Morgunblaðið - 03.09.1995, Side 32
32 SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1995
SKOÐUIM
MORGUNBLAÐIÐ
MINNISATRIÐI
ÚR KÍNAFÖR
borg í Guangdong-hér-
aði.
Uppbyggingar-
starfið í Kína
Ekki fer á milli mála
að gríðarlegt uppbygg-
ingarstarf hefur átt sér
stað í Kína og er í gangi
á þeim svæðum sem við
heimsóttum. Stjóm-
málamönnum sem við
ræddum við, ekki síst á
þeim svæðum þar sem
uppbyggingin á sér
stað, var greinilega
mjög umhugað um að
umbótastefnan héldi
áfram að eflast og næði
Salome
Þorkelsdóttir
sú spurning gerðist
áleitin, hvort hér væri
verið að ráðast í fram-
kvæmdir sem í framtíð-
inni yrðu minnismerki
um misheppnaðar fjár-
festingar í stáli og
steinsteypu.
Ekki fer á milli mála
að kínverskir forystu-
menn í stjórnmálum og
um efnahagsuppbygg-
ingu gera sér fulla
grein fyrir alvöru máls-
ins og eru staðráðnir í
því að láta þetta gullna
tækifæri sér ekki úr
greipum ganga. Okkur
virtist einnig sem al-
SENDINEFNDIN skoðar Kínamúrinn.
ÍSLENSKA sendinefndin ásamt varaforseta þjóðþingsins í Kína,
frú Chehmuha, og nokkrum kínverskum þingmönnum.
TLA verður að sama
ástæða hafi legið að
baki þegar kínversk
stjórnvöld buðu að halda kvennaráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna ’95 í
Peking þ.e. að fá með því tækifæri
til að kynna land og þjóð og þær
breytingar sem orðið hafa í Kína á
undanfömum árum.
Því kemur á óvart og skýtur
skökku við sú fyrirfram tortryggni
og ótti sem virðist vera hjá kínversk-
um stjómvöldum við kvennahópana
sem ráðgera að taka þátt í ráðstefn-
„ unni. í stað þess að fagna þeim
áhuga sem konur víðsvegar um heim
hafa sýnt með því að ætla að fjöl-
menna til Kína eru stjómvöld þar
nú farin að beita tregðulögmálinu í
sambandi við vegabréfsáritanir
sumra væntanlegra þátttakenda.
Sendinefnd frá Alþingi
Undirrituð er ein af þeim sem
notið hafa gestrisni kínverskra
stjórnvalda og ætlá ég að rifja upp
nokkur minhisatriði úr ferð sem ég
fór til Kína, í boði forseta kínverska
^ þjóðþingsins, ásamt sendinefnd frá
Alþingi í janúar 1995.
í sendinefndinni voru auk mín
þingmennimir Pálmi Jónsson, Jón
Helgason, Sigbjöm Gunnarsson,
Kristinn H. Gunnarsson og Guðrún
J. Halldórsdóttir, auk Friðriks Ólafs-
sonar, skrifstofustjóra Alþingis, og
Belindu Theriault, alþjóðaritara í
nefndardeild Alþingis. Var þetta í
fyrsta sinn sem sendinefnd frá Al-
þingi var boðið til Kína.
Dvalið var í Kína dagana 5.-16.
janúar. Heimsóknin hófst í Peking
en síðan var haldið suður á bóginn.
Að heimsókninni lokinni dvöldum við
í tvo heila daga í Hong Kong og
áttum fundi með fulltrúum breskra
-JP og kínverskra stjómvalda. Hjálmar
Hannesson sendiherra var staddur í
Hong Kong þessa sömu daga ásamt
eiginkonu sinni Önnu Birgis. Hann
var þá á leið til Peking til að taka
við stöðu sendiherra í Kína. Var
hann með okkur á fundunum ásamt
ræðismanni íslands í Hong Kong,
Anthony J. Hardy. Ræðismaðurinn
greiddi götu okkar á allan hátt og
nutum við gestrisni hans meðan á
dvöl okkar stóð. Óhætt er að segja
að þar á ísland góðan fulltrúa.
Við heimsóttum fimm borgir í
Kína, Peking, Nanking Suzhou,
Shanghai og Guangzhou og ferðuð-
umst jafnframt um þau hémð sem
að þeim liggja. Hér er um miklar
fjarlægðir að ræða á okkar mæli-
kvarða. Samtals 1.600 km vega-
lengd auk þeirra skoðunarferða ann-
arra sem famar voru á hveijum stað,
þannig að nærri lætur að við höfum
lagt að baki 2.000 km.
Heimsóknin hófst eins og áður
segir í höfuðborginni Peking. Þar
áttum við viðræðufund með forseta
kínverska þjóðþingsins Qiao Shi,
fund með varaforseta þess frú Che-
hmuha og nokkrum þingmönnum
og fund með varaforseta Kína, Rong
Yiren. Einnig fórum við í heimsókn
til kaþólska biskupsins í Peking, Fu
® Tiesham. Á öðrum stöðum áttum við
fundi með frammámönnum héraðs-
og borgarþinga, auk þess sem við
hittum fólk úr atvinnulífinu, há-
skólamenn o.fl. Við skoðuðum enn-
fremur nokkur svæði þar sem gífur-
leg uppbygging á sér stað, svo sem
í Suzhou svonefnt „New District“,
Zhang Jia Gang-borg í Jiangsu hér-
aði, Pudong-svæðið í Shanghai, sem
er langstærst í sniðum og Huadu-
fram að ganga enda er hér mikið
lagt undir.
Samkeppnin um að laða til sín
erlenda fjárfesta er greinilega mikil
milli héraða en stundum fékk maður
það á tilfinninguna að ekki væri allt-
af fyllstu forsjálni gætt í skipulagn-
ingunni, því að þess voru dæmi að
fjarlægðin milli uppbyggingarsvæð-
anna væri fremur lítil, t.d. milli Pu-
dong svæðisins í Shanghai og Zhang
Jia Gang-borgar í Jiangsu-héraði og
virtist þó ekki mikill munur á þeirri
starfsemi sem fyrirhuguð var á þess-
um tveimur svæðum. Shanghai er á
austurströndinni skammt frá mynni
Yangtzefljótsins en Zhang Jia Gang-
borg um tvö til þtjú hundruð km
ofar við ána uppi í landi. Gat maður
vel gert sér í hugarlund að milli
þessara svæða gæti orðið samkeppni
um fjárfestingar og viðskiptavini og
menningur væri vel með á nótunum
hvað þetta snertir og eygi þarna von
til bættra lífskjara. Allt veltur þetta
á stjórnmálaþróuninni í Kína næstu
árin, en ástandið er viðkvæmt um
þessar mundir, þar sem búist er við
að sá tími styttist sem Deng Xiao-
peng situr á valdastóli. Þá veltur það
og á áreiðanleika stjórnvalda í samn-
ingum við erlend fyrirtæki, þróun-
inni í vaxtamálum og efnahagsstefn-
unni að öðru leyti hvort erlendir fjár-
festar fáist til að fjárfesta í uppbygg-
ingarsvæðunum. Einhver brögð
munu vera að því að kínversk stjórn-
völd hafí ekki að öllu leyti virT gerða
samninga t.d. leigusamninga sem
gæti haft neikvæð áhrif á þróunina.
Um hina pólitísku þróun í Kína
er erfítt að spá. Allt getur gerst að
Deng Xiaopeng gengnum og ógern-
ingur er að sjá fyrir hvetjar muni
Kínversk stjórnvöld
hafa á undanfömum
árum lagt mikla áherslu
á aukin samskipti við
vestræn ríki með því að
bjóða allskonar sendi-
nefndum til Kína í kynn-
is- o g skoðunarferðir.
íslendingar eru ein
þeirra þjóða sem notið
hafa gestrisni Kínveija
og fjölmargar íslenskar
sendinefndir eða hópar
hafa farið til Kína á
undanfömum árum.
Salome Þorkelsdóttir
fór fyrir sendinefnd Al-
þingis sem heimsótti
Kína fyrr á árinu og
segir frá þessari ferð.
verða lyktir þeirrar valdabaráttu
sem væntanlega mun eiga sér stað
við fráfall hans. Þó er erfitt að
ímynda sér að héraðsstjórnimar,
sem hafa verið að ávinna sér æ
meira efnahagslegt sjálfstæði á liðn-
um árum, muni verða tilbúnar að
afsala sér því, ef þróunin yrði sú að
aftur yrði reynt að hverfa til ein-
strengingslegrar miðstýringar.
Samskipti íslenskra og
kínverskra stjórnvalda
Það er mikilvægt að mínu mati
að eiga samskipti við kínverska þing-
ið og kínversk stjórnvöld eins og
aðstæðum er háttað í dag. Þetta eru
miklir óvissutímar og vissulega mik-
ilvægt að veita kínverskum stjórn-
völdum aðhald og hvetja þau til að
virða einstaklingsfrelsi og grundvall-
arréttindi manna. Ég og félagar
mínir í sendinefndinni tókum þetta
upp á nokkrum fundum okkar með
kínverskum ráðamönnum og enn-
fremur var komið að þessum málum
í einkasamtölum.
Viðmælendur okkar vildu lítið
ræða mannréttindi, en lögðu áherslu
á að þau gífurlegu vandamál sem
fylgdu fólksmergðinni í Kína (1,2
milljarðar) og að það hlyti að hafa
algjöran forgang að bæta lífskjörin.
Það er greinilegt að þeir telja ekk-
ert svigrúm til aukins einstaklings-
frelsis að svo stöddu, því að ekkert
megi fara úr skorðum í því geysilega
átaki sem nú er verið að framkvæma
í efnahagsmálum, enda muni það
koma almenningi til góða ef vel tekst
til.
Ég ræddi t.d. þessi mál á fundum
með Rong Yiren varaforseta Kína,
og á fundinum með varaforseta
þingsins frú Chehmuha og öðrum
þingmönnum. Þá voru tekin viðtöl
við mig, bæði blaða- og sjónvarps-
viðtöl, þar sem ég notaði tækifærið
til að koma inn á þessi atriði, notaði
samanburð í andstæðum landa okk-
ar, þar sem hver einstaklingur á
íslandi er okkur svo mikils virði, og
benti jafnframt á umhverfis- og
mengunarvandamál heimsins, sem
væri sameiginlegt hagsmunamál
allra jarðarbúa, en mengun er gífur-
legt vandamál í Kína. Við ættum
hinsvegar ennþá nokkuð hreint land,
sem við vildum varðveita, en þar
verður að koma til samvinna allra
því að loft- og sjávarmengun á sér
engin landamæri.
Látum rödd okkar heyrast
Þannig háttaði til skipulagi á ferð-
um okkar milli staða á styttri vega-
lengdum að ég fékk tækifæri til
einkaviðræðna við fylgdarmenn
mína, sem voru frammámenn á
hveijum stað. Við þau tækifæri var
oft hægt að ræða málin í meiri ein-
lægni. Ég minnist t.d. einnar konu
sem var fylgdarmaður minn, hún er
læknir og jafnframt þingmaður í
sínu héraði. Við ræddum um um-
hverfis- og mengunarvandamálin og
mannfjölgunarvanda kínveija. Hún
sagði það sama og fram hefur kom-
ið í fjölmiðlum að eitt barn í borgum
sé stefnan en úti í sveitum tvö, þó
sé erfitt að fylgjast með í sveitunum.
Ég sagði henni að hjá okkur á ís-
landi væri reynt að hjálpa þeim for-
eldrum sem ekki gætu eignast börn,
t.d. með glasafijóvgun og jafnveí
væri þeim hjálpað til að sækja börn
til annarra landa eða jafnvel heims-
álfa, þannig væru mörg börn til á
Islandi í dag, sem ættu uppruna sinn
að rekja til fjarlægra heimsálfa.
Engan þarf að undra að þessar upp-
lýsingar hafi vakið eftirtekt hennar!
Ég skýt þessu hér inn til að benda
á að við getum haft áhrif og lagt
okkar af mörkum með því að láta
rödd okkar heyrast sem víðast, þó
að við væntum engra kraftaverka á
því sviði.
Ekki leikur vafi á því í mínum
huga að við íslendingar eigum að
auka samskiptin við Kína í ljósi
þeirra gífurlegu markaðsmöguleika
sem þar er að finna. Eins og kunn-
ugt er hafa íslenskir ráðamenn gert
tíðförult til Kína að undanförnu í
boði kínverskra stjórnvalda og að
sjálfsögðu hafa verið kannaðir
möguleikar á auknum samskiptum
á ýmsum sviðum, svo sem í sjávarút-
vegi og á nýtingu jarðhita og orku-
iðnaðar.
Nú þegar hafa nokkrir samningar
verið gerðir m.a. á menningarsviði
sem felur í sér aukið samstarf á
sviði menntamála og unnið er að því
að koma fleiri samningum á. í sam-
tölum okkar við ýmsa stjórnmála-
og athafnamenn á ferð okkar um
Kína voru viðraðir ýmsir möguieikar
í þeim efnum. Það er mat flestra
þeirra sem vel þekkja til þróunar
heimsmála og kunnir eru fyrir fram-
sýni í þeim efnum að í Kína eru
fólgnir gífurlegir möguleikar, enda
leggja öll mestu iðnaðarveldin kapp
á það að koma sér vel fyrir í Kína
á markaðssviðinu og hafa þegar fjár-
fest þar í fyrir milljarði dollara í
margvíslegri atvinnustarfsemi og
fyrirtækjum til að vera við öllu búin
þegar gullöldin hefst.
Heimsókn til kaþólska
biskupsins
í Peking heimsóttum við kaþólska
biskupinn, Fu Tiesham. Eins og
kunnugt er var kirkjum og bænahús-
um í Kína lokað í menningarbylting-
unni. Eftir 1977 tók ríkisstjórnin upp
stefnu aukins umburðarlyndis og í
stjórnarskrá Kína frá 1982 er
ákvæði um trúfrelsi. Þó hafa trúarof-
sóknir haldið áfram í einhveijum
mæli.
Tilbeiðsla forfeðra er mjög ríkj-
andi í Kína og heimspeki Konfúsíus-
ar á sterk ítök í þjóðinni og bland-
ast búddismanum sem er sú trú sem
mest er iðkuð í Kína. Taóisminn á
einnig sterkar rætur í þjóðinni, en
sú heimspeki á rætur sínar að rekja
til Lao Tse, kínversks heimspekings
sem uppi var á 7. öld f. Krist. Mú-
hameðstrú er iðkuð aðallega í Vest-
ur-Kína og voru 20 milljónir múha-
meðstrúar í Kína árið 1990. Sam-
kvæmt opinberum tölum voru árið
1990 5 miIIjónÍB-mótmælenda í Kína
og 4 milljónir kaþólskar. Þó vilja