Morgunblaðið - 03.09.1995, Side 10
10 SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1995
SÁ KAFLI í sögu Stöðvar
2 sem lauk um síðustu
helgi hófst í maí á síð-
asta ári með heiftarleg-
ustu átökum í eigenda-
hópnum sem hér hafa
sést í viðskiptalífinu og enduðu með
hallarbyltingu, þeirri fjórðu í stuttri
sögu fyrirtækisins. Aðal byltingar-
foringinn var Sigurjón Sighvatsson,
kvikmyndaframleiðandi í Los Ange-
les. Hann hafði verið þriðji stærsti
hluthafi Stöðvar 2 í tvö ár og stutt
starfandi meirihluta þar til hann jók
hlut sinn með umdeildum aðferðum
og gekk til liðs við Jón Ólafsson og
nokkra fleiri hluthafa úr minnihlut-
anum sem áður höfðu ráðið stjórn
fyrirtækisins um skeið. Óþarft er
að rekja þessa sögu frekar, það var
gert í fréttaskýringu hér í blaðinu
á sínum tíma, en ásakanir gengu á
víxl um svik, blekkingar og valda-
brölt.
Fóru strax á Wall Street
Minnihlutinn sem þá var orðinn
lýsti því yfir að hlutabréf þeirra
væru orðin nánast verðlaus og
sögðu þá þegar að þeir hefðu í
hyggju að selja bréfin í einum
pakka, annaðhvort hér heima og
erlendis.
Guðmundur Franklín Jónsson
verðbréfasali, sem þá var orðinn
aðstoðarforstjóri verðbréfafyrirtæk-
isins Burnham Securities í New
York, tók að sér að aðstoða minni-
hlutann við söluna.
„Upphaf samskipta minna við
eigendur Stöðvar 2 má rekja til árs-
ins 1992 að þeir leituðu til Oppen-
heimer um útvegun láns fyrir fyrir-
tækið. Þó ekki hafi tekist samningar
um lánveitinguna kynntust þeir
Oppenheimer og starfsmönnum fyr-
irtækisins," segir Guðmundur
Franklín sen starfaði á þessum tíma
hjá Oppenheimer Inc. við sölu verð-
bréfa i alþjóðadeild. Það varð að
ráði að leitað var til Oppenheimer
um sölu hlutabréfanna til hæstbjóð-
anda. Það er ekki eins og að setja
húsið sitt á söluskrá að biðja verð-
bréfafyrirtæki um að selja helming
hlutabréfa í sjónvarpsstöð. Verð-
bréfafyrirtækið þarf að leggja fram
mikla vinnu við undirbúning sem
kannski ekki verður árangur af. En
þama var um háar ijárhæðir að
ræða svo Oppenheimer fannst
ástæða til að reyna og samningar
náðust.
Gagnaöflun erfið
Verðbréfafyrirtækið hóf að kynna
sér starfsemi ísienska útvarpsfélags-
ins sem rekur Stöð 2, Bylgjuna,
Stjömuna og Fjölvarp. Fyrirtækið á
einnig Sýn, 35% eignarhlut í Fijálsri
fjölmiðlun hf., útgáfufélagi DV og
Tímans, og hlut í Framtíðarsýn hf.
sem gefur út Viðskiptablaðið. Starfs-
menn Oppenheimar komu meðal
annars nokkmm sinnum hingað til
lands í þeim tilgangi, áttu viðræður
við starfsmenn Stöðvar 2 og skoðuðu
reksturinn. Þetta var eitt af stærri
verkefnum tveggja manna í langan
tíma og þeir höfðu tvo aðra sér til
aðstoðar. Guðmundur segir að við
undirbúning slíkra viðskipta sé öllum
nauðsynlegum upplýsingum um
rekstur fyrirtækisins og framtíðar-
horfur safnað í söluskýrslu sem af-
hent er hugsanlegum kaupendum.
Mikil vinna hafi farið í upplýsingaöfl-
un vegna hlutabréfanna í Stöð 2 og
hún hafi tekið langan tíma.
Eftir valdaskiptin í fyrirtækinu
vom miklar væringar með meiri- og
minnihlutanum. Nægir að riíja upp
söluna á hlutabréfunum í Sýn, boðun
viðskiptaráðherra á hluthafafundi til
að láta formleg valdaskipti fara
fram, framkvæmdastjóraskipti og
persónulegar deilur í hluthafahópn-
um. Allt var þetta í gangi á sama
tíma og gagnaöflun stóð yfir og fyr-
ir bragðið tók hún lengri tíma, meiri-
hlutinn var ekkert að flýta sér við
að veita mönnum á vegum minnihlut-
ans upplýsingar. Guðmundur segir
þó að allar nauðynlegar upplýsingar
hafi að lokum fengist og telur hann
að það samband sem áður hafði
myndast milli stárfsmanna Oppen-
heimer og Stöðvar 2 hafi hjálpað til.
Nokkrir sýndu áhuga
Þykk söluskýrsla, öllu heldur bók,
var send til allra hugsanlegra kaup-
enda, meðal annars tuga ijölmiðla-
Skrifað undir
JAFET Ólafson, Jón Ólafsson, Siguijón Sighvatsson og Sigur.ður G. Guðjónsson undir-
rita samninga við Chase Manhattan-bankann við sérstaka athöfn í myndveri
Stöðvar 2. Myndirnar eru teknar eftir myndbandi af frétt Stöðvar 2.
Sagan
endalausa
Báðir aðilar í hlutabréfaviðskiptum ársins,
aðaleigendur Stöðvar 2 og fyrrverandi
minnihlutaeigendur, virðast himinlifandi
með niðurstöðuna. Minnihlutinn fékk
ágætis verð fyrir pappíra sem hann
var búinn að lýsa nánast verðlausa. Meiri-
hlutinn gerir sér vonir um að geta selt
hluta bréfanna til erlendra sjónvarpsstöðva
fyrir tvöfalt hærra verð. Helgi Bjamason
segir að margt bendi til þess að undir-
ritun samninganna við Chase Manhattan-
bankann um síðustu helgi og frágangur
mála við minnihlutann marki aðeins kafla-
skil í sögunni endalausu á Stöð 2.
fyrirtækja, einkum sjónvarpsstöðva,
og annarra hugsanlegra fjárfesta.
Guðmundur segir að þónokkur fyrir-
tæki hafi sýnt hlutabréfunum
áhuga, þar á meðal Chase Manhatt-
an-bankinn í New York en hann
lánar allra bandarískra banka mest
til fjölmiðlafyrirtækja. Einníg vildu
stóru bandarísku sjónvarpsstöðv-
arnar fá að vita meira um Stöð 2.
Chase Manhattan sendi fulltrúa
sína til lapdsins til að kynna sér
starfsemi íslenska útvarpsfélagsins
að eigin raun og segir Guðmundur
að þeir hafi komist að þeirri niður-
stöðu, eftir ítarlega skoðun, að þetta
væri gott fyrirtæki sem arðbært
gæti verið að ijárfesta í.
Ekki kom þó til þess að Chase
keypti hlutabréfin í þeirri umferð.
Væntanlega hafa deilurnar í fyrir-
tækinu haft sín áhrif á áhuga þeirra
á að kaupa minnihluta í andstöðu
við ríkjandi meirihluta.
Á einhveijum stigum málsins
kom til tals að meirihlutinn byði sín
bréf einnig til sölu á erlendum verð-
bréfamarkaði. í júlíbyijun 1994 kom
Morgunblaðið/Einar Falur
GUÐMUNDUR Franklín
Jónsson verðbréfasali ýtti
málinu úr vör.
fram í frétt hér í blaðinu að fulltrú-
ar meirihlutans höfðu farið til New
York og rætt við verðbréfafyrir-
tæki, meðal annars Oppenheimer
um hugsanlega sölu. Það hafi hins
vegar orðið niðurstaða þeirra að
selja bréfin ekki. Guðmundur
Franklín segir að samkomulag hafi
ekki náðst, enda telur hann nauð-
synlegt fyrir fjárfesta úti í Banda-
ríkjunum að hafa meðeiganda til
að reka fyrirtækið á íslandi, ekki
gangi að stýra því úr þessari miklu
fjarlægð.
MORGUNBLAÐIÐ
Meirihlutinn vill kaupa
„Það vill auðvitað enginn kaupa
minnihluta, nema vera í góðu sam-
starfi við meirihlutann," segir Sig-
urður G. Guðjónsson, stjómarfor-
maður íslenska útvarpsfélagsins hf.
og Útheija hf., eignarhaldsfélags
meirihlutans. Aðdragandinn kemur
honum þannig fyrir sjónir: „Oppen-
heimermenn komu hingað nokkrum
sinnum og vom alltaf að undirbúa
einhveija sölu. Seinni hluta ársins
1994 kom Fritz Beesmayer, yfír-
maður þessa máls hjá fyrirtækinu,
ásamt Steven Duttenhofer og fleiri
mönnum frá Oppenheimer og Guð-
mundi Franklín. Við áttum með
þeim fundi og það var alveg ljóst
að enginn vilji var til að selja okkur
bréf minnihlutans, frekar átti að
selja þau einhveijum útlendingum."
Málið tók nýja stefnu um áramót-
in, að sögn Sigurðar. Jón Olafsson
var þá í New York og nefndi það
við umræddan Fritz Beesmayer
hvort ekki væri hægt að koma því
í kring að kaupa minnihlutan og
Oppenheimer tæki að sér fjármögn-
unina. Sigurður segir að hugmyndin
sé Jóns og útfærð í samvinnu þeirra
Siguijóns.
Samkomulag tókst 28. apríl í vor
um kaup Útheija hf. á hlutabréfum
minnihlutans. Veittur var 90 daga
frestur til að útvega peninga til að
staðgreiða kaupverðið með mögu-
leikum á 30 daga aukafresti. Frest-
irnir runnu út föstudaginn fyrir viku
og því var lögð áhersla á að ganga
frá málum þann dag. Það tókst þó
ekki fyrr en að morgni laugardags
vegna atriða sem komu upp á enda-
spretti samninganna.
Oppenheimer með Chase
Manhattan í siktinu
Chase Manhattan hafði fyrst er-
lendu íjárfestanna sent menn til
íslands og veitti Oppenheimer þeim
forgang að þessum viðskiptum. Að
sögn Sigurðar G. Guðjónssonar
nefndu Oppenheimermenn bankann
sem hugsanlegan þátttakanda
skömmu áður en samkomulag náð-
ist við minnihlutann í Iok apríl. „Þeir
voru greinilega búnir að vera með
Chase Manhattan lengi í siktinu sem
fjármögnunaraðila. Enda hefur
Chase verið að kaupa hluti í ijölm-
iðlafyrirtækjum, símafyrirtækjum
og fleiri slíkum, úti um allan heim
á síðustu tíu árum og rekur sér-
staka deild sem heitir Media and
Telecommunication Group,“ segir
Sigurður. Guðmundur Franklín seg-
ir að það hafi verið nokkuð ljóst frá
því skrifað var undir samningana
um sölu á hlutabréfum minnihlutans
að Chase Manhattan kæmi til skjal-
anna.
Eftir nákvæma skoðun á Stöð 2
komust starfsmenn bankans að
þeirri niðurstöðu að þetta væri álit-
legur fjárfestingarkostur, að sögn
Guðmundar, og að þeir gætu aukið
arðsemina með skuldbreytingum.
Þróaðist málið þannig í samningum
milli eigenda Útheija og starfs-
manna erlenda bankans að ákveðið
var að bankinn endurfjármagnaði
fyrirtækið að miklu Ieyti. Var það
gert með því að bankinn lánaði Is-
lenska útvarpsfélaginu 1,2 milljarða
kr. og keypti jafnframt 20% hluta-
Qár á móti Útherja. Gengið var frá
þeim samningum samhliða fjár-
mögnun á kaupum minnihlutans.
Vegna þessarra samninga leggur
bankinn fram um tvo og hálfan
milljarð kr. eða sem svarar hátt í
10 þúsund krónum á hvert manns-
barn í landinu. Er þetta vafalaust
með stærri íjármögnunarsamning-
um sem einkafyrirtæki hafa gert
hér á landi og mesta fjárfesting
erlends fyrirtækis í almennu ís-
lensku hlutafélagi.
Samningurinn hefur ekki verið
opnaður og þó eigendur Stöðvar 2
hafi gefið ákveðnar upplýsingar um
efni hans vantar töluvert upp á að
öllum spurningum sé svarað um
fyrirkomulag þessa samstarfs og
hvaða skilyrði fylgja eignaraðild
Chase Manhattan-bankans og lána-
fyrirgreiðslu við íslenska íjölmiðla-
fyrirtækið,-
Spurðu um allt
Guðmundur Franklín segir að
hagnaðarvonin sé eina ástæðan fyr-
ir íjárfestingu Chase Manhattan í