Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1995 MINIMINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær eiginkona mín, ÞÓRAALDÍS HJELM, Garðavegi 6, Keflavík, lést í Landspítalanum föstudaginn 1. september. Fyrir hönd aðstandenda, Sveinbjörn Eiríksson. t Móðir okkar, GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR, Tjarnargötu 10C, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 6. september kl. 15.00. Fyrir hönd vina og vandamanna, Guðrún Jörundsdóttir, Stefán Jörundsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi, STEFNIR ÓLAFSSON, Langholtsvegi 17, lést í Landspítalanum 31. ágúst. Sigríður Jóhannesdóttir, Helga Rakel Ingibjargardóttir, St. Ruth Stefnis og barnabörn. t Ástkæra móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR OLGA GUÐGEIRSDÓTTIR, Borgarholtsbraut 68, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 5. september kl. 13.30. Eyþór Sigmundsson, Hulda Silvía Jónsdóttir, Svava Sigmundsdóttir, Þorsteinn Sigmundsson, Guðrún Alísa Hansen, Ólafur Sigmundsson, Særún Sigurjónsdóttir, Guðbjörg Sigmundsdóttir, Birgir Bjarnason, Jóhanna Sigmundsdóttir, Pétur Ingi Hilmarsson, Guðgeir Sigmundsson, Sigrfður Guðjóhnsen, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför sonar, föður og bróður okkar, REYNIS BJARKMANNS RAGNARSSONAR, sem lést í Borgarspítalanum mánudag- inn 28. ágúst sl., verður gerð frá Foss- vogskirkju miðvikudaginn 6. september kl. 13.30. Björg Þorkelsdóttir, Sigurður Ólafsson, Valgeir Reynisson, Sigurbjörn Ragnarsson, Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, Halldór Ragnarsson, Maríus Sigurbjörnsson, Tómas Baldvinsson, Guðmundur Sigurbjörnsson, og aðrir vandamenn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskutegs föður okkar, tengdaföð- ur, afa og langafa, JÓNS ÓLAFS ELÍASSONAR, Blönduhlíð 27. Jón Kristinn Jónsson, Sesselja Ingólfsdóttir, Ari Jónsson, Lára Hrönn Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabarn. HRÓBJARTUR ELÍ JÓNSSON + Hróbjartur Elí Jónsson fædd- ist 20. nóvember 1923 í húsinu núm- er 20 við Berg- staðastræti í Reykjavík. Hann andaðist í Land- spítalanum 25. ág- úst síðastliðinn. Hróbjartur var einkabarn hjón- anna Guðleifar Ei- ríksdóttur, f. 15. maí 1884 í Fossnesi í Gnúpveijahreppi, og Jóns Hróbjarts- sonar, vélstjóra, f. 2. ágúst 1878 í Auðsholti í Bisk- upstungum. Hróbjartur var tvíkvæntur. Með fyrri konu sinni átti hann tvær dæt- ur, Ingunni Elínu, f. 6. desember 1949, og Jónu, f. 26. október 1950 í Reykjavík. Ingnnn t Hjartans þökk fyrir samúð og vinarhug við fráfall sonar míns, föður okkar, tengdaföður, bróður, mágs og afa, ÓMARS VÍÐIS JÓNSSONAR, Þórunn Þorvarðardóttir, ívar Örn Ómarsson, Aldís Guðlaugsdóttir, Ólafur Hiörtur Ómarsson, Fjóla Ýr Omarsdóttir, Unnar Jónsson, Kristfn Jónsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, og barnabörn. Katrfn Björnsdóttir, Auðbjörg Jónsdóttir, Ulrich Schmidhauser, Óskar Ingimarsson t Við þökkum innilega alla vinsemd, hlýhug og samúð vegna veikinda, andláts og útfarar okkar ástkæra eigin- manns, föður og tengdaföður, ÞORVALDS KJARTANSSONAR hárskera, Akraseli 26, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks 12 G og gjörgæslu Landspítalans, Félags íslenskra símamanna, félaga í Kiwanisklúbbnum Elliða og eigin- kvenna þeirra. Hulda S. Long, Sigurbjörg Eyrún Þorvaldsdóttir, Kjartan Þór Þorvaldsson, Hildur Ása Sævarsdóttir. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BJARNA BJÖRGVINS GUÐMUNDSSONAR, fyrrv. yfirumsjónarmanns Pósts og sfma, Miðholti 1, Mosfellsbæ. Svava Kristjana Sigurðardóttir, Einar Halldórsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Guðfinnur Halldórsson, Erla Emilsdóttir, Þórir Halldórsson, Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir, Kristfn Halldórsdóttir, Ragnar Lövdal og barnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, VALDIMARS ODDSSONAR, Norðurvangi 2, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til þeirra sem önnuð- gst hann í veikindum hans. Kristín Guðiaugsdóttir, Þröstur Valdimarsson, Ólöf Ragnarsdóttir, Hafdís Valdimarsdóttir, Snorri Þorsteinsson, Hrönn Valdimarsdóttir, Böðvar Guðmundsson, Þór Valdimarsson, Ásthildur Garðarsdóttir, Kristinn Valdi Valdimarsson, Hugrún Valdimarsdóttir, Karel Matthíasson, Guðbjörg Valdimarsdóttir, Gfsli Ólafsson, Oddur Valdimarsson, Benedikta Hannesdóttir, Guðiaugur Valdimarsson og barnabörn. Elín eignaðist þijá syni með eig- inmanni sínum, Sigurð Frans Þráinsson, f. 10. júlí 1966, Hall- grím Þráinsson, f. 25. júlí 1967, og Jóhann Helga Þráinsson, f. 22. febrúar 1970. Núverandi sambýlismaður hennar er Þor- kell Húnbogason, f. 24. aprfl 1946. Eiginmaður Jónu er Guð- mundur Lárusson, f. 4. febrúar 1951. Börn þeirra eru: Lárus Frans, f. 11. desember 1970, og Ágúst Þór, f. 11. júlí 1977. Síð- ari konu sinni, Kristínu Bjarna- dóttur, f. 19. júní 1930, kvæntist Hróbjartur 21. júlí 1957 og áttu þau einn son, Jón, f. 23. febrúar 1959. Kona Jóns er Margrét Dan Jónsdóttir, f. 24. ágúst 1962. Börn þeirra eru Halla Kristín, f. 14. janúar 1989, og Jón Dan, f. 17. mars 1994. Kristín átti tvo syni frá fyrra hjónabandi, Gunn- ar Þór Geirsson, f. 25. júní 1948, og Bjarna Geirsson, f. 25. janúar 1952. Kona Gunnars er Anna Guðrún Hafsteinsdóttir, f. 30. mars 1950. Börn þeirra eru Kristín, f. 21. maí 1970, og Sjöfn, f. 7. nóvember 1979. Kona Bjarna er Þuríður Björnsdóttir, f. 8. september 1956. Börn þeirra eru Sigurlaug Dröfn, f. 16.júlí 1981, og Geir Elí, f. 6. ágúst 1984. Hróbjartur útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík 1945. Árið 1950 hóf hann störf hjá Landleiðum hf. og varð fljót- kga einn af eigendum þess. Árið 1954 var ísarn hf. stofnað og gerðist hann hluthafi í því. Árið 1971 eignaðist hann hluta í Norðurleið hf. en 1990 voru Landleiðir hf. og Norðurleið hf. sameinuð og starfaði hann þar síðan. Útför Hróbjarts fer fram mánudaginn 4. september frá Dómkirkjunni i Reykjavík og hefst athöfnin kl. 13.30. HANN Hróbjartur, Hrói, hefur kvatt okkur að sinni, er horfmn á fund skapara síns, farinn í þá ferð sem okkur öllum er áskapað að leggja upp í. Þegar farið er í ferðalag þarf að undirbúa ferðina ef hún á að enda vel. Líf okkar hér á jörðu er mis- langt og því hafa ekki allir sama tíma til að undirbúa hinstu ferðina hér á jörðu. Hrói hafði undirbúið sína ferð vel og í langan tíma, það þekktu hans nánustu og fleiri. Eiríkur Stefánsson og Hróbjart- ur eru systrasynir. Þeir hafa verið samferða í 70 ár og samstarfs- menn hjá sömu fyrirtækjum í 40 ár. Eiríkur sagði við mig nú í vik- unni: „Hrói er sá besti maður sem ég þef nokkum tíma kynnst.“ Ég er búinn að þekkja Hróa í nær 40 ár og starfa með honum. Ég man ekki í svipinn eftir öðram manni sem alltaf og ævinlega tók á móti mér og samferðamönnum með jafn hlýju brosi og hann Hrói. Hvaðan kom þetta hlýja bros, ég veit það og allir sem Hróa þekktu, það kom frá innstu rótum góð- mennsku hans. Hróbjartur var góður maður í bestu merkingu þess orðs, þess galt hann stundum og hans fjölskylda. Hrói var kristinnar trúar og var það önnur kjölfestan í lífi hans, hin var Kristín. Það á ekki að skrifa einvörðungu Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld i úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasiðum. Það eru vinsamleg tilmaeli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Hðf- undar eru beðnir að hafa skfrnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.