Morgunblaðið - 15.09.1995, Page 23

Morgunblaðið - 15.09.1995, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995 2i Fimm Islenskir listamenn sýna Kyoto í GÆR hófst sýning á verkum fimm íslenskra listamanna í Studio-COM Tachikichi, sem er þekkt skúlptúr- gallerí í Kyoto í Japan. Fimmmenningarnir sem kalla sig KOM-sýningarhópinn eru: Kristín ísleifsdóttir, Magnús Tómasson, Örn Þorsteinsson, Sigrún Ó. Einars- dóttir og Sören S. Larsen. Þau verða öll viðstödd við opnun sýningarinnar, auk þess sem þau munu ferðast um Japan og halda fyrirlestra um íslenska list. KOM-hópurinn hefur gert kynn- ingarbækling á japönsku vegna Japan sýningarinnar og hefur forseti ís- lands frú Vigdís Finnbogadóttir rit- að ávarp í hann um menningar- tengsl íslands og Japans. Verkefni þetta hefur hlotið styrk frá Sas- akawa sjóðnum, menntamálaráðu- neytinu o.fl. Framhald verkefnisins verður það að fímm japanskir listamenn munu, ásamt KÓM-hópnum, sýna verk sín í Norræna húsinu á haust- dögum 1996 og mun þá á sama tíma verða þemasýning í for- gangi/kaffisölu um þemað Skand- inavía-Japan í hönnun og listum. SONGSVEITIN Fílharmónía V V V 'I |j§ : 8^ Vetrarstarf Filhar- móníu að hefjast UM þessar mundir er að hefjast vetrarstarf Söngsveitarinnar Fíl- harmóníu, sem er einn af elstu blönduðu kórum landsins. Starfið hefst með félagsfundi og söngæf- ingu mánudaginn 18. september kl. 20.00 í Melaskóla. Starfsemi Söngsveitarinar Fílharmóníu á komandi starfsári verður mjög fjöl- breytt og fyrirhugaðir eru tónleikar í desember, janúar og byijun maí, eins og fram kemur í frétt frá söng- sveitinni. Síðan haustið 1988 hefur stjórn- andi kórsins verið Úlrik Ólason og raddþjálfari undanfarin ár Elísabet Erlingsdóttir söngkona. Söngsveitin hefur haldið að- ventutónleika síðan 1989 og verður það einnig gert í vetur. Aðventutón- leikar kórsins eru orðnir fastur liður í tónlistarlífi höfuðborgarsvæðisins í desember og hefur skapast sú hefð að hafa þessa tónleika um og „Þetta get „ÞETTA get ég nú gert“ er heiti á myndlistarsýningu sem sex myndlistarmenn opna í sýningar- sölum Norræna hússins á morgun, laugardag, kl. 16. Myndlistarmennirnir eru Anna Þóra Karlsdóttir, Asa Ólafsdóttir, Birna Kristjánsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, ína Salóme og Ólöf Einarsdóttir. Á sýningunni verða nýtjahlutir unnir í margvísleg efni og endur- spegla verkin sýn myndlistar- mannsins á nytjahluti. Sýningin stendur til 1. október og er opin alla daga nema mánu- daga frá kl. 14-19. eftir aðra helgi desembermanaðar. Aðventutónleikar söngsveitarinnar hafa verið haldnir í Kristskirkju í Landakoti. Annað verkefni söngsveitarinn- ar í vetur verða tónleikar í Borgar- leikhúsinu þriðjudaginn 23. janúar. Þessir tónleikar verða í tónleikaröð þeirri sem Borgarleikhúsið gengst fyrir í vetur og eru nýjung í tónlist- arlífinu hér. Á þessum tónleikum er ætlunin að flytja íslenska leik- hústónlist. íslensk leikhústónlist hefur að geyma marga þekkta söngva eftir tónskáld eins og t.d. Pál Isólfsson, Jón Ásgeirsson, Atla Heimi Sveinsson og Jón Nordal. Viðamestu tónleikar vetrarins verða síðan næsta vor, þar sem ætlunin er að flytja Sköpunina eftir Haydn. Söngsveitin Fílharmónía er nokk- urn veginn fullskipuð, en þó er hægt að bæta við góðum röddum. ég nú gert“ MYNDLISTARMENNIRNIR sem standa að sýningunni. Bergmál NÚ fer hver að verða síðastur til að sjá sýninguna Ljós úr norðri, norræn aldamótalist, sem stendur yfir í Listasafni íslands. Syningin hefur farið víða um lönd og síðasti viðkomustaður hennar verður í Stokkhólmi, en eftir það verður listaverkunum skilað á ríkislistasöfn Norður- landanna og til annarra eig- enda listaverkanna. Sýningunni lýkur sunnudag- inn 24. september og verður hún ekki framlengd. Myndin Bergmál er eftir El- len Thesleff og var máluð 1891. Renning- ar við Hamarinn SIGRÍÐUR Júlía Bjarnadóttir opnar sýningu á verkum sínum í sýningarsalnum Við Hamar- inn, Strandgötu 50 í Hafnar- firði, á morgun, laugardag. Yfirskrift sýningarinnar er Renningar. Sigríður Júlía út- skrifaðist úr _ Myndlista- og handíðaskóla íslands 1988 og stundaði nám í San Francisco Art institute 1989-90. Sýningin stendur til 1. októ- ber. Opið er alla daga frá kl. 14-18. itta ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR Til móts við framtíðina Alþjóðleg ráðstejna haldin á Hótel Sögufimmtudaginn 21. september kl. 8.30 árdegis. I tilefni stjórnarfundar IFOAM, Alþjódasamtaka hfrœnna bœnda ogframleiðenda hér á landi, hefur verið ákveðið að efna til opins fundarfyrir allt áhugafólk, þar sem fjallað verður um: Lífrænan landbúnað og þýðingu hans fyrir Island og heimsbyggðina. Meðal fyrirlesara eru margir af helstu sérfræðingum veraldar á þessu sviði og því gefst Islendingum hér einstakt tækifæri til að kynnast lífrænum landbúnaði í alþjólegu umhverfi. Dagskrá: Kl. 8.30 f.h. Skráning. Ráðstefnan sett - ávörp. Guðmundur Bjarnason, landbúnaðar- og umhverfisráðherra. Hervé La Prairie, forseti Alþjóðsamtaka lífrænna landbúnaðarhreyfinga - IFOAM Frakkalndi. Hlutverk IFOAM og starfsemi samtakanna fyrir lífrænu hreyfinguna í heiminum. Linda Bullard, Belgíu/Bandaríkjunum. Heimur lífræns landbúnaðar (myndasýning). Bernward Geier Þýskalandi. Kaffihlé Lífrænn landbúnaður - byrjað á jarðveginum. Gcrald Herrmann, Þýskalandi. Lífrænn landbúnaður í heiminum,j[ýrri hluti. Afríka: John Njoroge, Kenýu. Evrópa: Troels Ostergaard, Danmörku, Ursula Soltysiak, Póllandi. Hádegisverður. Lífrænn landbúnaður í heiminum, seinni hluti. Asia: Ranjith De Silva, Sri Lanka. Ástralia, Nýja Sjáland og önnur lönd við sunnanvert Kyrrahaf: Bob Crowder, Nýja Sjálandi. Suður- og Mið-Ameríka; Miguel Nunez, Venezuela. Norður-Ameríka: Roni Brunner, Bandaríkjunum. Hagfræði lífræns landbúnaðar og hlutverk hans í sanngjörnum viðskiptum. Coen van Beuningen, Hollandi og Hanspeter Schmit, Þýskalandi. Kaffihlé. Abyrgð á uppruna og gæðum lífrænna afurða;framleiðslureglur, löggjóf, vottun og eftirlit. Rainer Báchi, Sviss og Ken Commins, Bandaríkjunum. Staða lífrænna afurða á heimsmarkaðnum. Carl Haest, Belgiu. Umrœður. Ráðstefnustjóri: Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka íslands. Þátttökugjald er kr. 2.300. Innifalið er kaffi og ljúffengur hádegisverður. Erindin verða flutt á ensku og þýdd jafnóóum fyrir þá sem þess óska. Skráning þátttöku cr hafin hjá Bændasamtökum Islands í síma 563 0300. Landbúnaðarráðuneytið — Bændasamtök Islands — Náttúruverndarár Evrópu 1995 Áform-átaksverkefni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.