Morgunblaðið - 03.09.1995, Síða 2
2 SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sumarbústaðurinn umdeildi í landi Kárastaða á Þingvöllum
Byggingafalltrúinn
leyfði ísetningu
glers og hurða
Morgunblaðið/Þorkell
STEFÁN Kristjánsson, umráða-
maður sumarbústaðarins í landi
Kárastaða við Þingvelli, sem rík-
issaksóknari hefur gert kröfu
um að verði rifinn, segir að falli
dómur gegn honum í Héraðs-
dómi Suðurlands mætti telja að
samkvæmt lögum þyrfti að rífa
fjölda annarra sumarbústaða á
Þingvöllum og víðar. Eiginkona
Stefáns er skráður eigandi bú-
staðarins og segir hann að hún
hafi sætt ofsóknum hrepps-
nefndar Þingvallahrepps vegna
þessa máls og þurft að greiða á-
aðra milljón króna í dagsektir.
Endurbyggingu
lauk 1991
Stefán segir að samkvæmt
útskrift Fasteignamats ríkisins
1950 hafi bústaðurinn þá verið
60 fermetrar. Þegar hann hafi
keypt hann, 1990, hafí hann ver-
ið orðinn 83 fermetrar. Lóðin
sjálf er 5,6 hektarar, að sögn
Stefáns. „Það getur hver sem
er skriðið undir grunninn og
mælt hann,“ sagði Stefán.
Hann sagði að í upphafí hefði
ætlunin verið að byggja nýjan
83 fermetra bústað á lóðinni.
Þeirri umsókn var hafnað. Fékk
hann þá heimild byggingafull-
trúa til að endurbæta gamla
bústaðinn. Við endurbæturnar
stækkaði bústaðurinn upp í 127
fermetra. Lokið var við endur-
bæturnarárið 1991.
„Hreppsnefndin hafði allan
þann tíma sem hún vildi til að
stöðva framkvæmdirnar og rífa
bústaðinn. Hún gerði það ekki
og ég hef heyrt að hreppsnefnd-
in hafí leitað til sýslumanns en
hann hafi ekki viljað taka af
skarið. Þegar bústaðurinn var
rúmlega fokheldur bað ég bygg-
ingafulltrúann um leyfí til þess
að selja gler í hann og hurðir
og ég fékk leyfið," sagði Stefán.
Aðspurður um hvort hann
hafi ekki brotið gegn bygginga-
reglugerð með því að byggja 127
fermetra sumarbústað í stað
bústaðs sem var 60 fermetrar
upphaflega eða 83 fermetrar
þegar hann keypti hann, sagði
Stefán: „Endurbyggingu bústað-
arins lauk 1991.1 fyrra sam-
þykkti byggingarnefnd að leyfa
byggingu bústaðarins fyrir sitt
leyti eftir að hann hafði verið
byggður. Það var búið að sam-
þykkja bústaðinn í bygging-
arnefnd Þingvallahrepps upp á
127 fermetra og málinu var síð-
an vísað til hreppsnefndar. Þar
hefur málið ekki verið afgreitt.
Eiginkona mín hefur sætt of-
sóknum frá hreppsnefndinni og
lögmönnum á Selfossi og hefur
greitt á aðra milljón króna í
dagsektir. Það hefur enginn
þurft að sæta slíkum ofsóknum,
hvorki á Þingvöllum, Grímsnes-
inu né annars staðar. í Gríms-
nesi eru nokkrir bústaðir sem eru
hútt á þriðja hundrað fermetrar.
Það hafa margir brotið þessar
reglur, byggt og spurt eftir á.
Ef þetta er þannig að sumir mega
og aðrir ekki þá þurfum við að
fá það hreint út. Við fáum bara
dóm í þessu máli. Samkvæmt
jafnræðisreglunni sem kom með
nýju stjórnsýslulögunum hljóta
öll leyfin þarna að fjúka. Ef einn
er sekur þá hjjóta hinir að vera
það líka,“ sagði Stefán.
Silfurtún samdi í Kína
Tiiboðs óskað í tollkvóta
Sá sem býður
hæst fær leyfi
Morgunblaðið. Peking.
FRIÐRIK R. Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Silfurtúns, hefur
undirritað samstarfssamninga við
fyrirtæki í Peking og Shanghæ sem
munu taka að sér dreifa fram-
leiðsluvélum Silfurtúns. Samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins er
talið að þessir viðskiptasamningar
geti skipt hundruðum milljóna
króna.
Áhugi Kínveija á umhverfisvemd
hefur aukist mikið á seinustu árum.
Vélar Silfurtúns hafa vakið athygli
þeirra og áhuga vegna þess hversu
umhverfísvænar þær eru, en vélam-
ar framleiða umbúðir úr endumnn-
um pappír. Fram að þessu hefur
fyrirtækið lagt höfuðáherslu á að
framleiða vélar sem búa til eggja-
bakka.
Halldór Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra greindi frá því í Shanghæ
í fyrrakvöld, að í lok september
kæmi til íslands kínversk viðskipta-
sendinefnd til frekari viðræðna um
viðskipti þjóðanna. Hann sagði
einnig að í október kæmi til íslands
sérfræðingahópur til að gera hag-
kvæmiskönnun á fjárfestingu í ál-
veri á íslandi. Þetta kom fram á
fundi sem Vigdís Finnbogadóttir,
forseti íslands, og utanríkisráð-
herra áttu með Xu Kuangdi, borg-
arstjóra í Shanghæ.
Forsetinn og fylgdarlið hennar
komu í gærkvöldi írá Xian til
Shanghæ.
Ekiðá
mann
LÖGREGLAN í Reykjavík
handtók í gærmorgun mann sem
ók ölvaður og réttindalaus. Lög-
reglan varð mannsins vör á
Háaleitisbraut og náði að stöðva
bílinn á Grensásvegi. Maðurinn
flúði úr bílnum, en lögreglan
náði að stöðva hann í strætis-
vagni á Grensásvegi. Hann var
með fíkniefni í fómm sínum.
Ekið var á gangandi vegfar-
anda á Laugavegi í gær. Óku-
maðurinn flúði af vettvangi, en
bíll hans fannst skömmu síðar
við Laugardalslaug. Sauma varð
16 spor í andlit mannsins, sem
ekið var á. Hann marðist einnig,
en slapp óbrotinn.
MEÐ útboði landbúnaðarráðuneytis-
ins á tollkvótum á unnum kjötvörum
verður þeim sem senda inn hæstu
tilboðin gefið leyfi til að flytja inn
kjöt. M.ö.o. sá sem segist vera tilbú-
inn til að flytja inn svínaskinku á
300 krónur kílóið er tekinn fram
yfír þann sem segist vera tilbúinn
til að flytja inn sömu vöm á 250
krónur kílóið.
Landbúnaðarráðuneytið ákvað að
óska eftir tilboðum í tollkvótann eft-
ir að 12 fyrirtæki óskuðu eftir að
flytja inn samtals um 150 tonn af
unnu kjöti. Þess má geta að 150
tonn samsvara framleiðslu 60-70
íslenskra sauðfjárbúa. Einungis
verður heimilað að flytja inn 26 tonn.
Samkvæmt skuldbindingum, sem
ísland tók á sig með GATT-samn-
ingnum, verða stjórvöld að heimila
innflutning á ákveðnu magni af bú-
vörum á lágum tollum. Þetta mark
er 3% í ár en hækkar upp í 5% á
næstu sex árum. Þetta er það sem
kallað er tollkvóti.
Umdeilt hefur verið hvemig best
sé að standa að því að útdeila þessum
3%, en áhugi á að flytja inn búvörur
á lágum tollum er mun meiri en
hægt er að verða við. Þegar GATT-
frumvarpið var flutt á Alþingi var
gert ráð fyrir að þetta yrði gert með
hlutkesti. Efnahags- og viðskipta-
nefnd ákvað hins vegar að bæta við
ákvæði um að heimilt yrði að óska
eftir tilboðum. Sú aðferð er notuð í
sumum löndum, m.a. í Noregi. Vil-
hjálmur Egilsson, formaður nefndar-
innar, sagði á aðalfundi Landssam-
bands kúabænda í vikunni, að bent
hefði verið á að þessi aðferð ynni
gegn markmiðum GATT. Sjálfur
sagðist hann vera sannfærður um
að þessi aðferð væri besta aðferðin
við að deila út tollkvótum.
Starfsmannastefna
ríkisins endurskoðuð
STEFNA ríkisins í starfsmannamálum verður
endurskoðuð í heild og hefur Friðrik Sophusson
fjármálaráðherra skipað nefnd til að vinna að
þessu verkefni. Endurskoðunin á að taka bæði
til gildandi laga og framkvæmdar á starfs-
mannahaldi og er markmiðið að auka hag-
kvæmni í ríkisrekstrinum, stuðla að bættri þjón-
ustu og gera starfsmannastefnu ríkisins skýrari
en nú er.
Að sögn Friðriks er hér um að ræða um-
fangsmikla vinnu við mótun stefnu ríkisins í
starfsmannamálum. Þá á hún að hafa samráð
við samtök opinberra starfsmanna og einnig ber
nefndinni að hafa náið samráð við nefnd sem
vinnur að endurskoðun vinnulöggjafarinnar.
Mun nefndin njóta aðstoðar sérfræðings hjá
OECD við gagnaöflun enda er mikil þekking á
þessum málaflokki saman komin hiá OECD, að
sögn Friðriks.
Samræmi aukið milií ríkisins og
almenna vinnumarkaðarins
í nefndinni eiga sæti Eiríkur Tómasson pró-
fessor, formaður, Inga Dóra Sigfúsdóttir stjórn-
málafræðingur og Þórður S. Óskarsson vinnusál-
fræðingur. I erindisbréfí nefndarinnar segir að
hún skuli hafa að leiðarljósi að ábyrgð stjórn-
enda ríkisstofnana á starfsmannamálum, þar
með töldum launamálum, verði aukin og að
kjarabundin réttindi og kjarasamningar opin-.
berra starfsmanna líkist því sem gerist á almenn-
um vinnumarkaði. Þá verði kröfur til menntunar
og reynslu starfsmanna sérstaklega athugaðar.
Einnig gæti nefndin að jafnrétti karla og kvenna,
bæði með tilliti til launa og starfsréttinda.
„Við teljum að mjög margt í ríkisrekstrinum
nú á dögum sé svo skylt almennum rekstri í
landinu að óþarfi sé að hafa tvennskonar skipu-
lag í gildi. Það kann hins vegar að vera svo að
eitthvert þröngt svið ríkisvaldsins sé með þeim
hætti að það þurfi að gilda um það sérreglur
og þá þarf að skilgreina það,“ sagði fjármálaráð-
herra.
Á lokaálit nefndarinnar að liggja fyrir um
áramótin 1996/1997.
A
► l-56
Sagan endalausa
►Allir aðilar í hlutabréfaviðskipt-
um ársins um íslenska útvarpsfé-
lagið virðast himinlifandi með nið-
urstöðuna. Margt bendir þó til
þess að hún marki aðeins kafla-
skipti í sögunni endalausu á Stöð
2./10
Ofbeldis- og afþrey-
ingarbölið
► Fullyrt er að ofbeldi í sjónvarpi
auki hættuna á ofbeldisfullu at-
ferli barna og að neikvæðar fréttir
geti valdið kvíða og þunglyndi
þeirra sem á horfa. /12
í landi ótta og ófriðar
►ísienski hjúkrunarfræðingurinn
Sigurbjörg Söebech starfar við
næsta óvenjulegar aðstæður á
sjálfstjómarsvæði Palestínumanna
á vesturbakkanum. /18
Jarðhræringar á Þing-
völlum
►Freysteinn Sigmundsson jarð-
eðlisfræðingur hefur undanfarin
ár rannsakað jarðskorpuhreyfíng-
ar á sögufrægasta stað þjóðarinn-
ar. /22
Strætó gefur í
►Lilja Ólafsdóttir, forstjóri,
Strætisvagna Reykjavíkur boðar
ýmsar breytingar í starfseminni í
Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnu-
degi./24
i_________________________
► l-36
Sálnahirðir óbyggð-
anna
►í vetur leið fréttist að bandarísk-
ur biskup, Michael Mikari, hefði
numið land, eða öllu heldur hús, í
miðjum Akureyrarbæ. En Akur-
eyri var aðeins áfangi á langri leið.
/1
Af djassmönnum,
garðholu og salvíu
►Vernharður Linnet rifjar upp
kynni af nokkmm helstu sprautun-
um á RuRek djasshátíðinni sem
hefst í dag. /4
Standandi grín
►Það hefur verið heldur hljótt um
Ladda í nokkurn tíma, en frá og
með næstu helgi verður hann aftur
á ferðinni með frumflutning á nýrri
einmenningssýningu á Ömmu
LÚ./8
í ríkidæmi Skrúðs-
bóndans
►í júlí var farinn fuglamerkingar-
leiðangur á vegum Nátttúrufræði-
stofnunar í eyjuna Skrúð, úti fyrir
austurströnd Fáskrúðsfjarðar. /18
BÍLAR_____________
► 1-4
Hugmyndabíll
►Chrysler Atlantic verður sýndur
í Frankfurt. /1
Reynsluakstur
►Snarpur og eyðslugrannur Sa-
tum. /2
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/6/bak
Leiðari 28
Helgispjail 28
Reykjavíkurbréf 28
Minningar 34
Myndasögur 42
Bréf til blaðsins 42
Brids 44
Stjömuspá 44
Skák
ídag
Fólk i fréttum
Bíó/dans
Útvarp/sjónvarp
Dagbók/vcður
Mannlífsstr.
Dægurtónlist
Kvikmyndir
INNLENDAR FRÉTTIR-
2—4—8—BAK
ERLENDAR FRÉTTIR:
1—4—6
44
44
46
48
53
55
5b
12b
13b