Morgunblaðið - 15.09.1995, Síða 2

Morgunblaðið - 15.09.1995, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Jón Svavarsson Eggjum kastað í stjómarráðið EGGJUM var kastað 1 bakhlið stjórnarráðsins í gærkvöldi. Lög- reglu er ekki kunnugt um hverj- ir voru þarna á ferð. Lögreglan kom á staðinn og tók m.a. skýrslu af næturverði hússins. -----♦ ♦ ♦ Jóna Eðvalds með nálægt fullfermi Hornafírði. Morgunblaðið. NÚ er haustið komið í loftið á Homa- firði, sæt lykt sfldarinnar fyllir vit þeirra sem leggja leið sína niður á bryggju. Jóna Eðvalds SF-20 kom að landi með sinn annan farm af sfld á þessu hausti. Síldina fengu þeir að mestu leyti í einu kasti rétt við Berufjarðarál. „Við vorum ofan í álnum um ljósa- skiptin en síldin var mjög dreifð og við náðum ekki nema 25 tonnum, en eftir að við færðum okkur svolítið NV úr álnum komum við í kaldari sjó og þá fóm torfumar að verða þéttari, þar fengum við tæp 300 tonn í einu kasti,“ sagði Ingólfiir. Sfldin er mjög stór eða um 60% yfír 300g. Jóna er sem kunnugt er búin sjókælitönkum sem henta einkar vel til geymslu á hráefni og er því landað jafnört og vinnslan afkastar. ......... ♦ ♦ ♦ Sendiherrar færðir HELGI Ágústsson, sendiherra í London, tekur við starfi ráðuneytis- stjóra í utanríkisráðuneytinu frá og með nk. mánudegi 18. september. í frétt frá ráðuneytinu kemur enn- fremur fram að núverandi ráðuneyt- isstjóri, Róbert Trausti Ámason, fari til starfa erlendis á vegum utanríkis- þjónustunnar. Þá munu Ólafur Egils- son, sendiherra í Danmörku, og Sig- ríður Snævarr, sendiherra i Svíþjóð, koma til starfa á aðalskrifstofu ráðu- neytisins í ársbyrjun 1996. Forsvarsmenn tveggja sjávarútvegsfyrirtækja á Vestfjörðum Grunur um sölu 1.000 tonna aflaheimilda til Þjóðveija FORSVARSMENN tveggja sjávarútvegsfyrirtækja á Vestfjörðum em gmnaðir um að hafa selt og átt þátt í að selja þýsku fiskvinnslufyrirtæki 1.000 tonn af aflaheimildum á nýliðnu fiskveiðiári. Rann- sóknarlögregla ríkisins hefur staðfest við Morgun- blaðið að rannsókn á máli af þessu tagi sé að ljúka og séu þrír einstaklingar hér á landi kærðir í mál- inu. RLR vill að öðm leyti ekki tjá sig um málið. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er um að ræða fyrirtækin Ósvör í Bolungarvík og Frosta í Súðavík og þýska fyrirtækið Lubbert í Þýskalandi. Málið kom upp í framhaldi af rannsókn á meint- um fölsunum starfsmanna Ósvarar á undirskrift og embættisstimpli bæjarstjórans í bænum er fyrir- tækið leigði Frosta kvóta af m/b Dagrúnu. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hefur umfangsmikil rannsókn lögreglunnar, með bók- haldsrannsókn og yfirheyrslum, leitt í ljós ætlaða sölu á nýliðnu fiskveiðiári á 1.000 þorskígildistonn- um af aflaheimildum til fyrirtækisins Liibbert í Bremerhaven í Þýskalandi, sem á og stýrir með virkum hætti því hvemig veitt er upp í aflaheimild- imar. Eftir skoðun á bókhaldi fyrirtækjanna þykir leika grunur á að um beina sölu hafí verið að ræða en ekki lán vegna fjármögnunar til kaupa á aflaheimildum. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins eru fyrrverandi framkvæmdastjóri Ósvarar og fyrrver- andi útgerðarstjóri fyrirtækisins kærðir í málinu ásamt framkvæmdastjóra Frosta. Um var að ræða 1.000 tonn, um það bil helm- ing þess kvóta sem skráður er á togarann Bessa frá Súðavík. Kvóti skipsins var í aflaheimildum á ýmsar tegundir en þýska fyrirtækið fékk til vinnslu 1.000 tonn af karfa til verkunar. Aflaheimildunum var breytt milli tegunda í margþættum viðskiptum. Með þeim viðskiptum er talið*að íslenskir milliliðir hafi náð til sín afla- heimildum. Allmörg útgerðarfyrirtæki víðs vegar um land- ið, sem sjálf hafa úr litlum aflaheimildum að moða og veika fjárhagsstöðu, hafa að sögn átt þátt í að veiða upp í aflaheimildir Liibbert í föstum við- skiptum. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er tal- ið að mennimir hafi gerst sekir um brot á lögum um fjárfestingar erlendra aðila í atvinnurekstri og lögum um rétt til veiða í efnahagslögsögu ís- lands. Brot gegn lögunum varða sektum, varð- haldi eða fangelsi í allt að 2 ár. Sænskir kjúklingar í Bónus í dag JÓHANNES Jónsson í Bónus reiknar með að sænskir kjúklingar, sem hann flytur inn, fáist tollaf- greiddir í dag og verði til sölu í verslunum Bónus seinnipartinn. Enn er ekki ljóst hvaða verð verður á þessum kjúklingum. „Yfírdýralæknir er búinn að samþykkja innflutninginn, en svo þurfti ráðuneytisstjórinn að skrifa upp á það og hann var ekki við í dag [í gær]. Hann hefur ábyggilega verið á þessum fundi niðri á torgi,“ sagði Jóhannes þegar hann var spurður af hveiju kjúklingarnir hefðu ekki fengist tollafgreiddir í gær. Jóhannes sagði að aðeins væri um hálft tonn af kjúklingum að ræða, en þetta fyrirtæki sem hann keypti kjúklingana af framleiddi ýmsar vömr úr kjúklingum, sem ekki fengjust hér og hann myndi flytja þessar vömtegundir inn í framtíðinni. „Þetta er bara fyrsta skrefið, en þetta er auðvitað mjög merkilegt skref. Ef ég fæ þetta frosna ósoðna kjöt inn í landið á morgun, þá er það væntanlega í fyrsta skiptið í 60-70 ár,“ sagði Jóhannes ennfremur. .. Morgunblaðið/Julíus LOGREGLA fjarlægir einn þeirra fjögurra sem handteknir voru fyrir slagsmál á Laugardalsvelli. Handteknir eftir stympingar ENGLENDINGUR, sem kom til landsins í gær til að fylgjast með leik Everton og KR í Evrópukeppn- inni á Laugardalsvelli, var handtekinn um miðjan dag á veitingastað í miðborginni fyrir að veita lög- regluþjóni áverka í andliti og sat í fangageymslu meðan leikurinn fór fram. Fjórir landar hans voru handteknir vegna slagsmála á Laugardalsvelli með- an leikurinn stóð yfir og voru færðir á brott. Lög- regla fór með fimmmenningana til Keflavíkur eftir að leik lauk í gærkvöldi og áttu þeir að halda utan með stuðningsmannahópi Everton, að sögn Guð- mundar Einarssonar aðalvarðstjóra. Hópur Eng- lendinga var á áðurnefndum veitingastað í gær. Að sögn vitnis var það íslendingur sem reitti ein- hveija þeirra til reiði, og í framhaldi af því kom til stympinga milli þeirra ensku — en þá var íslend- ingurinn á bak og burt. Lögreglan skakkaði leik- inn, en þá rak einn Englendinganna oinbogann í andlitið á lögreglumanni. Englendingurinn var tek- inn úr umferð, að sögn aðalvarðstjóra, en lögreglu- maðurinn mun ekki alvarlega slasaður. Tár úr steini frumsýnd í kvöld Þúsundir launþega lögðu niður vinnu Talverð röskun KVIKMYNDIN Tár úr steini verður frumsýnd í Sljörnubíói í kvöld. Myndin fjallar um ævi Jóns Leifs og tónlist hans, en sem kunnugt er ríkti lengi tóm- læti um verk hans og það er fyrst á allra síðustu árum sem þau hafa verið hafin til vegs og virðingar. Líf Jóns var einn- ig stormasamt og þykir mikil örlagasaga. Það er Hilmar Oddsson sem er leikstjóri myndarinnar en Jóna Finnsdóttir er framleið- andi. Handritshöfundar eru Hjálmar H. Ragnarsson og Sveinbjörn I. Baldvinsson, en Sigurður Sverrir Pálsson kvik- myndaði. Aðalleikendur eru Þröstur Leó Gunnarsson sem leikur Jón Leifs og Ruth Ólafs- dóttir sem leikur Annie, fyrstu eiginkonu hans. I tilefni af frumsýningu myndarinnar fylgir blaðinu í yittQKnblnMb -mr dag sérútgáfa af menningar- blaði Morgunblaðsins með æviágripi Jóns Leifs og við- tölum við nokkra helstu að- standendur myndarinnar. hjá fyrirtækjum TALSVERÐ röskun varð víða á vinnustöðum þegar launafólk lagði niður vinnu til að mótmæla launa- hækkunum þingmanna og æðstu embættismanna þjóðarinnar. Mjög mismunandi var hve röskunin var mikil. Talið er að meirihluti launþega hafi snúið aftur til vinnu að loknum fundinum á Ingólfstorgi. Ekki eru mörg dæmi um að fyrirtækjum hafi verið lokað vegna fundarins. Starfsemi í mjög mörgum fyrir- tækjum var hálflömuð meðan fund- urinn stóð yfir. Víða fór meirihiuti starfsmanna og eftir urðu aðeins nokkrir til að sjá um að halda fyrir- tækjum opnum og um brýnustu verk- efni. Talið er að a.m.k. 60% starfsfólks í Granda hafi lagt niður störf á há- degi í gær og kom það ekki til vinnu aftur eftir fundinn. Miðasalan á BSÍ var Iokuð meðan fundurinn stóð yfír, en röskun varð ekki á ferðum þar sem bílstjórar seldu miða í bílunum. Talsvert tjón Hannes Sigurðsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri VSÍ, sagði að margir stjórnendur fyrirtækja hefðu haft samband við VSÍ fyrir hádegi í gær til að spyrjast fyrir um rétt vinnuveit- enda til að bregðast við vinnustöðvun- inni. Hann sagði að margir væru óánægðir með það tjón sem þeir hefðu orðið fyrir vegna fundarins. Hver og einn yrði hins vegar að taka ákvörðun um viðbrögð við vinnustöðvuninni. Um væri að ræða ólöglega aðgerð og vinnuveitendur væru í fullum rétti til að draga vinnutapið af launum starfsmanna sinna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.