Morgunblaðið - 15.09.1995, Page 4

Morgunblaðið - 15.09.1995, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Fylgst með stórum ökutækjum LÖGREGLAN á Suðvesturlandi ætlar að ráðast í sameiginlegt um- ferðarverkefni dagana 19.-21. sept- ember. Að þessu sinni verður hugað sérstaklega að skoðun og ástandi stórra ökutækja, s.s. fólks- og vöru- flutningabifreiða. Þá verður hugað að tengitækjum, sem og ökuréttind- um viðkomandi. Tilgangurinn með umferðarátak- inu er að kanna hvort hlutaðeigandi ökutæki hafi verið færð til skoðun- ar, hvort greiddar hafí verið af þeim lögboðnar tryggingar, hvort staðin hafí verið skil á opinberum gjöldum, s.s. þungaskatti, hvemig ástand ökutækjanna er almennt, notkun yfírbreiðslna o.s.frv. og hvort öku- menn hafí tilskilin réttindi. Mjög mikil andstaða víð hækkun strætófargjalda Morgunblaðið/Ásdís UNDIRSKRIFTASÖFNUNIN hófst á Hlemmi í gær og voru viðtökur mjög góðar. Vatnsyfirborð Grímsvatna hefur risið um 15-17 m á ári Von á hlaupi í vetur eða vor Grímsvötn VA T N ASj ÖKU LL VATNSYFIRBORÐ Grímsvatna í Vatnajökli hefur risið um 15 til 17 metra á einu ári og vantar aðeins um 8 metra upp á að ná sömu hæð og fyrir síðasta hlaup fyrir íjórum ámm. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur við Raunvísinda- stofnun Háskólans, býst við hlaupi í Grímsvötnum í vetur eða vor. Þó lægri jarðhiti hafí haft þær afleiðingar að hlaup í Grímsvötnum hafí orðið minni með ámnum em þau stærstu reglulegu jökulhlaup á Islandi. Hámarksrennsli í síðustu hlaupum hefur orðið um fímmfalt rennsli Þjórsár. Vatnsyfírborð Grímsvatna var 1.442 m yfir sjávar- máli 14. júní síðastliðinn. Grímsvötn em sigketill inn í miðj- um Vatnajökli vestanverðum. „Jarðhiti bræðir ísinn og myndar vatn undir jöklinum," segir Magnús Tumi. „ísinn umhverfís er hærri og lokar vatnið af. Jarðhitinn heldur hins vegar stöðugt áfram að bræða ísinn og þegar vatnsyfírborðið er orðið nógu hátt brýtur vatnið sér leið í göngum í botni jökulsins. Venjulega fara 70-80% af vatninu fram eða um einn til einn og hálfur rúmkílómetri af vatni," segir Magn- ús Tumi. Leiðhlaupa ■ undirjökli úr I Grímsvötnum > / Skeiöará 50 km leið Hann segir að vatnið fari um 50 km langa leið við botn jöklsins og komi niður í Skeiðará. „Jarðhitinn hefur verið að lækka með þeim af- leiðingum að hlaupin hafa minnkað töluvert í Grímsvötnum frá því um miðja öldina. Engu að síður eru hlaupin stærstu reglubundnu jökul- hlaupin hér á landi og t.d. tölvuert stærri en Skaftárhlaup," segir hann en eins og áður kom fram er heildar- vatnsmagn hlaupa í Grímsvötnum á bilinu 1 til 1,5 rúmkílómetri. Hámarksrennslið hefur verið 2.000 rúmmetrar á sekúndu eða um fímm- falt rennsli Þjórsár. Við venjuleg skilyrði hlaupa Grímsvötn á 4 til 6 ára fresti. Síðast varð röskun á hlaupunum í kjölfar smágoss í Grímsvötnum árið 1983. Magnús Tumi sagði að hlaupin tækju oft um þijár vikur. „Vatnið rís mjög hægt, nær hámarki og dettur snögglega niður,“ sagði hann. Hann sagði að hlaupin hefðu ekki vaídið tjóni á samgöngumann- virkjum. Grímsvötn eru ísi hulin að mestu en smávakir finnast stundum undir vestari Svíahnjúk. ísinn er víðast um 250 m þykkur en vatnið undir 50 til 150 m. Kraftur og handagangur roNusi Iláskólabíó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Verk eftir Rossini, Khazaturian, Doppler, Revueltas, Turina, Pro- kofiev, Rodrigo og de Falla. S.Í. u. stj. Enrique Batiz. Fimmtudaginn 14. sept. FERTUGASTI og sjötti starfsvet- ur Sinfóníuhljómsveitar íslands hófst fyrir fullu húsi í gær. Að venju var létt yfír verkefnavaii upphafstónleikanna og suðrænir tónar í fyrirrúmi. Kynnir var Edda Þórarinsdóttir leikkona, og fórst henni dável úr hendi að slökkva fróðleiksþorsta áheyrenda um tónskáldin átta og verk þeirra. Hljómsveitarstjórinn, Enrique Batiz, listrænn stjórnandi Fíl- harmóníusveitar Mexíkóborgar og einn aðalgestastjómenda kon- unglegu Filharmóníusveitar Lundúna, virðist eftir tónleika- skrá að dæma geysireyndur í fag- inu; kvað t.a.m. hafa stjómáð upptökum á yfir 120 geisladisk- um, enda þótt undirrituðum þætti stjómslög hans stundum jaðra við að vera alltorræð. Engu að síður tókst Senor Batiz að ná býsna góðum hljómi úr hljómsveitinni, ef frá er talinn marsinn úr ópem Prokofíevs, „Ástir þriggja glóaldina" (svo nefnt í tónleikaskrá), sem var heldur grófar fluttur en flest ann- að og skorti meiri elegans. Aftur á móti náðist aðdáunarverð syngj- andi í Adagióinu úr Spartakusi Katsjatúrians, sem er betur þekkt sem kynningarstefíð úr sjón- varpsþáttaröðinni „Onedin Line“ forðum daga, og hlustendur fóm ekki varhluta af krafti og látum í mexíkóska verki Revueltasar, Sensamaya, er minnti á hasar- kennda kvikmyndatónlist í anda kappans Indiana Jones, að mestu í sjöskiptum fmmskógartakti. Afl-úthleðslur hljómsveitarinnar, ekki sízt hjá lávörðum látúnsins, vora víðar eftirtektarverðar þetta kvöld, einkum í síðasta verkinu, Þríhyrnda hattinum eftir Manuel de Falla. Fyrstu einleikarar kvöldsins vom flautuleikarahjónin Guðrún Birgisdóttir og Martial Nardeau, er léku saman dúett í verki eftir bræðuma Franz og Karl Doppler, Minningar frá Prag. Þau hjónin léku afbragðsvel, en leiftrandi flauturanumar gátu þó ekki falið heldur þynnildislegt innihald þessa hljómskálakennda afþrey- ingarverks frá Biedermeiertíma 19. aldar, upphaflega við píanó- undirleik, en hér „endurfmm- flutt“ í nýrri orkestmn Atla Heim- is Sveinssonar. Hin stutta Orgia úr Danzas Fantasticas eftir Turina bar að- alsmerki fágaðrar orkestmnar á þjóðlegum spænskum gítarstíl, og var jafnfalleg og hún var skammæ. Einar Kr. Einarsson lék einleik á þjóðarhljóðfæri Spán- veija í hæga miðkaflanum á Concierto de Aranjuez eftir Rodr- igo, kannski bezt heppnaða gítar- konsert tónbókmenntanna, og lék af viðeigandi ljóðrænni yfírvegun. Tókst uppmögnun gítarsins með ágætum, því jafnvægið milli hans og hljómsveitar var eins og bezt varð á kosið. í heild má segja, að 46. starfs- árið hafí farið vel af stað, og ef marka má aðsókn og undirtektir áheyrenda í gær, þarf Sinfóníu- hljómsveitin ekki að kvíða sinnu- leysi tónlistarannenda á vetri komandi. Ríkarður Ö. Pálsson Hafín und- irskrifta- söfnun HAFIN er undirskriftasöfnun í Reykjavík til að mótmæla ákvörð- un sljómar SVR og borgarráðs að hækka fargjöld strætisvagn- anna. Söfnuninni, sem hófst með formlegum hætti á Hlemmi í gær, var hrint af stað að frumkvæði íbúasamtaka Grafarvogs. Friðrik Hansen Guðmundsson, formaður íbúasamtaka Grafar- vogs, sagði að stefnt væri að þvi að fá foreldrafélög, nemendafélög skólanna og félög aldraðra til að dreifa undirskriftalistum um alla borgina. Fólki yrði gefinn kostur á að skrifa undir mótmælalistana á helstu strætisvagnastöðvum og víðar. Undirskriftalistarnir yrðu síðan afhentir borgarfulltrúum á fundi borgarstjórnar 21. septem- ber, en á fundinum verður tekin endanleg afstaða tii tillögunnar um hækkun gjaldanna. Friðrik sagðist hafa orðið var við mjög jákvæð viðbrögð við undirskriftasöfnuninni. Fólki of- byði þessi mikla hækkun á gjöld- um aldraðra og unglinga. Hann sagði að 100% hækkun á strætó- fargjöldum þessara hópa væri alltof mikil. 8.000 kr. á rauðu ljósi SAUTJÁN vora teknir fyrir að aka gegn rauðu ljósi og 83 fyr- ir of hraðan akstur í höfuðborg- inni á miðvikudag. Þeir, sem óku gegn rauðu ljósi, eiga von á allt að átta þúsund króna sekt. Að auki veldur akstursmáti þeirra mik- illi hættu á óhappi. I gærmorg- un voru lögreglumenn enn að fylgjast með akstri við gatna- mót og stóðvuðu 10 ökumenn til viðbótar. Hraðakstur var mældur víða um borgina á miðvikudag, m.a. á Sæbraut og Reykjanesbraut. Þeir sem hraðast fóru óku á 100 kílómetra hraða. Lítil meiðsl í árekstri MJÖG harður árekstur varð á mótum Réttarholtsvegar og Sogavegar kl. 14.23 í gær, en ekki urðu alvarleg slys á fólki. Tveir bílar skullu saman á gatnamótunum og skemmdust þeir svo mikið að fjarlægja varð þá með aðstoð kranabíls. Öku- menn beggja bílanna voru flutt- ir á slysadeild, en að sögn lög- reglu reyndust meiðsl þeirra ekki alvarleg. Reynitré rifin upp FIMMTÍU reynitré voru rifin upp með rótum við Alaska í Skógarseli í fyrrinótt. Skemmdarvargamir fóru inn á lóð fyrirtækisins, rifu 50 smá- tré upp og stöfluðu þeim í haug. Ok á ljós og valt BRONCO-jeppa var ekið á um- ferðarljós á mótum Vestur- landsvegar og Víkurvegar um hádegisbil í gær. Við ákeyrsluna valt jeppinn, en engin slys urðu á fólki. Andlát JON EINARSSON SÉRA Jón Einarsson, prófastur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, lést í gærmorgun á Sjúkra- húsi Akraness, en hann hafði átt við veikindi að stríða um nokkurra mánaða skeið. Séra Jón var 62ja ára að aldri, fæddur 15. júlí 1933 í Lang- holti í Andakílshreppi, sonur Einars Sig- mundssonar bónda og konu hans Jóneyjar Sigríðar Jónsdóttur húsmóður. Séra Jón lauk stúdentsprófí frá MA vorið 1959 og Cand. theol. prófi frá guð- fræðideild Háskóla íslands árið 1966. Hann var kennari um tíma en sóknarprestur í Saurbæjar- prestakalli frá árinu 1966. Séra Jón gegndi mörgum trúnað- arstörfum innan kirkjunnar. Hann var prófastur í Borgarflarðarpróf- astsdæmi 1977 til 1978 og frá 1980. Hann var formaður Prófastafélags íslands frá árinu 1989, kirkjuþings- maður frá 1976 og kirkjuráðsmaður frá 1986. Auk þess sat hann um tíma í stjórn Prestafélags íslands. Séra Jón starfaði einnig mikið að fræðslumálum og menningarmálum í sínu héraði og var t.a.m. formaður fræðsluráðs Vesturlands 1978- 1982 og sat um tíma í skólanefnd Leirárskóla, skólanefnd Fjöl- mikið að var m.a. I í i I I I » I I » I i brautaskóla Vestur- lands og í skólanefnd Héraðsskólans í Reyk- holti. Hann starfaði mikið fyrir Sögufélag Borgarfjarðar og var framkvæmdastjóri fé- lagsins í Í2 ár. Séra Jón vann mjög sveitarstjórnarmálum og formaður héraðsnefndar Borgarfjarðarsýslu frá árinu 1989. Hann sat í sveitarstjórn Hvalfjarðar- strandarhrepps frá 1974 og var oddviti sveitarfélagsins frá 1978. Séra Jón tók talsverðan þátt í stjórn- málum og sat m.a. í miðstjórn Fram- sóknarflokksins í 15 ár. Eftir séra Jón liggur fjöldi greina og bókakafla í fjölmörgum tímarit- um og safnritum. Eftirlifandi eiginkona Jóns er Hugrún Valný Guðjónsdóttir. Séra Jón lætur eftir sig fjögur uppkomin böm. | I i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.