Morgunblaðið - 03.09.1995, Side 24

Morgunblaðið - 03.09.1995, Side 24
24 SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Strætó gefur í VIÐSKIPn AIVINNULÍF Á SUNNUDEGI eftir Hildi Friðriksdóttur ►Lilja Ólafsdóttir er fædd í Hrunamannahreppi árið 1943. Hún lauk Samvinnuskólaprófi 1961 og viðskiptafræðiprófi frá Mundelein-háskóla í Chieago árið 1991. Hún hefur m.a. starfað hjá Tryggingu hf. og var deildarfulltrúi hjá Rafmagnsveitum Reykjavíkur 1972-1977, þegar hún tók við starfi deildarstjóra í þjónustudeild Skýrr. Hún var framkvæmdastjóri notendaráðgjafarsviðs 1985-1991, en várð þá aðstoðarmaður forsljóra Skýrr. Um áramótin tók hún við forstjórastöðu SVR. Morgunblaðið/Sverrir LIUA Ólafsdóttir tók við forstjórastöðu Strætis- vagna Reykjavíkur (SVR) um síðastliðin áramót en þá höfðu undangengin ár einkennst af miklum umbreyt- ingum og erfiðleikatímabili innan fyrirtækisins. Þessir erfiðleikar náðu hámarki þegar SVR var breytt í hlutafélag 1993, en þá skapaðist mikill órói innan fyrir- tækisins. Eftir ýmsar hræringar á rekstr- arformi og átök um stéttarfélags- aðild starfsmanna var tekin sú ákvörðun sumarið 1994 að breyta SVR aftur í borgarfyrirtæki. „Þetta hafði auðvitað mjög óþægi- leg áhrif á starfsemina eins og rétt er hægt að ímynda ________________ sér. Eðlilega tekur nokk- Núverandi urn tíma að gróa um • |eiðakerfi er heilt eftir mikil átök," sagði Lilja. Áherslubreytingar Þó nokkrar breytingar hafa einnig verið gerðar í rekstri SVR á þessu ári og aðrar standa fyrir dyrum. Það sem snýr hvað mest að almenningi er breyting á leiða- kerfinu sem mun þó ekki taka gildi fyrr en næsta vor. Núverandi leiðakerfi er að stofni til frá 1970 en þá var mjög lítil byggð austan Elliðaáa. „Við fengum danska ráð- gjafa til þess að skoða leiðakerfið í samhengi við umferðarflæði í Reykjavík. Þeir hafa lagt fram tillögur um þó nokkrar breytingar. Hjá SVR starfa 150 vagnstjórar sem hafa flestir ekið um langa tíma hver á sinni leið og þekkja því vel til mála. Meðal þeirra var ___ gerð könnun og afrakst- urinn varð fjöldi góðra hugmynda, sem er nú frá árinu 1*170 innleœ > ákvörðun um Tra arinu nýtt ieiðakerfi Einnig fer Auk nýs forstjóra um áramót komu til starfa tveir nýir forstöðumenn eftir skipulags- breytingar síðastliðið vor. „Okkur hefur öllum verið tekið vel og starfsfólkið er jákvætt í okkar garð. Auk okkar nýliðanna eru fyrir mjög hæfír menn í stjórnun- arstöðum hér,“ sagði hún. Skrifstofa Lilju á Kirkjusandi snýr út að sjónum með ægifögru útsýni. Þegar haft er orð á því segir hún, að svo einkennilegt sem það kunni að hljóma hafi hún í fyrsta skipti séð hafið þegar hún var 10 ára. „Nú bý ég aftur á móti við sjóinn og hef fengið skrif- stofu sem snýr einnig út að sjó,“ bætir hún við og kveðst vera alsæl með það. starfshópur, sem er að miklum hluta skipaður mönnum úr akstursdeildinni, yfir tillögurn- ar og er með í að móta þær.“ - Verður leiðakerfið algjörlega stokkað upp? „Nei, tillögur ráðgjafanna byggja á núverandi kerfi. í raun má segja að stuðst sé við sama æðakerfíð. Margar leiðir eru mjög góðar, sumum þarf að hnika eitt- hvað til og breyta öðrum. Mark- miðið með endurskoðuninni er ein- göngu bætt þjónusta en ekki sparnaður eða samdráttur.“ Breytt dreifing ferða - Nú hefur sýnt sig að auð- velt er að komast beint á milli tveggja staða eins og t.d. í og úr Fólksbílaeign í Reykjauík 1973-1993 ^oo 3q 25.000 20.000! 15.000 10 Oóo' s.ooq! 000 35. 000 4°.00q5' 000 4<,.812. 1971« w 197?97/£ 19851986 1987,, 199^ 1992 1993 þúsundir farþega SVR " k, Farþegar SVR1973-1993 1°'00QUSS BoooB5Bi 6-00q{ ílP.8 „n 1993 vinnu. Þurfí viðkomandi aftur á móti að reiða sig á strætisvagna til að skreppa á milli þriggja staða tekur það oft óratíma vegna tíma- lengdar á milli ferða. Stendur til að fjölga ferðum? „Nei. Grunntíðnin er nú 20 mín- útur og núverandi farþegafjöldi býður ekki upp á breytingu. Hins vegar er æskilegt að auka tíðni á álagstímum á morgnana 0g síð- degis. Þessu geta menn náð með því að setja inn aukavagna og að dreifa betur brottför vagna úr hverfum." - Sérðu fram á að núverandi vagnafjöldi muni geta sinnt nýja leiðakerfinu? „Að mestu leyti, en hugsanlega þarf að breyta samsetningu þeirra. Þetta á þó allt eftir að skoða.“ Nýtt skipulag Ein af þeim breytingum sem stendur yfir hjá SVR á þessu ári er breytt uppbygging fyrirtækis- ins, sem tók gildi 1. mars sl. Fell- ur reksturinn nú undir þrjá megin- þætti; þjónustusvið, markaðs- og þróunarsvið, og fjármála- og starfsmannásvið. „Þessi þrjú svið undirstrika þær áherslur sem við viljum leggja á hér í fyrirtækinu. í fyrsta lagi er einblínt á þjónustu í meira mæli en áður og í öðru lagi er lagt aukið vægi á markaðsmál og þró- un, sem snúa meðai annars að leiðakerfi og upplýsingamálum," segir Lilja. SVR er rekið að hluta til af tekjum frá farmiðasölu en einnig leggur Reykjavíkurborg og Sel- ..tjarnarnes fé til starfseminnar. Að sögn Lilju er hlutfallið gott hér á landi miðað við það sem gerist í öðrum löndum. Samdrátt- ur hefur þó orðið á undanförnum árum í farþegafjölda og þar með tekjum fyrirtækisins. Á mesta samdráttartímabilinu var brugðist við með fækkun starfsmanna og strjálli ferðum vagnanna. Fleiri í strætó Lilja segir að sjá megi sterka fylgni á milli einkabílaeignar 0g notkunar á almenriingssamgöng- um. Þegar bílaeign jókst til muna í kringum 1988 fækkaði farþeg- um, en á undanförnum árum hef- ur einkabílum fækkað og farþeg- um SVR fjölgað nokkuð aftur. Hún tekur fram, að fjölgun morgunferða í austurhverfunum hafí einnig átt stóran þátt í aukn- ingu farþega. „Okkur fínnst við búa við batnandi tíð,“ segir hún en tekur fram að þrátt fyrir það sé einkabílaeign hér á landi mjög mikil og að umferðinni í Reykja- vík hafi verið líkt við 300.000 manna bæ. Þjónustudeild á Hlemmi - Heyrst hefur að betri þjón- ustu vanti af hálfu SVR til þess að almenningur noti strætisvagna 1 í auknum mæli en SVR telji aftur á móti að ekki verði hægt að fjölga ferðum fyrr en farþegafjöldinn er I orðinn mun meiri. Er þarna ekki ákveðin mótsögn? „Jú, nú er verið að gera átak í því að bæta þjónustuna til þess að ijúfa þennan vítahring. Við erum að undirbúa stórbætta upp- lýsingagjöf, sem felst meðal ann- ars í því að styrkja farþegaþjón- ustu á Hlemmtorgi nú um mán- aðamótin. Þar eru seldir farmiðar 1 eins og áður en lögð aukin áhersla j á upplýsingagjöf til farþega um ferðir, brottfarartíma og leiðbein- ingar um að komast á milli staða. Viðskiptavinir geta komið ábend- ingum, kvörtunum og hrósi til SVR á staðnum eða í síma. Ef þessi þjónusta gengur vel stendur til að setja sams konar starfsemi upp á fleiri skiptistöðvum. Einnig í er ætlunin að gefa út ítarlegri upplýsingar um leiðakerfið þegar nýja kerfið verður tekið í notkun. Hluti af aukinni þjónustu felst í því að fjöiga útsölustöðum far-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.