Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 1
100 SÍÐUR B/C/D/E STOFNAÐ 1913 209. TBL. 83. ÁRG. FÖSTUDAGUR15. SEPTEMBER1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Samkomulag um lokaskjal fjórðu kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna Á móti kom að fulltrúar frá ríkj- um Evrópusambandsins létu til leið- ast að falla frá kröfu um að kyn- ferðislegu frelsi yrði haldið á lofti í skjalinu, sem á að móta alþjóðlega stefnu í málefnum kvenna næsta áratuginn. Þeir, sem koma til með að skrifa undir skjalið, samþykkja í formála að „tryggja að konur og stúlkur njóti fullra mannréttinda og grund- vallarfrelsis og grípa til aðgerða gegn brotum á þessu frelsi og rétt- ind_um“. I megintexta er hins vegar kafli, sem ítrekar að mannréttindi kvenna feli í sér réttindi til að ákveða og stjóma öllu varðandi kynferðisleg atriði. Þetta er talið opna gáttirnar fyrir alþjóðlegri viðurkenningu samkynhneigðar. -------» ♦ ♦------- af umsátri um Sarajevo Guatemala Sérsveitir leystar upp Guatemala-borg. Reuter. RÍKISSTJÓRN Guatemala lýsti yfir því í gærkvöldi að sérsveitir, sem talið er víst að hafi myrt fjölda manns fyrir það eitt að vera gmnað- ir vinstrisinnar og þvingað indíána til að ganga í herinn, yrðu leystar upp. Sveitir þessar vom ekki hluti af hernum, en í þeim vom 24 þúsund manns sem létu að sér kveða í 34 ára borgarastyijöld í Guatemala. Sveitirnar vora stofnaðar árið 1938 og voru augu og eym hers- ins. Þær hafa verið sagðar eiga blóðuga sögu og eiga sök á ógnar- herferðum á hendur borgumm landsins. Mannréttindafrömuðir óttast að liðsmenn þeirra muni margir neita að láta vopn sín af hendi og halda framferði sínu áfram í afskekktum héruðum, þar sem þeir hafa hvað mest völd. Reuter Boðflenna FRANSKA vikublaðið VSD skýrði frá því í gær að ellilífeyr- isþega, sem blaðið kallar Claude X, hefði tekist að trana sér á „fjölskyldumynd" sem tek- in var af þjóðarleiðtogum í París 8. maí eftir hátíðlega at- höfn í tilefni 50 ára afmælis stríðslokanna í Evrópu. Ljós- myndarar veltu því lengi fyrir sér hver þessi maður væri sem stendur hér á myndinni milli Francois Mitterrands og Jacqu- es Chiracs, þá nýkjörins for- seta. VSD segir að Claude X hafi áður starfað fyrir veðmálafyr- irtæki. Hann hafi myndir sem sanni að hann hafi gerst boð- flenna í öllum veislum sem haldnar hafa verið í höll Frakk- landsforseta í tilefni af franska þjóðhátíðardeginum síðustu 14 árin. Hann hafi einnig fylgt leikkonunni Sharon Stone á kvikmyndahátíðina í Cannes og dóttir Jóhanns Karls Spánar- konungs hafi eitt sinn ekið hon- um í opinbera veislu í spænska sendiráðinu í París. Atlantshafsbandalagið taki við frið- argæslu af Sameinuðu þjóðunum Sanýevo. Reuter. BANDARÍKJAMENN sögðu seint í gærkvöldi að Bosníu-Serbar hefðu fallist á að flytja þungavopn sín brott frá Sarajevo. „Það hefur verið gert samkomulag um að hlé verði á sprengjuárásum NATO til þess að gefa Bosníu-Serbum þijá sólarhringa til að standa við samkomulagið, sem þeir hafa gert,“ sagði háttsettur bandarískur embættismaður. Sjónvarpsfréttastofan CNN hafði í gærkvöldi fýrir satt að Bosníu-Serb- ar hefðu einnig samþykkt að friðar- gæslumenn SÞ opnuðu tvo vegi til Sarajevo og leið til flugvallar borgar- innar. Þess í stað hefði stjórn Bosníu samþykkt að ráðast ekki á vígstöðv- ar Bosníu-Serba. Haft var eftir ónefndum stjómar- erindreka að í ráði væri að NATO tæki við friðargæslu af Sameinuðu þjóðunum á sex mánaða tímabili og yrði í Bosníu í ár til viðbótar. Að því loknu myndu 12 þúsund eftirlits- menn verða í Bosníu í eitt ár til að fylgjast með því að staðið yrði við samkomulagið. Richard Holbrooke, aðstoðarat- anríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddi á miðvikudag við Slobodan Milosevic, forseta Serbíu, og í gær átti hann fundi með Franjo Tudjman, forseta Króatíu, og Alia Izetbegovic, forseta Bosníu. í gærkvöldi var hon- um eignað það að hafa knúið fram samkomulagið. Boð til Rússa William Perry, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði að Rúss- um yrði boðið að taka þátt í tilraun- um NATO til að tryggja að friðar- samkomulag yrði haldið. „Við höfum ástæðu til þess að vona að árangur hafí náðst . . . í þá átt að tryggja að Bosníu-Serbar lúti þeim skilyrðum, sem SÞ og NATO settu fyrir að stöðva loftárás- irnar,“ sagði Bill Clinton Bandaríkja- forseti fýrr í gær. Holbrooke þurfti hins vegar að fá Tudjman og Izetbegovic til að sam- þykkja kröfur Serba til þess að sam- komulagið næði fram að ganga og umsátrinu um Sarajevo linni. Rússar héldu í gær áfram baráttu sinni fyrir því að stöðva loftárásir NATO og létu komu Strobes Tal- botts, aðstoðamtanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem hyggst reyna að draga úr spennunni milli Vestur- landa og Rússa vegna Bosníu, engin áhrif á málflutning sinn hafa. Grígorí Karasín, talsmaður rúss- neska utanríkisráðuneytisins, sagði í gær að loftárásir NATO væru kveikjan að sókn Króata og músl- íma, sem hefur hrakið tugþúsundir Bosníu-Serba á flótta. Bosníuher sækir enn Stjórnvöld í Bosníu lýstu yfir því í gær að stjómarherinn hefði náð bænum Kulen Vakuf í norðvestur- hluta landsins úr höndum Bosníu- Serba og virðast ætla að halda áfram herför sinni þrátt fyrir tilmæli Vest- urlanda og Sameinuðu þjóðanna um að halda aftur af sér. Kulen Vakuf er um 40 km suð- austur af Bihac. Stjórnarher Bosníu, þjóðvarðliðar Bosníu-Króata og liðs- menn króatíska hersins hafa látið að sér kveða á þessum slóðum í tvo mánuði og hafa undanfarna fjóra daga náð tvö þúsund ferkílómetra svæði úr höndum Bosníu-Serba með leiftursókn sinni. Mála- miðlun á síðustu stundu Peking. Reuter. SAMKOMULAG tókst á síðustu stundu í morgun um ákvæði um frelsi í kynferðismálum í lokaskjali fjórðu kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem lýkur í dag í Kína. Mikill ágreiningur hafði staðið um þetta málefni. Samkomulagið telst hins vegar málamiðlun, sem veitir bæði andstæðingum og stuðnings- mönnum nýrra kynferðislegra rétt- inda ástæðu til að fagna sigri. Málamiðlunin fólst í því að ýmis samtök múslímskra kvenna féllust á að sleppt yrði setningu um mis- munandi menningarheima, sem haldið hafði verið fram að myndi draga úr áherslu lokaskjalsins á það að mannréttindi væm algild og skil- yrðislaus. ESB féll frá kröfu Reuter MUSLIMSK kona ber fram spurningu á blaðamannafundi lesbía á kvennaráðstefnunni í Peking í gær. Bandaríkjamenn segja samkomulagi náð við Bosníu-Serba gegn hléi á árásum Serbar fallast á að láta •• Oflugur skjálfti í Mexíkó Mexíkóborg. Reuter. LANDSKJÁLFTI, sem að sögn bandarísku jarðfræðistofnunar- innar mældist 7,2 stig á Richt- ers-kvarða, reið yfir Mexíkó- borg í gær og skók byggingar í miðborginni. Óstaðfestar fregnir hermdu að tveir hefðu farist, en engar skemmdir hefðu orðið í borg- inni. íbúar hennar hlupu skelf- ingu lostnir út á göturnar. Sagt var að tugir manna hefðu slas- ast í tveimur sri}ábæjum og mörg hundmð 'hús hefðu skemmst. Sagt var að skjálftamiðjan hefði verið í ríkinu Guerrero í suðvesturhluta Mexíkó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.