Morgunblaðið - 15.09.1995, Page 1

Morgunblaðið - 15.09.1995, Page 1
100 SÍÐUR B/C/D/E STOFNAÐ 1913 209. TBL. 83. ÁRG. FÖSTUDAGUR15. SEPTEMBER1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Samkomulag um lokaskjal fjórðu kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna Á móti kom að fulltrúar frá ríkj- um Evrópusambandsins létu til leið- ast að falla frá kröfu um að kyn- ferðislegu frelsi yrði haldið á lofti í skjalinu, sem á að móta alþjóðlega stefnu í málefnum kvenna næsta áratuginn. Þeir, sem koma til með að skrifa undir skjalið, samþykkja í formála að „tryggja að konur og stúlkur njóti fullra mannréttinda og grund- vallarfrelsis og grípa til aðgerða gegn brotum á þessu frelsi og rétt- ind_um“. I megintexta er hins vegar kafli, sem ítrekar að mannréttindi kvenna feli í sér réttindi til að ákveða og stjóma öllu varðandi kynferðisleg atriði. Þetta er talið opna gáttirnar fyrir alþjóðlegri viðurkenningu samkynhneigðar. -------» ♦ ♦------- af umsátri um Sarajevo Guatemala Sérsveitir leystar upp Guatemala-borg. Reuter. RÍKISSTJÓRN Guatemala lýsti yfir því í gærkvöldi að sérsveitir, sem talið er víst að hafi myrt fjölda manns fyrir það eitt að vera gmnað- ir vinstrisinnar og þvingað indíána til að ganga í herinn, yrðu leystar upp. Sveitir þessar vom ekki hluti af hernum, en í þeim vom 24 þúsund manns sem létu að sér kveða í 34 ára borgarastyijöld í Guatemala. Sveitirnar vora stofnaðar árið 1938 og voru augu og eym hers- ins. Þær hafa verið sagðar eiga blóðuga sögu og eiga sök á ógnar- herferðum á hendur borgumm landsins. Mannréttindafrömuðir óttast að liðsmenn þeirra muni margir neita að láta vopn sín af hendi og halda framferði sínu áfram í afskekktum héruðum, þar sem þeir hafa hvað mest völd. Reuter Boðflenna FRANSKA vikublaðið VSD skýrði frá því í gær að ellilífeyr- isþega, sem blaðið kallar Claude X, hefði tekist að trana sér á „fjölskyldumynd" sem tek- in var af þjóðarleiðtogum í París 8. maí eftir hátíðlega at- höfn í tilefni 50 ára afmælis stríðslokanna í Evrópu. Ljós- myndarar veltu því lengi fyrir sér hver þessi maður væri sem stendur hér á myndinni milli Francois Mitterrands og Jacqu- es Chiracs, þá nýkjörins for- seta. VSD segir að Claude X hafi áður starfað fyrir veðmálafyr- irtæki. Hann hafi myndir sem sanni að hann hafi gerst boð- flenna í öllum veislum sem haldnar hafa verið í höll Frakk- landsforseta í tilefni af franska þjóðhátíðardeginum síðustu 14 árin. Hann hafi einnig fylgt leikkonunni Sharon Stone á kvikmyndahátíðina í Cannes og dóttir Jóhanns Karls Spánar- konungs hafi eitt sinn ekið hon- um í opinbera veislu í spænska sendiráðinu í París. Atlantshafsbandalagið taki við frið- argæslu af Sameinuðu þjóðunum Sanýevo. Reuter. BANDARÍKJAMENN sögðu seint í gærkvöldi að Bosníu-Serbar hefðu fallist á að flytja þungavopn sín brott frá Sarajevo. „Það hefur verið gert samkomulag um að hlé verði á sprengjuárásum NATO til þess að gefa Bosníu-Serbum þijá sólarhringa til að standa við samkomulagið, sem þeir hafa gert,“ sagði háttsettur bandarískur embættismaður. Sjónvarpsfréttastofan CNN hafði í gærkvöldi fýrir satt að Bosníu-Serb- ar hefðu einnig samþykkt að friðar- gæslumenn SÞ opnuðu tvo vegi til Sarajevo og leið til flugvallar borgar- innar. Þess í stað hefði stjórn Bosníu samþykkt að ráðast ekki á vígstöðv- ar Bosníu-Serba. Haft var eftir ónefndum stjómar- erindreka að í ráði væri að NATO tæki við friðargæslu af Sameinuðu þjóðunum á sex mánaða tímabili og yrði í Bosníu í ár til viðbótar. Að því loknu myndu 12 þúsund eftirlits- menn verða í Bosníu í eitt ár til að fylgjast með því að staðið yrði við samkomulagið. Richard Holbrooke, aðstoðarat- anríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddi á miðvikudag við Slobodan Milosevic, forseta Serbíu, og í gær átti hann fundi með Franjo Tudjman, forseta Króatíu, og Alia Izetbegovic, forseta Bosníu. í gærkvöldi var hon- um eignað það að hafa knúið fram samkomulagið. Boð til Rússa William Perry, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði að Rúss- um yrði boðið að taka þátt í tilraun- um NATO til að tryggja að friðar- samkomulag yrði haldið. „Við höfum ástæðu til þess að vona að árangur hafí náðst . . . í þá átt að tryggja að Bosníu-Serbar lúti þeim skilyrðum, sem SÞ og NATO settu fyrir að stöðva loftárás- irnar,“ sagði Bill Clinton Bandaríkja- forseti fýrr í gær. Holbrooke þurfti hins vegar að fá Tudjman og Izetbegovic til að sam- þykkja kröfur Serba til þess að sam- komulagið næði fram að ganga og umsátrinu um Sarajevo linni. Rússar héldu í gær áfram baráttu sinni fyrir því að stöðva loftárásir NATO og létu komu Strobes Tal- botts, aðstoðamtanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem hyggst reyna að draga úr spennunni milli Vestur- landa og Rússa vegna Bosníu, engin áhrif á málflutning sinn hafa. Grígorí Karasín, talsmaður rúss- neska utanríkisráðuneytisins, sagði í gær að loftárásir NATO væru kveikjan að sókn Króata og músl- íma, sem hefur hrakið tugþúsundir Bosníu-Serba á flótta. Bosníuher sækir enn Stjórnvöld í Bosníu lýstu yfir því í gær að stjómarherinn hefði náð bænum Kulen Vakuf í norðvestur- hluta landsins úr höndum Bosníu- Serba og virðast ætla að halda áfram herför sinni þrátt fyrir tilmæli Vest- urlanda og Sameinuðu þjóðanna um að halda aftur af sér. Kulen Vakuf er um 40 km suð- austur af Bihac. Stjórnarher Bosníu, þjóðvarðliðar Bosníu-Króata og liðs- menn króatíska hersins hafa látið að sér kveða á þessum slóðum í tvo mánuði og hafa undanfarna fjóra daga náð tvö þúsund ferkílómetra svæði úr höndum Bosníu-Serba með leiftursókn sinni. Mála- miðlun á síðustu stundu Peking. Reuter. SAMKOMULAG tókst á síðustu stundu í morgun um ákvæði um frelsi í kynferðismálum í lokaskjali fjórðu kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem lýkur í dag í Kína. Mikill ágreiningur hafði staðið um þetta málefni. Samkomulagið telst hins vegar málamiðlun, sem veitir bæði andstæðingum og stuðnings- mönnum nýrra kynferðislegra rétt- inda ástæðu til að fagna sigri. Málamiðlunin fólst í því að ýmis samtök múslímskra kvenna féllust á að sleppt yrði setningu um mis- munandi menningarheima, sem haldið hafði verið fram að myndi draga úr áherslu lokaskjalsins á það að mannréttindi væm algild og skil- yrðislaus. ESB féll frá kröfu Reuter MUSLIMSK kona ber fram spurningu á blaðamannafundi lesbía á kvennaráðstefnunni í Peking í gær. Bandaríkjamenn segja samkomulagi náð við Bosníu-Serba gegn hléi á árásum Serbar fallast á að láta •• Oflugur skjálfti í Mexíkó Mexíkóborg. Reuter. LANDSKJÁLFTI, sem að sögn bandarísku jarðfræðistofnunar- innar mældist 7,2 stig á Richt- ers-kvarða, reið yfir Mexíkó- borg í gær og skók byggingar í miðborginni. Óstaðfestar fregnir hermdu að tveir hefðu farist, en engar skemmdir hefðu orðið í borg- inni. íbúar hennar hlupu skelf- ingu lostnir út á göturnar. Sagt var að tugir manna hefðu slas- ast í tveimur sri}ábæjum og mörg hundmð 'hús hefðu skemmst. Sagt var að skjálftamiðjan hefði verið í ríkinu Guerrero í suðvesturhluta Mexíkó.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.