Morgunblaðið - 03.09.1995, Page 42
42 SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Ferdinand
..AND SOME PENCIL5, 50ME
PAPER, A PEN ANP A
L005E-LEAF 5INPEK..
XAN VOU THINK OF
ANTTHIN6 ELSE I MI6HT
NEEP FOR SCHOOL^
*A5K HIM IF
HE 5ELL5
BRAIN5..
*lx
I6N0RE HER
5IR..5HE'5
E)CCE551VELV
WEIRD!
... og fáeina blýanta, fáein blöð,
penna og lausblaðamöppu.
Geturðu látið þér detta í hug eitt-
hvað annað sem ég kynni að
þarfnast fyrir skólann?
Spurðu hvort hann se(ji gáfur ...
Fástu ekki um hana, hr., hún er
óhóflega skrýlin!
BRÉF
HL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
Auglýst eftir
svörum
Frá Þorsteini Scheving Thorsteins-
syni:
1. Með hvaða hætti birtist Krist-
ur, þ.e.a.s við endurkomuna?
A) Að einhver annar komi með
sama starf og hlutverk og Jesús
Kristur (fæðist á jörðunni).
B) Með geimskipi frá annarri
plánetu svipaðri og okkar.
C) Endurfæðist hann á jörðunni.
D) Á skýjum sem andi, en ekki
í líkama holdi klæddur.
2. Hvað er átt við að Guð hafi
skapað manninn í sinni mynd, mann
og konu skv. Gen 1:26?
A) Guð er andi með karlkyns og
kvenkynseðli (ying og yang)
B) Guð er Jesús Kristur og ekki
kona.
3. Hver eru andlegu lögmálin í
kristinni trú?
A) Andlegu lögmálin eru skilgreind
sem orðsök og afleiðing eða karma.
B) Andlegu lögmálin eru ekki til
í kristinni trú, en setningar og
ákvæði fyrir allan Israel, þ.e.a.s
boðorðin tíu, eru til en ekki sem
andleg lögmál.
4. Efðarsyndin; er hún til í krist-
inni trú eða ekki?
A) Erfðasyndin er ekki til því
að titilinn á 18. kafla Esíkels heit-
ir: „Syndir feðranna koma ekki nið-
ur á bömunum."
B) Erfðasyndin er til eða eins
og segir: „Þú skalt ekki tilbiðja þær
og ekki dýrka þær, því að ég, Drott-
inn guð þinn, er vandlátur guð, sem
vitja misgjörða feðranna á bömun-
um, já, í þriðja og fjórða lið, þeirra
sem mig hata, en auðsýni miskunn
þúsundum, þeirra sem elska mig
og varðveita boðorð mín.“
(2M 20.5-6)
5. Hefur maðurinn bæði holdleg-
an og andlegan líkama?
A) Maðurinn hefur eingöngu
holdlegan líkama.
B) Maðurinn hefur bæði holdleg-
an og andlegan líkama.
6. Hver er munurinn á Kristi og
fullkomnum manni við endurkom-
una?
A) Við verðum fullkominn eins
og hann.
B) Við verðum eins og segir:
„Vér munum verða honum líkir, því
að vér munum sjá hann eins og
hann er“. (1 Jn 3.2) Við verðum
ekki eins fullkominn og Kristur, en
við eigum að sækjast eftir því skv.
Mt 5.48 er segir: „Verið þér því
fullkomnir eins og yðar himneskur
er fullkominn."
7. Hvernig kemur guðsríkið?
A) Guðsríkið kemur svífandi úr
geimnum á jörðina tilbúið.
B) Guðsríkið kemur við komu
Krists í heiminn og við andlega
umbreytingu mannkynsins.
ÞORSTEINN S. THORSTEINSSON
Kaplaskjólsvegi 53 107 Reykjavík
„Samkvæmt lögum
átti að nota byssu!“
Frá Auðuni Braga Sveinssyni:
í MORGUN 28. ágúst 1995 hlýddi
ég á útvarpsþáttinn „Samfélagið í
nærmynd", sem er daga hvern á
dagskrá rásar I, kl. 11 til 12. Þetta
er fróðlegur og skemmtilegur þátt-
ur, sem ég set mig sjaldan úr færi
að hlýða á, enda ekki bundinn af
störfum nema þeim, sem ég sjálfur
kýs að sinna.
í þáttum þessum er komið víða
við hér á landi, en ekki aðeins það.
Leitað er fanga víða erlendis, lesið
úr erlendum blöðum, o.s.frv. Stund-
um segir Atli Steinarsson blaða-
maður í Flórída fréttir að vestan
og miðlar hlustendum margs konar
fróðleik. Mér finnst jafnan ánægju-
legt á hann að hlýða.
í morgun sagði Atli frá því, að
maður nokkur hefði nýlega verið
tekinn af lífi í Bandaríkjunum, en
það mun ekki óalgengt í landinu
því. Annað var óvenjulegra: Mann-
greyið, sem orðið hafði manni að
bana, gerði tilraun til að farga sér,
með því að taka inn eiturtöflur
býsna margar. En komið var í veg
fyrir, að hann fengi að fullkomna
það ætlunarverk sitt, því að eitrinu
var dælt upp úr honum. Þá var
fýrst kominn tími til að lífláta hann.
Sagði dómari, að maður, sem taka
ætti af lífi, yrði að vera sér þess
meðvitandi, en ekki í einhveiju
móki. Atli sagði þetta einstakt til-
vik. Ekki er það raunar alveg rétt.
Muna ekki enn nokkuð margir
eldri íslendingar -eftir frönskum
manni, sem hét Pierre Laval (1883-
1945)? Hann var leiðtogi Vichy-
stjórnarinnar frönsku 1942-1944
og hafði einræðisvöld. Vann fyrir
Þjóðveija. Flýði til Þýskalands í
ágúst 1944 og þaðan til Spánar.
Honum var skilað til Frakklands,
dæmdur fyrir landráð og tekinn af
lífi sama ár, eftir að hafa gert til-
raun til sjálfstortímingar. Þessu lýs-
ir skáldið Heiðrekur Guðmundsson
í ljóði, sem nefnist Pierre Laval og
birtist í fyrstu ljóðabókinni „Arfur
öreigans“, er út kom 1947 í bóka-
flokknum „Nýir pennar“, sem
Helgafell stóð að. Ég vísa lesendum
þessarar greinar til fyrrnefndrar
bókar, en leyfi mér að tilfæra tvö
erindi úr ljóðinu um Pierre Laval:
Og eiturtöflu, - þýska í þokkabót, -
hann þreif og gerði sína hinstu skyssu.
Þá braut hann lögin frönsku í síðsta sinn,
því samkvæmt lögum átti að nota byssu.
Þeir krupu á gólfið niður hlið við hlið
í helgri þöp í ríki mykrar nætur.
Og loksins tókst að lífga manninn við
og líknarhendur studdu hann á fætur.
AUÐUNN BRAGISVEINSSON,
Hjarðarhaga 28,107 Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það-
an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.