Morgunblaðið - 03.09.1995, Page 22

Morgunblaðið - 03.09.1995, Page 22
22 SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ SÉÐ YFIR hina fornu þinghelgi, sem markast af Flosagjá til vinstri og Almannagjá til hægri, Kastölunum að norðanverðu og Þingvallavatni að sunnan. Ljósmynd/Páll Stefánsson Jarðhræringar á Þingröllum Að sögn Freysteins eiga rannsóknir á jarðskorpu- hreyfingum á Þingvöllum sér langa sögu. „Margir hafa haft áhuga á jarðfræðirannsókn- um á þessu svæði, einkum eftir að kenningar um landrek komu fram. Þýskur jarðfræðingur Wegener að nafni setti fyrstur manna fram kenn- inguna um landrek. Hún felst í því að ysta lag jarðarinnar er skipt í nokkrar plötur sem hreyfast innbyrð- is. ísland liggur einmitt á plötuskilum og hefur Þingvallasvæðið þótt gott dæmi um landrek. Þar sem plötumar færast í sundur og land- svæðið á milli gliðnar og sígur.“ Kenningin um landrek var ekki fullmótuð fyrr en á sjöunda áratugnum. En um það leyti hófust skipulegar mælingar á jarðskorpuhreyfingum á Þingvallasvæðinu. „Ey- steinn Tryggvason jarð- eðlisfræðingur hóf mjög nákvæmar hæðarmæl- ingar árið 1966, til að fylgjast með því hvemig Þingvallalægðin sígur. Lægðin er sigdalur og afmarkast af Almannagjá að vestan og Hrafnagjá að austan. í viðbót við hæðarmæling- ar hafa verið gerðar fjarlægðamæl- ingar til að athuga tognun á jarð- skorpunni yfír sigdalnum. Þær mæl- ingar hófust árið 1967,“ segir Frey- steinn. „Mælingar á jarðskorpuhreyfíng- um taka mjög langan tíma. Þær fara þannig fram að sett er upp svokallað mælinet, þar sem fjarlægð eða hæða- mismunur milli ákveðinna staða eða punkta er mældur. Nokkrum árum seinna er nákvæmlega sama mæling endurtekin á sama stað og á sömu mælipunktum og mismunurinn skoð- aður. Mælinetið sem var sett upp á sjöunda áratugnum hefur verið endur- mælt á nokkurra ára fresti og allt til dagsins í dag.“ Að sögn Freysteins er niðurstaða hæðarmælinganna sú að Þingvalla- lægðin sígur jafnt og stöðugt eða um einn millimetra á ári miðað við svæð- ið utan sigdalsins. „A þúsund árum sígur svæðið því um einn metra og að sama skapi hækkar vatnsyfírborð Þingvallavatns," segir hann. „Eftir því sem tíminn líður má því búast við að vatnið gangi meira á Þingvellina og að Oxará flæmist meira um þá.“ Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur hefur undanfarin ár rannsakað jarðskorpuhreyfingar á Þingvöllum. Arna Schram ræddi við hann um landsig ogtognun jarðskorpunnar á þessum sögu- frægasta stað þjóðarinnar. Morgunblaðið/Golli Freysteinn Sigmundsson Freysteinn segir ennfremur að nið- urstaða fjarlægðamælinganna hafi komið á óvart. „En hún er sú að gliðn- unin þvert yfír sigdalinn er mjög lít- il. Á Suðurlandi eru tvö gliðnunarbelti. Annars vegar Vestra-gliðnunar- belti sem liggur frá Hengli, um Þingvallasvæðið og norður í Langjökul. Hins vegar Eystra-gliðnunar- belti sem liggur frá Mýr- dalsjökli og áfram norð- austur í Vatnajökul. Nið- urstöður mælinga þýða sennilega að megin partur- inn af gliðnun á Suður- landi í dag á sér stað um Eystra-gliðnunarbeltið.“ Landið seig um tvo metra hafí jörðin Vatnskot sem er í miðjum sigdalnum orðið illbyggileg eftir þenn- an atburð.“ Að sögn Freysteins breyttist Öxará einnig töluvert í þessum landskjálfta. „Vegna landsigs minnkaði straumur árinnar. Af þeim sökum flæmdist vatn yfir Þingvellina og eyðilagði að hluta til það svæði sem menn notuðu til þinghalds. Átti það sinn þátt í því að þinghald á Þingvöllum var lagt niður níu árum síðar," segir hann. „Nýlegar rannsóknir Kristjáns Sæ- mundssonar jarðfræðings benda auk þess til að allt land milli Almannagjár og Hrafnagjár hafí sigið um allt að einn til tvo metra í landskjálftanum." Landmælingar með aðstoð gervitungla í dag eru gerðar mun nákvæmari landmælingar á jarðskorpuhreyfíng- um á Þingvöllum með aðstoð gervi- tungla og hefur svo verið allt frá ár- inu 1986. Að þeim rannsóknum standa Norræna eldfjallastöðin og Raunvísindastofnun Háskóla íslands í samvinnu við erlenda vísindamenn. Verkefnið er að hluta til kostað með styrkjum frá Vísindasjóði og Rann- sóknasjóði Háskólans. Að sögn Freysteins ná þær mæl- ingar yfír mun stærra svæði en áður. „Þær koma til með að veita meiri upplýsingar um jarðskorpuhreyfingar á Þingvöllum. Einkum hversu mikil tognun jarðskorpunnar fer fram á svæðinu," segir hann. „Ég tel að ekki sé von á stórum jarð- skorpuhreyfíngum eins og árið 1789. Líklegt er að slíkir atburðir geri boð . á undan sér með stigvaxandi skjálfta- virkni. Hins vegar geta minni atburð- ir, eins og sá sem varð árið 1973, orðið hvenær sem er.“ Landskjálft- amir í Þing- vallasveit árið 1789 Séra Páll Þorkelsson lýsir land- skjálftunum í Þingvallasveit árið 1789 á eftirfarandi hátt í bréfi til sýslumanns: „Að morgni 10. júní komu hinir fyrstu (kippir), þá fólk var í svefni, sem þar við vaknaði. Og síðan held eg aldrei hafi liðið ein heil klst. á milli þeirra, hvorki dag nje nótt í 10 daga. Þá fóru þeir að linast, en voru þó öðru hvoru mjög tíðir og snöggir. Hræringarnar byij- uðu eður gengu fyrst frá lands- uðri til útnorðurs, og undir lok hvers skjálfta ruggaði jörðin til landnorðurs og útsuðurs. Voru þó ei lengri en svo ... að jörðin mundi hallast eður hrist- ast hjer um 4 sinnum í hveija átt.“ Þvínæst lýsir presturinn af- leiðingum landskjálftans: „Hrun, hjer um helmings af bæjarbaðstofu göngum hjer á Þingvöllum, sem og utanbæjar- veggja hjer og þar. En allir veggir eru hjer losaðir, so ei veit nær falla, og hjer og þar brotin tije í húsum." Auk þess segir presturinn frá breytingum Þingvallavatns „sem óvenjulega er auk- ið ... Af aðgangi vatnsins er það farið að ganga upp um túnið í Vatnskoti og líka nokk- uð á Þingvöllum, og hefur af tekið almennings veg yfir Ós- ana.“ Þá segir presturinn frá opn- un gjáa „er sumar hafa verið til, en þó víðast tilluktar með jörð og gijóti, en hafa nú opn- ast, með pyttum hjer og þar og hanga so uppi jarðbrýr á milli, sem smámsaman eru að detta í sprungurnar og farnar að síga. Nýjar sprungur hafa og komið sumstaðar í heilar klappir. Þó hefi eg ei sjeð þær víðari en svo, að yfir megi stíga ... Sá stærsti skaði sem Þingvöllum sýnist hjer með til- færður, eru þær gjár, sem nú eru opnaðar í túninu og kring- umtúnið ... En eftir því sem merkja má hefur af skjálftun- um mest orðið hjer við Al- mannagjá og austur við Hrafnagjá, hvað augljósar eft- irleifar munu sýna ... Orsök að breyting vatnsins ... held eg hafi haggast grundvöllur undir öllu því plássi, hvar vatn- ið er aukið ... en hreyft litt þar sem grynkaði. Stallamir við sprungumar sýna landsigið, og röskun veganna, að stórgrýtið hefur hvílt á svikulli undir- stöðu.“ „í viðbót við þessar hægf- ara og jöfnu hreyfingar á jarðskorp- unni hafa orðið stærri jarðhræringar á Þingvöllum. Einn slíkur atburður er þekktur frá því mælingar hófust á jarðskorpunni og varð árið 1973. Þá seig svæðið í kringum Valhöll um 9 sm miðað við vestari barm Aimanna- gjár. Líklegt er að þessi færsla hafí orðið samfara smáum jarðskjálftum á svæðinu sem urðu þetta ár. Þessi atburður bendir til að gjámar á Þing- vallasvæðinu séu virkar og geti í raun hreyfst hvenær sem er. Énn stærri jarðskjálftar og jarð- skorpuhreyfingar urðu á Þingvalla- svæðinu árið 1789. Er það eini slíki atburðurinn sem vitað er um frá landnámi. Um hann vitna að nokkru leyti samtímalýsingar séra Páls Þor- kelssonar prests á Þingvöllum í bréfí til sýslumanns. í því kemur fram að miklar hreyfingar urðu í jarðhræring- unum og að aldrei hafí liðið ein heil klukkustund á milli skjálftanna í tíu daga. Sprungur og gjár gliðnuðu og nýjar sprungur mynduðust. Meðal annars í Þingvallatúni. Presturinn segir ennfremur frá því að vegna landsigs hafí Þingvallavatn gengið á land og spillt túnum. Þá VESTRI og Eystri gliðnunarbeltin á Suðurlandi. Þau skiptast í eldstöðvakerfi eins og myndin sýnir. Á milli gliðnunarbeltanna liggur skjálftabelti Suðurlands. Innskotsmynd sýnir hvernig Mið-Atlantshafs- hryggurinn tengist gliðnunarbeltum landsins. Hryggurinn markar plötuskil milli Norður-Ameríkuplöt- unnar og Evrasíuplötunnar. Meðalplötuhraði er 9.7 mm í hvora átt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.