæö.
Miklir mögul. Verð aðeins 4,7 millj.
I smíðum
Suðurás — raðhús
Nýtt raðhús sem afh. fokh. að innan og fullfrág.
að utan. Verð 9,2 millj.
Garðhús — raðhús
Endaraðh. á tveimur hæöum ásamt bflsk.
Verð aðeins 7,9 millj.
Hafnarfjörður. 2ja, 3ja og 4ra-5 herb.
íbúðir tilb. u. trév. Sórinng.
Bakkasmári
173 fm parhús. Afh. fokh. innan, frág. utan.
Verð 8.750 þús.
ATVINNUHUSNÆÐI
Krókháls
Til sölu 430 fm á jarðhæö (skrifst./lager-
húsn.). Góðar innkeyrsludyr. Getur selst í
tvennu lagi. Laust fljótl.
SUMARBUSTAÐIR
Skorradalur
Fallegur sumarbústaður á þessum vinsæla
stað í kjarri vöxnu landi Fitja. Fallegt útsýni.
Bátur fylgir með. Verð 2,5 millj.
Gamaldags
loftskreyting
MARGIR eru hrifnir af loft-
skreytingum. Hér má sjá eina
slíka af mikilfenglegra tagi. Slík-
ar lofskreytingar er víst hægt
að fá úr plasti, mismunandi veg-
legar þó.
Gömlu töflin
notuð
SUMIR eiga gömul manntöfl sem
ekki liggur í augum uppi livað
gera skuii við. Hér hafa þau ein-
faldlega verið hengd upp sem 1
veggskraut.