Morgunblaðið - 15.09.1995, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 15.09.1995, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR15. SEPTEMBER 1995 9 Enn um hundrað laus störf við fiskvinnslu Fiskverkendur minntir ájafnréttislög SAMTÖK fiskvinnslustöðva hafa vakið athygli fiskverkenda á þvi að hvers kyns mismunun á grundvelli kynferðis bijóti í bága við jafnréttis- lög. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra telur að ef farið sé að lögum megi finna íslendinga í yfir hundrað laus störf í fiskvinnslu. Páll sagði að viðbrögð við aug- lýsingu félagsmálaráðuneytis um laus störf í fiskvinnslu hefðu verið vonum framar. „Af um 290 lausum störfum hefur verið ráðið í 106. Nú eru í biðstöðu 130 til 150 störf og því vantar kannski um 100 manns ennþá. Nóg framboð virðist vera af fólki í störfin. Hins vegar virðast stöku vinnuveitendur vera dálítið fastir í fortíðinni og vilja heldur konur í pökkun og snyrt- ingu. Slíkt er hins vegar ekki sam- rýmanlegt jafnréttislögum og því hafa Samtök fiskvinnslustöðva sent áminningu í símbréfi á sínar stöðvar til að vekja athygli stjórn- enda á því að jafnréttislög banni hvers konar mismunun eftir kyn- ferði. Ef horfið væri frá kyngrein- ingunni væri út af fyrir sig nóg af fólki í lausu störfin," sagði Páll. Málið í biðstöðu Páll átti fund með Arnari Sigur- mundssyni, formanni Samtaka fiskvinnslustöðva, og Ágústi El- íassyni, framkvæmdastjóra Sam- taka fiskvinnslustöðva, á miðviku- dag. „Arnar og Ágúst gerðu mér grein fyrir því, eins og ég vissi reyndar áður, að enn vantaði 100 til 120 manns í fiskvinnsluna. Hins vegar voru þeir ánægðir með þau viðbrögð sem orðið höfðu hjá vinnumiðlununum og hvað hefði tekist að ráða í mörg störf. Eins og ég höfðu þeir áhyggjur af atvinnuleysistryggingarsjóði ,sem þarf mikið af peningum, og við ætlum að bíða í nokkra daga enn og vita hvort ekki rætist úr,“ sagði Páll. Hann sagði að beðið yrði við- bragða við skilaboðum samtak- anna og ekki afgreiddar beiðnir um atvinnuleyfi til útlendinga utan Evrópska efnahagssvæðisins næstu daga. Ekki vildi Páll segja til um hvað beðið yrði lengi en sagðist verða í sambandi við Sam- tök fiskvinnslustöðva. VSÍ hefur miklar áhyggj- ur af hækkunarskriðu Þórarinn segir að VSÍ sé jafn fært um að horfa í baksýnisspegil- inn og forstjóri Þjóðhagsstofnunar. „Okkur er það vel ljóst að það sem af er árinu er verðbólgutakturinn 1,8% en hann hefur farið hækkandi með hveijum mánuðinum og við höfum frekar áhyggjur af framtíð- inni en fortíðinni,“ sagði hann. Launanefnd fljótlega kölluð saman „Við höfum miklar áhyggjur af því þegar landbúnaðarvöruverðið fer svona upp, vegna þess að annað verðlag hefur tilhneigingu til að fylgja á eftir," segir Þórarinn. „Við höfum líka miklar áhyggjur af þeirri hækkunarskriðu sem okk- ur sýnist að sveitarfélögin, undir forystu Reykjavíkurborgar, séu að hella fram og horfum á það í undr- un að hvorki fulltrúar meirihluta eða minnihluta í borgarstjórn Reykjavíkur ræða um hagræðingu, útboð á rekstrarverkefnum eða annað sem gæti orðið til þess að lækka kostnað við þjónustu, til að mynda Strætisvagna Reykjavíkur,“ segir hann. Aðspurður kvaðst Þórarinn gera ráð fyrir að launanefnd aðila vinnu- markaðarins kæmi fljótlega saman til að meta hvort forsendur samn- inga héldu. „EF það er varanleg breyting að verðlag hækki um 0,3-0,4% í hveij- um mánuði, þá er hægt að fara að leiða að því rök að verðbólga hér á landi sé ekki sambærileg við það sem gerist í nálægum löndum, en forsenda kjarasamninganna er sú að verðbólga hér verði sambærileg og í nálægum löndum. Þar erum við kannski að tala um 2‘/2%-3 V2°Á“ segir Þórarinn V. Þórarins- son, framkvæmdastjóri VSÍ. í ályktun framkvæmdastjómar VSÍ á þriðjudag segir að gríðarl'egar hækkanir landbúnaðarafurða ógni verðlagsforsendum kjarasamninga. Forstjóri Þjóðhagsstofnunar benti aftur á móti á það í Morgunblaðinu á miðvikudag að eitthvað sérstakt þyrfti að gerast til að verðlagsbreyt- ingarnar næstu mánuði yrðu óhag- stæðari en í nágrannalöndunum. Morgunblaðið/Sig. Jóns. GUÐBJORG Jóhannsdóttir í grænmetisdeildinni og Árni Bene- diktsson vöruhússtjóri KA við grænmetisborðið í versluninni. Salanjókst um 120% Selfossi. Morgunblaðið. SALA á grænmeti og ávöxt- um í Vöruhúsi KÁ á Selfossi jókst um 100% í peningum talið og 120% í magni eftir að nýtt og betra grænmetisborð var tekið í notkun. „Það hefur orðið hrein sölusprenging í grænmeti og ávöxtum," sagði Árni Bene- diktsson vöruhússtjóri KÁ. Hann sagði að grænmetis- og ávaxtaborðið væri fallegt og freistandi ásamt því að áhersla væri lögð á að vera með nýjar og góðar vörur og að borðið liti alltaf sem best út. Hann sagði einnig að ákveðinn áhuga- samur hópur starfsstúlkna sæi um grænmetisborðið frá degi til dags. betur? --0 St. 28-35 kr. 1.995,- • St. 36-46 kr. 2.495, Nýtt kortatímabil Opið kl. 12-18.30 laugard. kl. 10-16 Sendum í póstkröfu sími. 581 1290 Innilegar þakkir fyrir mér sýndan hlýhug í til- efni af 75 ára afmœli mínu 7. september sl. Sérstakar þakkir fœri ég bœjarstjórn Kópavogs. Sigfús Halldórsson. Franskar dragtir og síðbuxur frá stærð nr. 36 Opib laugardag frá kl. 10-14. - Veriö velkomin - neðst við Opið virka daga kl.9-18, Dunhaga, laugardaga sími 562 2230 kl. 10-14. VeftQ - frábær opnunartilboð Við opnum nýjo og breytto verslun FatnQður á dömurf föndur, bútasaumsefni, gardínuefni. Vefta, Hólagarði, Lóuhólum 2-6, sími 557 2010. Fólk er alltaf aðvinna íGullnámunni: 78 milljónir Vikuna 7. til 13. september voru samtals 78.329.933 kr. greiddar út í happdrættisvélum um allt land. Þetta voru bæöi veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öörum vinningum. Silfurpottar í vikunni: Dags. Staður Upphæð kr. 7. sept. Glaumbar........ 247.524 9. sept. Háspenna, Laugavegi. 305.643 10. sept. Sjallinn, ísafirði. 132.594 10. sept. Rauða Ijónið........ 87.360 10. sept. Rauða Ijónið.... 51.491 10. sept. Blásteinn........ 62.230 13. sept. Blásteinn...... 405.391 Staða Gullpottsins 14. september, kl. 10:00 var 6.340.334 krónur. Silfurpottarnir byrja alltaf i 50.000 kr. og Gullpottarnir I 2.000.000 kr. og hækka síðan jafnt og þétt þar til þeir detta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.