Morgunblaðið - 03.09.1995, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1995 21
mikill tónlistarbær en hins vegar
hafði lengi skort almenna fræðslu
í öðrum listgreinum á ísafirði. Frá
því að Listaskólinn var stofnaður
hefur hann boðið upp á námskeið
í myndlist, leiklist, tónlist, dansi
og ritlist, auk þess sem skólinn
hefur staðið fyrir fyrirlestrum og
bókakynningum. Fram til þessa
hefur Listaskólinn verið í leiguhús-
næði en þegar hluti Edinborgar-
hússins verðurtekinn í notkun mun
starfsemin færast þangað. I fram-
tíðinni er einnig fyrirhugað að
auka samvinnu við grunnskólann
í sambandi við kennslu í tónlist og
myndlist.
Bílfarmar af drasli
Edinborgarhúsið er 1155 fer-
metrar á þremur hæðum. Fram til
þessa hafa félagar úr ofangreind-
um menningarfélögum verið að
hreinsa og rífa út úr húsinu. Þeir
hafa gert það í sjálfboðavinnu og
mun vinnuframlag þeirra reiknast
sem hlutafé í félaginu.
Eins og menn geta rétt ímyndað
sér er hreinsunar- og niðurrifs-
vinna í gömlu pakkhúsi ekki sú
vinna sem menn sækjast helst eft-
ir.
Páll segir að það hafi gengið
misjafnlega að smala mönnum
saman til vinnu. Það var ákveðið
að vinna á laugardögum í nokkra
tíma og var vinnuhópurinn þokka-
lega stór í fyrstu, en á endanum
voru það aðeins fjórir til fimm
menn sem mættu. „Ég man að
mér hraus hugur við að koma
þarna inn, því húsið var kjaftfullt
af drasli, alls konar dóti og aðal-
lega frá Kaupfélaginu. Þama voru
kælikistur, kjötsagir, öllu ægði
saman. Fleiri bílförmum af drasli
var ekið frá húsinu, fyrir utan
fastar innréttingar sem ráðist var
á seinna meir. Það var líka mikið
verk að moka snjó og klaka út úr
klefunum, í einu tilvikinu metra-
þykkan, og enn á eftir að rífa úr
nokkrum frystiklefum. En bjart-
sýnin rak okkur áfram.“
Guðjón segir að þeir hafi aldrei
mátt hugsa málið til enda. En nú
er séð fyrir endann á þessari niður-
rifsvinnu þeirra og ég spyr hvort
nú taki ekki við kostnaðarsöm
vinna fagmanna. „Við erum fag-
mennirnir,“ segir Guðjón þá.
Nýtt hlutverk
En nú er komið að uppbygging-
unni og það er Teiknistofa Elísa-
betar Gunnarsdóttur sem sér um
hönnunarvinnu vegna endurbygg-
ingarinnar. Kostnaður er áætlaður
um 50 til 60 milljónir og hafa félög-
in fengið styrk frá húsfriðunarsjóði
og Byggðastofnun, auk framlaga
frá fyrirtækjum og einstaklingum.
Til dæmis hefur Málning hf. veitt
afslátt á málningu á allt húsið og
Steinullarverksmiðjan á Sauðár-
króki afslátt á einangrunarefni.
Aðalinngangur verður Pollmeg-
in og þaðan verður einnig gengið
inn í kaffihúsið sem verður í gamla
vélahúsinu. Á jarðhæðinni í norð-
urenda verður 150 til 180 manna
salur sem er hugsaður fyrir Ieiklist-
arstarfsemi, tónleikahald, fyrir-
lestra og fleira í þeim dúr. Önnur
hæð verður innréttuð fyrir starf-
semi félaganna, en nýtist jafn-
framt Listaskólanum og Hönnun-
armiðstöðinni. Á efstu hæðinni
verða herbergi og verkstæði en
einnig opinn geimur.
Eins og áður segir verða 200
fermetrar af tæpum 1.200 teknir
í notkun á þessu ári, en hvenær
húsið verður fullbúið þora félag-
arnir ekki að fullyrða um.
Edinborgarhúsið hefur nú feng-
ið hlutverk á nýjan leik og það
ekki af verri endanum. Á opnunar-
sýningu í stóra salnum mun Litli
leikklúbburinn sýna verk sem
byggt verður á sögu gamla pakk-
hússins og víst er að í framtíðinni
verða sýnd þar mörg og merk verk
á sviði leiklistar, myndlistar, tón-
listar og danslistar.
FAXAFENI 14, SÍMI 568 9915 OG SKIPHOLTI 50, SÍMI 581 4522
• Ert þú á besta aldri og viltbreyta um lífsstíl?
• Ekki tilbúin til þess að greiða háar upphæðir
fyrir eitthvað sem þú veist ekki hvort þér líkar?
• Viltu léttast, hressast og láta þér líða betur?
Máttur Skipholti 50 - æfingastöð kvenna, verður
Fynsta kvöldiö Verður þú vigtuð, þolmæld og blóð-
þrýstingur mældur.
Þú færð ráðleggingar um þjálfun.
Fyrirlestur um næringu og kjörþyngd.
Annað kvöldið Verklegurtími í þolfimi, farið er yfir
grunnatriði þolfiminnar.
Þriðjakvöldið Verklegt: Styrktar- og þolþjálfun í tækjum.
Fjóröakvöldið Verklegt: Kynning á Kripulajóga.
Nánari upplýsingar í síma 581 4522
Verð fyrir alla kynninguna er kr. 1.800. Kynningarverð
getur runnið upp i mánaðarkort ef þú ákveður að halda
áfram.
Ath! Nýtt námskeið í Kripulajóga er að hefjast.
Byrjentlanámskeid
fyrir konur!
LAUGAVEGI 95 - SÍMI 552 1444 - KRINGLAN - SÍMI 568 6244 - BREKKUGATA 3 - SÍMI 462 7708