Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Ljóska Hvað ef við rekumst á Rauða Hafðu engar áhyggjur ... hann baróninn á meðan við erum skýtur alltaf lágt... hérna uppi? BREF TEL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Alþjóðleg vináttu- ráðstefna kvenna fyrir heimsfriði Frá Pauline Sch. Thorsteinsson: HEIMSFRIÐARSAMTÖK kvenna eru að vinna að mörgum málum er lúta að uppbyggingu friðsams heims í löndum kalda stríðsins fyrrverandi, með sameiginlegu átaki kvenna í hveiju landi fyrir sig. Á timabilinu frá október 1993 til nóvember 1994 hafa 160.000 japanskar konur tekið þátt í athöfnum systrafélaga ásamt kynsystrum okkar frá Kóreu. Á bandarísku ráðstefnunni, sem haldin var í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá því að Bandaríkin og Japan afléttu stríðinu, lærðu japanskar konur beint frá ýmsu helsta forystu- fólki í hinum ýmsu starfsgreinum innan Bandaríkjanna, og tóku þátt í sameiginlegri hátíð systrafélaga Japans og Bandaríkjanna, sem binda Japan og Bandaríkin kærleiksbönd- um áður en tími Asíu - Kyrrahafs hefst á 20. öldinni. Sú staðreynd að Japan og Bandaríkin, forystuþjóðir fyrir heimsfriði, eru tengdar böndum kærleiks og vináttu meðal japanskra og bandarískra kvenna, gerir það kleift að líta björtum augum á fram- tíðina. Ráðstefna japanskra kvennna í Bandaríkjunum Heimsfriðarsamtök kvenna styrktu ferðir átta hópa japanskra kvenna til Bandaríkjanna á tímabilinu frá 22. janúar til 12. mars 1995. Hver ferð var í sjö nætur og átta daga, og tóku um það bil 500 konur þátt í hverri ráðstefnu fyrir sig. Allt í allt fóru um 4.000 japanskar konur í þessar ferðir. Hápunktur ferðarinnar var fímm daga ráðstefna, sem var styrkt af alþjóðlegri vinátturáðstefnu kvenna fyrír heimsfriði, sem haldin var í höf- uðborginni Washington D.C. Á þessu Asíu - Kyrrahafssvæði, með aðeins fimm ár fram til 20. aldarinnar, var ætlast til þess af japönskum konum að þær myndu koma skoðunum sínum á heiminum á framfæri á ráðstefnun- um, þar sem margir þekktir forystu- menn ýmissa svæða innan Bandaríkj- anna voru viðstaddir. Á fjórða degi ráðstefnanna var gert hlé á þeim fyr- ir athöfn systranna, „brúarathöfnina" svokölluðu. Þar sem um 500 japansk- ar konur voru sameinaðar jafnmörg- um amerískum kvenmönnum. Til- gangur athafnarinnar var aðjapansk- ar og bandarískar konur gætu mynd- að einstaklings- og fjölskyldutengsl, og lagt sitt af mörkum fyrir vináttu milli Bandaríkjanna og Japans og fyrir heimsfriði. Hvert par styrkir fjölskyldutengslin með t.d. bréfaskrifum og gagnkvæm- um heimsóknum. Með þessum sam- skiptum er gert ráð fyrir að tengslin milli Japan og Bandaríkjanna, sem hafa verið sögð af Clinton forseta vera mikilvægasta milliríkjasamband í heiminum, verði styrkt. Barbara Bush, fyrrverandi forset- afrú, og Motoko Sugiyama, forseti Japansdeildar samtaka kvenna fyrir heimsfriði, föðmuðust á einni af brú- arathöfnunum. Þær gengu síðan nið- ur tröppurnar, hönd í hönd, sem eins- konar dramatískt tákn fyrir það hversu mjög sambandið hefur batnað síðustu 50 árin. „Núna erum við syst- ur,“ sagði frú Bush. George Bush, fyrrverandi forseti, sagði að forseti Bandaríkjanna og forsætisráðherra Japan ættu einhvern tíma að samein- ast á brúnni. Frú Marie Cavill frá Maryland vinnur á heilbrigðisstofnun Banda- ríkjanna. Hún var pöruð með frú Sumiyo Ihara frá Shizuoka sem sagði að sig hefði dreymt um að eignast ameríska vinkonu. Frú Cavill var „mjög ánægð“ með að hafa tekið þátt í athöfninni. „Að vera tengd jap- anskri konu á ráðstefnunni er dásam- legasti hluti allrar dagskrárinnar. Ungfrú Ihara og ég hittumst í fyrsta skipti, og við föðmuðumst, aftur og aftur,“ sagði hún. Eftir ráðstefnuna, fóru gestimir í skoðunarferðir um Washington D.C. og New York. Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, George Bush, hélt ræðu á fímm af átta ráðstefnum. Á þremur þeirra, fylgdi frú Barbara Bush manni sínum og hélt ræðu á undan honum. Komu þau bæði inn á mikilvægi fjölskyldunnar og lögðu áherslu á, að, „það sem gerist á heim- ili þínu er mikilvægara en það sem gerist í Hvíta húsinu." „I Japan og Bandaríkjunum geta og gera stjórnvöld margt til hjálpar öðrum, en einstaklingar og sjálfboða- liðar gera langtum rneira," sagði herra Bush. „Og á átta árum sem varaforseti og fjórum sem forseti varð ég vitni að bókstaflega þúsund- um dæma um náungakærleika, en hann hefur gert þessa þjóð að þeirri vingjamlegustu og sterkustu í heimin- um.“ Aðrir ræðumenn ráðstefnunnar vom til að mynda frú Jeanne Kirk- patrick, fyrrverandi fulltrúi Banda- ríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Alexander Haig hershöfðingi, fyrrver- andi innanríkisráðherra, herra Wiil- iam Bennett, fyrrverandi mennta- málaráðherra, herra Les Aspin, fyrr- verandi varnarmálaráðherra. Ýmsir þekktir meðlimir þingsins, þar með taldir Richard Lugar öldungardeildar- þingmaður, herra Christopher Reeve, stjarna myndarinnar „Superman", dr. Sally Ride, fyrsti bandaríski kven- geimfarinn, frú Lynne Cheney,, fyrr- verandi formaður ríkisstyrktarsjóðs lista, og þekktir trúarleiðtogar, eins og t.d. séra Jerry Falwell. Margir ræðumanna skírskotuðu til gmndvall- ar kristilegs kærleika Bandaríkjanna. Þeir lögðu einnig áherslu á mikil- vægi fjölskyldunnar og siðferðilega kennslu jafnframt þýðingarmiklu hlutverki konunnar á þessum sviðum. Hinir fyrrverandi ráðherrar Haig og Aspin töluðu um alþjóðleg vanda- mál eins og til að mynda útbreiðslu Iq'amavopna og hiyðjuverka. Þeir lögðu báðir áherslu á að aðeins hreyf- ing í líkingu við heimsfriðarsamtök kvenna, sem hefja til vegs vináttu og kærleika án tillits til kynþáttar eða þjóðernis, geti yfirstigið slíka ógn og gert það mögulegt að ná sönnum friði. PAULINE SCH. THORSTEINSSON, Kaplaskjólsvegi 53,107 Reykjavik. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta,,ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.