Morgunblaðið - 03.09.1995, Síða 18
18 SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
í landi
óttaog
ófriðar
íslenski hjúkrunarfræðingurínn, Sigurbjörg
Söebech, starfar við næsta óvenjulegar að-
stæður, á sjálfstjómarsvæði Palestínumanna
á Vesturbakkanum. Rauði krossinn veitir fjár-
hagsaðstoð til heilsugæslustöðva á Vestur-
bakkanum og á Gaza-svæðinu. í dag fer ein-
mitt fram landssöfnun Rauða krossins fyrir
konur og böm í neyð. Þórunn Stefánsdóttir
fór í fylgd Sigurbjargar um Vesturbakkann
og kynntist lífí og lífsviðhorfum íbúanna.
GÖMUL kona undirbýr kvöldmat í bambuskofa. Hún er fædd á
þessum slóðum og vill hvergi annars staðar vera.
FYRIR utan þorpið Tammun má sjá merki um átökin á svæðinu.
AÐ er óvenjulegt að vakna
upp í stórborg við hana-
gal, eins og hér í Ras E1
Amoud í Jerúsalem. Það
er árla morguns, Sigurbjörg er á
leið í vinnuna. í dag ætlar hún að
heimsækja þijár heilsugæslustöðv-
ar. Ég fæ að slást í för með henni
og aðstoðarmanni hennar, ungum
palestínuaraba, Ghassan að nafni.
Leiðin liggur fyrst til þorpsins
Al-Jiftlik í Jordan-dalnum. Við ök-
um framhjá tjaldbúðum bedúína,
sem eru dreifðar meðfram vegin-
um. Okkur sem alist höfum upp í
borgarlífi nútímans er kippt inn í
framandi heim gamalla lífshátta,
þar sem mannfólkið lifir í nánu
samneyti við húsdýrin, í tjöldum
sem slegið er upp á heitglóandi
sandinum, þar sem varla sést sting-
andi strá fyrir dýrin að narta í.
Forvitni vaknar um líf og hagi
þessa fólks. Með aðstoð Ghassan
erum við fljótlega komin í heimsókn
í eitt tjaldið. Fjölskyldan sem þar
býr er stór og heimilið fábrotið. í
tjaldinu er ábreiða á gólfinu, eld-
húsáhöld hanga í tjáfrinu og eina
húsgagnið er trékassi sem gegnir
hlutverki borðs. Á því er sjónvarps-
tæki, en ekkert er rafmagnið og
því ógerlegt að fá mynd á skjáinn.
Hún er glæsileg húsmóðirin sem
stjórnar þessu frumstæða heimilis-
haldi. Klæði hennar virka sem und-
arleg þversögn í þessu fátæklega
umhverfi.
Það væri auðvelt fyrir ókunnuga
að aka framhjá veginum sem liggur
inn í Al-Jiftlik. Þorpið er lítið og
ótrúlegt að kofamir sem standa hér
í þyrpingu séu mannabústaðir. Eitt
húsið sker sig úr, hlaðið úr múr-
steinum, í útjaðri þorpsins. Það
reynist vera áfangastaður okkar,
heilsugæslustöðin. Hún tilheyrir
stofnun sem er með heilsugæslu-
stöðvar víðsvegar um vesturbakk-
ann. Þær eru allar mjög vel skipu-
lagðar og yfirleitt staðsettar á frum-
stæðum og einangruðum stöðum.
Umskipti
Sigurbjörg er ánægð. „Síðast
þegar við komum hérna var hér
aðeins mold og drulla. Yfirleitt eru
heilsugæslustöðvarnar ekki svona
hreinlegar. Þessar breytingar eru
lækninum að þakka sem hér er
nýkominn til starfa. Hann er lærð-
ur í Saudi Arabíu. Læknar sem fá
menntun sína þar eru viðurkenndir
víðast um heim og koma yfirleitt
ekki til starfa á vesturbakkanum,
þar sem laun og starfsskilyrði eru
léleg."
Lítill drengur situr á biðstofunni
með mömmu sinni. Það er sama
hvort börnin eru íslensk eða arab-
ísk, þau láta óánægju sína í ljós á
sama hátt, þegar læknir nálgast
með sprautu í hendinni. Undir sár-
um gráti geng ég út og virði fyrir
mér lífið í þorpinu. Húsin standa
sólbökuð í hitanum, sem er um 44
gráður. Þau eru reist á súlum, með
jámþaki og bakhlið úr leir, en eru
annars úr tjöldum sem dregin eru
upp yfir daginn og sett niður yfir
nóttina. Það er fátt fólk sem býr
hér yfir sumartímann, en margar
bedúína-fjölskyldur hafa hér
vetrarsetu og senda börnin sín í
skóla.
Inni á heilsugæslustöðinni eru
feðgar hjá lækninum. Hann er að
segja föðurnum að litli sonur hans
sé með Down’s syndrome, sé mon-
gólíti. Flestum foreldrum þykja
þetta váleg tíðindi, en maðurinn
tekur þessu sem sjálfsögðum hlut.
Hér er fólk orðið vant því að taka
hlutunum eins og þeir koma fyrir,
í öllum fjölskyldum eru einstakling-
ar fatlaðir af völdum styijalda og
átaka, byrðarnar eru margar að
bera og sjálfsagt að taka á sig eina
í viðbót.
Fjallaþorpið
Það er langt í næsta viðkomu-
stað, fjallaþorpið Tammun. Við
njótum þess að aka um Jordan-dal-
inn, gróðursælan og fijósaman.
Hlaðnir hellismunnar sem sjást frá
veginum vekja athygli okkar.
Ghassan fer í könnunarleiðingur.
Eftir stutta stund gefur hann okk-
ur merki um að koma, hér séu
búsettar forvitnilegar konur. Okkur
er boðið til sætis, reyndar ekki í
helli, heldur í stórum kofa, reistum
úr bambusstöngum. Hér eru bú-
settar þtjár konur, ásamt börnum
sínum. Það er undarlegt að sjá
konunar fallega klæddar og
skreyttar gulli í þessu hreysi. Hér
er moldargólf, óhreinindi, ólykt og
flugnamergð. Elsta konan í hópn-
um undirbýr næstu máltíð. Hún er
brosmild og ánægð með lífið, sem
okkur gestunum finnst hljóta að
vera erfítt og ömurlegt. Hún segist
fædd á þessum slóðum, hér sé fjöl-
skylda hennar, hún vilji hvergi ann-
ars staðar vera. „Hér líður okkur
vel, þetta er það líf sem við þekkj-
um, en auðvitað búum við í sífelld-
um ótta um hernaðarátök og ófrið.“
Á þessum slóðum er lífið áhætta.
Við sjáum þess merki þegar við
ökum framhjá húsum sem eru rúst-
ir einar. Ghassan segir þetta vera
hús sem ísraelsir hermenn hafa
fengið fyrirmæli um að sprengja.
„Hér hefur einhver íbúi, eða hugs-
anlega ættingi, verið eftirlýstur af
ísraelskum yfirvöldum. Þegar her-
mennirnir koma þurfa íbúarnir að
yfírgefa húsið samstundis, síðan
er allt sprengt upp, með húsgögn-
um og öllum eigum fólksins, sem
verður að leita á náðir ættingja. I
verstu tilfellum hefur Rauði kross-
inn boðið tjöld til að búa í tímabund-
ið. En yfirleitt þarf fólkið að sjá
um sig sjálft, fær enga aðstoð til
að koma undir sig fótunum á ný.“
Læknirinn
Vegurinn versnar stöðugt. Við
ökum inn í Tamman, framhjá
óhreinni vatnsuppsprettu. Asnarnir
fá sér að drekka, börnin kæla sig
í hitanum og konurnar ausa vatni
í krukkur. Við villumst og ökum í
hringi eftir þröngum götunum. Hér
eru óhreinindi hvar sem litið er og
ólykt leggur upp úr götunum, sem
hér gegna hlutverki klóaksins.
Læknirinn á heilsugæslustöðinni
er ómyrkur í máli. „Hér hafa marg-
ir veikst í hitanum, fengið slæman
sólsting. Ég hef verið önnum. kaf-
inn, ég er eini læknirinn hér, og
íbúarnir eru um 10.000. Hér er
mikið atvinnuleysi, fólk þarf að
fara langa leið til að leita sér að
starfi. Ástandið fer sífellt versnandi
og streitusjúkdómar algengir."
Sigurbjörg innir hann eftir starf-
Eins og dýr í búri
BALATA-flótta-
mannabúðirnar eru í
útjaðri borgarinnar
Nablus. Þær voru
reistar árið 1948, eft-
ir að zionistar lýstu
yfir stofun Ísraelsrík-
is og hundruð þús-
unda Palestínu-
manna voru hrakin
frá heimilum sínum.
Sagan endurtók sig
árið 1967 þegar ísra-
elsríki hertók allt
land Palestínu.
Það er lífsreynsla
að heimsækja Balata.
Það sem situr sterk-
ast eftir í minningunni er lyktin
úr klóakinu sem liggur í opnum
rennum eftir götunum. Hitinn
magnar lyktina og maður óskar
þess helst að þurfa ekki að draga
að sér andann. Búðirnar eru
reistar á litlu landsvæði og ótrú-
legt að þar skuli búa um 30.000
manns. .
Jamal er fæddur í
Balata. „Foreldrar
mínir komu hingað
árið 1967 ogþau
fengu tvö herbergi til
umráða. Eftir því sem
fjölskyldan stækkaði
var byggt ofan á þessi
tvö herbergi og nú
búum við tuttugu og
fimm saman í þessari
byggingu. Ég á tvo
einhleypa bræður
sem vilja gifta sig, en
þeir geta ekki fengið
húsnæði, ekki má
stækka húsið meira
og okkur er bannað
að byggja fyrir utan búðirnar."
Jamal segir lífsskilyrðin í búð-
unum ömurleg og efnahag fólks-
ins bágborinn. „Um það bil 80%
af vinnufæru fólki hefur ekki
atvinnu. Flestir þeir sem hér búa
unnu í Israel, en fá nú ekki leng-
ur atvinnuleyfi þar. Ég er lán-
samur, hef fuUt starf sem kenn-
Jamal
ari, aðrir íbúar hússins eru at-
vinnulausir."
Hann segir nálægðina við borg-
ina gera þau meðvitaðri um
hversu líf þeirra er frábrugðið
lífi annarra. í borginni á fólkið
hús og aðrar eignir, við sem hér
búum eigum ekki neitt. Við lifum
hér eins og dýr í litlum búrum.
í desember 1987 hófst uppreisn
Palestínumanna, Intifada. Jamal
segir lífið sjaldan hafa verið erf-
iðara íbúum flóttamannabúðanna
en á fyrstu mánuðum uppreisn-
anna. „Stjómvöld höfðu sérstak-
ar gætur á búðunum, vissu að hér
bjó fólk sem hafði engu að tapa.
í langan tíma ríkti hér ömurlegt
ástand, í fyrstu var sett á okkur
tímabundið farbann, við máttum
yfirgefa búðirnar þrjár klukku-
stundir á dag. Síðan var eftirlitið
hert, í þrjá mánuði var okkur
ekki ekki leyft að fara út fyrir
búðirnar.“
Við tölum um framtíðina og
þá staðreynd að flóttamannabúð-
ir sem þessar séu ennþá til.
„Flóttamannabúðir eru Iýsandi
dæmi óvissunnar um framtíð Pa-
lestínu. Sýna það óleysta mál í
sinni verstu mynd. Við höldum í -
vonina um að búð-
irnar verið lagðar
niður og að við get-
um eignast eigið
heimili, en ég held
að stjórnvöld séu
búin að gera að
engu vonina um að
mín kynslóð fái til
baka landið sem er
okkar heimaland,
Palestínu."
Þegar út kemur
tekur gamall mað-
ur okkur tali. Hann
er með húslykil í
hendinni. „Éinu
sinni átti ég hús og
heimili. Meðan ég
geymi þennan lykil
held ég í vonina um
að einhvern tímann
snúi ég aftur til
þorpsins þar sem
ég bjó. Húsið mitt
sé ennþá á sínum
stað og ég geti
gengið að því, opn-
að það með lyklin-
um og að allt sé
óbreytt, allt sé eins
ogþað var.“
LÍFSKILYRÐIN í flóttamannabúðunum
eru ömurleg.